Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 35
TirXA ircirjrfiatwW' ' P&P.V WA U f7r HIfnMínV> í)? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 35 MINIMINGAR merla í rnargra hugum söknuðinum samfara. Svo alltof skjótt hefur nú skyggt að á minni hugumkæru heimaslóð, þegar genginn er svo skyndilega góður drengur, sem gekk að hveiju sinu verki af alúð traustri og trúfestu um leið. Til lokadagsins mikla var iðjað vel, aldrei gefið eftir, þó ekki væri heilsufar svo sem vera ætti. Æðru- laus og óvílinn gekk hann ævibraut- ina á enda, honum fylgdi um ævi- veg allan verklagni væn, viðmót gott og sönn samvizkusemi, ásamt þeirri grómlausu gamansemi og orðheppni ágætri sem gerði hann svo vinmargan og vinsælan félaga, enda hjartalagið hlýtt og honum gott að mega kynnast. Um liðin jól bar fundum síðast saman í svip, handtakið hlýtt og traust sem alltaf og líkt og áður á létta strengi slegið. Við alltof óvænta brottför hans finn ég sökn- uð í sefa og svo veit ég er um alla er fengu að njóta hlýrrar lundar, trausts hans og trúmennsku. Sam- félagið mitt hefur mikils misst, menn eins og Karl eru kjölfesta hvers byggðarlags, menn sem vilja duga því alltaf sem allra bezt og ganga fram til góðs í hverri gerð sinni og leggja þar að krafta sína og kappsemi. Karl var maður vörpulegur á velli og sannarlega sópaði að honum í hógværð og prúðmennsku hans. Hann var kraftamaður og kempa góð sem faðir hans en frá foreldrum báðum erfði hann mildan hug, stefnumið staðfestu og glettnina góðu. Allt ytra hjóm var honum andstyggð, það sem innra bjó skipti öllu og í því var hann gæfumaður góður. Starfsvettvangur hans hafði um ijölda ára verið hjá Vegagerð ríkis- ins þar sem hann gegndi störfum af stakri nákvæmni og trúnaði við hvert sitt verk, svo vel yrði af hendi leyst í hvívetna. Þar var hann um leið sannur gleðigjafi með sínum hnyttnu athugasemdum um lífið og tilveruna, allt víl og sút víðsíjarri. Sjálfur kynntist ég Karli bezt um vetrartíma fyrir margt löngu er við lékum saman í Grátsöngvaranum og sú kynning var gefandi og góð sem öll önnur fyrr og síðar. Karl var afar liðtækur leikari og létti mörgum lund áður fyrr í góðum gamanþáttum þar sem gáskinn og hnyttnin áttu samleið með ágætri túlkun. Hann hætti alltof snemma að veita leikstarfí það verðuga lið sem hann átti svo létt með að gefa. í Grátsöngvaranum var hann í essinu sínu og undur þótti okkur samfylgd hans þar og þátttaka öll góð, enda hann hrókur alls fagnaðar í hveiju hléi. Karl var eðlisgreindur maður, las mikið, myndaði sér ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og sá vel settur sem átti hann að bandamanni í orrahríð orðræðunnar eða annarri samfylgd. Hann var einlægur samhjálparsinni alla tíð og vildi sjá veg hins vinnandi fólks sem mestan og bestan. Hann var hinn trausti þegn í trúnaði sínum við hvert það verk er vinna skyldi. Einkalíf hans var með einstökum ágætum, gæfa hans sú að eiga gott bernskuheimili og eignast svo hinn vel gerða lífsföru- naut mætra mannkosta og mikils ástríkis og einkadóttur góða en þær voru honum allt í umvefjandi gagn- kvæmri elsku. Þar í ranni ríkir nú söknuður sárastur. Minningin vermir vissulega hug- umhlý. Heiðríkja margra mætra stunda Ijómar yfír. Kært mun hann kvaddur af öllum þeim sem áttu með honum ágæta fylgd á ævi- braut. Við Hanna sendum einlægar samúðarkveðjur til hans nánustu, eiginkonu, dóttur og