Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Opið bréf til kenn- arans Jóns Baldvins Sigrún Guðmundur Guðmundsdóttir Oddsson KÆRI Jón! Þar sem þú ert fag- maður og þekkir af eig- in raun kennarastarfið, langar okkur feðginin til að senda þér nokkrar línur, vegna verkfalls kennara sem nú stend- ur. Við vitum það mæta vel, að þessi launadeila hejnir ekki undir þitt ráðuneyti, en okkur sýnist sem mennta-, fjármála- eða forsætis- ráðherra, sem þessi deila heyrir undir, ætli ekki að gera nokkum skapaðan hlut til að leysa málið. Það sem þó er miklu verst, er að okkur sýnist þeir ekki hafa neinn áhuga á, að finna lausn á þessari deilu. Við erum satt best að segja búin að fá nóg af að- gerðarleysi þessara ráðherra. Hverjum kemur málið við? Það sem okkur finnst undarlegast við þessa deilu er, að engu er líkara, en öllum sé sama um hana. Foreldr- ar sem hafa látið í sér heyra, virðast eingöngu hafa áhyggjur af yngstu nemendunum, þ.e. þeim sem þarf að koma í pössun. Eldri nemendur virð- ast ekki eiga sér neina talsmenn, hvað þá kennaramir. Öllum virðist sama um hvort einhver kennsla eigi sér stað í skólunum, því allar áhyggj- ur snúast um að koma yngstu nem- endunum einhvers staðar fyrir, svo foreldramir komist til vinnu. Skól- amir eru orðnir að einskonar dag- heimilum fyrir bömin, og er þá ekki eðlilegast að líta á kennarana sem einskonar „dagmæður". Þannig finnst okkur nú vera komið fyrir skólunum og ímynd kennarans í hug- um almennings. Kannski ber umræð- an um laun kennara dám af þessari ímynd? Umfjöllun fjölmiðla Jón Baldvin! Hvað finnst þér um þátt fjölmiðla í þessu verkfalli? Okk- ur finnst þeir ekki hafa nokkum áhuga á að fjalla um það. Getur verið eðlilegt, að þegar 60 þúsund nemendur í landinu eru komnir á vergang þá er eins og fjölmiðlum komi það ekkert við? Þeir láta líta svo út, sem verkfallið stafi einungis af frekju og kröfuhörku kennara. Á sama tíma kemur skoðanakönnun um fylgi flokkanna og þar eykur Sjálfstæðisflokkurinn verulega fylgi sitt. Heldur þú, að þjóðin líti svo á, ISLENSKT MAt Þórður Halldórsson í Reykja- vík sættir sig ekki við ofnotkun orða og sístagl. Hann tók dæmi af ónefndri stúlku á útvarpsstöð, sem líklega segði „æðislegt" hundrað sinnum á dag. Þórður er einnig óánægður yfir því, þeg- ar gömul og góð orð eru tekin upp í algerlega nýrri og óskyldri merkingu. Honum þykir það geta valdið ruglingi. Dæmi um það væri snælda. Menn, sem ein- hverja málþekkingu hefðu, vissu hvemig voru snældur og hala- snældur, en nú væri farið að nota þetta um myndbönd og þess konar. Megininntak orða Þórðar Hall- dórssonar var það, að forðast bæri stagl og ofnotkun orða, og svo hitt, að varðveita „ástkæra ylhýra málið“ gegn hvers konar skemmd og áverka. Umsjónar- maður þakkar Þórði hug hans og ummæli og í framhaldi af þeim setur hann hér svolítið meira á blað: Einhvern tíma um daginn var ég að agnúast út í óyrðið „or- sakavaldur". Hvers vegna skyldi það nú hafa verið? Jú, þetta er stagl, tvítekning, eða ofgnótt, en Haraldur Bessason prófessor segir mér að enskumælandi menn tali um redundancy í dæmum sem þessum, en það þýddi Jóhann S. Hannesson með ofgnótt. Eitthvað