Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandarískt tryggingafyrirtæki samþykkir fjármögnun vegna Hvalfjarðarganga 2,4 milljarða króna lán Framkvæmdir í sumar SVONA verður aðkoman að Hvalfjarðargöngunum samkvæmt tölvulíkani af munna jarðganganna, sem Verkfræðistofan Hnit hf. hefur gert, en verkfræðistofan var þátttakandi í hönnun gang- anna og við gerð útboðsgagna. Áætlað er að framkvæmdir við gerð ganganna geti hafist í sumar, þegar lokið er gerð samninga við væntanlega lánveitendur. Grand Hótel sparibýst SENN líður að því að Grand Hót- el Reykjavík við Sigtún verði opn- að. Bjarni Ásgeirsson, hótelstjóri, segir að þrátt fyrir að farið hafi verið út í heldur meiri breytingar en áætlað hafí verið í fyrstu hafi framkvæmdirnar gengið sam- kvæmt áætlun og stefnt sé að því að opna undir aðra helgi, t.d. föstudaginn 24. mars. Hann sagði að farið hefði verið yfir öll herbergi, skipt um teppi á göngum, málað og settar upp hlý- legar gardínur svo eitthvað væri nefnt. Með því móti yrði hótelið og veitingarstaður á fyrstu hæð hlýlegri en áður. Veitingastaðnum hefur verið valið nafnið Mozart og verður boðið upp á ódýra og dýrari rétti fyrir hótelgesti, bæj- arbúa og gesti þeirra. Bókanir líta vel út Bjarni sagði að fyrstu gestirnir væru bókaðir inn á hótelið 30. mars og bókanir fyrir sumarið litu mjög vel út. Sama væri að segja með bókanir fyrir fundi og smærri ráðstefnur. Rekstraraðilar hótelsins eru þeir sömu og Hótels Reykjavíkur og sagði Bjarni að sömu sögu væri að segja þar. Bókanir væri góðar fyrir sumarið. BANDARÍSKA tryggingafyrirtæk- ið John Hancock hefur samþykkt að standa undir erlendri langtíma- fjármögnun vegna byggingar Hval- fjarðarganga og nemur lánsupp- hæðin jafnvirði 37 milljóna Banda- ríkjadala eða tæplega 2,4 milljörð- um íslenskra króna. Gylfi Þórðarson, stjórnarformað- ur Spalar hf., segir að menn séu nú skrefi nær þessu verkefni en áður en undirbúningur að- erlendri íjármögnun Hvalfjarðarganga hafði dregist töluvert. ur bandarísk tryggingafélög, þar á meðal Prudential, um þetta verkefni en að sögn Gylfa reyndist tilboð John Hancock hagstæðast að ýmsu leyti. Vinna við gerð samninga gæti tekið þrjá mánuði Fyrirhugað er að vinna við gerð endanlegra samninga varðandi Hvalfjarðargöngin hefjist í næstu viku. Gylfi sagði að um yrði að ræða marga og flókna samninga og margir aðilar kæmu að viðræð- unum en auk Spalar hf. taka bank- ar, verktakar og lífeyrissjóðir þátt í viðræðunum. Gera ráðgjafar Spal- ar hf. ráð fyrir að þessi vinna taki að minnsta kosti þrjá mánuði. Gylfi sagði að ef allt gengi sam- kvæmt áætlun mætti gera ráð fyrir að framkvæmdir við gerð ganganna gætu hafist mánuði frá því að samningar lægju fyrir eða um mitt næsta sumar. Eitt af tíu stærstu líftryggingarfyrirtækjum Bandaríkjanna Tryggingafyrirtækið John Hancock var stofnað árið 1862 og hefur það höfuðstöðvar sínar í Bost- on. Það er eitt af tíu stærstu líf- tryggingafyrirtækjum Bandaríkj- anna. Heildareignir þess eru metnar á 46,5 milljarða Bandaríkjadala og heildarfjárfestingar á þeirra vegum nema um 74 milljörðum dala. Tilboð í gerð Hvalfjarðargang- anna voru opnuð í lok ágúst 1994 og var ákveðið í október að ganga til viðræðna við fyrirtækin Skánska, Phil & Sön og ístak. Fyrirtækin buðust til að vinna verkið fyrir 2,8 milljarða króna en inn í þá tölu vantar kostnað við fjármögnun framkvæmdanna. Reiknað hefur verið með að framkvæmdir við göngin muni taka tvö og hálft til þrjú ár iHi Byggðastofnun veitir fé til átaksverkefna BYGGÐASTOFNUN hefur auglýst eftir umsóknum um fjárveitingar til átaksverkefna á þeim landsvæð- um sem hafa verið hvað háðust sauðfjárrækt. Til ráðstöfunar í þessu skyni eru 70 milljónir króna sem koma af aukafjárlögum fyrir árið 1994 og fjárlögum ársins 1995. