Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Stýrmir Gunnarsson. AFKOMUBATI FYRIRTÆKJA HVERT FYRIRTÆKIÐ á fætur öðru hefur að undan- förnu sýnt fram á umtalsverðan rekstrarbata á liðnu ári, samanborið við árið 1993. Hér er um ánægjuleg tíðindi að ræða sem sýna, að fyrirtækjum h'efur tekist að hagræða verulega í rekstri sínum, þrátt fyrir að erfiðleika- og sam- dráttarskeið hafi ríkt — eða vegna þess. Eimskipafélag íslands, Flugleiðir, Skeljungur, OLÍS og Hampiðjan hafa þegar gert opinberar niðurstöður í ársreikn- ingum sínum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Almennt virðast hafa orðið mikil umskipti til hins betra. Af þeim upplýsingum sem þegar eru fram komnar, er óhætt að álykta sem svo, að stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja hafi brugðist rétt við, á því samdráttarskeiði, sem ríkt hef- ur, með því að hagræða hjá sér í rekstri og nota tímann til endurskipulagningar og áætlanagerðar. Auðvitað eru margvíslegar ástæður að baki því, að fyrir- tækin eru að ná betri árangri í rekstri nú, en um langt skeið áður. Efnahagslegur stöðugleiki hefur gert fyrirtækjunum kleift að starfa á traustari grunni en oft áður, friður hefur ríkt hér á vinnumarkaði og verðbólga verið lág. Þá vegur... það ekki síður þungt, að fyrirtækin sjálf, stjórnendur og starfsmenn hafa kunnað að notfæra sér það jákvæða efna- hagslega umhverfi sem þeim hefur verið skapað, til þess að stokka upp rekstur sinn, bæta og hagræða. Af ársreikningum fyrirtækjanna sést, hversu mjög fjár- magnskostnaður þeirra lækkaði á liðnu ári, í samanburði við árið 1993. Mikil lækkun fjármagnskostnaðar er óhemju þýðingarmikil stærð í rekstrarreikningum fyrirtækjanna og getur skipt sköpum fyrir afkomu þeirra. Athyglisvert er að fylgjast með aukinni áherslu Eimskipa- félagsins á starfsemi erlendis. Heildarveltan af starfsemi félagins erlendis og flutningum á milli erlendra hafna á liðnu ári, nam liðlega 1,5 milljörðum króna, eða um 16% af veltu félagsins. Þessi þáttur starfsemi Eimskips jókst á milli ára um 22%. Áætlanir félagsins til næstu þriggja ára gera ráð fyrir frekari eflingu á þessari starfsemi, þannig að reksturinn erlendis verði á bilinu 18%-20% af veltu félagsins og vaxi þannig örar en starfsemin innanlands. Það er skynsamlegt af stjórnendum félagsins að beina kröftum sínum í auknum mæli að landvinningum erlendis, enda hefur Eimskipafélag- ið meira bolmagn til þess en flest íslensk fyrirtæki. Einkafyrirtæki í atvinnurekstri hafa notað krepputímabil- ið vel. Þau eru mörg hver vel undir það búin að nýta þau tækifæri, sem skapast í þeirri efnahagslegu uppsveiflu, sem bersýnilega er hafin. YFIRGEFIN HÚS FJÖLSKYLDAN að Smárateig 2 í Hnífsdal hefur ekki dvalið í húsi sínu í samtals 35 daga vegna snjóflóða- hættu, það sem af er þessu ári, segir í fréttaviðtali hér’í blaðinu í gær. Tugir fjölskyldna á Flateyri og í Hnífsdal eru undir svipáða sök seldir. Líku máli gegnir og um fjölskyldur í snjóþungum byggðum eystra og nyrðra. „Ef fjölskylda þín er ekki örugg í húsi sínu, geturðu ekki leyft þér að kalla það heimili," sagði einn viðmælandi blaðs- ins vestra. Og bætti við: „Kornið sem fyllti mælinn var lífs- reynsla þeirra sem unnu við björgunarstörf í Súðavík . . . og sáu eyðilegginguna, þar sem steinsteypt og járnbundin hús kubbuðust sundur.“ Staðreynd er að ófáar fjölskyldur hafa neyðst til að flýja eigin íbúðarhús, tímabundið eða alfarið; hús, sem byggð voru á byggingarlóðum er viðkomandi sveitarfélög höfðu úthlutað; hús, sem byggð voru í góðri trú um öruggt framtíð- arheimili. Eðlilegt verður að telja að samfélagið, ríkisvaldið, komi til móts við þessar fjölskyldur og geri þeim kleift að koma yfir sig þaki á öruggari svæðum. Lítil sveitarfélög rísa ekki ein undir viðunandi lausn. Hús á snjóflóðasvæðum, sem nú er ljóst að ekki er búandi í um vetrarmánuði, geta á hinn bóginn nýzt í annan tíma, m.a. sem sumarhús, sumarbúðir (fyrir unglinga eða fullorð- ið fólk) eða í þágu ferðaþjónustu. Öryggi fjölskyldu og