Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 9

Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 9 FRÉTTIR Kennarar segja einsetn- ingu þýða kjararýrnun GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður Kennarasambands ís- lands, segir að einsetning grunn- skólans muni hafa í för með sér mikla kjaraskerðingu fyrir kenn- ara ef skipulagi kennslunnar verði ekki breytt. Fjöldi kennara muni standa frammi fyrir því að fá ekki nema hlutastarf við kennslu og möguleikar þeirra til að vinna yfir- vinnu verði mjög litlir. Algengast er í dag að skólar á íslandi séu tvísettnir. Þetta þýðir að kennarar kenna einum bekk fyrir hádegi og öðrum eftir há- degi. Kennarar í fullu starfi kenna fulla kennsluskyldu, sem hjá flest- um er 29 tímar. Sumir eiga kost á að kenna lengur fram eftir degi og fá þá vinnu greidda í yfirvinnu. Vegna óska foreldra hafa flest sveitarfélög tekið upp þá stefnu að einsetja skólanna. Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa t.d. mark- að þá stefnu að einsetja fjóra skóla á ári næstu árin. Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi var einsettur 1992. Börn í 1.-3. bekk eru í skólanum frá 9:00-13: 30 og börn í 4.-10. bekk frá 8:00- 13:50. Oddný Eyjólfsdóttir, að- stoðarskólastjóri, sagði að þessi breyting hefði haft umtalsverða tekjuskerðingu í för með sér fyrir kennara. í fyrsta lagi væri nær algerlega tekið fyrir möguleika kennara til að vinna yfirvinnu. í öðru lagi gætu kennarar ekki fengið fullt starf þó að þeir vildu. Hún sagði að þó nokkrir kennarar í Mýrarhúsaskóla, sem væru í hlutastarfi og vildu komast í fullt starf t.d. vegna breyttra heimilis- aðstæðna, ættu ekki kost á því. Sveitarfélögin auka kennslukvóta Oddný sagði að til að einsetning Mýrarhúsaskóla hefði verið mögu- leg hefði Seltjarnarnesbær ákveðið að auka kennslu hvers nemenda um 4 tíma á viku. Þetta þýddi að sveitarfélagið greiddi hluta af launum kennara á móti ríkinu. An þessa aukna kennslukvóta hefði einsetningin verið ófram- kvæmanleg. Guðrún Ebba tók dæmi af kenn- ara í einsetnum skóla sem á 23 ára starf að baki sem kennari. Kennarinn á ekki kost á nema 66% stöðu og fyrir það fær hann greitt 57.817 krónur á mánuði frá ríkinu og 15.393 krónur frá sveitarfélag- inu. Kennarar vilja minnka kennsluskyldu Guðrún Ebba sagði að þetta vandamál yrði ekki hægt að leysa nema að kennslutímum grunn- skólanemenda yrði fjölgað og kennsluskylda yrði lækkuð. Auk þess þyrfti að hækka grunnlaun kennara. Hún sagði að þetta vandamál ætti eftir að verða mjög aðkallandi á næstu árum eftir því sem fleiri skólar yrðu einsetnir. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að samninganefnd ríkisins hefði verið að skoða þetta mál í samn- ingum við kennara, en sagðist telja að kennarar gerðu meira úr um- fangi þess en efni væri til. Hann sagðist telja að þetta vandamál væri í mörgum tilfellum hægt að leysa með því að skipuleggja kennsluna vel. Þá mætti ekki gleyma því að mjög margir kenn- arar sæktust einungis eftir hluta- stárfi. Guðrún Ebba sagði að munur á grunn- og heildarlaunum kennara og háskólamenntaðra félags- manna BHMR væri mikill og ein- setning grunnskólans myndi auka hann. Meðaldagvinnulaun félaga í BHMR á árinu 1994 hefðu verið 101.828 krónur á mánuði og heild- armánaðarlaun 155.293 krónur. Meðaldagvinnulaun kennara í KÍ væru 88.879 krónur á mánuði og heildarlaun 113.948 krónur. Með- aldagvinnulaun kennara í HÍK væru 94.290 krónur á mánuði og heildarlaun 143.513 krónur. Árangurslaus fundur var í kennaradeilunni í gær. Uthlutað úr SKIÐASVÆÐIN BLAFJOLL Veðurhorfur: Fremur hæg norð- vestlæg og síðar breytileg átt. Bjart veður