Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 27
h MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 27 I GRÁLÚÐUDEILUNA :ópubúa ITLEG Reuter tdískt varðskip færði til hafnar á Nýfundnalandi, við að áhöfnin fari til Spánar síðar í vikunni. andi Spánverjanna gerði ekki kröfu um að skipið yrði leyst úr haldi á þeirri forsendu að rétturinn hafi ekki lögsögu yfir skipinu. Málið yrði að leysast gegnum diplómatískar við- ræður. Sendiherra Spánar í Kanada, Jose Louis Pardos, sagði á fréttamanna- fundi í St. John’s í gær að Evrópu- sambandið myndi ekki verða til við- ræðu um samninga við Kanada um málið fyrr en skipið yrði leyst úr haldi án skilyrða. Smáfiskadráp og falsanir Estai liggur í gömlu höfninni í St. John’s og vekur eðlilega talsverða forvitni vegfarenda. Þetta er nokkuð stór og snyrtilegur frystitogari en aflinn er unninn og frystur um borð og pakkað í litla kassa. Byijað var að afferma skipið á mánudagskvöld undir opinberu eft- irliti, en talið er að um borð hafi verið um 360 tonn af fiski. Brian Tobin sjávarútvegsráðherra Kanada sagði á mánudagskvöld að Estai hefði tilkynnt til NAFO að innan við helmingur aflans væri grálúða, en við rannsókn hefði komið í ljós að hlutfallið væri í raun 83%. Tobin sagði við fréttamenn í Ottawa í gær að skipstjóri Estai hefði haldið tvö- falt bókhald, annað fyrir NAFO og hitt fyrir sig og útgerðina. Kössunurn var skipað upp á brett- um og ekið inn í stóra frystigáma á hafnarbakkanum. Það var frekar létt yfir þeim sem unnu að uppskipun- inni og einn hafnarverkamaðurinn sagði að það hefði verið kominn tími til að stöðva þessa ofveiði; Spánver- jarnir hefðu verið að drepa smáfisk, ekki stærri en þetta, sagði hann og glennti út lófann. Fiskeftirlitsmaður opnaði kassa og sýndi fréttamönnum innihaldið, frosna flakaða grálúðu pakkaða í T plast. Flökin voru ekki stærri en af frekar lítilli rauðsprettu en fullvaxin grálúða er um 60-70 sentimetra löng. Kanadísk stjórnvöld fullyrtu í gær, að 79% af afla Estai hefði ver- ið innan við 38 sentimetra langur fískur og 6% aflans hefði verið innan við 17 sentimetra langur. „Þeir nota þéttriðin net og veiða allt sem hreyfist, jafnvel seiðin. Brian Tobin sagði mér að aðeins smáfiskur hefði verið í afla Estai, og á mánu- dagskvöld höfðu þeir ekki fundið einn einasta kynþroska fisk í aflan- um,“ sagði Clyde Wells. Ahöfn Estai skar nótina aftur úr togaranum áður en hann var tekinn en Kanadastjórn hefur leitað hennar á hafsbotni i von um að fá sannanir fyrir því að Spánverjarnir hafi notað ólögleg veiðarfæri. ísland sem fyrirmynd En aðgerðir Kanadastjórnar gegn Spánverjum nú koma of seint fyrir marga fiskimenn á Nýfundnalandi. „Við hefðum átt að gera eins og þið Islendingar fyrir 20 árum og færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Alan Hancock, 45 ára gamall fyrr- verandi sjómaður sem vann í gær við uppskipun úr Estai. Hancock sagðist hafa fylgst daglega með þorskastríðum Islendinga á sínum tíma og mundi enn nöfnin á varðskip- unum Óðni og Tý. „Á þessum tlma stunduðum við þorskveiðar í gildrur. Og St. John’s var einn besti staðurinn á Nýfundna- landi fyrir slíkar veiðar. Á góðu sumri gat einn maður með bát og þijár gildrur veitt um milljón pund af fiski. Nú er allt horfið. Ég býst ekki við að þessi fiskgengd eigi eftir að koma aftur meðan ég lifi. Það er ekki hægt að bæta það á nokkrum árum sem hefur tekið 500 ár að bijóta niður.“ Reuter EMBÆTTISMAÐUR sjávarútvegsráðuneytís Kanada kannar frystan fisk úr spænska togaranum Estai, sem var tekinn fyrir utan landhelgi Kanada á fimmtudag. Spánveijar sakaðir um svívirðilega rányrkju Fiskurinn ókynþroska Ottawa. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kanada réðust hart á Spánveija í gær og sökuðu þá um svívirðilega rányrkju og smáfiskadráp. Brian Tobin sjávar- útvegsráðherra sagði á þingi, að aflinn um borð í spænska togaran- um Estai, sem Kanadamenn tóku, hefði varla verið lófastór, ókyn- þroska fiskur. Spánveijar vísa þessum ásökunum á bug með þeim rökum, að engar stærðarreglur hafi verið ákveðnar fyrir grálúðu- veiðina. Tobin sagði, að um 80% af afla Estai hefði verið ókynþroska fisk- ur enda hefði möskvastærð í troll- inu verið miklu minni en reglur Fiskveiðideila Spánveija og Kanadamanna Skipverjamir nánast orðnir að þjóðhetjum Madrid. Morgunblaðið. GRÁLÚÐUSTRÍÐIÐ fyrir utan landhelgi Kanada hefur skapað samstöðu meðal Spánveija, sem mega jafnvel ekki vera að því leng- ur að hugsa um öll spillingarmálin sem hafa sett mark sitt á þjóð- málaumræðuna á Spáni að undan- förnu. Á Spáni hefur ekki skort hneykslismál síðustu mánuði, allt frá fyrrverandi lögreglustjóra landsins, sem stakk af með jafn- virði 2,5 milljarða króna, til banka- sljóra Spánarbanka, sem hafði staðið í allskyns fjármálabraski - svo ekki sé minnst á stærsta mál- ið, sem snýst um það hvort ríkis- stjórnin hafi barist gegn hryðju- verkasamtökum Baska’ með öðr- um, ríkisstyrktum hryðjuverka- samtökum, sem hafi myrt saklaust fólk í sprengjutilræðum. Dagblöð og fréttamenn sjón- varps hafa haft lítinn áhuga á öðrum málum. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að Kanadamenn tóku spænska fiskveiðiskipið virð- ast spænskir fréttamenn varla hafa tíma til að sinna innanlands- málunum. Nú standa Spánveijar saman og ríkisstjórnin er helst gagnrýnd fyrir að sýna ekki nógu mikla hörku. Henni hefur þó tekist vel að notfæra sér þetta mál, enda augljóst að um leið og fiskveiðideilan leysist beinist athyglin aftur að hneykslismálunum. Viðskiptabanni hótað Javier Solana utan- ríkisráðherra gerir sitt besta til að bregðast elcki landsmönnum. Hann kemur ekki fram í sjónvarpi án þess að vera harður í horn að taka og líkir Kanada- mönnum' við sjóræn- ingja. Almenningur virðist taka undir þennan mál- flutning og skilur ekki hvernig þjóð, sem Spánveijar hafa alltaf litið upp til, hegði sér á þennan hátt. Solana hefur hótað viðskipta- banni, en dagblaðið E1 Mundo bendir á að slíkt sé lýsandi dæmi um hvernig ríkisstjórnin noti málið til að draga athyglina frá alvar- legri efnum, því viðskiptin við Kanada séu sáralítil. „Sú staðreynd,” segir E1 Mundo, „og svo auðvitað ástandið í innanrík- ismálum, útskýrir líklega hvers vegna ríkisstjórnin hefur brugðist við af slíkri hörku, þegar hún hefur verið öllu við- mótsþýðari í svip- uðum málum, eins og t.d. eijunum á Kantabríuhafi, þeg- ar spænski flotinn átti í vandræðum." „Nautabanar“ Spánveijar fylgj- ast vel með sínum mönnum á Ný- fundnalandi og þekkja orðið alla helstu skipveija Estai, sem eru að verða að þjóðhetjum, sérstaklega Dávila skipstjóri. Engum vafa er undirorpið að þegar þeir félagar fá Ioks að fara heim verður þeim fagnað á hafnarbakkanum í Vigo, heimahöfn Estai, með upphrópun- inni: „Torero, torero!“ eða „nauta- bani, nautabani!“. Þann titil gefa Spánveijar iðulega hetjum sínum, jafnvel þótt þær hafi aldrei stigið í nautahring. JAVIER Solana, utanríkisráðherra Spánar. segðu fyrir um. Aflinn hefði því verið tíu sinnum meiri á togtíma en hjá kanadískum skipum. Sagði hann, að veiðar af þessu tagi væru vísasti vegurinn til að eyðileggja grálúðustofninn. Evrópusamband- ið hefði þó aldrei aðhafst neitt þegar Kanadamenn hefðu kvartað yfir brotum á fiskveiðilöggjöfínni og ekki lagt að aðildarríkjunum að taka tillit til fiskverndar. Samstaða á þingi Mikil samstaða er á Kanada- þingi í þessu máli og styður stjórn- arandstaðan ríkisstjórnina heils- hugar í grálúðustríðinu. Eftir að þorskurinn við Nýfundnaland hrundi misstu 30.000 manns at- vinnuna og búist er við miklum fólksflótta þaðan til annarra lands- hluta í Kanada. Talsmaður spænska sjávarút- vegsráðuneytisins sagði í gær, að ásakanir Kanadamanna um smá fiskadráp væru út í hött vegna þess, að NAFO, Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðinefndin, hefði ekki sett neinar reglur um lág- marksstærð þeirrar grálúðu, sem veiða mætti. Þá hélt hann því einn- ig fram, að ekkert væri vitað hve- nær hún yrði kynþroska vegna ónógra rannsókna. j » » f \ . i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.