Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ JOHANN EINARSSON + Jóhann Einars- son, bóndi í Efra-Langholti í Hrunamanna- hreppi, fæddist í Reykjadal í Hruna- mannahreppi 15. október 1919. Hann lést á sjúkrahúsi Selfoss 5. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Einar, Jónsson bóndi í Reykjadal og kona hans Pálína Jóns- dóttir. Jóhann var niundi í röðinni af tólf börnum þeirra. Fósturfor- eldrar hans voru Jóhanna Jóns- dóttir og Sveinn Sveinsson í Efra-Langholti. Eiginkona Jóhanns var Sig- ríður Krístjana Magnúsdóttir í Hraunholtum í Kolbeinsstaða- hreppi, f. 20.1. 1918, d. 27.11. 1971. Börn þeirra eru: 1) Borg- hildur, f. 8.5. 1944, maki Bjarni Einarsson, Hæli 3, Gnúpverjahreppi. Eiga þau þijú börn og fimm barna- börn. 2) Jóhanna, f. 16.11. 1946, bú- sett í Reykjavík, maki Jón Ingvars- son, þau skildu, eiga eina dóttur. 3) Einar Pálmi, f. 5.5. 1950, búsettur í Reyjavík, maki Barbara Dagmar Wdowiak, þau eiga þrjú börn og þijú barnabörn; fyrir átti Einar Pálmi einn son sem er látinn. 4) Sveinn Flosi, f. 1.5. 1955, bóndi í Efra-Langholti, maki Jóna Soffía Þórðardóttir, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Útför Jóhanns fer fram frá Hrunakirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 14.00. ÞAÐ er komið að því að kveðja Jóhann Einarsson, „tengdapabba", eins og ég kallaði hann yfirleitt. Árin hafa liðið fljótt en það var á vormánuðum 1967 sem ég kynntist honum fyrst. Við höfðum farið nokkur bekkjasystkini í sunnudags- bflferð í sveitina. Eg var náttúrlega vandlega falin innan um hina krakkana, 16 ára unglingur ást- fanginn upp fyrir haus. En tengdapabbi vissi meira en hann lét uppi, settist við hliðina á mér við kaffíborðið og glettist við okkur öll, en kleinan stóð lengi í mér. Hann er í minningu minni sem glettinn, góðhjartaður og sérlega barngóður maður, hann var forvit- inn um alla hluti og.tel ég það vera kost, þó ég geri oft grín að börnum hans sem hafa erft það frá honum. Hann kom ekki beint að efninu en maður vissi yfirleitt hvað honum fannst. Á fyrsta sambúðarári okkar Pálma bjuggum við í Hveragerði hjá móður minni. Kom þá að því að ég byði verðandi tengdaforeldr- um í mat. Ég ætlaði nú að sýna snilli mína, eldaði erlendan tún- fiskpastarétt og bakaði „muffins" með. Ég tók eftir því að hann snerti varla á matnum en í samræðum yfír borðinu ræddum við um hvað kartöflumar væru vondar sem MINNINGAR fengust þetta vor. Næsta dag feng- um við send 25 kg af kartöflum úr sveitinni. Ég gerði lítið af því þaðan í frá að elda annað en kjarn- góðan íslenskan mat þegar tengdapabbi átti í hlut og er á því að hafa fengið nokkra punkta hjá honum fyrir snilli mína við soðköku- gerð. Við mæðgurnar bjuggum í Efra- Langholti í tæp tvö ár eftir að tengdamamma lést. Pálmi var að ljúka námi og Svenni og Jói voru án aðstoðar innan húss þannig að við tókum að okkur starfið, mæðg- umar. Ég verð þessum árum ávallt þakklát, mikið höfðu dæturnar gott af því að kynnast því að búa í sveit og ekki síst afa sínum og Svenna. Þær búa að því enn og veit ég að þær söknuðu þess eftir að við flutt- um til Eyja. í haust lagði Jói land undir fót og fór með Höllu Siggu til Vest- mannaeyja að heimsækja Díönnu og fjölskyldu. Mikið em þær frænkurn- ar búnar að hlæja að því hvað hann afí var skemmtilegur og fyndinn. Hann fór víða yfir og heimsótti marga áður en hann missti máttinn og fór á sjúkrahús. Það var eins og hann væri að nota tækifærið til þess að hitta sem flesta, því hans tími væri að renna út. Við eigum eftir að sakna stríðninnar, ferskleikans og hlýjunnar frá þér elsku tengdapabbi. Ég