Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tilvísana-grýlan Landsfundarsamþykktin í landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokksins 1993 segir: „Hafnað er hugmyndum um að endurvekja til- vísunarkerfi vegna sérfræðiþjón- ustu lækna utan sjúkrahúsa, enda hefur ekki verið sýnt fram á að slíkt kerfi leiði til lækkunar á út- gjöldum vegna heilbrigðismála.“ Alyktunin er í fullu samræmi við grundvallaratriði í stefnu Sjálf- stæðisflokksins, það er að segja 'að gæta aðhalds í opinberum rekstri og breyta ekki breyting- anna vegna. Nú bregður svo við að farið er að túlka samþykktina miklu rýmra en hún gefur tilefni til. Tveir baráttumenn gegn tilvís- anakerfinu, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, Lára Margrét Ragn- arsdóttir, og varaborgarfulltrúi í Reykjavík, Olafur F. Magnússon, efast um gildi þessarar samþykkt- ar. Olafur telur að samþykktin beinist óskilyrt gegn tilvísunum vegna þess að hugur hans hafi hnigið í þá átt á sínum tíma og að seinni hlutinn sé aðeins vinsam- leg ábending. Það er ekki rétt. Þegar tekin er afstaða til tillögu er það gert með tilliti til innihalds hennar en ekki hugsana einstakra aðila um það hvað þeir vildu sagt hafa. Seinni hluti samþykktarinnar er jafngildur fyrri hluta hennar og skilyrðir andstöðuna við tilvísanir. Skilaboðin eru skýr: Tilvísanakerfi skuli ekki tekið upp meðan ekki hafi verið sýnt fram á sparnað af því. Allt annað er útúrsnúningur. Lára Margrét gengur enn lengra. I Dagsljósi á Stöð 1 23. febrúar sl. lét hún í það skína að hægt hefði verið að fá landsfund- inn til þess að samþykkja hvaða tillögu sem var gegn tilvísunum. A landsfundinum hafi þessi sam- þykkt verið talin fullnægjandi þar sem þáverandi ráðherra heilbrigð- ismála hafi ekki ætlað að koma á tilvísanakerfi! Merkileg vitneskja það. En mér er spurn, hvers vegna var þá seinni hlutinn inni í tillög- unni sem samþykkt var? Ég vænti ekki svars því að Lára Margrét getur aðeins svarað fyrir sjálfa sig Lúðvík Ólafsson en hvorki fyrir mig né aðra landsfundarfull- trúa. Samþykktin er skýr og vangaveltur um að hægt hefði ver- ið að láta landsfundar- fulltrúa samþykkja hvað sem var eru ekki boðlegar, a.m.k. ekki þeim sem fundinn sátu. Til eru tvær leiðir til þess að sýna fram á fjárhagslega hag- kvæmni tilvísanakerf- is. Það verður annað- hvort gert með út- reikningum éða með tilraun. Hagkvæm- niútreikningar eru hin venjulega leið í okkar þjóðfélagi. Nú liggja fyrir útreikningar sem benda til hagkvæmni tilvísanakerfis. Því eru allar forsendur fyrir hendi til þess að koma því í kring án þess að ganga gegn samþykkt landsfund- arins. Tilvísanir Tilvísanamálið er gott dæmi um málefni sem snertir allan almenn- ing lítið frá degi til dags, en hefur fengið vægi og umfjöllun langt umfram sambærileg mál vegna hagsmuna og áróðurs fámenns hógs. Þrátt fyrir það er merkilegt hversu fáar fyrirspurnir hafa bor- ist til lesendaþjónustu Morgun- blaðsins. Staðreyndin er sú að fjöldi manns notar sér heilbrigði- skerfið eftir leiðum tilvísanakerf- is, bæði fólk með skammvinna og langvinna sjúkdóma og hefur ekk- ert nema hagræði af því. Áróður síðustu vikna hefur ruglað margt þetta fólk í ríminu þannig að það kvíðir breytingunni en verður undrandi og jafnvel sárt þegar því er sagt að myndin sem upp hefur verið dregin sé alröng því að tilvís- anir munu ekki hafa áhrif á sam- skipti þess við heilbrigðiskerfið. Þetta fólk hefur aldrei litið á það sem óhagræði að hafa greiðan aðgang að heimilislækni, sem tryggir því fljóta og góða þjón- ustu. Tilvísanagrýlan Það hefur verið vakin upp Grýla. Henni fylgja þrír lest- ir, fyrirhöfn, skriff- innska og frelsis- skerðing. Minnumst þess að Grýla var aldrei til, hún var upp- finning og verkfæri þeirra sem vildu beygja aðra undir vilja sinn og hún vakti ótta. Lítum á Grýlu I fyrsta lagi er fyr- irhöfnin. Ætla má að u.