Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Rauði krossinn af- hendir neyðarbún- að til sjúkraflugs Vestmannaeyjum - Sérhannaður neyðarbúnaður til notkunar í sjúkraflugi, sem gefinn er af Rauða krossinum, var afhentur Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Flugfélagi Vest- mannaeyja hf. í vikunni. Búnaður- inn hefur að geyma sérstaka grind sem búin er tækjum ásamt sjúkra- flutningarúmi og veldur byltingu í öryggi þeirra sem flytja þarf. Rauða kross-deildirnar í Vest- mannaeyjum, Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Rangárvallarsýslu, Árnessýslu, Hveragerði, Grindavík, Suðurnesjum, Bessastöðum og Garðabæ eru gefendur búnaðarins. Búnaðurinn samanstendur af grind sem í er súrefniskútur, og skáp sem inniheldur hjartarafsjá, hjartastuðtæki, gangráð, súrefnis- skömmtunartæki, öndunarvél og sogtæki, ásamt sjúkraflutninga- rúmi. Sérstakar festingar eru bæði á sjúkrarúminu og kassanum þann- ig að hægt er að festa búnaðinn í sætisfestingar flugvélar. Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri RKÍ sagði að búnaðurinn hefði kostað eina og hálfa milljón og hefði verið fjármagnaður í sérverkefnasjóði. Flugstellið Hún sagði að fullkomin neyðar- búnaður væri kominn í alla 60 sjúkrabíla sem eru í eigu Rauða krossins og lengi hefði verið um- hugsunarefni með hvaða hætti mætti bæta þær frumstæðu að- stæður sem sjúkraflugið hefði búið við. Nauðsyn hafi þótt á að hafa samskonar öryggisbúnað í flugvél- um sem sinntu sjúkraflugi eins og í sjúkrabílunum til að reyna að tryggja öryggi sjúklinga sem best. Rauði krossinn hafi því fengið Kristján Ámason, flugvélaverk- fræðing, til að útfæra hugmyndir og hanna smíði á „flugstellinu“ eins og þessi búnaður er nefndur og hafi sá búnaður sem afhentur var í Eyjum verið útkoman úr starfi Kristjáns. Sigrún sagði að samskon- ar búnaður væri nú þegar til staðar á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík og hefði þegar feng- ist góð reynsla af notkun hans. Morgunblaðið/Sigvrgeir Jðnasson FLUGMENNIRNIR Valur Andersen, lengst til vinstri, og Pétur Jónsson ásamt Karli Björnssyni, lækni, við tækjabúnaðinn. Síldin gaf tvær milljón- ir í Súðavíkursöfnunina Vestmannaeyjum - Guðjón Hjör- leifsson, þæjarstjóri, hefur afhent Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmda- stjóra RKÍ, tveggja milljóna króna framlag til Súðavíkursöfnunarinnar, sem er afrakstur síldarsölu sem Vestmannaeyjabær í samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga í Eyjum stóð fyrir. Guðjón sagði við þetta tækifæri, að sala síldarinnar hefði gengið mjög vel en allt söluandvirði rann í söfnun- ina því Vestmannaeyjabær bar þann kostnað sem af framleiðslu síldarinn- ar og sölu hennar hlaust. Sigrún þakkaði gjöfina og af- henti Guðjóni að gjöf frá Rauða krossinum nýtt myndband sem búið er að gera og ber nafnið Á réttan kjöl, en það fjallar um starf Rauða krossins í eldgosinu í Vestmannaeyj-. um 1973. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BÚNINGARNIR voru margvíslegir á Hressó þetta kvöld, en það var ekkert gefið eftir í líkamsræktinni fyrir það. Allir á náttföt- unum í leikfimi Vestmannaeyjum - Hálfgert líkamsræktaræði hefur gengið i Vestmannaeyjum frá því um miðjan janúar er likamsræktarstöðin Hressó var opnuð. Um helgina var slegið á létta strengi á Hressó og haldið „nátt- fatapartí" iðkenda i líkamsræktinni. Líkamsræktarstöðin Hressó, sem er i eigu systr- anna Önnu Dóru og Jóhönnu Jóhannsdætra og fjöl- skyldna þeirra, var opnuð 11. janúar