veldur ein- hverju og þarf þá ekki að „or- saka“ það líka. Blessuð sólin er orsakavaldurinn, heyrðist í út- varpinu um umferðarslys. Bless- uð sólin olli slysunum eða var völd að þeim. Mér finnst enginn vafi á, að valda sé fallegri sögn en or- saka. Gallinn á þeirri fyrmefndu, ef galla skyldi kalla, er sá að hún er óregluleg í beygingu og vandi að fara með hana. Valdi, olli, hef valdið; í nútíð, ég veld; þetta er óvenjulegt. En ég vil ekki flýja vandann og segja: Þetta „orsak- ar“ það o.s.frv. heldur: Þetta veldur því. Sá er annar annmarki sagnar- innar að valda, að hún er enn vandhafðari í þátíð, þegar hún merkir að „geta lyft“ eða „halda uppi“. Þá verðum við víst að segja: Ég gat ekki valdið byrð- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 787. þáttur inni. Eða hvað? Halldór Laxness segir í Ljósi heimsins, níunda kafla. „Ef einhveijum kynni að hafa þótt það skrýtið að hreppstjórinn teymdi undir manninum, þá lá orsökin í því að hann olli ekki taumunum fyrir skjálfta.“ Hann fékk bágt fyrir þetta hjá sumum mönnum skömmu eftir að bókin kom út. ★ Hlymrekur handan kvað: Sá mjög frægi Mussolini mapaðist frillum og víni. En margt er nú breytt og mjög lítið skeytt um þá Mini og Dini og Fini. ★ Ólafur Stefánsson á Syðri- Reykjum hefur enn nokkuð til málanna að leggja og gef ég honum hér með orðið um sinn: „Tilefnið núna voru tilmæli Ömólfs Thorlaciusar um nýtt orð yfír ritskoðun, ef um væri að ræða, t.d. kvikmyndir eða mynd- verk. Mér þykir þetta óþarfí. Það þurfa ekki öll ný orð að vera algagnsæ. Til dæmis er sími, sem við höfum verið svo ánægð með, og þýðir þráður, — eins og menn vita enn. Nú tíðkast þráðlaus sími (þráðlaus þráður!) og enginn gerir athugasemd við það. Samt set ég hér á blað nokkur orð, að gamni mínu, sem eiga að lýsa ritskoðun, þegar ekki er um ritað orð að ræða. Þau eru varla góð, en geta kannske komið öðrum af stað til að gera betur: valdskoðun, valdrýni, stjórnskoðun, valdstýring, valdhreinsun, gagnskoðun. Með góðum kveðjum." Umsjónarmaður þakkar Ólafi hógvær orð, góð bréf og vinsemd fyrr og síðar, og vísum við svo báðir uppástungum hans til les- enda. Þá hefur .Jóna R. Kvaran í Reykjavík sent nokkrar tillögur varðandi orðið nepotismi, sbr. þætti 779 og 783: Sifjagreiði, sifjaklíka, sifjahagræði, sifja- ívilnanir, frændfríðindi, frændþægð og frændaforrétt- indi. Þessum tillögum er einnig vís- að til lesenda. ★ í Grettis sögu segir: „Auðunn laút þá niðr ok þreif upp skyrkyll- inn ok sletti framan í fang Gretti ok bað hann fyrst taka við því, er honum var sent. Grettir varð allr skyrugr; þótti honum þat meiri smán en þó at Auðunn hefði veitt honum mikinn áverka.“ Og í formálanum segir Guðni Jónsson prófessor: „En til er orðtak, sem er að líkindum runnið frá Grettis sögu og upphaflega eignað Gretti, en það er orðtakið: „Þeir sletta skyr- inu sem eiga,“ og myndi þar átt við viðureign hans við Skyrkylla- Auðun á Auðunarstöðum.