þ.b. 3% af komum til heimilislæknis, sem hefur góða vinnuaðstöðu, ljúki með tilvísun til sérfræðings. í 97% tilfella veitir heimilislæknirinn fullnaðarþjón- ustu. Miklu er líklegra að læknir með 12 ára nám að baki og síðan starfsreynslu, mislanga eftir atvik- um, muni leiðbeina sjúklingum Vegna ábyrgðar sinnar verða læknar að deila með sér byrðunum í heilbrigðu starfsum- hverfi, sem tilvísana- kerfið mun skapa, segir Lúðvík Ólafsson. betur um heilbrigðiskerfið en þeir sjálfir. Það er enginn hroki að ætla það. Þannig verður þjónustan hnitmiðuð og árangursrík. I öðru lagi er skriffmnskan. Læknum ber að halda skrár yfir sjúklinga sína. Að senda upplýs- ingar, sem liggja fyrir, milli lækna getur vart talist skriffinnska á tækniöld, með tölvuvinnslu, prent- urum og Ijósritunarvélum. Viðbótin er því aðeins sú að senda upplýs- ingar þangað sem þær koma að notum, t.d. í tilvísunum frá heim- ilislæknum til sérfræðinga* eða í læknabréfum frá sérfræðingum til heimilislækna. Þannig nýtast þær þegar framhaldmeðferð þarf að veita eða þegar ný veikindi steðja að og koma í veg fyrir tvíverknað. Sending þessara upplýsinga er í samningum sérfræðinga við Tryggingastofnun og er ætíð greitt fyrir hana hvort sem læknabréf er sent eða ekki. Ein könnun hefur sýnt um þriðjungs heimtur á læknabréfum ef tilvísun hefur ver- ið send en margfalt lakari heimtur ef sjúklingur hefur leitað til sér- fræðings án milligöngu heimilis- læknis. í þriðja lagi er frelsisskerðing- /n.Tilvísanakerfi takmarkar ekki frelsi sjúklinga til þess að velja sér sérfræðing. Þegar sérfræðings er þörf hefur sjúklingur síðasta orðið um það hvert hann vill fara. Heimilislæknirinn er aðeins leið- beinandi. Einu takmörkin eru þau að leiti sjúklingur til sérfræðings án tilvísunar frá heimilislækni mun Tryggingastofnun ríkisins ekki taka þátt í kostnaðinum. Tilgangur tryggingakerfis Tilgangur sjúkratrygginga er sá að tryggja að sjúklingar geti feng- ið þá þjónustu sem þeir þarfnast til verndar heilbrigði sinni og í því tilfelli mun allur almenningur taka þátt í kostnaðinum með þeim. Með tilvísanakerfi er verið að tryggja að sem best nýting verði á þeim fjármunum sem standa til boða. Þetta er réttlætismál þeirra sem borga brúsann, þeir eiga heimtingu á að vel sé með peningana farið rétt eins og ályktun landsfundarins gerir ráð fyrir. I árdaga sósíalism- ans sáu forsprakkar hans fyrir sér að peninga yrði ekki þörf í fyrirhe- itna landinu vegna þess að þar myndi enginn krefjast meira en hann þyrfti og fólk tæki aðeins það sem því bæri með réttu. Jafnvel sósíalistar sáu fljótt að slík draum- sýn stóðst engan veginn. Og nú er hún afturgengin og það meðal nokkurra flokkssystkina minna. Ég vænti þess að menn átti sig á því um hvað málið snýst þegar orrahríðinni slotar og fólk fær reynslu af kerfinu, sem vonandi fær að þróast í heilbrigðu starfsumhverfi. Kjarni málsins Málið snýst ekki um það hvort fijáls stofurekstur muni þrífast áfram. Það mun hann gera svo fremi sem læknar eru tilbúnir að umgangast fjármuni almennings samkvæmt reglum sem allir aðrir þjóðfélagsþegnar verða að fara eftir. Málið snýst ekki um aðför að atvinnufrelsi. Sj'álfstætt starf- andi sérfræðingar eru verktakar, sem hafa þá sérstöðu að geta sent þriðja aðila, þ.e.a.s. Trygginga- stofnun, reikning fyrir verk sín. Þau verk hafa læknar unnið fyrir sjúklinga sína um leið