Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 37 höfum átt ógleymanlegar stundir bæði um jól og á sumrin þegar ættin kemur saman og erfitt verður að fylla það skarð sem þú skilur eftir. Guð blessi þig, elsku amma, og elsku afa sem þú hefur hitt á ný eftir langan aðskilnað. Minning þín lifir að eilífu með okkur. Einar Ásbjörn, Ólafía og Jón Sigurbjörn. Tilsku amma, með þessum erind- um viljum við kveðja þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við munum sárt sakna þín. Vilj- um við votta öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum góð- an guð um að blessa þá alla. Olga, Páll, Alexander Ragnar, Guðrún og Atli Már. Góð vinkona mín, Rebekka Frið- bjarnardóttir, er látin. Þegar nánir vinir kveðja eftir langa samfylgd leitar hugurinn yfir farinn veg. Leitar að myndum og minningum frá samverustundum og atburðum sem hafa mótað lífs- brautina. Kynni okkar Rebekku hófust með því að Rebekka og Jón Guðmunds- son, ásamt sonum sínum, Sigurði og Ragnari, tóku á leigu kjallara- íbúð í húsi foreldra minna á Suður- götu 5 í Keflavík árið 1934. Kjall- araíbúð þessi var eitt herbergi og eldhús og þar bjó þessi fjögurra manna fjölskylda. Síðar bættust þtjú börn við í fjölskyldunni; Guðný, Ólafur og Veiga. Því má segja að mikið hafi reynt á samvinnuna hjá þessari fjölskyldu sem bjó við þröngan kost sem híbýli. Aldrei man ég eftir öðru en góð- um tengslum og samskiptum milli foreldra minna og fjölskyldunnar í kjallaranum. Bömin urðu hluti af æsku og uppvaxtarárum mínum og Dillu, systur minnar, sem áttum heima á miðhæðinni. Margt var til gamans gert en flestir leikir urðu að fara fram utan dyra vegna lítils húsrýmis. Fjölskylda Jóns og Rebekku leigði hjá okkur á Suðurgötunni fram til ársins 1942 eða átta ár. Aldrei var það svo að gestum, sem í flestum tilfellum voru frá Vest- fjörðum en þaðan var Rebekka ættuð, væri úthýst. Alltaf var nóg pláss í kjallaranum. I dag brýtur maður heilann um það hvernig þeim hjónum tókst að koma öllu þessu fólki fyrir. Eftir að fjölskyldan flutti í nýtt hús er þau hjón byggðu af miklum dugnaði stækkaði fjölskyldan enn og tvö börn bættust við, þau Erna og Gunnar. Eftir flutninginn hélst náin vinátta og tryggð milli fjöl- skyldanna á Suðurgötunni og Heið- arveginum. Til marks um það samband sem hélst þá var það Bubba, eins vinir Rebekku kölluðu hana, sem var kölluð til hjálpar ásamt ljósmóður þegar ég, ung að árum, eignaðist mitt fyrsta barn. Eg mun aldrei gleyma þessum degi þegar þú, Bubba mín, veittir mér styrk og kraft og hjálpaðir mér. Þessar fáu línur eru settar á blað til þess að þakka þér, elsku Bubba mín, fyrir að fá að alast upp í sam- býli við þig og börnin þín, en það var stór hluti æsku minnar. Ég votta börnum þínum og barnabörnum og öllu fólki tengdu þér mína dýpstu samúð, en sam- heldni barna þinna og maka þeirra er einsdæmi sem ber þér fagurt vitni. Þorbjörg Pálsdóttir og fjölskyldan Suðurgötu 5. + Þórný Svein- bjarnardóttir fæddist á Ysta- Skála undir Vestur- Eyjafjöllum 2. september 1909. Llún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jónsson, f. í Vestur- Holtum undir Eyja- fjöllum hinn 14. janúar 1882, d. 13. júlí 1971, bóndi og kennari á Ysta- Skála, og Sigríður Anna Ein- arsdóttir frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum, f. 29. júní 1885, d. 20. nóvember 1943. Systkini Þórnýjar voru: Sigríður, f. 1908, d. 1986, Eyþór, f. 1911, d. 1929, Guðbjörg, f. 1913, d. 1959, maki Jón Guðmann Bjarnason frá Mið-Grund, Jón Þorberg, f. 1915, d. 1991, maki Andrea Tómasdóttir frá Fær- eyjum, Sveinbjörn, f. 1916, maki Álma Ásbjarnardóttir úr Reykjavík, Sigurjón, f. 1918, d. 1965, Þóra Torfheiður, f. 1921, d. 1987, Ásta, f. 1923, maki Guðmundur Guðmunds- son frá Núpi, Garðar, f. 1925, maki Sigríður Kjartansdóttir