Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Norræna húsið getur sjálft... Athugasemd til skýringar Frá K. Torben Rasmussen: SUNNUDAGINN 12. mars birtist í Morgunblaðinu opið bréf til Gunnars Kvaran, fostöðumanns Kjarvals- staða, frá Sverri Olafssyni mynd- listarmanni. Sverrir setur fram ýmsar spurningar er varða sýnileg - Qg hugsanlega ósýnileg - áhrif sem Gunnar hef- ur á listalíf á Is- landi. Ég ætla ekki að blanda mér í þessa „innanhússum- ræðu“ um þau mál hér á landi, held- ur leiðrétta misskiining sem kemur fram í bréfínu. Sverrir gefur í skyn, að bróðir Gunnars, Olafur Kvaran, stýri sýn- ingum í Norræna húsinu, og að þeir bræður ráði þannig algjörlega yfir íslensku listalífi borgarinnar að hætti mafíunnar. Það er ekki rétt. Hins vegar var Ólafur Kvaran listrænn ráðgjafi Nor- ræna hússins á árunum 1984-1991. Þannig var hann í aðstöðu til að koma með uppástungur að sýning- um, sem forstjóri hússins gat á hverj- um tíma valið úr. Nú er því þannig háttað að forstjórinn tekur á sig skyldur og ábyrgð á vali á sýningum í Norræna húsinu og gerir það með mikilli ánægju. venjulegu sýningarári eru 12 sýning- ar að meðaltali í Norræna húsinu. Þar af ber húsið sjálft kostnað af 3-4 sýningum, en hinar eru til komn- ar vegna umsókna frá listamönnum, innlendum og erlendum. Þeir sækja um að halda sýningar í húsinu og greiða leigu fyrir sýningarsalinn. Norræna húsið velur síðan þær sýn- ingar sem eru taldar áhugaverðastar hveiju sinni. Það er leitast við að sem flestar listgreinar eigi sína fulltrúa þar á meðal. Árið 1995 er óvenjulegt í því tilfelli að við eigum frumkvæði að og gréiðum kostnað af 6 sýning- um. Tvær þeirra, sýning á verkum danska listamannsins Svend Wiig Hansen og sýning á hönnun Antti Nurmesniemis, eru hluti af norrænu menningarhátíðinni, Sólstöfum. í starfi mínu sem forstjóri Nor- ræna hússins hef ég lagt áherslu á aukinn sýningarfjölda, þar sem ég álít það mikilvægt að Norræna húsið gegni afgerandi hlutverki og kynni nýjar stefnur og strauma í listalífi borgarinanr. Við viljum því gjarnan fá fleiri umsóknir en við fáum. í lok mars 1995 verður ákveðið hvaða listamenn fái sýningarsalina leigða 1996. Listamenn! Óskið þið eftir að sýna í Norræna húsinu 1996, sendið inn umsóknir með upplýsingum um fyrri sýningar í síðasta lagi fyrir 25. mars 1995. K. TORBEN RASMUSSEN, forstjóri Norræna hússins. Kvótinn o g sægreifarnir Frá Matthíasi Ingibergssyni MIKIL er undirgefni LÍU-liðsins við kvótatökumenn og sægreifa. Nú mega þeir veðsetja fiskinn í sjónum, þjóðareignina. Hitt er fagnaðarefni að vestfirzkir þing- menn hafa komið sér saman um fiskveiðistefnu sem lofar góðu. En það dugar ekki að mínu mati að tala um auðlindaskatt. Það verður að taka allan kvóta af sægreifum og deila honum út ár hvert eftir þoli fiskistofna og með hlisjón af vistvænum veiðarfærum. Úreldingarstefnan hefur ekki risið undir nafni. Er ekki verið að kaupa gamala togara til landsins, jafnvel togara sem seldir hafa ver- ið úr landi og setja frystibúnað í önnur skip? Og engin viðbrögð í sjávarútvegsráðuneytinu! En krókabátar fá ekki að veiða þegar gefur á sjó. Grátur LÍU-liðsins minnir á maníu. En er það ekki réttlát krafa að vistvænir bátar, sem leggja upp hráefni