systur allra helzt. Hörður Arinbjörn dóttursonur okkar sendir saknaðarkveðjur. Hans orð í einlægni klökkvans sögð: Það verður ekkert eins á Vegagerð- inni, þegar Kalli er þar ekki leng- ur. Undir það munu margir taka. Heiðbjört minning mannkosta- manns mun lifa í hugum okkar allra sem áttum með honum fylgd. Blessuð sé sú birturíka minning. Helgi Seljan. Við munum hann fyrst á kaffí- stofu Vegagerðarinnar á Reyðar- firði fyrir sautján árum. Hann var stór og þreklegur, handtakið var hlýtt og þétt. Hafði hann þar þá sem oftar gjaman orð fyrir mönnum á sinn rólega og hógværa hátt. Ein- att blés hann lífí í umræðurnar, gerði grín að mönnum og málefn- úm, en þó mest að sjálfum sér. Allt samt með íhygli og gjörsneytt yfírborðsmennsku. Vegagerðin var starfsvettvangur hans mestan hluta ævinnar. Hann var veghefilsstjóri hér áður, síðar í birgðavörslu og upplýsingaþjón- ustu. Vinsæll var hann í starfi og var algengt, að þeir sem leið áttu um Reyðarfjörð litu inn hjá Vega- gerðinni gagngert til að eiga við hann orðastað. Hann var dálítið af gamla skólan- um. Sinnti því af stakri trúmennsku sem honum var treyst fyrir, hlífði sér aldrei og breytti versnandi heilsufar engu þar um. Fríin sátu iðulega á hakanum. Hann gaf sig töluvert að félags- málum, s.s. í leikfélaginu, slysa- varnafélaginu og lestrarfélaginu, þó minna hin seinni árin. Karl Ferdinandsson var í daglegu tali kallaður Kalli Fedd eða bara Kalli. Við áttum því láni að fagna að eignast hann að vini ásamt þeim Guðnýju og Jóhönnu. Það var okkur ekki ónýtt, nýaðfluttum til Reyðar- fjarðar með allar okkar væntingar og ótal spurninga, að komast í það vinfengi. Það hét að fara til Kalla og Lillu þegar við heimsóttum þau, sem var ærið oft á Reyðarfjarðarárum okk- ar. Okkur var alltaf tekið sem höfð- ingjum og af alúð sem ætíð mun ylja, ekki síst börnunum. Hvort sem þau voru lítil eða stálpuð var rætt við þau sem jafningja og með virð- ingu og áhuga á flestum viðfangs- efnum æskunnar. Mikils vert var það ungum sálum sem áttu heima langt frá öfum og ömmum. Kalli átti gott safn bóka og leyndi sér ekki, að það var ekki til skrauts, heldur lesið. Hvort sem það var í stofunni hjá honum eða einhvers staðar á ferðalagi var það okkur eilift aðdáunarefni hversu þrælvel hann var að sér um alla mögulega og ómögulega hluti. Frásagnir hans af fólki og atburðum, nýjum sem löngu liðnum, voru skýrar og lif- andi og umfram allt, skemmtilegar. Sögurnar góðu með brosinu breiða verða héðan í frá sagðar annars staðar. Samverustundunum með Kalla er lokið í bráð. Söknuð- inn mun sefa þökkin fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar hans spöl á lífsins leið. Nína og Hilmar. Þegar ég heyrði að vinur minn Kalli Fedda, eins og hann var oft- ast kallaður, væri látinn setti að mér mikla hryggð og sáran söknuð. Ég kynntist Kalla þegar ég byrj- aði að vinna hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði árið 1987, en hann vann þar sem birgðavörður. Fljót- lega fann ég að þarna hefði ég eign- ast góðan vin. Kalli var alveg ein- stakt ljúfmenni, hann hafði lag á því að láta mig sjá björtu hliðarnar á hlutunum ef eitthvað bjátaði á hjá mér. Alltaf hafði hann ráð und- ir rifí hveiju og ávallt var hlýjan og góðlátleg kímnin á sínum stað. Við ræddum oft um vinnuna okkar og vorum sammála um að hlúa þyrfti betur að mannlega þættinum. Hann hafði það starf m.a. að svara til um