heimilis skiptir meginmáli. Ef sterk- ar líkur standa til að byggingarlóð, sem byggt var á íbúðar- hús í góðri trú, bjóði lífshættu heim, eins og dæmi eru um í nokkrum snjóþungum byggðarlögum, ber samfélaginu að leysa úr vandanum í samráði við viðkomandi sveitarfélög og fjölskyldur. SKATTAMÁL TRYGGINGAYFIRLÆKN Sagan endurtek- ur sig Öðru sinni á skömmum tíma þarf heilbrígðis- ráðherra að meta hvort skattabrot tiygginga- yfírlæknis hafí áhrif á starfshæfí viðkomandi. Páll Þórhallsson grennslaðist fyrir um laga- legar hliðar málsins. AÐ ætlar seint að verða friður um stöðu trygginga- jTirlæknis. í annað skipti á skömmum tíma þarf ráð- herra heilbrigðismála að meta hvort skattabrot tryggingayfirlæknis hafi áhrif á starfshæfí viðkomandi. Stöðu- veitingin í öndverðu er komin til kasta umboðsmanns Alþingis fyrir tilstilli meðumsækjanda, núverandi tryggingayfírlæknir telur stjórn- sýslulög hafa verið á sér brotin af hálfu skattyfirvalda og heilbrigðis- ráðherra íhugar að leita álits ríkislög- manns á því hvað til bragðs eigi að taka. Á undanfömum árum hafa fímm læknar verði ákærðir fyrir brot á skattalögum, með því að telja ekki fram tekjur af örorkumötum fýrir tryggingafélög og er Júlíus Valsson núverandi tryggingayfirlæknir sá fimmti. Máli hans lauk á dögunum með viðurlagaákvörðun fyrir héraðs- dómi Reykjavíkur þar sem hann féllst á að greiða 450.000 kr. í sekt vegna vantalinna tekna að fjárhæð 1,8 milljónir á árunum 1990-1991. Það vekur furðu að nafn Júlíusar Vals- sonar skuli ekki hafa verið nefnt til sögunnar opinberlega fyrr en nú á síðustu dögum og að ráðherra sem veitti honum stöðuna hafi ekki vitað að mál hans var til rannsóknar. Minnisblaðið fræga Hinn 22. janúar 1993 óskaði heil- brigðisráðherra eftir áliti ríkislög- manns á því hvort og þá með hvaða hætti skyldi grípa til aðgerða gagn- vart þáverandi tryggingayfirlækni og aðstoðartryggingayfirlækni á meðan lögregluyfírvöld rannsökuðu mál þeirra. Mun fjármálaráðuneytið áður hafa vakið athygli heilbrigðisráðu- neytisins á því að skattskil þessara lækna væru í athugun. Embætti rík- islögmanns svaraði heilbrigðisráðu- neyti með bréfí dags. 15. febrúar 1993. Á því stigi Iágu ekki fyrir ráðu- neytinu nein rannsóknargögn, sem embætti ríkislögmanns gæti byggt lögfræðilega álitsgerð á. Heilbrigðis- ráðuneytið ákvað að bíða niðurstöðu lögregluyfirvalda í málinu. í október 1993 fól heilbrigðiráðherra ríkislög- manni aftur að skila áliti um lækn- ana tvo auk hins þriðja sem var pró- fessor og yfírlæknir. í minnisblaði ríkislögmanns kemur fram að honum hafí borist bréf frá ríkissaksóknara dags. 28. október 1993 ásamt rann- sóknargögnum í málum læknanna þriggja. I þessu minnisblaði, sem mjög hefur verið í fréttum í vetur, er svo komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra geti vikið læknunum tveimur sem störfuðu hjá Trygginga- stofnun úr embætti. í máli ijórða læknisins var dæmt í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Gangur máls Júlíusar, sem ekki virðist hafa verið komið til vitundar ríkislögmanns árið 1993, hefur verið sá að fyrri hluta ársins 1993 tekur embætti skattrannsóknarstjóri mál hans til athugunar. Um áramótin 1992/1993 höfðu orðið þær breyting- ar á rannsókn slíkra mála að skatt- rannsóknarstjóri tók við hlutverki rannsóknardeildar ríkisskattstjóra. Mál fv. tryggingayfírlæknis og að- stoðartryggingayfirlæknis höfðu verið rannsökuð hjá ríkisskattstjóra en mál Júl- íusar var rannsakað hjá skattrannsóknarstjóra. Skýringin virðist einfald- lega sú að mál hans hafi fyrst komið í ljós við rannsókn á hin- um málunum og því lent síðar í röð- inni. Skattrannsóknarstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, taldi sig vanhæf- an í máli Júlíusar vegna kunnings- skapar við Júlíus. Var Ríkarður Rík- arðsson settur skattrannsóknarstjóri í hans stað í máli Júlíusar. Einhver kynni að spyrja hvort vanhæfí Skúia smitaðist ekki yfír á undirmann hans Ríkarð, en um meðferð skattamála gilda sömu hæfísreglur og um hér- aðsdómara. Það er ekki einfalt að svara því en þó má benda á að skv. hæfisreglum stjórnsýslulaga væri Ríkarður líklega ekki vanhæfur því þá þarf mál að varða yfírmann per- sónulega og verulega, sem líklega á ekki við í þessu tilviki. 