og þeir eru helsti ráðgjafi þeirra um rannsókn- ir og meðferð. Ákvarðanir um rannsóknir og meðferð hafa jafn- framt veruleg áhrif á tekjur lækn- anna. Málið snýst um kjör lækna, það er ljóst, ella hefði ekki orðið slík þátttaka í uppsögnum sérfræð- inga. Á þeirri stöðu bera læknafé- lögin og læknar sameiginlega ábyrgð ekki síður en þeir sem gáfu tilvísanamálið upp á bátinn á sínum tíma og vanræktu að vinna að áætlun um skipulag heilbrigðis- þjónustunnar í kjölfarið. Eitt meginatriði vanrækslunnar er að sérfræðingar í öðrum grein- um en heimilislækningum geta opnað stofu, tilkynnt Trygginga- stofnun það og sent þangað reikn- inga fyrir vinnu sína. Heimilis- læknar verða að sækja um þær heimilislæknastöður sem losna en sitja auðum höndum ella. Því hefur heilbrigðiskerfið þróast á óeðlileg- an hátt þannig að ofvöxtur hefur hlaupið í sérfræðiþjónustuna. Vegna ábyrgðar sinnar verða læknar að deila með sér byrðunum í heilbrigðu starfumhverfi eins og tilvísanakerfið mun skapa en varpa ekki vandanum á herðar almenn- ings með uppsögnum og glund- roða. Samstöðu er þörf Áður en hægt verður að takast á við þetta verða allir aðilar að vera sammála um um hvað málið snýst, hætta að beita handafli áróðursins sem vissulega getur verið kröftugur um stundarsakir en veldur því að úrlausn vandans verður enn erfiðari síðar meir. Málið snýst um það hvernig við fáum sem mest út úr þeim fjár- munum sem til skiptanna eru en þeir eru ekki ótakmarkaðir. Höfundur er læknir. F orsjárhyggja o g ofureftirlit í hvers þágu eru veggsvalir? EINN af kostum seinni tíma íbúða eru sæmilega rúmgóðar svalir, hentugar fyrir sóldýrkendur, bama- vagna og aldraða, sem eiga færri kosti til úti- vistar en þeir sem yngri eru. Vandinn er sá að svalir koma víða að litlu gagni án skýlis, jafnvel á sumrin og skjólþörfin eykst eftir því sem ofar dregur í háhýsum. Með því að setja glerveggi á svalir, með opnanlegum gluggum, má nýta sval- ir allt árið til útivistar, sem er mikil- vægt vegna þess veðurfars sem við búum við. Nú er fáanlegur mjög fullkominn búnaður fyrir opnanlega vængja- og renniglugga og póstar fást úr áli, plasti og tré - en þá kemur babb í bátinn, Brunamálastofnun heimilar ekki að slík skýli séu sett upp ofan 2. hæðar, nema að þau séu opin, þ.e. að á þeim sé a.m.k. 1,4 m op. Oheimilt er að setja opnanlegan glugga í gatið, nema að svalaskýlið nái aðeins yfir hluta svalanna, sem víðast er ófullnægjandi séu svalir ekki því rúmbetri. - Svalirnar eru nefnilega ekki ætlaðar til afnota fyr- ir húseigendur, heldur fyrir illskiljan- legar brunavamir! Þessi krafa virðist ekki þjóna neinum skynsamlegum til- gangi. Hvað skyldu margar svalahurðir þrútna og festast yfir vetrarmánuðina? Hvers virði eru þá svalirnar þótt kröfum yfirvalda sé fullnægt, eða ef þær molna niður óvarðar vegna alkaliskemmda? Eigendur mölva útveggi í vinnureglum Brunamálastofnunar frá des. 1992 segir m.a.: “Veggsvalir gegna mikilvægu ör- yggishlutverki_ sem önnur flóttaleið úr eldsvoða. Ofá dæmi eru um að fólki hafi verið bjargað af svölum brennandi húsa, en einnig gefa sval- irnar fólki möguleika á að bíða á öruggum stað meðan eldur er slökktur, jafnvel þótt ekki sé hægt að ná til þess. Sé byggt yfir svalirn- ar, er verið að rýra þessa mögu- leika. Ógerlegt er að hafa eftirlit með því að fyrrum útveggur milli íbúðar og svala sé ekki fjarlægður og þá stendur fólk inni í hitanum og reykjarkófinu í íbúðinni og á sér ekki undankomuleið”. Hér er gengið út frá því sem vísu að fólk bijóti ekki aðeins veggi, held- ur og lög og reglur, að svalaskýli séu hættuleg og útiloki eftirlit. - Þessar Það er meira