síðastliðinn. Síðan þá hefur verið mikið um að vera í líkamsrækt- arstöðinni og segja þær systur að starfsemin hafi gengið vonum framar. Hressó er á annarri hæð á Strandvegi 63 en þar var áður veiðarfærahús. Hús- næðið, sem er 370 fermetrar að flatarmáli, er smekk- lega innréttað. Þar er rúmgóður leikfimisalur, vel búinn tækjasalur og Ijósalampar auk búningsklefa, barnahorns og afgreiðslu, en Júlía Andersen, arki- tekt, sá um hönnun á staðnum i samráði við þær systur. Anna Dóra sagði að frá því þær opnuðu hefði verið mikið að gera og um 200 manns verið í reglu- bundnum æfingum í stöðinni. Sjö leiðbeinendur sjá um að stjórna æfingum en auk þess hafa gestakenn- arar heimsótt Hressó. Opið er allan daginn á Hressó og mismunandi tímar skipulagðir. Anna Dóra sagði að margir þátttakendur hefðu náð ótrúlegum ár- angri í líkamsræktinni á stuttum tíma. Hún sagði að þær væru með sérstaka fitubrennslutíma í gangi og nefndi sem dæmi um árangurinn að þar hefðu þátttakendur misst yfir tíu kíló. Jóhanna og Anna Dóra sögðu að þær væru bjart- sýnar á framhaidið og teldu að þessi góða aðsókn, sem verið hefði, væri ekki einhver nýjungagirni Eyjamanna. Reynslan annars staðar sýndi að fólk nýtti sér vel svona líkamsræktarstöðvar og þeir sem byijuðu að þjálfa líkamann fyndu muninn á líðan sinni og gætu ekki án hreyfingar verið. Þær sögðu að dæmi væru um að fyrirtæki hefðu fengið tíma I líkamsræktinni fyrir starfsfólk sitt. Náttfatapairtí 90 manns tóku þátt í „náttfatapartíinu" á Hressó um helgina og var greinilegt að allir höfðu gaman af. Flestir voru í náttfötum og með hárkollur eða einhver höfuðföt og leiðbeinendurnir sljórnuðu leik- fiminni undir dúndrandi tónlist. „Þrír, tveir, einn, til hægri. Taka nú vel á,“ hrópuðu sljómendurnir og allur salurinn fylgdi með. Síðan var marserað, tjúttað og teygt og svitinn bogaði af öllum sem hristu sig og teygðu með bros á vör, en að lokinni leikfi- minni og léttri skemmtidagskrá var snæddur kvöld- verður, pasta- og pizzuhlaðborð frá Pizza 67. ÞÆR sjá um að stjórna leikfiminni og fitu- brennslunni á Hressó. Standandi, frá vinstri: Jóhanna Jóhannsdóttir, Ólöf Aðalheiður Elías- dóttir, Hafdís Kristjánsdóttir og Gyða Arnórs- dóttir. Fyrir framan eru Erna Jóhannesdóttir og Linda Björk Ólafsdóttir. ÞESSIR hressu peyjar, Gunnar Þór Guðjónsson, til vinstri, og Björn Matthíasson, not.uðu skraut- legan fatnað sem leikfimibúning. SIGURFINNUR Sigurfinnsson sýnir stelpunum hvers hann er megnugur í tækjasalnum. NORRÆN HÖGGMYNDASÝNING frá prímitívisma til póstmódernisma - Bror Hjorth - Sigurjón Ólafsson - Mauno Hartman - Bjorn Norgaard - Gunnar Torvund Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Hafnarborg 25. febrúar til 20. mars. Opið daglega kl. 12-18. Lokað á þriðjudögum Morgunblaðið/Björn Blöndal Slökkvilið Keflavíkurflug- vallar fær viðurkenningu ÍSLENSK stjórnvöld veittu slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli við- urkenningu fyrir vel unnin störf við athöfn á vellinum s.l. miðviku- dagsmorgun. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, af- henti Haraldi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli, viðurkenningarskjal af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir frábær störf slökkviliðsins á liðnum árum, en það er eingögnu skipað íslenskum starfsmönnum. ítarlegri frétt uin afhendinguna birtist í Morgunblaðinu í gær en þá urðu þau mistök að myndin sein birtist með fréttinni var röng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.