frá Eyvindarholti, Svava, f. 1926, maki Sigurður Loftur Tómasson frá Grafarbakka, og Einar, f. 1928, maki Vigdís TENGDAMÓÐIR mín, Þórný Svein- bjamardóttir, er látin. Ég kynntist henni fyrir um 39 ámm, þegar ég kom á heimili hennar og Þórarins Guðjónssonar eiginmanns hennar, en þá hafði ég kynnst dóttur þeirra Þóru Björgu. Frá þeirri stundu hefur verið góð vinátta á milli okkar, sem ég man ekki til að nokkurn skugga hafi borið á. Día, en það var tengdamóðir mín oftast kölluð, var mikill dýravinur og góð hestamennska á yngri árum, en þau hjónin voru með nokkurn búskap í Ásgarði, sem þau höfðu mikla ánægju af. Þegar Día missti mann sinn vann hún í nokkur ár í mötuneyti Skógaskóla og á sauma- stofu á Hvolsvelli. Annars var hús- móðurstarfið hennar aðal ævistarf. Eftir að Día flutti á Selfoss, urðu Pálsdóttir, d. 1983, úr Reykja- vík. Þórný ólst upp á Ysta-Skála, en hinn 14. nóvember 1936 giftist hún Þórarni Guðjóns- syni frá Kvíhólma undir V-Eyjafjpll- um. Hann lést 28. mars 1972. For- eldrar hans voru Steinunn Sigurð- ardóttir frá Syðstu-Grund og Guðjón Jónsson frá Mið-Grund. Þórný og Þórarinn hófu bú- skap sinn í Vestmannaeyjum. Árin 1942-43 áttu þau heima í Háamúla i Fljótshlíð, en 1944 keyptu þau býlið Ásgarð (Tjaldhóla) í Hvolhreppi. Arið 1978 fluttist Þórný til Selfoss og keypti íbúð í Vallholti 16, þar sem hún bjó til æviloka. Þórný og Þórarinn eignuðust tvö börn. Þau eru: Þóra Björg, f. 1939, gift Sigfúsi Þórðarsyni og eiga þau þijú börn, og Guðjón Steinar, f. 1949, kvæntur Ólafíu Guðmunds- dóttur og eiga þau tvö börn. Barnabörn Þórnýjar eru því fimm og barnabarnabörnin tvö. Útför Þórnýjar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kynni mín og fjölskyldu minnar við hana meiri og nánari. Vil ég þakka henni allt sem hún gerði fyrir okkur og börn okkar, en ég held að þau hafi haft mjög gott af sambandinu við hana. Ég held að Día hafi verið mjög ánægð með að búa á Selfossi og í húsinu í Vallholti 16 kynntist hún mörgu góðu fólki, sem hún hafði mikil samskipti við. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka vinkonum hennar þar fyrir alla þá aðstoð sem þær veittu henni í veikindum hennar. Ég vil að jokum þakka Díu og Þórarni fyrir allt og er guði þakklát- ur fyrir að hafa fengið að kynnast þeim og þeirra fólki. Að lokum vil ég votta ættingjum Díu mína dýpstu samúð við fráfall hennar. Sigfús Þórðarson. Elsku amma, amma í Ásgarði. Nú ert þú farin, farin til þess stað- ar sem þú óskaðir. Þú sagðir mér einu sinni að þú værir búin að fá allt út úr lífinu sem þú vildir. Fyrst æskuna á Skála, sem þú rifjaðir svo oft upp. Svo lífið með afa, fyrst í yestmannaeyjum, en lengst af í Ásgarði, börnin tvö, mömmu og Guðjón, síðar tengdabörnin, ömmu- börnin og loks langömmubörnin. Nú svo var það þín notalega elli á Selfossi, íbúðin og hitinn sem þar er, bíllinn, ferðalögin, lesturinn og síðast en ekki síst samfélagið við „stelpurnar", nágrannana, sem áttu svo stóran þátt í því að þú gast búið heima alla þína tíð. „Já, hvað er hægt að biðja um það betra, nú er bara eftir að ég fengi að sofna út af, deyja þannig," voru þín orð. Jú, amma, þannig fékkst þú að fara og fékkst því þína hinstu ósk upp- fýllta. Amma í Ásgarði, konan sem sat við gluggann í símaherberginu í stólnum hans afa með sjónauka og fýlgdist með hrossunum sínum úti í móa. Blesi, Glói, Stjarna... þú þekktir þá vel. í Ásgarði kenndir þú mér að dýrin eigi sinn tilveru- rétt, þau hafi rétt til að lifa án þess að við mennirnir séum enda- laust að trufla. ,Þú sást þau vel í fjarska, það var nóg fyrir þig, þú truflaðir þau ekki á meðan. Þannig var þitt lífsviðnorf amma, frelsi, að hver einstaklingur hafi rétt til að vera fijáls og lifa sínu sjálfstæða lífi, það er gott vega- nesti fyrir okkur sem eftir erum. Það er