Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Uppskrift vikunnar Knödeluppskriftir beint frá Prag ÞRJÁR tegundir af knödel, súrkál, soðnar kartöflur, svfnakjöt og gúllas var nokkuð þungt í magann. Fjölskyldan sem matreiddi er í megrun og borðar helst bara léttmeti með miklu grænmeti og salati. „Tékkar borða ekki nógu hollan mat,“ sagði húsmóðirin. vatninu og skerið strax í 2 cm þykkar knödel-sneiðar. TÉKKAR geta borðað ógrynni af knödel, eða „knedlík“, eins og þeir kalla þær. Það leið ekki sá dagur í vikuferð um Bæheim í fylgd með Tékkum að knödel væru ekki bomar frarr. og ríflega skammtað á diskana. Tékkneskar knödel eru soðnar ger- eða kartöflubollur sem eru notaðar sem meðlæti. Það eru líka til „Leberknödel“ (lifrarbollur) og sætar knödel sem eru yfirleitt fyllt- ar með plómum eða kotasælu og borðaðar í eftirrétt. Knödel eru vin- sælar um allt gamla Habsborgara- svæðið en hvergi er borðað eins mikið af þeim og í Bæheimi. Ávaxtaknödel úr kartöfludeigi eru upprunnar þaðan. Allar tékkneskar húsmæður kunna að búa til knödel og lang- flestar þeirra nota uppskrift mömmu sinnar. Sumar uppskrift- irnar ganga marga ættliði aftur í tímann og það er farið með þær eins og hernaðarleyndarmál. Fæst- um kemur saman um hversu lengi ber að sjóða bollurnar. Fimmtán mínútur, 20, eða 27 og hálfa? Eg var svo heppin að fjölskylda sem bauð mérj mat í Prag og eld- aði fjórar mismunandi tegundir af knödel, vinkonum mínum til mikill- ar mæðu, var reiðubúin að gefa uppskriftirnar að ger- og kartöflu- bollunum. Lifrarbollur voru bornar fram í súpu í forrétt en hinar fyrr- nefndu með svínakjöti, sósu, kart- öflum, súrkáli og gúllasi. Bjór átti ljómandi vel við þessa þungu máltíð. GERKNÖDEL 500 g gróft malað hveiti tsk. salt 1 tsk. ger 2 dl mjólk gamalt brauá skoriá í teninga _____________1 egg__________ Hnoðið öllu saman í deig og lát- ið standa í klukkustund. Skiptið þá deiginu niður í þrjár lengjur og sjóðið þær í sjóðandi vatni í 15 mínútur. Takið lengjurnar úr vatn- inu og skerið þær strax niður í 2 cm þykkar knödel-sneiðar. KARTÖFLUKNÖDEL I 1 kg soánar kartöflur 500 g gróft malað hveiti 1 tsk. salt ____________1 egg_________ Stappið kartöflurnar. Blandið hveitinu, saltinu og egginu saman við þær og hrærið öllu saman í deig. Rúllið í lengju og sjóðið í sjóð- andi vatni í 15 mínútur. Takið úr KARTÖFLUKNÖDEL II 1 kg karöflur 750 g gróft malað hveiti 1 tsk. salt 1 egg Rífið hráar kartöflurnar með rif- járni. Blandið hveitinu, saltinu og egginu saman við og hrærið sam- an í deig. Búið til litlar bollur og sjóðið þær í sjóðandi vatni í 5 mín- útur. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. GERKNÖDEL, kartöfluknödel I og kartöfluknödel II. í matreiðslubók um mat og drykk í Bæheimi fann ég gamla sveskjuknödeluppskrift. Deigið er úr hveiti en ekki kartöflum og við myndum kalla ávextina plómur en ekki sveskjur. Það er líklega hægt að nota sveskjur sem hafa legið í vatni í þessa uppskrift. SVESKJUKNÖDEL Hrærið 4 heilum eggjum og 2 eggjarauðum vel saman við 70 g af smjöri. Hellið 3 dl af mjólk út í og bætið 140 g af súrmjólk saman við. Saltið smávegis og hrærið nógu miklu fínmöluðu hveiti saman við til að úr verði mjúkt deig. Hnoð- ið það vel og skiptið niður í bita. Fletjið hvern bita út í langa ræmu og raðið sveskjunum á hana. Skerið deigið á milli ávaxtanna og vefjið deiginu vel utan um þá hvern fyrir sig. Þegar deigið hefur verið notað upp eru bollurnar soðnar í sjóðandi vatni. Hrærið í vatninu svo að þær setjist ekki á botninn og látið þær sjóða í nokkr- ar mínútur eftir að þær hafa flotið upp á yfirborðið. Látið drjúpa af þeim og stráið kanilsykri eða bráðnu smjöri yfir þær. Með allt í hnút SUMIR karlar eiga í mesta basli með að hnýta bindið sitt eða slaufuna sómasamlega. Með- fylgjandi myndir af sígildum hnútum og nýjustu afbrigðum eru gagngert birtar til að auð- velda þeim verkið, en sagt er að margar konur líti fyrst og fremst á bindis- eða slaufuhnút- inn til marks um að karl sé sannkallaður herramaður; fág- aður, snyrtilegur og frambæri- legur í alla staði. ►HNÚTURINN er nefndur eftir hertoganum af Windsor. Hann vildi hafa hnútinn þykkan, taldi slíkt fara betur við sniðið á skyrtum sínum, sem yfirleitt voru með opnum flibba. Silkibindi henta best í Windsor-hnútinn. 1 2 3 Hálfur Windsor-hnútur ►HÁLFUR Windsor-hnútur er fyrirferðarminni en Windsor-hnúturinn, en engu að síður traustvekjandi og fer best á silkibindum. Hálsklútur ►HÁLSKLÚTAR þykja eilítið töffaralegir, minna jafnvel á Cary Grant í kvikmyndinni „To Catch a Thief“. Varla er hætta á mistökum hafi menn hálsklút með góðu sniði, þ.e. jafnbreiða til beggja enda og mjórri í miðjunni. Fjögurra handbragða-hnútur ►SÍGILDUR og einfaldur hnútur, sem hentar öllum efnisgerðum. Á nítjándu öld voru breskir ökumenn hestvagna vanir að binda trefla sína á þennan hátt til að hindra að þeir fykju út í buskann. Shelby-hnútur ►BYRJAÐ er að hnýta þennan smágerða og nákvæma hnút með bindið úthverft. Ef vel tekst til leggst breiðari hluti bindisins nákvæmlegafyrir miðju. Rangan á mjórri hlutanum snýr út og á að haldast vel fyrir aftan. Slaufa ►HVORT sem slaufa er notuð við hátíðleg tækifæri eða að degi til skal hnýta hana þannig að hún nái ekki út fyrir sverustu hálslínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.