“ Við þetta er svo því bætanda, að kunnur maður sagði á miklum fundi að þeir ættu ekki að sletta skyri sem byggju í glerhúsi. ★ Og úr því farið var að vitna í Grettis sögu er hérna smá við- bót sem ýmsum hefur þótt at- hyglisverð: „Þá báðu þeir Þorkel í Gorvidal við honum at taka; kváðu hann vera nógtamann. Þorkell mælti í mót ok kvað eng- an kost á því, — „þar sem ek ligg einn í húsi ok kerling mín, en hvar fjarri oðrum monnum, ok komið þér ekki þeim kassa á mik,“ sagði hann.“ ★ Vilfríður vestan kvað: Jón varð úti í blekkingarbyl, og Blær fórst í drekkingarhyl, en Þórður var slunginn og þæfði á sér punginn í þekkingaryl. ★ Karólína Hulda Guðmunds- dóttir frá Fitjum í Skorradal vakti athygli mína á undarlega orðaðri setningu í aðsendri grein hér í blaðinu 1. mars. Talað var um að „sölsa um“ í merkingunni að skipta um stefnu eða skoðun. Orðtakið að söðla um er hins vegar algengt og auðskilið í þess- ari merkingu. Eftir að hafa ráð- fært mig við Gunnlaug Ingólfs- son á Orðabók Háskólans er ég sannfærður um að hér sé um samslátt (contamination) að ræða. Því miður hef ég heyrt þessa vitleysu áður. Þú hefur oft sagt, Jón Baldvin, að Alþýðu- flokkurinn sé frum- kvæðisaðilinn í núver- andi ríkisstjóm, segja Sigrún Guðmunds- dóttir og Guðmundur Oddsson. Sýndu nú kennurum og nemend- um þessa lands að þeir eigi sér a.m.k. einn traustan talsmann. að forsætis-, fjármála- og mennta- málaráðherra landsins komi þetta verkfall ekkert við? Hvað hugsar þessi þjóð? Hvenær er verkfall fréttaefni? All- ir muna verkfall sjúkraliða á síðasta ári. Það var meira og minna í öllum fjölmiðlum alla daga og formaður sjúkraliða varð „heimsfrægur" hér á landi, og eftirsóttur á framboðslista flokka. Verkfall sjúkraliða snerti mest aldraða og sjúka, en hveija snertir verkfall kennara? Af hveiju verkfall? Jón Baldvin, hefur þú áttað þig á því, hvað laun kennara eru orðin óskaplega léleg? Byijunarlaun kenn- ara í fullu starfi, sem lokið hefur þriggja ára háskólaprófi, eru kr. 68.543. Eftir eitt ár hækka launin í kr. 71.970 og hæst getur almennur kennari komist í kr. 84.195 eftir 18 ára starf. Þessi laun duga einfaldlega ekki til að framfleyta fjölskyldu. Svo einfalt er málið. Það er af þessum orsökum sem kennarar fara í verk- fall. Þeir vilja lifa af sínum launum. Stattu þig nú, gamli kennarí! Við höfum séð það í þessari deilu, að kennarar og eldri nemendur eiga sér fáa talsmenn. Ríkisvaldið ætlar að þvo hendur sínar af þessari deilu og segist hafa boðið kennurum ríf- lega launahækkun. Stétt sem er metin á 65-75 þús. kr. á mánuði, er augljóslega ekki hátt metin og þá störf hennar í samræmi við það. Við, sem þessar línur skrifum, annar búinn að kenna í rúm 30 ár og hinn sem er á sínu fyrsta kennslu- ári, viljum trúa því að kennarastarfið eigi sér betri framtíð hér á landi en nú er. Þú hefur oft sagt, Jón Baldvin, að Alþýðuflokkurinn sé frumkvæðis- aðilinn í núverandi ríkisstjóm. Sýndu nú kennurum og nemendum þessa lands að þeir eigi sér a.m.k. einn traustan talsmann. Stattu þig nú, gamli kennari, og komdu þessu máli á einhveija hreyfingu, því aðgerðar- leysi þeirra sem hafa forræði í þessu máli er lítilsvirðing við alla menntun í landinu. Guðmundur Oddsson er skólastjóri Þinghólsskóla og Sigrún Guðmundsdóttir kennari við Smáraskóla. Gigtarrannsóknir og þjóðarhagur EINN af hveijum fimm íslendingum fær einhvemtíma á ævinni gigt. Þetta