þakka þér fyrir hlýjuna sem þú sýndir okkur ávallt, þakka fyrir mig og bömin mín. Minningin um þig mun lifa lengi, það munu afkomendur þínir sjá um. Ég er þess fullviss að tengdamamma tekur nú vel á móti þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Barbara Wdowiak. Kær vinur og mágur, Jóhann Einarsson bóndi í Efra-Langholti, er látinn. Ætíð er erfitt að missa góðan vin, en við vitum að vel verður tek- ið á móti honum á æðri stöðum, því Sigríður heitin, konan hans, mun örugglega bíða hans með eftir- væntingu og gleði, því nú verða þau saman á ný. Jói, eins og hann var ávallt kallaður, var okkur afar kær, en samgangur milli heimila okkar var mikill einkum þegar Sigga var á lífi, en hún lést langt um aldur fram árið 1971 aðeins 53 ára að aldri. Sigga og Jói bjuggu myndarlegu búi ásamt Svenna, fósturbróður Jóa, í Efra-Langholti og þar uxu börnin þeirra fjögur úr grasi við gott atlæti. Auk þess voru þau ætíð með aukafólk á sumrin og voru börnin okkar tvö meðal þeirra, sem þess fengu að njóta. í góðra vina hópi var Jói ávallt hrókur alls fagnaðar og þrátt fyrir veikindi og annað mótlæti var alltaf stutt í grínið hjá honum. Þannig viljum við minnast hans. Vottum börnum hans, Svenna og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Jónína og Árni Vilberg. Nágranni minn og vinur hann Jóhann í Efra-Langholti er látinn, sjötíu og fimm ára að aldri. Margar minningar sækja á við fráfall manns sem hefur búið norðan við Lang- holtsfyallið frá því ég man eftir mér. í Efra-Langholti hefur verið hvað bestur búskapur hér í Hruna- mannahreppi að minnsta kosti frá aldamótum. Þeir Jóhann Einarsson og Sveinn Kristjánsson tóku við búi af fósturforeldrum sínum. Sonur Jóa og tengdadóttir tóku við búinu fyrir allmörgum árum og enn er sami myndarskapurinn og búhyggj- an í fyrirrúmi á þessum bæ. Með Jóa er genginn góður drengur og mannkostamaður. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var barn að aldri, hann var í glímukeppni á útisamkomu á Álfa- skeiði, sem þá voru árlega haldnar. Hann var íþróttamaður góður, fim- ur og flinkur. Eitt mesta áhugamál okkar beggja voru hestar og hesta- mennska en Jói var hestamaður góður. Hann vissi vel hvaða kostum gæðingur átti að vera búinn og kunni vel að meðhöndla þá. Sörli hans var einn mesti gæðingur sem ég hef komið á bak enda varð hann jafnan í fremstu röð þegar eigand- inn mætti með hann til hestaþinga. Seint í október síðastliðnum þegar Jói var orðinn veikur vildi hann endilega skreppa á jeppanum sínum með mér niður fyrir hamarinn, sem setur mikinn svip á bæjarstæðið í Efra-Langholti, og sýna mér efni- legan fola frá syni sínum ásamt fleiri hrossum. Það var í síðasta sinn sem ég sá þennan kæra ná- granna, nokkurra mánaða sjúkra- húslega hans tók þá við. Nú er hann horfinn yfir móðuna miklu. Hver veit nema við eigum eftir að taka rauðan og gráan til kostanna eins og stundum forðum? Blessuð sé minning Jóhanns í Efra-Langholti. Ég votta börnum, tengdabörnum og öðrum aðstand- endum djúpa samúð. Sigurður Sigmundsson. KARL ÞÓRÓLFUR BERNDSEN + KarI Þórólfur Berndsen var fæddur í Karlsskála á Skagaströnd 12. október 1933. Hann lést á Akureyri 12. febrú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 18. febrúar. HINN 12. febrúar sl. barst mér til eyrna sú harmafregn, að Karl Þó- rólfur Bemdsen, vinur minn og vinnuveitandi um langt árabil, væri látinn. Hann hafði brugðið sér til Akureyrar ásamt konu sinni Ingi- björgu Fríðu Hafsteinsdóttur, á ráð- stefnu golfáhugamanna sem þar var haldin, en þau hjónin voru mjög áhugasöm um þá íþrótt og framar- lega í þeim hópi