Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 25
AÐSENDAR GREINAR
Eru íslendingar hagsýnir?
ÞEGAR fréttir um efnahagslegt
hrun Færeyja tóku að berast íslend-
ingum mátti búast við því að íslend-
ingar krefðust frekara aðhalds í
eigin efnahagsmálum. Ekki gekk
það þó eftir. Það sem hins vegar
hefur valdið hvað mestum vonbrigð-
um er hversu ótrúlega margir
stjórnmálamenn hafa slegið sig til
riddara og sagt að við höfum ekki
farið jafn gáleysislega og aðrar
þjóðir í íjármálum okkar. Vegna
komandi kosninga er vert að kanna
áhrif slíkra yfirlýsinga.
Evrópa
Ef íslendingar bera sig saman
við aðrar Evrópuþjóðir kemur
margt í ljós. Þannig er atvinnuleysi
Evrópuþjóðanna tvöfalt hærra en
hér. Einnig má benda á það að bif-
reiðaeign íslendinga hefur verið
hvað mest meðal aðildarríkja evr-
ópska efnahagssvæðisins ásamt
m.a. Þjóðveijum.
Ef við hins vegar viljum hnekkja
fyrrnefndum staðhæfingum má
benda á það að þótt atvinnuleysi
hér sé minna á blaði en í Evrópu
telja margir að við búum hér enn
við það sem kallað er dulið atvinnu-
leysi.
Bifreiðaeign íslendinga er enn-
fremur slæmur mælikvarði á vel-
megun. Hér á landi byggist hún
verulega á þvf að landsmenn eru
manna duglegastir við lántökur.
Tíunda
starfsár
Nordjobb
hafið
NORDJOBB 1995 hefur tekið til
starfa og er þetta tíunda starfsár-
ið. Nordjobb er miðlun sumar-
vinnu milli Norðurlanda fyrir fólk
á aldrinum 18-25 ára.
Starfstíminn getur verið allt frá
4 vikum upp í 4 mánuði á tímabil-
inu 15. maí til 15. september. Það
eru norrænu félögin á Norður-
löndum sem sjá um Nordjobb,
hvert í sínu landi, með styrk frá
Norrænu ráðherranefndinni. Á
íslandi sér Norræna félagið, sem
er staðsett í Norræna húsinu, um
Nordjobb.
Gert er ráð fyrir að um 80-90
norræn ungmenni komi til starfa
hér á landi á vegum Nordjobb
1995 og að álíka fjöldi íslenskra
ungmenna fari til starfa á hinum
Norðurlöndunum á vegum
Nordjobb.
Umsóknarfrestur fyrir
Nordjobb er til 1. apríl og ber að
skila umsóknum til Norræna fé-
lagsins á íslandi. Allar nánari
upplýsingar og umsóknareyðu-
blöð fást hjá Norræna félaginu,
Norræna húsinu í Reykjavík og
hjá Norrænu upplýsingaskrifstof-
unni, Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði.
-----...♦----
Bifreiðaeignin segir því ekki
söguna.
Sömu vandamálin
Það sem fæst út úr samanburði
við aðrar þjóðir er það að mikið til
er um sömu vandamálin að ræða.
Hér á landi er halli ríkissjóðs alvar-
legt vandamál, hann er einfaldlega
hlutfallslega minni en í Bandaríkj-
unum. Ennfremur tóku bæði ein-
staklingar og fyrirtæki það mikil
lán á síðustu árum í Bandaríkjunum
að þeirra eina markmið hefur verið
að greiða lánin niður á þessum ára-
tug. Þess vegna haldi fyrirtæki að
sér höndum og fjárfesti lítið og því
sé hagöxtur hægari en ella.
alla Erlendar skuldir Islend-
inga eru, að mati Olafs
Reynis Guðmundsson-
ar, hlutfallslega hærri
en grannþj óða.
Kjarni málsins er samt sem áður
sá að þótt bera megi ísland saman
við aðrar þjóðir m.a. í ljósi atvinnu-
leysis, skulda húseigenda og af-
skrifta. banka, er stór munur á.
Hingað til hefur ekki verið ráðist
með nógu mikilli hörku á vandann
hér. í flölda ára höfum
við séð gífurlegan halla
á fjárlögum og þótt
stjórnun núverandi
ríkistjórnar hafí skilað
talsverðum árangri er
gífurlegt verk enn fyrir
höndum. Erlendar
skuldir íslendinga eru
hlutfallslega miklu
hærri en hjá öðrum
þjóðum sem hafa
stefnt að því markvisst
í fjölda ára að lækka
sínar erlendu skuldir.
Svarið við upphafs-
spurningunni er því
það, að fullkomlega
ábyrgðarlaust er fyrir
stjómmálamenn að ýta undir stór-
yrta umræðu um gáleysi annarra
þjóða því skuldastaða íslendinga er
Ólafur Reynir
Guðmundsson
nánast hrikaleg. í
framhaldi af því má
geta þess að það er
áhyggjuefni hvað
áhugaleysi ungs fólks
er mikið varðandi
skuldastöðu þjóðarinn-
ar.
Fyrmefnd ummæli
stjómmálamanna, hvar
í flokki sem þeir kunna
að vera, em nefnilega
ábyrgðarlaus og
hættuleg og til þess
eins fallin að draga úr
áhuga fólks og viðleitni
til frekari hagræðing-
ar. Hin huglæga af-
staða til skulda skiptir
nefnilega höfuðmáli.
Höfundur er laganemi.
Handverk
hjá kvenna-
listakonum
OPNUÐ verður sýning handverks-
kvenna sunnudaginn 10. mars á
kosningaskrifstofu Kvennalistans,
Freyjugötu 35, Sauðárkróki.
Verkin eru öll unnin af hand-
verkskonum í kjördæminu.
Kvennalistakonur hafa ávallt litið
á handverk og smáiðnað sem mik-
ilvæga búbót ekki síst fyrir konur
á tímum samdráttar í hefðbundn-
um landbúnaði, segir í frétt frá
Kvennalistanum.
Hverfaskrif-
stofurnar
opnaídag
I dag kl. 14 opnum við sjálfstæðismenn sex hverfaskrifstofur í Reykjavík
vegna kosninganna 8. apnl í tilefni dagsins verður mikið um að vera og
hvetjum við þig til að heimsækja þína hverfaskrifstofu.
• Frambjóðendur koma og flytja stutt ávörp.
• Kaffi, kosningaspjall og léttar veitingar.
• Skemmtiatriði.
Hafnarstræti 20, 2. hæð (við Lækjartorg)
Nes- og Melahverfí: Sími 27138
Vestur- og Miðbæjarhverfi: Sími 27112
Austurbær og Norðurmýri: Sími 27132
Valhöll, 1. hæð
Hlíða- ogHoltahverfi: Sími 588-70S2
Háaleitishverfi: Sími 588-7046
Smáfbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi:
Sími 588-7047
Suðurlandsbraut 12
Laugameshverfi: Sími 588-6619
Langholtshverfi: Sími 588-6618
’
Hraun'
■ -3’’
Álfahakki 14a, Mjódd
Bakka- og Stekkjahverfi: Sími 587-5562
Fella-ogHólahverfi: Sími 587-5563
Skóga- og Seljahverfi: Sími 587-5564
Hverafold 1-3
Grafarvogshverfi: Sími 879995
Hverfaskrifstoíúrnar verða fyrst um sinn
opnar virka daga frá kl. 16 til kl. 22 og
á laugardöguin frá kl. 13 til kl. 17.
BETRA
ÍSLAND