færð á vegum og gerði það með stakri prýði. Hann sagði mér til í þeim efnum og lagði mik- ið upp úr því að maður gæfí „kúnn- anum“, eins og hann kallaði þá sem hringdu til að spyija um færð, góð- an tíma. Það gerði hann sjálfur og eignaðist marga góða vini. Það eiga margir eftir að sakna þess að heyra ekki lengur röddina hans í símanum þegar haft er samband við VR. Við unnum saman hjá Vegagerð- inni í sjö ár og á hveijum degi átt- um við spjall saman stutta stund. Kalli var afskaplega fróður maður, það var svo gaman að heyra hann segja frá, maður bókstaflega drakk í sig sögur um liðna tíð þegar hann var á vertíð og þegar hann var varðmaður hjá VR. Oft kastaði hann fram stökum sem hann kunni ósköpin öll af. Ég tel það mikil forréttindi að hafa verið svo lánsöm að kynnast Kalla, það var bæði lærdómsríkt og mannbætandi. Minningin um hann mun ávallt standa upp úr sterk og falleg. Elsku Lilla og Jóhanna, megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Ég bið Kalla blessunar í æðri heim- um. Anna Jenný Wilhelmsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfcct eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðalltnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. sitjir heima í Grettisbæli og ég geti litið inn til þín og ömmu og spjallað um hestana við þig. Ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig frá því ég fór að vera hjá ykkur ömmu. Það koma oft góðar minningar í huga mér þar sem við vorum bara tvö saman í útreiðartúr á Sindra og Sörla og stoppuðum og settumst niður og þú fékkst þér í pípu og við spjölluðum saman. Afí minn, það eru þessar góðu minningar sem hjálpa mér að sætta mig við að þú sért farinn frá okkur. Fái ég ekki að faðma þig, fópuð þann ég missi. Frelsarinn Jesú fyrir mig faðmi þig og kyssi. (S.J.) Afi minn. Góði Jesú fylgi þér, með öllum sínum englaher. Takk fyrir allt, Ragnhildur. Siguijón Bjarnason var kappi til orðs og æðis. Hann hafði röggsama framkomu og var fylginn sér í orði og á borði. Honum var ekki gefíð um undanslátt eða að gefa eftir í sjálfsögðum málum. Þessi ákveðni var heillandi þáttur í fari hans og að viðbættri glettninni og gaman- seminni þá var gaman að eiga við manninn samskipti. Hann var gef- andi persóna. Siguijón hafði viðkvæma lund og var næmur á það sem gerðist í kringum hann. Ef einhver minni máttar mátti þola ofríki annars eða ef einhver fékk ekki notið sannmæl- is þá blés hann til varnar og lét hlutaðeigandi vita af því. Þá lét hann þess einnig getið þætti honum vel unnið og framganga manna góð í baráttumálum. Þetta eru góðir eig- inleikar sem skapa vídd í persónu- leikanum og Siguijón Bjarnason hafði vítt áhugasvið. Siguijón var forystumaður sjálf- stæðismanna í sveitarstjorn á Eyr- arbakka um tíma og eitt af hans miklu baráttumálum var brú yfir Olfusárósa. Það var gaman að fylgj- ast með honum á fundum með þing- mönnum er hann ræddi þetta hugð- arefni sitt og brýndi þá til verka. Og þá var ekki síður gaman að ræða við hann þegar brúin var orð- in að veruleika. Þá nutu þeir sann- mælis sem að málum komu. Það var gaman og notalegt að vera nærri Siguijóni hvort sem var við eldhúsborðið heima hjá þeim hjónum eða á fundum þar sem póli- tíkin var í umræðunni. Einu sinni sátum við saman við borð í fundar- sal, fundurinn var í daufara lagi og menn mjög á sama máli. Þá sagði Siguijón stundarhátt: „Ég held ég verði bara að taka til máls þetta er of dauft.