sem vann að upp- byggingu golfvallar hér á Skaga- strönd. Vildu þau leggja sitt af mörkum svo mönnum gæfist kostur á að njóta þess yndis og þeirrar hollu útiveru sem golfíþróttinni fylgir. Þar sem annarsstaðar mun- aði um þeirra framlag. Þessi ferð til Akureyrar varð þó ekki sú ánægjuferð sem að var stefnt, því Karl var skyndilega burt kallaður úr heimi þessum, frá konu sinni, ástvinum og ættingjum. Þetta varð þeim sem nærri má geta reiðarslag. Allir þeir sem hafa sjálfir fundið hina þungu hönd sorgarinnar á herðum sér, munu skilja þjáning- una, dofann og harminn er yfir þá gengur sem fyrir slíku verða. Sjálf- ur varð ég sem þrumu lostinn við þessa sorgarfrétt og þannig býst ég við að flestum Skagstrendingum hafi orðið við. Það er ekki meining mín að fjalla hér um störf Karls Berndsens í þágu okkar Skagstrendinga, þótt þar sé vissulega af nógu að taka, né rekja ættir hans og uppruna, mér er öllu efst í huga að minnast hans frá fyrstu kynnum sem vinar og samferðamanns. Þótt við værum báðir innfæddir Skagstrendinga voru kynni okkar ekki mikil á bernskuárunum - frá þeim árum minnist ég hans öðrum fremur sem hláturmilds, glaðsinna drengs, sem gat hlegið svo innilega við ýmsar tilfallandi uppákomur hins daglega lífs að tárin runnu niður kinnar hans. Hann var ávallt fundvís á broslegu hliðamar í hveiju máli. Ég var fimm árum eldri en Karl og það var ekki fyrr en ég var um tvítugt sem ég kynntist honum frekar. Þá vorum. við báðir orðnir félagar í UMF Fram á Skaga- strönd. Þá var mikill og vaxandi áhugi í félaginu á fijálsum íþróttum og ef til vill hefur hann aldrei verið meiri. Komnir voru til liðs við félag- ið ungir eldhugar og má þar nefna auk Karls, Helga Bjömsson, Sigurð Sigurðsson, Ulfar Björnsson og fleiri. Allt miðaði að því að gera hlut Fram sem bestan á árlegum héraðsmótum USAH. Karl lét sitt ekki eftir liggja í þeirri baráttu, hann var fjölhæfur íþróttamaður og tók þátt í flestum greinum, ávallt fús og hvetjandi á hveiju sem gekk. Hann var einn af þeim sem lengst og best stóðu í eldlínunni fyrir UMF Fram. Þar kom fram kostir þeir sem einkenndu allan lífsferil Karls og þannig kemur hann mér fyrir sjón- ir. Það bjó í honum þessi ódrepandi vilji til að leggja lið hveiju því máli sem hann taldi til ávinnings og heilla fyrir sitt byggðarlag, hvort sem var á sviði íþrótta eða atvinnu- mála. Hann var maður þeirrar gerð- ar sem hvert byggðarlag getur ver- ið stolt af að hafa í framvarðasveit sinni. Aldrei sóttist hann þó eftir þvi að komast í sveitastjóm, enda frábitinn öllu pólitísku framapoti. Hinsvegar naut hann þess trausts samborgara sinna sem sjálfkrafa skipaði honum meðal forvígis- manna staðarins. Karl var stórbrotinn og heil- steyptur persónuleiki. Sumum kann ef til vill að hafa þótt hann hijúfur nokkuð stundum, en það má eflaust rekja til þess hve hreinskilinn hann var og laus við alla hálfvelgju og lét skoðanir sínar hiklaust í ljós. Hreinskilni, dugnaður og vand- virkni voru honum svo eðlislægir eiginleikar og áberandi í hans fari að menn virtu hann og lét það ekki á sig fá þó hann gæti stundum verið hvass í máli. Þau veðrabrigði stóðu líka sjaldnast lengi, það var ávallt stutt í glaðværðina og hlýjuna hjá Kalla, því hjartað var gott sem undir sló. Ég vann undir stjórn þess mæta manns um tuttugu ára skeið, fyrst á Vélaverkstæði Karls og Þórarins og svo áfram eftir að Karl var einn orðinn eigandi fyrirtækisins, en þá hélt það Vélaverkstæði Karls Bemdsen. Þessi vinnumaður er sá besti sem ég hef unnið á um dagana, félags- andinn var yfirleitt frábær allt frá því fyrsta, andi glaðværðar og