Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 21
ERLENT
Reuter
DANSKUR blaðamaður gabbaði marga landsmenn sína í fyrra-
dag er hann klæddist að hætti Fídels Kastrós Kúbuleiðtoga og
gekk um götur Kaupmannahafnar i fylgd „lífvarða".
Leiðtogafundur um félagslega þróun
Snertir kjarnann
í friðargæslu SÞ
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
GUNNAR Pálsson, sendiherra ís-
lands, hjá Sameinuðu þjóðunum
(SÞ) segir ástæðulaust að gera þvi
skóna leiðtogafundurinn um félags-
lega þróun í Kaupmannahöfn komi
að engu gagni. Hafa beri í huga
að flest átök, sem SÞ hafí afskipti
af, spretti á einhvem hátt af félags-
legum orsökum og því sé þarft að
ræða félagslega þróun.
Fundurinn mun samþykkja yfír-
lýsingu, sem sett er upp sem boðorð
og verða líklega tíu og svo fram-
kvæmdaáætlun. Bæði þessi skjöl
voru að mestu tilbúin, þegar fundur-
inn hófst. Gunnar sagði að íslend-
ingar hefðu tekið þátt í undirbún-
ingnum. Þetta væm yfírgripsmikil
skjöl, svo erfítt væri að segja til um
niðurstöðumar í einstökum atriðum,
en í heild væri hann sáttur við þær.
Eitt helsta deilumálið hefur verið
hvort samþykkja ætti svokallaða
20/20 reglu. Hún felur í sér að
þróunarlöndin skuldbinda sig til að
veija tuttugu prósentum þjóðar-
tekna sinna til félagslegra málefna
gegn því að tuttugu prósent af er-
lendri þróunaraðstoð renni til sömu
málefna í fátækustu löndunum.
ESB-löndin em mjög ósammála
um þetta atriði. Hvorki Bretland
né Svíþjóð vill þessa reglu. Mótbár-
ur Svía eru, að það njörvi þróun-
araðstoðina um of niður og geri
hana hugsanlega óhagstæðari ef
slík skipting verði gerð að reglu.
Gerir leiðtogafundurinn gagn?
Spumingin um gagnsemi fundar-
ins gengur eins og rauður þráður
í gegnum fréttaflutning fjölmiðla.
Gunnar sagðist ósammála því að
fundurinn væri gagnslaus. Nú á
fimmtugasta starfsári Sameinuðu
þjóðanna færi vel á að halda fyrsta
leiðtogafundinn um félagsleg efni.
Flest átök, sem SÞ hefðu haft af-
skipti af undanfarin ár, stöfuðu af
innanlandsátökum, er ættu rætur
að rekja til fátæktar, misréttis,
umhverfisspjalla og öfgastefnu, en
allt þetta félli undir félagsleg mál-
efni. Viðfangsefni fundarins snerti
því sjálfan kjarnann í friðargæslu-
starfi samtakanna.
Kanadamenn taka spænskan togara utan lögsögu sinnar
Spánveijar senda
herskip á miðin
Madrid, Brussel. Reuter.
SPÁNVERJAR sögðust í gær hafa
sent herskip á umdeild mið utan
fískveiðilögsögu Kanada eftir að
Kanadamenn höfðu tekið spænskan
togara sefn var þar að grálúðuveið-
um. Luis Atienza, sjávarútvegsráð-
herra Spánar, lýsti aðgerðum
Kanadamanna sem „grófu sjóráni
að yfírlögðu ráði“. Spánverjar
kröfðust þess að Evrópusambandið,
ESB, gripi til refsiaðgerða gegn
Kanada.
Kanadísk varðskip skutu íjórum
viðvörunarskotum yfír stafn
spænska togarans, Estai, eftir mik-
inn eltingarleik á fimmtudag. Vopn-
aðir varðskipsmenn réðust síðan um
borð í Estai og handtóku skipstjór-
ann. Varðskip hélt með Estai í togi
áleiðis til St. Johns í Nýfundnalandi.
Spænska utanríkisráðuneytið
sagði aðgerðir Kanadamanna gróft
brot á þjóðarétti og kvaðst hafa
sent kanadísku stjórninni „kröftug
mótmæli".
