Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
NORRÆN SAMVINNA
MORGUNBLAÐIÐ
„SÆMUNDUR á selnum“ fyrir framan Háskóla íslands er skírskotun í einhverja þekktustu frásögn
af heimferð íslensks námsmanns erlendis frá.
Nordplus - leið
til Norðurlanda
í slenskir námsmenn
hafa alltaf sótt mikið til
Norðurlanda í fram-
haldsnám. Þær ferðir
hafa skilað bæði vel
menntuðu fólki og
auknum tengslum við
Norðurlöndin, að mati
Helga Þorsteinssonar,
sem telur að þessi mál
hafi tekið nýja stefnu
með tilkomu áætlunar
um norræn náms-
manna- og kennara-
skipti: Nordplus.
NORDPLUS er áætlun um
námsmanna- og kennara-
skipti á háskólastigi milli
Norðurlandanna. Henni var hrundið
í framkvæmd 1988 og hefur verið
í örum vexti síðan. Nordplus styrk-
ir nemendur og kennara til tíma-
bundinnar dvalar á háskólastofnun-
um á Norðurlöndum utan heima-
lands þeirra. Á síðasta ári fengu
um tvö þúsund nemendur og átta
hundruð kennarar styrk á vegum
áætlunarinnar til dvaiar í eina eða
tvær annir og að auki tóku tvö
þúsund nemendur og kennarar þátt
í styttri norrænum námskeiðum á
vegum Nordplus. Nordplus hefur
ekki komið í staðinn fyrir hefbund-
ið nám íslendinga á Norðurlöndum.
Áætlunin er að miklu leyti viðbót
við þau menntamálasamskipti sem
fyrir voru og hefur orðið til að
styrkja tengsl norrænna náms-
manna og menntamanna.
Nordplus lifir af í Evrópu
í upphafi var Nordplusáætlunin
eins konar andsvar gegn Erasmus,
stúdentaskiptaáætlun Evrópu-
bandalagsins. Markmiðið var ann-
ars vegar að gefa norrænum há-
skólanemendum og kennurum
tækifæri til samskonar samskipta
og starfsbræður þeirra innan Evr-
ópubandalagsins nutu og hins vegar
að búa þá undir að taka þátt í evr-
ópsku samstarfi í framtíðinni.
Nordplus var einnig hluti stærri
áætlunar um sameiginlegan vinnu-
markað á Norðurlöndum á svipaðan
hátt og Erasmus átti að styrkja
samevrópska vinnumarkaðinn. Með
því að samræma nám í ólíkum lönd-
um átti að gera menntafólki auð-
veldara að starfa utan heimalands-
ins að námi loknu.
Aðstæður hafa töluvert breyst
síðan 1988. Fljótlega urðu Norður-
löndin þátttakendur í Erasmuskerf-
inu og nú hafa Svíþjóð og Finnland
bæst í hóp Evrópusambandsríkja.
Norðurlöndin hafa engu að síður
haldið ótrauð áfram að styrkja
Nordplus. Ráðamenn á Norðurlönd-
um telja flestir að þörf sé á að
halda sémorrænni samvinnu áfram
við hlið hinnar evrópsku. Norplus
hefur auk þess ýmsa kosti fram
yfir Erasmus. Fyrrnefnda áætlunin
er sveigjanlegri og hraðvirkari.
Auðveldara er að sækja um og svör
berast fyrr. Nordplusáætlunin virð-
ist því hafa kosti og sérstöðu sem
gera henni kleift að lifa af í nýrri
Evrópu.
Fósturfjölskyldur á jólum
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
er tengiliður fyrir Nordplus á ís-
landi. Hún vinnur í samstarfi við
faglega tengiliði innan deilda Há-
skóla íslands og við aðrar stofnanir
á háskólastigi sem taka þátt í
Nordplus, til dæmis Kennarahá-
skólann og Myndlista- og handíða-
skólann. Fagdeildimar á Norður-
löndum mynda samstarfsnet og þar
eru helstu ákvarðanir um stúdenta-
skiptin teknar.
Álþjóðaskrifstofan aðstoðar
Nordplusstúdenta, sem til landsins
koma, meðal annars við húsnæðis-
leit. Á Norðurlöndum er Nordplus-
stúdentum yfirleitt útveguð her-
bergi á stúdentagörðum, en hér
standa aðeins örfá herbergi til boða
á Görðum. Því hefur alþjóðaskrif-
stofan þurft að leita til ótal leigu-
sala um allan bæ.
Reynt er að útvega Norður-
landabúunum íslenska samleigjend-
ur til þess að þeir einangrist ekki.
