Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 23 Aðvörun til ungra lækna ÞEGAR ég lauk prófí í tann- lækningum fyrir nokkrum árum, var ég svo „heppinn" að eftir mér var falast í vinnu hjá kunnum at- vinnurekanda í læknastétt. Taldi ég lán mitt ekki minna fyrir þær sakir að mín beið tilbúinn tann- læknastóll á stofu skammt utan Reykjavíkur og síðan bættist annar við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Það var því að vonum að ég taldi mig lánsaman að geta gengið í starf, nýskriðinn frá próf- borðinu, og það hjá fyrirtæki í full- um rekstri. Eins og eðlilegt er, var gerður við mig ráðningarsamningur og var hann á flestan máta venjulegur, að því er ég taldi. Þar var kveðið á um kaup og kjör og annað þess háttar, en þó var hann óvenjulegur að einu leyti; í samningnum var ákvæði um takmörkun á starfs- frelsi mínu, ef svo ólíklega færi að mér myndi einhvem tíman hugnast að hætta hjá hinu eðla fyrirtæki. Kvað atvinnurekandinn, læknirinn, að þetta væri í fyllsta máta venju- legt og reyndar alþekkt hér á landi og illu heilli trúði ég honum, og skrifaði undir. Til að gera ykkur ljóst, sem hugsanlega eigið von á „kostaboði" af þessu tagi, hvað málið snýst um, ætla ég að segjá ykkur eftirfarandi sögu. Ég var ráðinn til starfa hjá Árna Jónssyni sem er fjölmenntaður maður. Hann er ekki einasta lækn- ir og tannlæknir, heldur líka sér- fræðingur í nálastungulækningum og auglýsir sig sem slíkan, eftir að hafa sótt nokkurra daga nám- skeið erlendis í þeim þúsund ára fræðum. Hann rekur tannlækna- stofur í Reykjavík og á Selfossi, ásamt læknastofu og nálastunguf- irma í Reykjavík. Var það að von- um, að ég taldi lífíð brosa við mér þegar ég hóf störf hjá þessu merki- lega fyrirtæki. Einn hængur var þó þama á, ég hafði undirgengist það að ef ég einhvem tímann í framtíðinni myndi setja upp eigin tannlæknastofu einhvers staðar á Suðurlandsundirlendinu, þá væri ég bótaskyldur gagnvart Áma. í samningi okkar var hann þannig orðinn nokkurs konar „eigandi" starfsréttinda tannlækna á þessu landsvæði og skyldi ég greiða hon- um heilar sex milljónir króna, ef ég vildi einhvem tíman síðar sinna sjúklingum mínum á Suðurlandi úr öðmm ranni en í skjóli Áma. Nú kann einhver að spyija: Af hveiju skrifaðir þú undir þennan samning? Því er til að svara að látið var að því liggja að samningurinn væri nánast til mála- mynda, að svona ákvæði væm alþekkt í samningum lækna og að vísast yrði þessu ákvæði aldrei beitt. Líður nú og bíður. Ég sinnti störfum mín- um á Selfossi og í Reykjavík og undraðist ég fljótt hvað rólegt var að gera í vinnunni þar eystra; þar virtist tannheilsa almennings með slíkum fádæmum sjaldan varð vart við að furðu sjúkling á biðstofu Áma. Fóru þá að renna á mig tvær grímur; enda var ég ráð- inn upp á nokkurs konar hluta- skipti, þannig að laun mín reiknuð- ust sem hlutfall af veltu stofunnar. Furðaði mig þetta nokkuð, bæði hafði hinn íjölmenntaði læknir lýst starfsemi sinni með þeim hætti að ástandið á biðstofunni væri líkast útsölu í Hagkaupi, þar sem slegist væri um hvem stól og að fólk kæmi af gjörvöllu Suðurlandi og reyndar víðar að til þess eins að láta gera við tennur sínar á Sel- fossi. En reyndin varð því miður önn- ur, fáir sjúklingar komu og ég fór að verða uggandi um minn hag. Ég sá þá þann kost vænstan að reyna að drýgja tekjur mínar með því að kaupa mér notuð tæki og búnað