góð- vildar, þar sem allir vildu stuðla að því að viðhalda heiðríkju í hug og bæ. Menn lögðu alúð við verk sín og unnu þau af ósérhlífni og sam- viskusemi. Þarna vann ég með ýmsum ungum mönnum sem eru mér ávallt kærir síðan. Þeir reynd- ust mér góðir félagar og Karl var sérstakur verkstjóri og umburðar- lyndur þegar á reyndi. Ég ætla að segja frá einu atviki sem ber þeim eiginleika hans glöggt vitni. Á verk- stæði sem öðrum vinnustöðum geta hent mistök í dagsins önn. Einn sinn fól Karl mér að efna niður úr sérstöku stáli, þetta voru eins og hálfs til tveggja metra lengjur og þurfti að brenna þær í sundur í réttar lengdir. Einhverra hluta vegna tók ég skakkt eftir og bútaði stálið allt niður í ranga lengd. Þeg- ar ég var að ljúka verkinu, varð mér allt í einu Ijóst að mig höfðu hent mikil mistök. Ég’fór þegar í stað til Karls og bað hann að koma, ég væri hræddur um að ég væri búinn að gera stórt axarskaft. Hann kom og leit á verkið, hrökk blóts- yrði af vörum og sagði: „Ertu búinn að eyðileggja allt stálið, jæja, ég verð þá að athuga með að fá meira á morgun." Það varð enginn hávaði út af þessu, en trúlegt þykir mér að ýmsir hefðu tekið þessu á annan veg. Ég hætti störfum á Vélaverk- stæðinu hjá Karli 1986, það var kominn brestur í heilsu mína og ég þurfti að fara út til Englands í uppskurð. Þá varð mér Ijóst hvar ég átti hauk í horni. Það hafði líka komið í ljós árið 1981, í veikindum konu minnar, í hinni löngu bið eftir því óumflýjanlega. En viðhorf Karls til mín var hið sama þótt ég væri hættur störfum hjá honum, siíkum vinarhug gleymir enginn maður. Ég var alltaf velkominn ef ég þurfti einhvers við og fékk helst ekki að greiða þá vinnu sem fyrir mig væri unnin, þá fyndist mér ég ekki geta komið aftur þegar mér lægi á. Þá hló Kalli og sagði: „Jú, komdu bara, þú ert löngu búinn að borga þetta.“ Þannig var Karl, hann reyndist mér ætíð sannur vinur, ríkur af , hjálpsemi og drengskap, hann ræddi ekki slíka hluti - hann fram- kvæmdi þá. Hann gekk ekki veg meðal- mennskunnar í neinu, hann var framsækinn, trúði á framfarir, kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Honum leiddist öll lognmolla og hann kaus ætíð að láta verkin tala. Að vera heimabyggð sinni að sem mestu gagni taldi hann hveijum manni skylt. Það sýndi hann líka með öllum sínum verkum. Þessi fátæklegu orð mín eru til- raun til að votta látnum samferða- manni og vini þá virðingu og þökk sem mér býr í huga og harta. Mætti ég óska einhvers fyrir hönd Skagastrandar, sem nú sér á bak þessum syni sínum sem reyndist henni svo vel, þá myndi ég óska þess að framtíðin gæfí henni marga syni sem gengið gætu að störfum með svipaðar hugsjónir, sama dugnað og sömu einbeitni og Karl Berndsen hafði til að bera. Þá gætu börn hennar litið bjartari augum til nánustu framtíðar en efni virðast standa til í dag. Guð gefi að svo megi verða. Eftirlifandi konu Karls heitins, Ingibjörgu Fríðu Hafsteinsdóttur, bömum þeirra, ástvinum og ætt- ingjum, votta ég mína dýpstu sam- úð og bið góðan Guð, sem einn er fær um að lækna hjartasárin, að veita þeim styrk á þessari ströngu reynslutíð í lífi þeirra og blessa minningu míns látna vinar í Jesú nafni. Kristján A. Hjartarson t Vinur okkar, ARNE DAUGBERG hjúkrunarfræðingur, Gl. Kongevej 136, Kaupmannahöfn, lést miðvikudaginn 8. mars. Helga og Gunnar. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, sonar okkar og bróður, HILMARS B. GUÐMUNDSSONAR tannlæknis, Hjarðartúni 7, Ólafsvfk. Kolbrún Steinunn Hansdóttir, Hedwig E. Meyer og Guðmundur Guðjónsson, Guðjón Karl Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.