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar hjá Byggðastofnun er í gangi ákveðin markmiðssetning og vinnuáætlun stjórnar Byggðastofn- unar um það hvernig þessir pening- ar verði notaðir. Hugsunin sé fyrst og fremst sú styðja hvaðeina sem bætir ástand og lífsskilyrði á þeim svæðum sem háð eru sauðfjárrækt- inni sem hefur verið í samdrætti. „Ég reikna með að mestur hlut- inn af peningunum fari í það að styrkja alls konar nýsköpunarverk- efni vítt og breitt um landsbyggð- ina, en hugmyndin er sú að á þeim svæðum sem eru talin háðari sauðfjárrækt en önnur séum við tilbúnir í að segja má hvað sem er sem horfir til nýjunga. Þegar kom- ið er út fyrir þessi svæði viljum við svo að verkefnin tengist afkomu sauðfjárbænda á viðkomandi svæði,“ sagði Sigurður. Hlutfallslega fleiri aldraðir á stofnunum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum Kuldi og mataræði hefur áhrif á heilsu aldraðra fslendingar einni kynslóð á eftir öðrum Norðurlandabúum Elstu kynslóðir íslendinga eru mun verr haldnar líkam- lega vegna kulda og harðræðis en aðrír Norðurlandabú- ar og gigt og önnur vosbúðareinkenni algengari hér. Ástæður þessa eru þær að aidraðir íslendingar hafa margir unnið erfíðisvinnu og gengíð í öll störf auk þess sem mataræði hefur verið lakara. HLUTFALL aldraðra íbúa sem dvelja á stofnunum er áberandi hátt hér á landi miðað við hin Norðurlöndin, samkvæmt skýrslu Hagsýslu ríkisins um stofnanir aldraðra á íslandi. Að sögn Hrafns Pálssonar, deildarstjóra öldrunarmála í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, eru aldraðir íslendingar mun verr haldnir líkamlega vegna kulda og harðræðis en aðrir Norðurlandabúar auk þess sem mataræði er og var annað. Þá er algengt í smærri sveitarfélögum að aldraðir séu snemma vistaðir á hjúkrunarstofnunum á kostnað ríkisins í stað þess að dvelja í eigin húsnæði með aðstoð og á kostnað sveit- arfélaga. Gigt og vosbúðareinkenni Hrafn sagði að elstu kynslóðir íslendinga væru mun verr famar en sömu kynslóðir á Norðurlöndum vegna veðurfars hér á landi og þá fyrst og fremst vegna kuldans. Hita- veita hafi ekki verið komin í híbýli manna fyrr en upp úr 1945 og varð ekki almenn fyrr en um 1960. Gigt og önnur vosbúðarein- kenni sem herja á aldrað fólk eru því algeng hér. „Við erum svona 20 árum á eftir,“ sagði hann. „Það er mun meira um slitið gamalt fólk á Islandi sem unnið hefur erfiðisvinnu og gengið í öll störf sem hafa boðist í stað þess að ganga atvinnulaust. Þá hefur matar- æði til skamms tíma verið annað hér á landi. Ávextir voru sjaldséðir nema helst á jólum og fjölbreytni í grænmeti hefur ekki komið til fyrr en á síðustu árum.“ Tvískipt þjónusta við aldraða Hrafn benti á að hjá flestum öðrum þjóð- um væru heilbrigðis- og félagsmál undir sama hatti en hér væru öldrunarmál sem snúa að lækningum^ndir heilbrigðisráðu- neytinu en félagsleg þjónusta, þjópustumið- stöðvar, heimaþjónusta, þrif og dægradvöl eru í umsjón og greidd af sveitarfélögum. „Reykjavík getur vegna stærðar sinnar sinnt þessu en minni sveitarfélög hafa enga burði til þess,“ sagði hann. „Þar er því reynt að ýta fólki inn á stofnanir sem fyrst svo að sveitarfélögin komist hjá því að greiða kostnað við aðra þjónustu.“ Vistunarmat aldraðra í árslok árið 1990 var sett á sérstakt vist- unarmat aldraðra en það er mat á þörf gamals fólks fyrir þjónustu og á það að koma í veg fyrir að aldraðir vistist of snemma á hjúkrunarheimilum. Sagði Hrafn að þetta mat væri sjálfvirkt um nær allt land að undanskildum útkjálkum. Verkefnið er unnið af heilbrigðisráðuneyti og Reykja- I víkurborg í sameiningu og eru allar upplýs- | ingar skráðar á tölvu. Samkvæmt þeim eru teknar ákvarðanir um þörf bæjarfélaga á hjúkrunarrýmum á hverjum stað og ef vistunarmat sýnir að einungis er um þörf hjá fáum einstaklingum að ræða er ekki ráðist í dýrar framkvæmd- ir. Ef stofnanaeining á að standa undir sér í rekstri verður að miða við 24 rúma einingu. Sagði Hrafn að vistunarmat hafi þyngt verulega rekstur hjúkrunarheimila miðað við reksturinn fyrir fimm árum eða svo eftir ‘ að veikt gamalt fólk er komið þar inn. Þá I hafí vistunarmat dregið úr innlögnum þeirra, sem gætu með réttri aðstoð bjargað sér sjálf- ir í eigin húsnæði og sagði Hrafn að gæta yrði þess að vistun væri í takt við getu fólks. „Ef fólki er hjálpað of snemma með of mikið þá hrömar það fyrr og hættir að hjálpa sér sjálft,“ sagði hann. Reykvíkingar á Suðurlandi Nokkurt misvægi er í þjónustu við aldr- ( aða eftir sveitarfélögum. I Reykjavík vantar um 200 hjúkrunarrými en á Suðurlandi eru 1 þau of mörg miðað við fjölda aldraðra íbúa samkvæmt skýrslu Hagsýslu ríkisins. Benti Hrafn á að á Ási í Hveragerði, Kumbara- vogi og á Blesastöðum á Skeiðum væru vist- menn Reykvíkingar sem ekki fengju inni í Reykjavík. Samkvæmt vistunarmati er að auki þörf fyrir 53 hjúkrunarrými á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Bessa- I staðahrepp til að sinna öllu byggðarlaginu. | Með því að byggja fleiri hjúkrunarheimili í | Reykjavík myndi því skapast meira jafnvægi milli sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.