tannlæknastofu í Kópavogi og hóf þar starfsemi í frítíma mín- um, tíma sem ég taldi mér heimilt að ráðstafa að eigin vild. Um það vom reyndar flestir sammála, en þó ekki læknir, tannlæknir og nála- stungufræðingur, sem sameinuðust um það í Árna Jónssyni að finna þessu allt til foráttu sem endaði með því að Ámi rak mig á staðn- um. Honum snérist reyndar hugur nokkmm klukkutímum síðar, dró uppsögnina til baka, kvað þó nær- vem minnar ekki óskað lengur á stofunni í Reykjavík, en í „gullnám- unni“ á Selfossi skyldi ég vinna, en þó aðeins tvo daga í viku. Féllst ég á þetta, því einhveijar tekjur varð ég að hafa, á meðan ég var að byggja upp starfsemina í Kópa- vogi og lítið var betra en ekki neitt. Líður nú og bíður. Ég sinnti skyldum mínum þar eystra, en erf- itt reyndist þó að láta plön okkar nálastungufræðings- ins falla saman, því honum var sífellt að snúast hugur um, hvaða daga ég ætti að vera á stofunni á Sel- fossi. Var það ýmist að ég skyldi vinna þar á þriðjudögum og föstudögum, eða þá á þriðjudögum og mið- vikudögum o.s.frv. Sem vonlegt var, reyndist mér erfitt að bóka sjúklinga fram í tímann með slíkum Ragnar Kr. hringlandahætti og Árnason þannig kom það ítrek- að fyrir að ég þurfti að færa tímapantanir sjúklinga á milli daga til þéss að þóknast hugd- ettum Ama. Endaði þetta allt sam- an með því að Árni kallaði mig til fundar við sig á heimili sínu eitt kvöldið og rak mig þar og þá og sparaði sér reyndar að gefa upp nokkrar ástæður fyrir brottrekstr- inum. Reyndar var uppsögnin ekki skrifleg og því ólögleg, en svo mjög lá honum á að hann heimtaði lykl- ana að stofunni á Selfossi tafar- laust og fékk ég hvorki að ljúka þeim aðgerðum á sjúklingum mín- um sem hafnar voru, né sækja föt mín eða persónulega muni til Sel- foss. Ekki fékk ég heldur að nálg- ast nauðsynleg gögn um störf mín á Selfossi og ekki fékk ég greiddar þær upphæðir sem ég átti inni hjá hinum fjölmenntaða lækni, enda hrifsaði hann til sín öll gögn þar um. Var mér að vonum brugðið við þetta, enda hafði það aldrei hent mig að vera rekinn úr vinnu, hvorki fyrr né síðar. Mér létti þó aðeins við, þegar tannlæknir sem starfar Námskeið í líföndun SKRÁNING á námskeið í líföndun hjá Sálfræðiþjónustu Gunnars Gunnarssonar, Laugavegi 43, stendur nú yfír en nýtt námskeið hefst miðvikudaginn 15. mars næstkomandi. í fréttatilkynningu kemur fram að markmið námskeiðsins sé að auka sjálfsöryggi þátttakenda og efla þor og þol þeirra til að takast á við erfiðleika og bera ábyrgð á fullnægju þarfa sinna líkamlegra jafnt sem tilfínningalegra. Á nám- skeiðinu verður farið í lykilatriði sem tengjast lífeflisæfingum Alex- anders Lovens en unnið verður í anda gestalt-meðferðar. Ég þakka innilega mikla vináttu og hlýhug á 70 ára afmœlinu mínu. Sveinn Björnsson, listmálarí. á Selfossi, bauð mér vinnuaðstöðu á stofu sinni. Taldi ég mér heimilt að þiggja það boð, enda hafði Árni sagt mér upp ráðningarsamningi mínum og þar með févítisákvæðinu sem áður er getið um. En þar með er sagan ekki öll sögð. Þegar þar var komið sögu stefndi Ámi mér fyrir dómara og flaggaði þar ákvæði því í ráðn- ingarsamningi mínum, sem aðeins var sett þar „til málamynda", um að mín biði sex milljóna króna fé- víti, ef ég skyldi dirfast að stíga Ég vil vara félaga mína við, segir Ragnar Kr. ------------------------------ Arnason, að skrifa undir samning sem takmarkar vinnufrelsi. fæti