er fólk á öllum aldri, allt frá börnum á fyrsta ári til gamalla. Meirihluti þeirra, sem fá alvarlega gigtarsjúkdóma er kon- ur, eða þijár á móti hveijum karlmanni. Gigtarsjúkdómar eru kostnaðarsamir, en áætlað er að þeir kosti þjóðarbúið um 10 millj- arða króna árlega. í þessari upphæð er reiknað með læknis- hjálp hverskonar, lyfj- um, þjálfun og vinnutapi. Þessir 10 milljarðar gera 40 þúsund krónur á hvert mannsbarn árlega. Þjáningin sem þessum sjúkdómum fylgir, stundum ævilangt, verður hinsvegar aldrei mæld eða í tölum talin. Gigtarsjúkdómar eru ein algengasta orsök fötlunar og lætur nærri að um 2000 skráðir öryrkjar séu fatlaðir vegna gigtar. Þúsundir til viðbótar þurfa læknishjálp og þjálfun árlega. Læknishjálp og þjálfunarkostnaður til þessa fólks er hinsvegar mjög arðbær fyrir þjóðfélagið. Athuganir sýna, að hver króna, sem til þessa er varið, skilar sér fertugfalt til baka. Til að styrkja sjálfsbjargarviðleitni gigtsjúkra hafa gigtarfélög lengi ver- ið starfandi. Á hinum Norðurlöndun- um eru þau hálfrar aldar gömul eða meira og svo er víðar um Evrópu. Gigtarfélag íslands var stofnað 1976 og hefur síðan stöðugt unnið að hverskonar fræðslu með funda- höldum og útgáfustarfsemi. Félagið kom upp gigtlækningastöð 1984 til að samhæfa læknishjálp, sjúkra- og iðjuþjálfun og fræðslu. Þar hefur safnast mikil reynsla og þekking. Ef ég veit rétt, eigum við íslend- ingar fleiri gigtlækna en nokkur önnur þjóð, miðað við fólksfjölda. Þeir hafa verið við framhaldsnám, bæði austan hafs og vestan, og hafa að loknu námi stundað rannsóknir, sem vakið hafa athygli erlendis. Með þeim hafa starfað erfðafræðingar og ónæmisfræðingar. Gigtarfélag íslands hefur komið á laggirnar Vísindaráði, sem hefur unnið að því að koma upp rann- sóknastofnun í gigtar- sjúkdómum í samvinnu við Háskóla íslands og Landspítala. Lionsmenn hafa víða lagt lið í heilbrigðismál- um og hafa nú ákveðið að styrkja þessa starf- semi með sölu á rauðri fjöður dagana 31. mars og 1. apríl næstkom- andi. Mörg af stærstu verkum i íslenskum heilbrigðismálum hafa verið unnin með beinum fjárframlögum almenn- ings. Framtak Lions- manna tryggir að allt það fé, sem safnast kemur til skila í verkefnið. Þeir vinna öll sín verk í sjálfboðavinnu. Þeir hafa einnig Gigtarfélag íslands hef- ur komið á laggirnar Vísindaráði. Sveinn Indríðason segir Lions- menn styrkja þessa starfsemi með sölu rauðrar fjöður síðar í þessum mánuði. tilnefnt fulltrúa í Vísindaráð Gigtar- félags íslands til enn frekari trygg- ingar því að fénu verði vel varið. Það má því ætla, að stutt verði í að slík rannsóknastofnun verði að veruleika. Rannsóknir á gigtarsjúkdómum er trúlega hvergi betra að stunda en á íslandi, því gigt er talin fylgja ættum. Manntöl eru til næstum þijú hundruð ár aftur í tímann. Ættfræðiþekking er mikil og stöðugt koma út vandað- ar skrár ætta. Læknisfræðiþekking er eins og best gerist erlendis, og því er raunhæft að álykta að gigtar- rannsóknir íslenskra sérfræðinga verði eitt af því, sem hægt verður að flytja út í framtíðinni. Höfundur er Lionsmaður og áhugamaður um gigt. Sveinn Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.