Jafnframt hafa verið gerðar ýmsar
aðrar tilraunir til að koma á sam-
skiptum milli Nordplusstúdentanna
og íslendinga. Meðal annars hefur
verið haft samstarf við Rotaryfélög-
in um að útvega þeim Nordplus-
stúdentum sem hér eru um jólin
íslenskar gestgjafafjölskyldur til að
dveljast hjá yfir hátíðirnar.
Tungumálaerfiðleikar
Norðurlandabúar hafa sóst mikið
eftir að komast til íslands gegnum
Nordplusáætlunina og hafa færri
komist að en vildu. Flestir þeirra
sem hingað hafa komið hafa stund-
að nám í íslensku við Háskólann.
Margir hafa einnig stundað mynd-
listamám, enda er tungumálið
minni þröskuldur þar en í öðrum
námsgreinum.
Tungumálaörðugleikar eru aðal-
vandamál norrænna stúdenta sem
hingað koma. Framan af voru eng-
ar sérstakar ráðstafanir gerðar til
að mæta þörfum þeirra sem komu
til að stunda nám í öðrum greinum
en íslensku fyrir erlenda stúdenta.
Frá árinu 1993 hafa hins vegar
verið haldin sérstök undirbúnings-
námskeið í íslensku fyrir Nordplus-
stúdenta. Auk þess hafa verið
haldnir sérstakir fyrirlestrar um
ólík efni tengd landi og þjóð nokkr-
um sinnum á hverjum vetri. Rætt
hefur verið um að kenna einhver
námskeið á Norðurlandamálum eða
ensku. Það gætu verið þverfagleg
námskeið sem nýttust flestum
Nordplusstúdentum sem hingað
kæmu og öðrum erlendum nemend-
um, til dæmis Erasmusstúdentum.
Hingað til hafa þessar fyrirætlanir
strandað á fjárskorti.
Ný leið til Norðurlanda
Þátttaka íslendinga í Nordplus-
áætluninni er hluti nýrrar stefnu í
menntamálasamskiptum við útlönd.
Fyrr á árum voru tengsl Háskóla
Islands við erlenda fiáskóla fyrst
og fremst óformleg, oft til komin
vegna námsdvalar íslendinga er-
lendis. Á síðustu árum hefur Há-
skólinn í auknum mæli tekið upp
formlegra samstarf, annars vegar
með tvíhliða samningum við ein-
staka háskóla erlendis, og hins veg-
ar með þátttöku í samstarfsneti
margra háskóla á borð við Nord-
plus- og Erasmusáætlanirnar.
Nokkur atriði greina Nordplus
frá fyrri samskiptum Islendinga við
norrænar háskólastofnanir. í fyrsta
lagi er námstíminn erlendis styttri,
aðeins ein eða tvær annir. I öðru
lagi er námið metið að fullu til ein-
inga við háskólastofnun hér heima.
Þannig á nemandi í bókmennta-
fræði við Háskóla íslands sem fer
til Lundar og lærir litteraturveten-
skap í tvær annir ekki að tefjast
neitt í náminu á íslandi. í þriðja
lagi fara nemendur oftast fyrr út
til Norðurlanda í nám en áður gerð-
ist. Flestir nemendur sem fara út
í Nordglus eru í grunnnámi í sinni
grein. í fjórða lagi er það nýtt að
samskiptin eru tvíhliða; Svíar, Dan-
ir, Finnar og Norðmenn koma hing-
að til lands að læra. Síðan en ekki
síst eru veittir styrkir úr sameigin-
legum sjóðum Norðurlanda til
Nordplussamstarfsins.
íslendingar í frændgarði
Aðstæður til náms fyrir íslenska
Nordplusnemendur á Norðurlönd-
um eru sennilega að jafnaði betri
en þær sem mæta Norðurlandabú-
um sem hingað koma. Tungumála-
erfiðleikar íslendinganna eru minni,
nema þá helst í Finnlandi, enda fer
aðeins lítill hluti íslendinga á vegum
Nordplus til Norðurlanda til þess
að sækja tungumálanám. Flestir
fara til að bæta við sig í sömu grein
og þeir eru að læra í skólanum
heima. Reynsla starfsmanna Al-
þjóðaskrifstofunnar er sú að íslend-
ingar séu yfirleitt ánægðir með
Nordplusdvöl á Norðurlöndum. Þeir
aðlagast vel aðstæðum, því Norður-
landabúar eru líkari okkur í hugsun
og háttum en flestar aðrar þjóðir.
íslendingum er líka vel tekið og oft
eru heimamenn forvitnir um þá.
Landkynning er því enn einn kost-
urinn sem fylgir Nordplusáætlun-
inni fyrir ísland. Það gildir það
sama um Nordplus og flesta aðra
þætti Norðurlandasamstarfsins að
við íslendingar högnumst sennilega
meira á því en nokkur hinna þjóð-
anna.