18. júni 1993 er Júlíusi svo tilkynnt að rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins sé lokið. „Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að tekjuskráningargögnum væri áfátt og að um vantaldar tekjur væri að ræða,“ segir í bréfi skatt- rannsóknarstóra ríkisins. Síðan kom til endurálagningar hjá ríkisskatt- sjóra. Kvað ríkisskattstjóri upp úr- skurð 2. desember 1993 þar sem Júlíusi var gert að sæta hækkun gjaldstofna opinberra gjalda að við- bættu álagi. Júlíus heldur því fram að skattyf- irvöld hafi gefíð sér ástæðu til að ætla að þarmeð væri málinu lokið. Hann væri búinn að greiða skatt af hinum vantöldu tekjum auk 25% ref- sikennds álags. Skattyfirvöld hafa vísað því á bug að Júlíus hafí haft ástæðu til að ætla að málinu væri lokið. Það er svo 9. september 1994 sem Júlíusi er tilkynnt með bréfí skatt- rannsóknarstjóra að það standi fyrir dyrum að taka ákvörðun um refsi- meðferð í máli hans. í millitíðinni hafði Júlíus sótt um og fengið stöðu tryggingayfir- læknis eins og kunnugt er, en staðan var auglýst í ársbyrjun 1994. Skatt- rannsóknarstjóra standa í tilvikum sem þessum þijár leiðir til boða. Hann kann að kjósa að aðhafast ekkert, (ef upphæð er undir 100.000 eins og hann segir sjálfur), eða að taka ákvörðun um refsimeðferð, en hún getur verið tvenns konar, sektarákvörðun hjá yfirskattanefnd eða opinber rann- sókn og málshöfðun. Júlíus bendir á að skv. meðalhófsreglu eigi ekki að fara strangar í sakimar en nauðsyn ber tii. Hefði skattrannsóknarstjóri vísað málinu til yfírskattanefndar má líklegt telja að það hefði aldrei komist í hámæli, auk þess sem hægt væri að segja að það hefði verið leyst innan skattkerfísins. Það er því óum- deilanlega vægara úrræði og hefði reyndar í þessu tilviki getað þýtt að aldrei hefði orðið fjaðrafok út af for- tíð tryggingayfirlæknis. Þess í stað er farin leið hinnar opinberu máls- höfðunar, sem er meira íþyngjandi fyrir þann sem fyrir verður. Með þeirri leið mælir að mál hinna lækn- anna fjögurra höfðu fengið þá með- ferð. Einnig er það viðhorf embættis skattrannsóknarstjóra að sem flest mál er hljóta eigi refsimeðferð fari þessa sömu leið meðal annars í varn- aðarskyni, þ.e.a.s. það verði öðrum frekar til varnaðar ef mál hljóti opin- bera meðferð heldur en sektarmeð- ferð hjá yfírskattanefnd. Það kann hins vegar að mæla með því að vísa hefði átt málinu til yfírskattanefndar að fyrir lágu dómar í málum annarra lækna fyrir sams konar brot sem yfirskattanefnd hefði þá auðveldlega getað miðað við. Að sögn Sigríðar Jósefsdóttur sak- sóknara er ákvörðun um það hvor refsimeðferðarleiðin er farin alfarið í höndum skattrannsóknarstjóra og ákæruvaldið hefur ekki talið það í sínum verkahring að meta sjálfstætt hvort ástæða væri til að beina máli af þessu tagi til yfirskatta- ------ nefndar. Að hennar sögn Tryqqi er það nýtilkomið að ein- vÍSSÍ staklingar séu ákærðir fyr- ... ir skattalagabrot með eo,,s þessum hætti og finnast w) raunar ekki önnur dæmi 1 " en læknanna fimm. Hins vegar má gera ráð fyrir nokkur mál séu enn í rannsókn hjá lögreglu og eigi eftir að koma á borð ríkissaksóknara. Þrír aðilar gáfu álit Onnur hlið á þessu máli er sú sem snýr að skipun Júlíusar í stöðu trygg- ingayfirlæknis. Áður en ráðherra tók ákvörðun voru þrír aðilar sem gáfu álit á uinsækjendum, þ.e. stöðunefnd Landlæknis, tryggingaráð og for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Á þeim sem gefa álit á umsækjendum hvílir sú skylda að upplýsa mál sem best, til þess að ákvörðun ráðherra verði sem best undirbúin. Fram hefur komið að Júlíus sagði tryggingaráði frá því að hann hefði komist í kast við skattayfirvöld og út af hveiju. Ekki víst að niðurstaðan hljóti að verða sú sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.