til vinnslu í landi, fái að fiska í friði. Sú var tíð að fiskur fór minnk- andi, þegar við áttum 28-32 tog- ara, að þeir sóttu á Grænlandsmið, Hvítahafið, Bjarnareyjar og Ný- fundnalandsmið. Nú orðið hefur togaraflotinn tvö- til fjórfaldan tog- kraft og veiðigetu miðað við þessa gömlu togara. í ljósi þessa er grát- ur LÍU-liðsins yfir veiðum króka- báta hlægilegur, þegar 68 vinnslu- skip, 113 skuttogarar, fyrir utan stóru togbátana, leggja undir sig landhelgina. Menn eru orðnir þreyttir á sjávarútvegsráðherrum eins og Halldóri og Þorsteini. Nú hefur Jóhanna stofnað nýjan flokk með Ágústi Einarssyi, stærsta sægreifa landsins. Það er margt grínið. Við eigum að leggja áherzlu á vistvæn veiðiskip og vinnslu aflans í landi, ekki sízt á atvinnuleysistím- um. Við eigum að senda alla tog- ara út fyrir 30 mílur frá annesjum. Handfæri, línu og net í staðinn! Sægreifar mega ekki sitja yfir hlut sjávarplássanna. Eiga menn að geta selt það sem þeir aldrei áttu, óveiddan fisk í sjó, gegn um sjónhverfingar kvótans; selt vinnuna frá sjómönnum og fiskverkafólki? Þannig er nú komið þegar þeir, sem aldrei hafa nálægt sjó eða fiskveiðum komið, þykjast þess umkomnir að setja sjávarút- vegsfólki forskrift um það hvernig eigi að umgangast auðlindina. Nú er mál að taka höndum saman við Vestfirðinga um breytingar á sjáv- arútvegsstefnunni. MATTHÍASINGIBERGSSON, Valhöll, Vestmannaeyjum. Þjálfarinn og dómarinn Frá Arnari Einarssyni: ÞAÐ KEMUR allt of oft fyrir að dómarar í íþróttakappleikjum verði fyrir hnífilyrðum og jafnvel aðdróttunum vegna starfa sinna í þágu íþróttanna. Margir sem hafa starfað að dómgæslu kannast efalaust við spurninguna: „Af hveiju ertu að þessu?“ „Hvað kemur þér til að vera að fórna þér fyrir þessa fáráð- linga sem svo ata þig auri og níða af þér mannorðið?" Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en mér er nær að halda að flestir svari þessu svo að þá langi til að vera með, láta gott af sér leiða, öðlast ef til vill frama og allir vita að án dómarans á leikurinn sér enga framtíðarvon. Flest landssamböndin og mörg íþróttabandalög gera það að skil- yrði fyrir þátttöku í mótum á þeirra vegum að félögin útvegi svo og svo marga dómara með flokk- um sínum ella fái þeir ekki aðgang að mótum. Hvað hugsa nú ungir menn og konur þegar félögin fara fram á það við þau að fara á dómaranám- skeið til þess að efla félagsstarfið og veita félaginu og iðkendum íþróttanna tækifæri til þess að taka þátt í mótum? Hvað hugsa þau þegar þau dag eftir dag og kvöld eftir kvöld sjá og heyra „virta“ þjálfara ófrægja og rakka niður þá menn sem um dómgæsluna sjá? Svar mitt er að þetta unga fólk hugsar sem svo að það þjóni ekki nægum tilgangi að gefa sig út í þessi störf, jafn óvinsæl og þau eru að verða. Þetta orskakar svo atgervis- flótta þannig að þeir sem gefa sig til starfans eru ef til vill ekki nægilega vel undir það búnir og þannig má reikna með að ástandið eigi eftir að vemsa frá því sem nú er. Og ekki kann það góðri lukku að sýra. Ég held að allir sæmilega vel- viljaðir menn verði nú að taka höndum saman og efla hag dóma- rastéttarinnar, byggja upp í stað þess að rífa niður. Veita þessum áhugamönnum (eða fá þeir orðið laun?) frið til starfa og