Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Óréttmætar ásakanir um skattalagabrot Pósts o g síma TALSVERT hefur verið fjallað um póstþjónustu, einkarétt og virðisaukaskatt á póst í fjölmiðlum á síðastliðnum vikum. Sú umfjöll- un kemur í kjölfar þess að einn af þeim aðilum sem tekið hefur að sér að dreifa utanáskriftarlaus- um sendingum á höfuðborgar- svæðinu hefur hvað eftir annað leitað eftir áliti Samkeppnisstofn- unar, ríkisskattstjóra og fleiri að- ila á ýmsum atriðum. í greinar- skrifum á vegum sama aðila hefur Póstur og sími m.a. verið sakaður um skattalagabrot, „með þeim stærri í sögu þessarar þjóðar“, og bókhaldsbrot. Póstþjónusta er undanþegin virðisaukaskatti Innan Pósts og síma er það litið mjög alvarlegum augum að fram komi ásakanir um það að fyrirtæk- ið greiði ekki þá skatta sem því ber að greiða. Einn af samkeppnis- aðilunum í póstdreifingunni virðist telja að Pósti og síma beri að greiða virðisaukaskatt af þeirri Öll almenn póstþjón- usta, nema burðargjöld böggla, er undanþegin virðisaukaskatti. Hrefna Ingólfsdóttir telur að ásakanir um skattalagabrot Pósts og síma eigi því ekki við rök að styðjast. póstþjónustu sem fellur utan einkaleyfisins. Þar er m.a. átt við opnar bréfapóstsendingar, póst- kort og innrituð blöð og tímarit. Póstur og sími hefur hins vegar ekki brotið lögin um virðisauka- skatt, vegna þess að í þeim er ein- faldlega kveðið á um að ekki skuli greiddur virðisaukaskattur af póstþjónustu með þeirri undan- tekningu þó að burðargjald fyrir böggla er skattskylt. Fyrirtækið hefur því farið að lögum. En vegna þess að í sept. sl. gaf ríkisskatt- stjóri það álit sitt, að með orðinu póstþjónusta væri í lögunum ein- ungis átt við þá þjónustu sem Póstur og sími hefði einkaleyfi á, þá skapaðist óvissa sem nauðsyn- legt reyndist að eyða. Því breytti Alþingi nýlega virðisaukaskatts- lögunum á þann hátt að enginn vafi getur leikið á um það að öll almenn póstþjónusta, nema burð- argjöld böggla, er undanþegin virðisaukaskatti, hvort sem póst- þjónustan fellur undir einkaleyfi eða ekki. Ásakanir um skattalaga- brot Pósts og síma eiga því ekki við rök að styðjast. Með nýju lögunum er áréttað að öll póstþjónusta, þ.m.t. sú sem aðrir aðilar en Póstur og sími inna af hendi, er einnig undanþegin virðisaukaskatti til að uppfylla jafnræðisreglu, svo þar er ekki um samkeppnislega mismunun að ræða. Til fróðleiks má geta þess ’MSS' - kjarni málsins! að í löndum innan Evrópusam- bandsins er þeirri stefnu almennt fylgt að opinber póstþjónusta er ekki virðisaukaskattsskyld. Um úrskurð ríkisskattsp' óra Það sem vekur furðu í úrskurði ríkisskattstjóra frá 21. september 1994 er að þar er orðið póstþjón- usta túlkað svo þröngt að einung- is sá hluti hennar sem bundinn er einkaleyfi er talinn falla þar und- ir. Ef sú túlkun er rétt, er einkenni- legt að sérstaklega skyldi vera tekið fram í lagatextanum að burðargjald böggla sé skattskylt. Það hlýtur að hafa verið gert vegna þess að vilji löggjafans var að öll önnur póstþjónusta en bögglar væri undanþegin virðis- aukaskatti. Þannig hafa lögin ver- ið túlkuð og fram- kvæmd af Pósti og síma frá gildistöku þeirra 1990. Óréttmætar ásakanir Umræðan um þessi mál í fjölmiðlum hefur stjórnast af hæpnum fullyrðingum eins af samkeppnisaðilum Pósts og síma sem m.a. hefur haldið því fram að vantalinn skattstofn til álagningar virðis- aukaskatts nemi um 1,2-1,8 milljörðum króna. Þar er átt við Hrefna Ingólfsdóttir burðargjald af óárituð- um fjöldasendingum og innrituðum blöðum og tímaritum. Þessar tölur _eru alveg út í hött. Á árinu 1994 nam þessi umræddi skatt- stofn um 159 milljón- um króna og er skýrt aðgreindur í tekjubók- haldi fyrirtækisins. Bókhald Pósts og síma er þannig í fullu sam- ræmi við lög um virðis- aukaskatt. Höfundur er blaða- og upplýsingafulltrúi Pósts og síma. to 8.-11. niars síðasti daqur WMsm i i' 8SMB8M383BI8IWI - ævintýralega góð kaup í dag, laugardaginn 11. mars - sídasta dag Kringlukastsins - verða verslanir Kringlunnar opnar til 18.00 kynnir Kringlukast 11» m .i5 já Kringlukastsblað gdi Morgunblaðinu í vikunni yfir 2000 bílastæði - öll ókeypis -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.