Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
(3KETTl(? 5KVLt>l ÉG HAFA
, LIFAP 'APͻR T
þÚ ERTEkXIEINU
SINNI IIFANPI NC/NA
JfMCWfS W-5
Tommi og Jenni
Hoab cr þettáx
Takt 'anct
di/yi'ert
Dýraglens
T~þú TáFhverjo ' ~X
UpfaSSfl MÓeHNNl k &6/RÐO ÞaÐ? J
4 Wt þú /cAUfiR mAr/AjÁ
- m t'ÞTAÐ/UN FN&e AÞ !
Ferdinand
WMEN I FIXED VOUR 5UPPER.
T0NI6MT, I TRIE0 50METHIN6 NEU)
^TS"
Ég prófaði dálítið nýtt þegar
ég útbjó kvöldmatinn þinn.
IN5TEAD OF 5TIRRIN6 IT CL0CKUJI5E, I 5TIRRED IT I C0ULP TELL THE PIFFERENCE RI6HT AWAY..
COUNTERCLOCKWISE.. i
lí
tÍIíJIIIIÉ 1 2-23
o
í staðinn fyrir að hræra sólar- Ég sá muninn strax.
sinnis í honum hrærði ég rang-
sælis.
BREF
TIL BLADSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Það sem ekkert
kostar er
einskis virði
Frá Manfreð Lemke:
STAÐREYND er að íslendingar
eyða lægra hlutfalli af þjóðartekjum
sínum í menntamál en flest önnur
lönd í Vesturheimi.
Á íslandi er enginn her, engar
dýrar hraðbrautir og tilheyrandi
mannvirki. Til dæmis má nefna að
stóra mannvirkið, gatnamótin fyrir-
huguðu á Höfðabakka, þætti ekkert
stórverkefni í því sem næst hvaða
öðru landi sem er. Hér eru heldur
engar jámbrautir, engar neðanjarð-
arlestir. í raun má segja að almenn-
ingssamgöngur, sem eru mörgum
þjóðum svo dýrar, séu reknar með
algjörum lágmarkskostnaði hér á
landi. Hér eru engar stórfelldar snjó-
flóðavarnir eins og til dæmis eru í
Noregi eða Sviss.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir er
sneið menntamála af þjóðarkökunni
ekki stærri en raun ber vitni.
Ég vildi fá að sjá sneiðarnar all-
ar; ég vil fá að sjá hvað það er sem
ráðamönnum þessarar þjóðar þykir
svo miklu verðmætara en mennta-
málin.
Þrátt fyrir fögur orð á tyllidögum
er það nú einu sinni svo, að þegar
til kastanna kemur eru það fram-
lagðir fjármunir sem sýna gleggst
hvers hlutirnir eru metnir og ef þjóð-
in vill að skóla- og menntamál séu
einhvers virði, þá verður hún líka
að kosta til þeim peningum sem til
þess þarf!
Tæplega 300.000 kr.
mánaðalaun
Á sínum tíma bjó ég mig undir
lífsstarfíð með því að ganga í kenna-
raskóla í Bern í Sviss. Þar var ég
Straumur
Frá Dana Rose:
MÉR HEFUR veist sú ánægja að
búa og mála í listamiðstöðinni í
Straumi. Því miður hef ég fengið
þær fréttir að Sverrir Ólafsson verði
þar ekki lengur forstöðumaður.
Straumur er stórkostlegur staður,
þar sem listamenn hvaðanæva úr
heiminum fá tækifæri að kynnast
og vinna saman. Straumur er sá
staður sem hann er einungis vegna
Sverris Ólafssonar. Mér finnst það
hræðileg tilhugsun að verið geti að
Sverrir missi stöðuna vegna hrein-
skilni og heiðarleika. Auk þess
fínnst mér skelfílegt að heyra að
verið sé að eyðileggja allt sem heit-
ir listir í Hafnarfirði. Sérstaklega
vegna þess að ég man hve stoltir
Hafnfírðingar voru af „menning-
arbæ“ sínum. Mér þykir miður ef
allir kynningarbæklingar verða úr-
eltir vegna þess að Hafnarfjörður
geti ekki lengur státað af menning-
arhátíð, kammerhljómsveit, lista-
miðstöð eða listaskóla.
DANA ROSE,
Holicong, Pennsylvaníu, USA.
meðal annars undir það búinn að
tilheyra, launalega séð, efri miðstétt
þjóðfélagsins. Ef ég ynni við kennslu
þar í landi núna næmu laun mín um
5.500 s.fr (sinnum 52) á mánuði
allt árið, líka í fríum. Þess ber þó
að geta að háskólamenntaðir grunn-
skólakennarar hafa um 1.500 s.fr.
hærri mánaðartekjur. í fyrra var í
fyrsta sinn rætt um námsskyldu
kennara í skólafríum.
Fagleg vinnubrögð
í íslenskum skólum
Þegar ég kom til íslands haustið
1989 fannst mér vinna starfsfélaga
minna á Blönduósi síður en svo ófag-
mannleg, þrátt fyrir að þeir hefðu
svo miklu lægri laun en starfsbræð-
ur þeirra í Sviss og þar sem ég þekkti
til. Samanburður minn var raunhæf-
ur, því ég kom úr jafn stórum skóla
og að mörgu leyti sambærilegum.
En launin voru ekki sambærileg.
Islenskir skólar eru ekki verri en
aðrir skólar. Síður en svo. Hver get-
ur t.d. nefnt mér land, þar sem ein
önn spannar allt að 14 vikum? 36
vikna skólaárið er hér einungis klippt
í sundur með jóla- og páskafríum,
sem eru alls um 20 vikudagar.
Haustönn okkar í Sviss var jafnan
um 5-6 vikur, síðan tók við 3ja vikna
haustfrí.
Dæmi nú hver og einn fyrir sig
hvort skólaárið hér á landi sé „klippt
í sundur með endalausum fríum“.
Þetta er þvættingur.
Afleiðingarnar
gætu orðið alvarlegar
Kennurum er gert ákaflega erfítt
fyrir með því að launum þeirra og
starfskjörum öðrum er haldið niðri.
Haldi þróunin áfram eins og hún
hefur verið síðustu árin getur afleið-
ingin ekki orðið önnur en sú, að
ennþá fleiri kennarar sem unnið
hafa svo gott starf í erfíðri aðstöðu
gefast upp og leita annað. Það virð-
ist loða við okkur kennara að okkur
er ekki treyst almennilega fyrir
vinnu okkar. Það var einnig þannig
forðum í Sviss. Rökin hér og úti
eru, svo furðulegt sem það er, nán-
ast þau sömu: T.d. að kennarar séu
búnir að vinna um leið og skólabjall-
an hringir úr tíma, að þeir vinni of
lítið og það sem þeir gera sé helst
illa gert. Að þeir geti ekki haldið
uppi aga, röð og reglu í skólunum
og þannig mætti lengi telja ... Þetta
væri jafnvel forvitnilegt rannsóknar-
efni fyrir félagsfræðinga.
Þrátt fyrir allar þær dylgjur sem
heyra má í garð kennara stend ég
fast við þá skoðun mína að kennarar
vinni nú þegar gott starf og við eig-
um að fá laun sem sæmir stétt sem
leggur hornstein að framtíð landsins
okkar.
Það er fullorðnu fólki til skammar
að vilja ekki úthluta meira af þjóðar-
kökunni til menntunar bama okkar
— framtíðinni sjálfri.
MANFREÐ LEMKE,
kennari við Stórutjamaskóla, S-Þing.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingár teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.