að mestu, þó ef til vill dálítil él þegar líður á daginn. Frost 2-6 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefsthúnkl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'A> klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmund- ar Jónssonar sjá um daglegar áætlunarferðir þegar skíða- svæðin eru opin með viðkomu- stöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSÍ í sími 22300. Teitur Jónas- son hf. sér um ferðir frá Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 642030. KOLVIÐARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Fremur hæg norð- vestlæg og síðar breytileg átt. Bjart veður að mestu þó ef til vill dálítil él þegar líður á daginn. Frost 2-6 stig. Skíðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar kl. 14.30 hjá Skíðadeild Víkings. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: Fremur hæg norð- vestlæg og síðar breytileg átt. Bjart veður að mestu þó ef til vill dálítil él þegar líður á daginn. Frost 2-6 stig. Skíðafæri ágætt, nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'A klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Norðaustan gola eða breytileg átt. Bjart veður að mestu. Frost 3-7 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Tvær skíðalyftur í Tungud- al verða opnar laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Opið virka daga frá kl. 13-18. Ath. gönguskíðabrautir eru troðnar í Tungudal. Upplýsingar: í síma 94-3125 (símsvari)._________________ SIGLUFJORÐUR Lokað verður um helgina að ósk Rarik vegna þess að lágt er undir háspennulínur á skíðasvæðinu. AKUREYRI Veðurhorfur: Norðan og síðan norðvestan stinningskaldi og él en líklega alhvass og vestlægari þegar líður á daginn. Frost 5-9 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga kl. 13-18.45 og laugar- og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (símsvari), 22280 og 23379. Skíðakennsla: Um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátt- töku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. í bæinn er síðasta ferð kl. 19. Málræktarsj óði ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Mál- ræktarsjóði í fyrsta sinn. Til út- hlutunar voru 5,2 milljónir en alls bárust 26 umsóknir um 22,4 millj- ónir króna. Eftirtaldir umsækjendur fengu styrk að þessu sinni: Bílorðanefnd 300.000 kr. til málfarsráðgjafar, Byggingaverkfræðideild Verk- fræðingafélags íslands 1.200.000 kr. til að gefa út íðorðasafn bygg- ingaverkfræðinga, Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga 1.000.000 til að gefa út íslenskt viðskipta- og hagfræðiorðasafn, íslenska lestrarfélagið 300.000 kr. til að gefa út bæklinginn Viltu iesa með mér?, Námsgagnastofn- un 250.000 kr. til að gefa út Hand- bók um málfræði, Orðanefnd raf- magnsverkfræðinga 750.000 kr. til að gefa út Enskt-íslenskt, ís- lenskt-enskt raftækniorðasafn og Skýrslutæknifélag íslands 1.200.000 kr. til að endurskoða Tölvuorðasafn. Auk þess fékk ís- lensk málstöð 200.000 kr. styrk til að halda norrænu íðorðaráð- stefnuna Norterm ’95. íslensk málnefnd stofnaði sjóð- inn 7. mars 1991. Fjölmargir ein- staklingar, stofnanir og fyrirtæki hafa lagt honum til fé. Ætlunin er að sjóðurinn komist upp í a.m.k. 100 milljónir króna á næstu fimm árum með framlagi Lýðveldissjóðs. OPNUM MEÐ NÝJAR VÖRUR í DAG (&b«ndton) LAUGAVEGI 97, SÍMI 55 22 555 Milljónir í Mónakó Vinningar alla daga Gullnáma Happdrætti Háskólans jr ' " Hr MONAKO SfÆ '&mw Olíufélagiðhf Tilboð: Tvöfaldur afsláttur í formi punkta til SAFIMKORTSHAFA. 80 aurar á lítra, í stað 40 aura áður [?6SvUaí Olíufélagið hf [tootiastáð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.