þroska. Ég hef farið nokkuð víða erlend- is og ekki tekið sérstaklega eftir því með samanburði að íslenskir dómarar standi kollegum sínum að baki á nokkurn hátt. Hins vegar finnst mér erlendir þjálfarar standa kollegum sínum á Islandi mun framar, í flestum tilfellum þó þar séu líka til gapux- ar. Að lokum þetta: Við íslendingar búum við þá gæfu að hér ríkir málfrelsi, en því fylgir veruleg ábyrgð og má ekki misnota hvort sem er af fáum eða mörgum. ARNAR EINARSSON, fyrrverandi knattspymu-, handknatt- leiks- og körfuknattleiksdómari. IMe&J Abalfundur ASalfundur Marel hf. verSur haldinn fimmtudaginn 23. mars 1995 kl. 16:00 í húsnæSi félagsins aS HöfSabakka 9, Reykjavík. Dagskró: 1. Venjuleg aSalfundarstörf samkvæmt 4.04 grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viS breytingar á lögum nr. 32/1978 um hlutafélög. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar íélagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aSalfund. ASgöngumiSar og fundargögn verSa afhent á fundarstaS. Stjóm Marel hf. Blab allra landsmanna! ...blabib Athugasemd Frá Ingólfi Þórissyni: VEGNA viðtals í Morgunblaðinu 12. mars við Guðmund Arason framkvæmdastjóri þvottahússins Fannar vilja Ríkisspítalar taka eft- irfarandi fram: % Þvottahús Ríkisspítala þvær þvott fyrir Landspítala og Borgar- spítala og eru þær stofnanir með 96-97% viðskipta Þvottahúss Rík- isspítala. Um 3-4% viðskiptanna eru við ýmsar sjúkrastofnanir sem hafa verið í viðskiptum við þvotta- húsið í langan tíma. Þvottahús Ríkisspítala þvær hvorki, eins og skilja mátti á viðtal- inu, fyrir Reykjalund né Lyfjaversl- un íslands og því er rekstur þvotta- húss Landakots óviðkomandi. Það er stefna Þvottahúss Rík- isspítala að keppa ekki við önnur þvottahús á almennum markaði og Þvottahús Ríkisspítala stundar eng- in boð á þeim markaði hvorki und- ir- né yfirboð. Það er því rangt sem fram kom í viðtali að þvottahúsið Fönn eigi í samkeppni við Þvottahús Ríkisspít- ala því markmið þess er fyrst og fremst að annast þvotta fyrir sjúk- rastofnanir á höfuðborgarsvæðinu svo sem Landspítala og Borgarspít- ala. F.h. Ríkisspítalanna, INGÓLFUR ÞORISSON, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisspítala. DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. oa&n ! Faxafeni 12. Sími 38 000 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib faest á KastrupflugveUi og Rábhústorginu -kjarni málsins! FUNAHOFÐA I S: 51 NÚ ER BESTI SÖLUTÍMINN FRAMUNDAN -VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á STAÐINN MMC Pajero Super Wagon arg. '92, grænsans./gullsans., sjálfsk., álfelgur, sóllúga, ek. 54 þús. km. V. 3.150.000. Skipti á Ödýrari Toyota Landcruiser. Nissan Sunny Wagon 4WD arg. '95, silfurgrár, álfelgur, upph., ek. 5 þús. km. V. 1.590.000. Toyota Corolla 1300 XLi árg. ‘94, dökkgrár, 3ja dyra, beinsk., ek. 4 þús. km. V. 1.080.000. Skipti. Jeep Cherokee Laredo árg. '88, blásans., rafm. í rúöum og læsingum, sjálfsk., ek. 115 þús. km. V. 1.550.000. Skipti. Buick Skylarc árg. '88, gullsans., einn meö öllu, ek. aöeins 55 þús. km. V. 980.000. Skipti. MMC Pajero árg. '88, dökkgrár, diesel, krómtelgur 31", sjálfsk. V. 1.280.000. Topp bíll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.