mínum á sunnlenska grund í tannlæknasloppi. Virðast Sunnlendingar álíta að heimilt sé að gera mönnum svona afarkosti, því dómari á Selfossi dæmdi mig til greiðslu skaðabóta vegna brots á samningnum við Áma. Fagnaði Ámi þessu mjög og hélt hann upp á daginn með því að hringja í blaðamann DV og tjá honum hvemig færi fyrir þeim tannlæknum sem dytti í hug að gæta tannheilsu sjúklinga í hans guðs-eigin-landi. Var enda skil- merkilega greint frá örlögum mín- um í blaðinu skömmu síðar. Þannig fór nú það. En nú er það sem sagt skjalfest og greypt í dómabækur sunnlenskar að hveij- um þeim sem unnið hefur hjá Áma Jónssyni, lækni, tannlækni og nál- astungufræðingi, er fast að því óheimilt að láta sjá sig á Selfossi eða i nærsveitum, að viðlögðum fébótum. Það er af þeim ástæðum sem ég set saman þetta greinarkom, að ég vil gjarnan vara félaga mína í tannlæknastétt við því að gera sömu mistökin og ég gerði, að skrifa undir samning sem takmark- ar atvinnufrelsi þeirra, samning sem í raun er ólöglegt að gera. Enda hlýtur hveijum að vera heim- ilt að stunda vinnu sína hvar sem er, svo lengi sem hann kýs. Ég er ekki viss um að Sunnlendingar til dæmis séu ánægðir með að einhver nálastungufræðingur í Reykjavík skuli reisa skorður við því hveijir geti boðið tannlæknaþjónustu þar eystra. En við Árna Jónsson vil ég segja þetta: Næst þegar þú ræður tann- lækni til starfa, ef þú þá nokkurn tíman færð einhvern til þess að starfa hjá þér, skalt þú hlífa honum við því að setja nafn sitt við afar- kosti slíka sem þú gerðir mér. Það er ekki eðlilegt að þú getir sölsað undir þig persónuréttindi manna með þessum hætti. Ég nenni ekki frekar að troða illsakir við þig og ætla ekki að reyna að setja fótinn fyrir þig, þótt þú t.d. túlkir æði fijálslega siðareglur lækna gagn- vart auglýsingum og auglýsir lækningastarfsemi þína undir yfír- skyni sérfræðikunnáttu í nálast- ungum sem byggð er á nokkurra daga seminari í útlöndum. Ég ætla heldur ekki að gera athugasemdir við ummæli þín um þitt eigið ágæti sem féllu í viðtali við þig í sjón- varpsþætti nýlega, en ýmsir kollega þinna urðu all langleitir undir þeim lestri. Skýringin á sjálfshólinu er kannski sú að ekki verða aðrir til þess? Ég vona svo að þér farnist vel í framtíðinni enda takir þú þá upp háttemi þar sem rangindi og brigð em ekki höfð í öndvegi. Höfundur er tannlæknir. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gunnar Gunnarsson sálfræðingur en hann hefur um alllangt skeið sérhæft sig í úrvinnslu sál-líkam- legs vanda. ♦ » ♦----- Dagur harm- onikunnar á morgun DAGUR harmonikunnar verður haldinn í Danshúsinu í Glæsibæ v/Álfheima sunnudaginn 12. mars kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýms- um áttum og em flytjendur á öllum aldri. Fram koma Léttsveit Harm- onikufélags Reylqavíkur auk ýmissa minni hópa og einleikara. Kaffíveitingar verða á boðstólum. 15-20% afsláttur af rúmdýnum í sýningarsal. 15-20% afsláttur af höfðagöflum, náttborðum og kommóðum úr basti. Sófarúm með dýnu og rúmteppasetti kr. 39.920 15-20% afsláttur af hvíldarstólum. 30% afslattur af amerískum handklæðum. V 20% afsláttur af amerískum eldhúsborðum og stólum. 50% afsláttur af ýmsum útlitsgölluðum svefnherbergishúsgögnum. 20-50% afsláttur af rúmteppasettum og gardínum. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 91-680 690.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.