Höfundur stundar nám i hagnýtrí
fjölmiðlun við Háskóla íslands.
Vildi komast sem lengst
Frá Ólafsvík til Árósa
CHARLOTTA Landelius er
myndlistamemi frá Stokk-
hólmi. Hún sótti um að kom-
ast til Islands, því lengra var
ekki hægt að komast frá Sví-
þjóð á Nordplus-styrk. Hún er
ánægð með dvölina hér, þótt
hún hafi ekki lært mikið í ís-
lensku og þó að myndlistamá-
mið uppfylli ekki ýtrustu
væntingar.
Ég kom til landsins í sept-
ember í fyrra en fyrir þann
tíma vissi ég ekki annað en
að á Islandi væm eldfjöll, jö-
klar og álfar en engin tré. í
Svíþjóð var ég í keramíknámi
við listaskóla í Stokkhólmi en
hér er ég á myndlistarbraut í
Myndlista- og handíðaskólan-
um. Ég kann vel við mig í náminu en
skólinn er ekki eins vel búinn og sá úti í
Svíþjóð. Auk þess eru nemendur ekki eins
vel undirbúnir undir námið eins og þar
ogJ>ví em ekki gerðar eins miklar kröfur.
I fyrstu bjó ég í herbergi á gistiheimili
sem skólinn útvegaði. Mér þótti of lítið
frjálsræði þar og flutti mig
þess vegna ásamt tveimur vin-
konum mínum, einni sænskri
og einni danskri, í leiguíbúð á
Grettisgötu. Þar kunnum við
vel við okkur, stundum listina
á virkum dögum og kráarlífið
á Kaffi List um helgar.
Ég hef ekki lært mikla ís-
lensku ennþá. Á heimilinu tala
ég auðvitað sænsku en bæði í
skólanum og á kránni hefur
enskan dugað best. Hluti
kennslunnar fer fram á ensku,
sérstaklega fyrir erlenda stúd-
enta, og auk þess er náms-
greinin þess eðlis að tungumál
era lítil hindrun. Sem Nordpl-
us-nemandi hef ég meira
frjálsræði en aðrir nemendur.
Til dæmis fæ ég að taka námskeið af
mismunandi áram. Fjárhagslega hefur
auðvitað líka munað miklu um Nordplus-
styrkinn. Almennt get ég sagt það um
Nordplus-kerfið að það er einfalt og virk-
ar vel.
GUÐBJÖRG Gylfadóttir ólst
upp í Ólafsvík en stundar nú
nám í sagnfræði við Háskóla
íslands. Siðastliðinn vetur var
hún við nám í Háskólanum í
Árósum á vegum Nordplus.
Auk Dananna kynntist hún þar
fjölmörgum útlendingum sem
voru í svipuðum erindagjörð-
umog hún sjálf.
Ég hafði aldrei komið til
Danmerkur og langaði til að
prófa eitthvað nýtt. Þess
vegna sótti ég um Nordplus.
Ég var tvær annir í skólanum,
frá hausti til vors. Á vegum
Nordplus var mér útvegað
herbergi á stúdentagarði og
boðið var upp á ýmsa félags-
starfsemi fyrir útlendinga á
vegum háskólans. Á stúdentagarðinum
voru aðeins útlendingar. Þar kynntist ég
því allra þjóða kvikindum, til dæmis
Erasmus-stúdentum frá ýmsum löndum.
Við þá talaði ég ensku, en dönsku í skólan-
um, þannig að dvölin varð til að bæta
bæði málin.
Námið olli mér ekki neinum
sérstökum erfiðleikum. Mér
fannst reyndar danskir nem-
endur oft betur lesnir og virk-
ari i kennslustundum en ger-
ist hér heima. Námskeiðin
sem ég tók hafa öll verið
metin inn i sagnfræðina við
Háskóla íslands og ég tafðist
því ekkert í námi. Reynslan
að utan hefur dugað mér vel
hér, ekki síst hefur það hjálp-
að mér að vera orðin betri í
dönsku og ensku. Það sem ég
sé helst eftir er að hafa ekki
farið á sérstakt dönskunám-
skeið sem boðið var upp á
fyrir útlenda stúdenta í Árós-
um og að hafa ekki haft enn-
þá meiri samskipti við Danina
sjálfa til að verða betri í málinu.
Nordplus dugði mér vel. Samtals fékk
ég 210 þúsund krónur í styrk og auk
þess var sérstakur umsjónarmaður áveg-
um áætlunarinnar mér til aðstoðar í Árós-
um. Án Nordplus hefði ég aldrei farið
þessa ferð.
Morgunblaðið/Emilía
Charlotta
Landelius
Morgunblaðið/Kristinn
Guðbjörg
Gylfadóttir