“ Þessu var jánkað og hann tók til máls og viti menn, fundurinn hfnaði við og varð fjörlegur um tíma á meðan innlegg hans var rætt. - „Var þetta ekki allt í lagi?“ sagði hann svo og brosti glettnislega. Siguijón var sannur sjálfstæðis- maður í orði og æði og kunni að meta það að menn vildu standa á eigin fótum og hefjast af dugnaði sínum. Það var gott og gaman að fá frá honum upphringingu þar sem hann kvatti til góðra verka og ræddi málin. Það var lærdómsríkt því hann hafði sjónarhorn sem ekki var al- mennt og mótaðist af lífsgöngu hans og uppeldi. Siguijón var hlýr persónuleiki sem hafði sívökult auga með sínum nánustu jafnt sem umhverfi sínu. Mikill heimilismaður var hann og góður afi og langafi. Gaman var að heyra hann tala af hrifningu um kraftinn í bamabörnunum við bygg- ingar eða i íþróttakeppnum þar sem hann fylgdist vel með. Minningin um Siguijón Bjarnason er hressileg og gefandi, hlaðin lær- dómsríkum og lifandi augnablikum. Eftirlifandi eiginkonu og ættingjum bið ég Guðs blessunar. Sigurður Jónsson. Það er ótrúlegt og erfítt að sætta sig við að hann afi skuli vera dáinn en þannig er það víst alltaf þegar- maður þarf að sjá á bak góðu fólki sem manni þykir vænt um. Hann afí var góður maður og fyrir okkur sem þekktum hann er það mikill missir að hafa hann ekki lengur. En það er gott að hugsa til þeirra stunda sem við áttum saman og fyrir þær vil ég þakka með þess- um fátæklegu orðum. Afí var alltaf til staðar þegar hans þurfti við svo lengi sem ég man og hann var helsta fyrirmyndin enda auðvelt fyrir lítinn strák og ungling að líta upp til hans. Gott var að leita til hans með stórt og smátt sem fyrir kom í daglegu amstri á yngri árum og síðar þegar það varð stærra og meira sem mað- ur tók sér fyrir hendur. Alltaf var hann tilbúinn til að hlusta og taka þátt í því sem var að gerast, leggja lið eftir mætti, skiptast á skoðunum og umfram allt að hvetja mann áfram í að takast á við málin og verkefnin framundan. Afi vildi vita hvað var að gerast og hafði samband ef honum fannst líða of langur tími millil þess að við hittumst eða töluðumst við. Hann var maður sem hafði skoðanir á málunum og hann fylgdist vel með í þjóðmálum og því sem var að ger- ast í nánasta umhverfí hans. Hann fylgdist og með öllum íþróttakeppn- um okkar af miklum áhuga og frá honum kom kraftur í einbeitinguna sem þarf á þeim vettvangi. Það var gott að tala við afa. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sannfæringarkraftur hans var smit- andi. Hann lét aldrei neinn bilbug á sér finna og var sannur sigurveg- ari f hugsun, allt fram á síðasta dag. Hann afí var sönn hetja. Við vorum nánir og góðir vinir við afi, fórum á tímabili ekkert hvor án annars. I reiðtúrunum okkar um fjöruna á Eyrarbakka áttum við bletti þar sem við stoppuðum og hvíldum hestana. Þá kveikti hann sér í pípu og svo var spjallað, þá leið okkur vel. Það eru þessar góðu spjallstundir sem verða gimsteinar í huganum nú þegar hann er farinn. Einnig koma upp í hugann allar samverustundirnar í Grettisbælinu þar sem alltaf var stutt í glettnina og stráksskapinn hjá karii. Fyrir þetta allt vil ég og við hjón- in þakka. Afí var klettur sem gott er að hafa átt að bakhjarli og að hugsa til nú þegar hann er farinn frá okkur, en hann lifir. Amma er nú ein en hún á minningu um góðan mann. Við biðjum góðan Guð að styrkja hana í sorginni. Hjá