Kanada verði refsað
Carlos Basterreche, varafasta-
fulltrúi Spánar hjá ESB, sagði að
18 spænskir togarar hefðu verið
að veiðum utan 200 mílna fískveiði-
lögsögunnar við Kanada og 10 eða
11 togarar frá Portúgal. Hann sagði
að eftirlitsskip frá ESB væri á mið-
unum til að tryggja að skipin veiddu
ekki umfram kvóta sem sambandið
hefur sett sér á svæðinu.
Spænski togarinn er frá Galisíu
í norðvesturhluta Spánar og sjáv-
arútvegsráðherra fylkisins, Xoan
Caamano, krafðist þess að Evrópu-
sambandið gripi til refsiaðgerða
gegn Kanada. „Það er ótrúlegt að
ríki skuli leyfa sér að hleypa af
vélbyssum að skipi sem er að veið-
um á alþjóðlegu hafsvæði," sagði
hann.
Caamano sagði að spænska
stjórnin ætti að krefjast svara frá
kanadískum stjómarerindrekum í
Niðurlægður
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti (t.h.) neyðir síðasta sovétleiðtog-
ann, Míhaíl Gorbatsjov, til að lesa ályktun sem samþykkt hafði
verið nokkrum dögum áður á fundi rússnesku ríkisstjórnarinn-
ar. Myndin var tekin 23. ágúst 1991 þegar Gorbatsjov hafði
snúið aftur heim til Moskvu eftir mislukkað valdarán harðlínu-
kommúnista og taldi völd sín óskert.
um. Þetta fólk hafði alist upp í sam-
félagi þar sem aðeins var einn
stjórnmálaflokkur og þar sem allt
var í ríkiseigu.“
Ábyrgð Jeltsíns
Aðspurður segir Gorbatsjov að
aldrei hafí hvarflað að flokksforyst-
ur.ni að sjálf Sovétríkin myndu lið-
ast í sundur líkt og gerðist á haust-
mánuðum 1991. Aðskilnaðarhreyf-
ingar hafi fyrst látið til sín taka í
Eystrasaltsríkjunum auk þess sem
forystusveitinni hafi verið fullkunn-
ugt um vaxandi spennu í samskipt-
um þjóðarbrota. „Þeirri hugsun að
Sovétíkin kynnu að hverfa skaut
aldrei upp á meðal okkar. Enginn
innan Sovétríkjanna hugleiddi
nokkurn tíma þann möguleika að
ríkjabandalagið kynni að hverfa.
Það var óhugsandi."
Sovétleiðtoginn fyrrverandi segir
að hættan á allsheijarupplausn hafi
fyrst orðið raunveruleg þegar
„ákveðnir framgjamir menn“ kom-
ust til valda í Rússlandi og á hann
þar við Borís Jeltsín og undirsáta
hans. „Þessir menn tóku að ræða
um sjálfstæði og fullveldi Rúss-
lands. Þann 12. júní 1990 var síðan
birt sú fráleita yfírlýsing að Rúss-
land væri sjálfstætt ríki. Það var
þarna sem þessi neikvæða þróun
hófst. Rússland var kjarninn í Sov-
étveldinu. Og þegar kjarninn er
hrifínn á brott hrynur allt saman.
í miðri þessari atburðarás varð
Jeltsín forseti Rússlands. Ég lá ekk-
ert á þeirri skoðun minni að ég
væri þessu algjörlega andvígur. Ég
gerði mér ljóst að Jeltsín var ekki
fær um að standa fyrir uppbygg-
ingu. Hann er niðurrifsmaður.
Hann nýtti sér rússnesk lög og
gerði allt til að gera aðstæður enn
verri. Sjónarmið mín voru hunds-
uð.“
Stækkun NATO
Gorbatsjov segir mikilvægt að
ríki Vesturlanda myndi ekki eins
konar víglínu gagnvart Rússlandi.
Byggja þurfi Evrópu upp á jafnrétt-
isdgrundvelli. Hann minnir á þá
hugmynd sína að stofnað verði sér-
takt evrópsk öryggisráð og varar
af miklum þunga við stækkun Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) til
austurs. „Vesturlönd mega ekki
þröngva Rússum út í horn.“
Madrid við því hvort kanadísk yfir-
völd hefðu tekið ákvörðun um að
skjóta ætti að spænska togaranum
eða hvort skipherra varðskipsins
hefði ákveðið það sjálfur.