vit í því, að mati Arna Brynj- ólfssonar, að heimila vönduð skýli af viður- kenndri gerð, en remb- ast við að viðhalda banni sem ekki er virt. vafasömu forsendur gefa embættis- menn sér til þess að banna svala- skýli með opnanlegum gluggum. Fróðlegt væri að vita hve oft fólki muni hafa verið bjargað hér af svöl- um brennandi íbúðahúsa? Það þarf haldbetri rök til þess að hindra eðlileg afnot fólks af eignum sínum. Að verja vondar reglur Eigendur fjölbýlishúss aldraðra leituðu til byggingafulltrúa og Brunamálastofnunar eftir heimild til að setja upp svalaskýli með opn- anlegum gluggum, án viðunandi árangurs. Byggingafulltrúi reyndi að koma til móts við húseigendur, en úrræði hans voru ófullnægjandi í þessu tilfelli. í bréfi frá Brunamálastofnun, d. 14.7.‘94, kom fram að á sínum tíma hefði verið íjallað um það hvort leyfa ætti opnanleg svalaskýli með skilyrð- um, en útkoman úr því spjalli hafi verið þessi: “Niðurstaðan var að slík- ir skilmálar yrðu of flóknir og jaðart- ilvikin of mörg og að ógerlegt yrði að líta eftir að þeir væru uppfylltir, bæði vegna kostnaðar og einnig hins að lög heimila ekki að eftirlitsmenn hafi aðgang að híbýlum fólks”. Engin lög banna aðgang að híbýl- um fólks ef um það er samkomulag milli aðila og að auki má benda á einhliða heimild í reglugerð Raf- magnseftirlits ríkisins. Hér er sláandi dæmi um rökhelda forsjárhyggju. Til þess að leysa eftirlitsvandann bauðst hússtjómin til að kosta eftir- lit, sem auðvelt er að samræma ár- legu eftirliti einkafyrirtækis með ör- yggisbúnaði hússins. Þessu tilboði var hafnað og segir í bréfi frá Brunamálastofnun, d. 4.8,‘94, m.a.: “Gildir þá einu hvers konar opnunarbúnaður er á glugg- anum sem settur er fyrir svalaopið né hvernig eftirliti með honum er háttað”. Þess má geta að stórar sameigin- legar svalir eru á hverri hæð úr sam- eiginlegum eldvörðum stigagangi og fjarlægð frá svölum að 6 íbúðum eru 2-10 metrar. Þröngsýn viðbrögð yfirvalda Ætla hefði mátt að byggingayfir- völd og Brunamálastofnun myndu fagna og taka opnum örmum tækni- framförum og leyfa svalaskýli með viðurkenndan opnunarbúnað, en því fer fjarri að svo sé. Andmælin eru þessi m.a: “Ógerlegt er að gera greinarmun á yfirbyggðum svölum með glugga og herbergi með glugga”, segir í bréfi frá Brunamála- stofnun dags. 14.8.1994. Þessi fullyrðing er röng, yfirbygg- ing svala er að mestu úr gleri, sem auðvelt er að bijóta, en útveggir íbúðarhúsa eru yfirleitt úr traustara efni. Líklegt má telja, miðað við ís- lenska veðráttu, að yfirbyggðar sval- ir séu öruggari flóttaleið eða veru- staður í eldsvoða en opnar svalir, a.m.k. fyrir aldraða. Friðhelgi eignarréttarins Svalaskýli hafa verið sett upp víðs- vegar um borgina, sum alveg lokuð, önnur með opnanlegum gluggum, misjöfn að gæðum og útliti. Skýlum fjölgar, enda virðist eina skynsam- lega leiðin vera að setja þau upp í óleyfi, þeim er bannað sem vilja fara að reglum og hafa samráð. - í hverra þágu eru þessi vinnubrögð? Meira vit væri í því að heimila vönduð skýli af viðurkenndri gerð, en að rembast við að viðhalda banni sem ekki er virt. - Þannig vinnu- brögð gætu húseigendur sætt sig við, en ekki einstrengingslega túlk- aðar reglur, sem ganga vægðarlaust á rétt fólks með því að takmarka að óþörfu mikilvæg afnot af eigin eignum. Hér er meiri þörf á að skýla sér fyrir veðri og vindum en víðast ann- ars staðar, en þrátt fyrir það er af- staða íslenskra yfirvalda einstreng- ingslegri en þekkist í nálægum lönd- um, það sanna myndir og vitnisburð- ur kunnugra. Höfundur er forstjóri Verktakavals. Árni Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.