okkur öllum lifir minningin um góðan afa sem alltaf var á sínum stað og mun hér eftir skipa sinn sess í minningu okkar allra. Sigurjón Bjarnason. Sá látni mun lifa í minningunni. Hans verður saknað vegna kynna af honum sem urðu stór þáttur í lífi margra, ekki sízt í lífí þess, sem þetta ritar. Siguijón var sérstakur persónuleiki - alltaf sterkur eins og íslenzkir karlmenn af gamla skól- anum voru margir hveijir vegna harðs uppeldis. Það var ekkert elsku mamma að vaxa úr grasi á kreppu- árunum hér á landi. Hann missti pabba sinn, Bjarna Einarsson skip- stjóra, barnungur, en hann fórst með togaranum Robertson í aftaka- veðri 1928. Föðurmissirinn hafði djúpstæð áhrif á Siguijón. Hann hafði menntazt í lífsins ólgu sjó frá unga aldri - þessi gamal-Reykvík- ingur, þessi hreinræktaði höfuð- borgarbúi, sem var alla tíð laus við þröngsýni þorpsbúa. Það var alltaf ákveðin reisn yfir Siguijóni. Hann minnti eiginlega á New York-búa með ákveðinn kúltúr. Hann var glæsilegur heimsmaður, sem átti glæsilega konu og glæsileg börn. Það er alltaf eitthvað spunnið í menn, sem ná sér í sjarmerandi konur. Eiginkona hans er Guðbjörg Eiríksdóttir frá Gunnarshólma á Eyrarbakka. Páll heitinn ísólfsson sagði eitt sinn, að laglegustu konur á Islandi þrifust í seltunni á suður- ströndinni þ.e.a.s. á Eyrarbakka og Stokkseyri, flestar af Bergsætt. Árið 1982 og tvö ár liðin síðan undirskráður reyndi að hverfa til betri vegar. Fram undan ferð til Evrópu, hættuför varðandi Dionysos (bjórinn hættulegur) með annan soninn sem lífvörð og siðferðilegan áminnara. Allt í einu berst skeyti utan úr únivers, sem bendir austur á Eyrarbakka. Siguijón var þegar orðinn stór þáttur í lífsbjörgun greinarhöfundar. Leikurinn barst til Eyrarbakka í Heiðdalshús, þar sem þau hjón fangavörður Siguijón flokkstjóri og kona hans tóku komu- manni opnum örmum. Að skilnaði nældi Siguijón gullmerki í barm utanfara, sagði, að það mundi vernda hann, sem það og gerði. Þetta var hið fræga úlfalda-gull- merki frá Hazelden í Bandaríkjun- um sem stundum er kallað tuttugu og fjórar klukkustundir (Twenty- four hours). Úlfaldi getur verið án drykkjar samfellt tuttugu og fjórar stundir, sbr. „einn dag í einu“. Lengi býr að fyrstu gerð. Síðan eru liðin þrettán ár. Nú er velgjörðarmaður og vinur horfinn sjónum, þessi sterki trúmaður og kraftaverkamaður sem alltaf var að leita að fegurra og heilsteyptara lífi. Slík er hugsjónin í prógrami þeirra Bill og Bob - og slík var hugsjón Guðna heitins Ásgeirssonar frá Flateyri, en hann fyrstur íslendinga kynnti hugsjón þeirra félaga, amer- íska læknisins og ameríska fjár- málamannsins. Siguijón var eins og Steinar Guð- mundsson, sem allra manna bezt kann AA prógramið, einn elzti spor- göngumaður hinna nafnlausu manna hér á íslandi. Báðir mennirn- ir, Siguijón og Steinar, höfðu jafnt og þétt helgað sig fegurstu hugsjón á jörðu, ekki til að láta huggast eða hugga á falskan hátt, heldur til að vera sterkir og beygja sig undir örlög. Það er sjaldgæft, að menn kunni prógrammið út í hörgul eins og þeir félagar. Líftónn SigTirjóns var jákvæður, mótaður af AA-líflín- unni. Aukinheldur var hann víðsýnn heimsmaður á sinn hátt, hámennt- aður og andríkur. Hann hafði lifað ótrúlega margt af, en eins og allir menn, sem eru gæddir bijóstviti, vita, er lífsreynsla mesta menntun- in. Hans er saknað. Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.