Portúgalir mótmæla
Portúgalir mótmæltu einnig að-
gerðunum. „Fiskveiðiskipin eru
fórnarlömb grófs virðingarleysis
fyrir þjóðarétti og þeirri sátt sem
ætti að ríkja um alþjóðleg haf-
svæði,“ sagði Eduardo Azavedo
Soares, sjávarútvegsráðherra Port-
úgals.
Kanadamenn réttlætu aðgerðim-
ar utan fiskveiðilögsögu sinnar og
sögðust vera að reyna að vernda
grálúðustofninn, einn af síðustu
nýtanlegu fískstofnunum á þessu
svæði. Grálúðan flakkar milli mið-
anna innan og utan 200 mílna físk-
veiðilögsögunnar.
Deilt um kvóta
Kanadamenn gripu til þessara
aðgerða eftir að Evrópusambandið
ákvað að hafa kvótatillögur NAFO,
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar, að engu. NAFO lagði
til að heildargrálúðukvótinn yrði
27.000 tonn í ár, þar af fengi Evr-
ópusambandið 3.400 tonn. Sam-
kvæmt reglum NAFO hafði Evrópu-
sambandið rétt til að mótmæla
ákvörðuninni innan 60 daga og
gerði það. Sambandið setti sér síðan
rúmlega 18.000 tonna kvóta, en
kvaðst sætta sig við heildarkvót-
ann, 27.000 tonn.
Spænsku og portúgölsku togar-
arnir hafa þegar veitt meira en
3.400 tonn. í fyrra veiddu skip
ESB-ríkjanna 40.000 tonn af grál-
úðu á svæðinu.
Kanadamenn veiddu aðeins
6.400 tonn af grálúðu í fyrra og
samkvæmt tillögum NATO verður
kvóti þeirra 16.300 tonn í ár.
NAFO finni
málamiðlunarlausn
Evrópusambandið hefur hvatt til
þess að NAFO efni til fundar ekki
síðar en 20. mars til að freista þess
að fínna málamiðlunarlausn á deil-
unni.
Sjávarútvegsráðherra Galisíu
sagði að breyta þyrfti reglum um
atkvæðisrétt aðildarþjóða NAFO.
„Með þessu óþolandi hugarfari vilja
Kanadamenn sýna, kröftuglega og
með valdi, að þeir hafi NAFO í
vasanum, án þess að virða réttindi
annarra aðildarríkja þegar það
hentar þeim,“ sagði Caamano.
GRALUÐUSTRIÐ KANADA OG ESB
GRALUÐAN
Einn afsíðustu nýtanlegu
fiskstofnunum á svæðinu.
Stofninn hefurþó minnkað
um 60% siðustu tíu árin
Kínversk stjórnvöld ósátt við gagnrýni
Segja Bandaríkjunum
að líta í eigin barm
Pcking. Reuter.
QIAN Qichen, utanríkisráðherra
Kína, sagði í gær að Bandaríkjamenn
ættu að hætta að gagnrýna Kínveija
fyrir mannréttindabrot og líta þess
í stað í eigin barm. Á sama tíma
gagnrýndu kínverskir ríkisfjölmiðlar
Bandaríkjastjórn harðlega fyrir að
skipta sér af mannréttindamálum í
Kína.
„Ég held að Bandaríkjamenn séu
svo uppteknir við að leita af holum
í löggjöf annarra ríkja að þeir gleymi
að athuga eigin löggjöf. Ég vona að
þeir einbeiti sér að eigin málum í
auknum mæli í framtíðinni," sagði
ráðherrann. Nefndi hann sem dæmi
um gloppótta lagasetningu Banda-
ríkjamanna að dauðarefsing væri
leyfð í sumum ríkjum en ekki öðrum.
Gramir Rússum
Kínveijar eru Bandaríkjamönnum
mjög reiðir fyrir að hafa lagt fram
ályktun hjá Mannréttindanefnd SÞ í
Genf þar sem kínversk mannrétt-
indamál eru gagnrýnd. Kínveijar og
stuðningsríki þeirra felldu ályktunina
með eins atkvæðis mun í atkvæða-
greiðslu á miðvikudag.
Þetta er fímmta ályktunin af þessu
tagi á jafn mörgum árum, sem
Bandaríkjamenn leggja fram, en sú
fyreta sem kemur til atkvæða. Eru
Kínvetjar Rússum gramir fyrir að
hafa stutt það að atkvæði voru greidd
um tillöguna.