annars skrítið að kveðja þig, amma, 85 ára og líkaminn far- inn að gefa sig, en þú varst svo ung í anda, mikil og góð vinkona sem hægt var að ræða við um alla heima og geima. Oft hlógum við dátt sam- an, stundum að vitleysunni í okkur sjálfum. Þú naust lífsins hér á jörðu, en þú varst orðin þreytt og það er gott að hugsa til þess að nú sé hvíldin orðin þín. Kveðja frá Kára. Takk fyrir allt og allt. Kristín. Rétt er á kveðjustundu að segja hér örfá kveðjuorð frá okkur hér í Vallholti 16, sem lengi höfum deilt kjörum við Þórnýju eða Díu eins og okkur var raunar tamara að kalla hana. Frá sjö til sautján ár höfum við búið hér í sama húsi og Día. Á þá sambúð hefur aldrei skuggi fallið. Öll sameiginleg vandamál hafa ver- ið leyst og ósætti aldrei verið til meðal okkar. Við vorum líkari fjöl- skyldu en að við byggjum hver í sinni íbúðinni. Á þessari kveðjustundu verður okkur ljóst að við höfum misst eitt- hvað af okkur sjálfum. Svo náin var vináttan. En þetta er gangur lífsins. Aldnir falla og ungir koma. Allt er ein hringferð. Aðstandend- um öllum sendum við samúðar- kveðjur. Bliknar flest sem bjartast skín blöð og krónur falla. Þetta eru örlög þín og mín, þau eru jöfn við alla. (Halla Lovísa Loftsdóttir) Anna Þorbjarnardóttir, Ólöf Ólafsdóttir og Halldóra Bjarnadóttir. Er mér var tilkynnt andlát Þórnýjar Sveinbjarnardóttur frænku minnar rifjuðust upp ýmsar gamlar góðar endurminningar frá samverustundum okkar. Þegar ég 12 ára gömul kom í sveit til Díu og Þórarins á Ásgarð í Hvolhreppi tóku þau mér sem óg væri dóttir þeirra. Día var einstaklega létt og kát manneskja og var glaðværð hennar einstök. Hún kom öllum í gott skap með hlátri sínum. Hjóna- band Díu og Þórarins var einstak- lega farsælt og hamingjusamt og er mér sérstaklega minnisstæð hlýj- an í sambandi þeirra. Betra hjóna- band er vart hægt að hugsa sér. Það er mér mikil gæfa að hafa átt þess kost að vera samferða Díu. Hún hafði mikil og mótandi áhrif á mig. Það er dýrmætt fýrir hvern ungling að fá slíkt veganesti út í lífið. Alltaf var jafn gott að koma til Díu hvort sem var í Ásgarð eða í Vallholt 16 á Selfossi þar sem hún var búin að búa sér til mjög vina- legt heimili. Ég kveð Díu með sökn- uði og vil þakka henni allt það góða sem hún gerði fyrir mig. Kæru Guðjón, Lilla og fjölskyld- ur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og styrki. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Díu. Guðríður Halldórsdóttir. ÞORNY SVEIN- BJARNARDÓTTIR t Faðir okkar, bróðir og afi, SIGURÐUR ÖRN SIGURÐSSON, andaðist í Kaupmannahöfn 9. mars. Hilmar Sigurðsson, Einar Sigurðsson, Áslaug Sigurðardóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Steinn Hermann Sigurðsson, Kristján Aage og Elinborg. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, Eyði-Sandvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Jóhann Róbertsson, Sesselja Bergsteinsdóttir, Jón Guðmundsson, María H. Guðmundsdóttir, Sigurður Leifsson, Sigurður Guðmundsson, Eygló Gunnlaugsdóttir, Kristmann Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Rannveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föðurbróður okkar, SIGURJÓNS GOTTSKÁLKSSONAR frá Hraungerði í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Hraunbúðum. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Sigurðardóttir, Kristrún Hreiðarsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir, Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. + Elskuleg móðir okkar, ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 8. mars. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Ólafsdóttir, Björn Ólafsson, Bergljót Ólafsdóttir, Baldur Ólafsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Jón Ólafsson, Sverrir Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.