Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 19 LISTIR DANSKEPPIMI Vortónleikar Karlakórsins Stefnis V ORTÓNLEIKAR Karlakórsins Stefnis verða haldnir í Langholts- kirkju í dag, miðvikudag, kl. 20.30 og sunnudaginn 19. mars kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir fyrir styrktarfélaga kórsins, en einnig verða miðar seldir við inganginn. Stjórnandi kórsins er eins og undanfarin ár Lárus Sveinsson og undirleikari er Sigurður Marteins- son. Einsöngvari með kórnum er að þessu sinni Elín Osk Óskarsdótt- ir og mun hún meðal annars syngja kafla úr óperunni Valdi örlaganna eftir Verdi. Þá syngja einnig ein- söng þrír kórfélagar, þeir Asgeir Eiríksson, Böðvar Guðmundsson og Björn Ó. Björgvinsson. I kynningu segir: „A efnis- skránni er að finna bæði erlend lög og innlend, má þar nefna Fanga- kórinn úr óperunni Fídelio eftir Beethoven, svo og verður flutt þýsk lagasyrpa, en undirleik þar annast félagar úr Félagi harmonikkuunn- enda í Reykjavík, en þetta er annað árið sem samstarf hefur verið með þeim og Karlakórnum Stefni. í fyrra flutti Stefnir rússneska syrpu, með undirleik harmonikku- leikaranna. Hefur samvinna þessi gefist vel og veitt bæði söngmönn- um og áhreyendum ánægju og til- breytni í annars hefðbundnu karla- kórsstarfi. Fyrirhugaðir eru tón- leikar í Hlégarði í Mosfellsbæ, en dagsetning þeirra hefur ekki enn verið ákveðin.“ Guðrún Óskarsdóttir Guðrún Oskars- dóttir á Há- skólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í dag, 15.^ mars, kl. 12.30 leikur Guðrún Óskarsdóttir semballeikari verk eftir Jacques Champion de Chambonniéres og György Ligeti. Guðrún lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og voru aðalkennarar hennar þar Margrét Eiríksdóttir og Anna Þor- grímsdóttir. Hún stundaði sembalnám hjá Helgu Ingólfsdóttur hér á íslandi og hjá Anneke Uittenbosch við Sweelinck Conservatorium í Amst- erdam og hjá Francoise Lengelle í París. Hún lagði einnig stund á nám í kammertónlist barrokktímans og tölusettum bassa (basso continuo) hjá Jesper Boge Christensen við Scola Cantorum í Basel. Hún hefur komið fram á tónleikum bæði hér heima og erlendis. Á tónleikunum mun Guðrún not- ast við meðaltónstillingu á hljóð- færi sitt, en sú stilling var notuð á 17. öld og verkin sem hún leikur á tónleikunum eru samin með þá stillingu i huga. Áður en hún leikur verkin mun hún flytja stutt erindi um meðaltónstillinguna. Aðgangseyrir er 300 krónur en frítt fyrir handhafa stúdentaskír- teinis. Lottókeppni dans- skóla Auðar Haralds DANS íþróttahúsiö á Scltjarnarnesi LOTTÓDANSKEPPNI DANSSKÓLA AUÐAR HARALDS 70 pör tóku þátt í Lottódanskeppni dansskóla Auðar Haralds. Iþrótta- húsinu á Sehjamamesi, sunnudag- inn 5. mars. Á SÍÐASTLIÐNUM árum hef- ur danskeppnum verið að fjölga til muna og er ekkert nema gott um það að segja, því það sem hefur staðið okkar beztu pörum fyrir þrifum, á erlendum vett- vangi, er lítil keppnisreynsla. Nú á sunnudaginn fór fram í fyrsta skipti Lottódanskeppnin, sem er alveg ný af nálinni og verður hún haldin einu sinni á ári héðan í frá, að sögn Auðar Haraldsdóttur danskennara. Keppnin skiptist í rauninni í þrjá hluta. Keppni í dönsum með grunnaðferð, keppni í dansi með fijálsri aðferð og loks liðakeppni, sem að þessu sinni var þannig að liðin voru skipuð þrem- ur pörum, einu pari 11 ára eða yngri, einu 12-15 ára og loks einu pari 16 ára eða eldri. I keppninni með grunnaðferð var keppt í b/c- riðlum og a-riðli og í a-riðlunum var það sameiginlegur stigafjöldi úr bæði standarddönsunum og suður-amerísku dönsunum sem réð úrslitum. Það var svo Brynjar Þ. Valdi- marsson, formaður Sambands ís- lenskra áhugadansara, sem flutti ávarpsorð og setti keppnina. Að því loknu hófst keppni í dansi yngstu krakkanna með grunnað- ferð. Eitthvað virtist hljóðkerfið vera að stríða fólkinu í upphafi, en því var kippt í liðinn fyrr en varði. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og vart er hægt að taka einn hóp fram yfir annan. Þó finnst mér vert að minnast á einn hlut, sem er ef til vill einn sá mikilvægasti í dansinum og það er dansstaðan. Hana þarf að laga á mörgum stöðum og fínnst mér sérstaklega þurfa að líta á hóp 12-13 ára, þar var dansstaðan alltof há hjá flestum pörunum, að mínu mati, og skemmdi það fyrir annars ágætum dansi. Þá var komið að fijálsu pörun- um. Þar hófst keppnin á flokki 14-15 ára, sem án efa er lang- harðasti flokkurinn. Loftið var svo sannarlega rafmagnað á með- an þau voru að dansa. Mér fannst reyndar flestir hóparnir í fijálsu keppninni nokkuð jafnir og svo dönsuðu líka flest pörin ákaflega vel á sunnudaginn, áttu sem sagt góðan dag. Á eftir fijálsu keppninni var komið að seinni hluta a-riðlanna með grunnaðferðinni. Þar fannst mér þau dansa af miklu meiri krafti en í fyrri umferðinni, það er eins og þau hafi verið orðin heit í seinnihlutanum, þar er helst að samban mætti dansast af meiri mýkt, en að öðru leyti mjög fallegur dans. Rúsínan í pylsuendanum var svo liðakeppnin, en eins og fyrr segir var hvert lið skipað þremur pörum. Sex lið tóku þátt í liða- keppninni, lið frá Dansskóla Auð- ar Haralds, Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Danssmiðjunni, Dansskóla Jóns Péturs og Köru, Dansskóla Heiðars Ástvaldsson- ar, og loks frá Nýja dansskólan- um. Liðakeppnin var skemmtileg í flesta staði, þó get ég ekki neit- 3. Hjördís María Ólafsdóttir og Ólöf Birna Björnsdóttir. 4. Ingi Björn Harðarson og María Kristinsdóttir. 9 ára og yngri, a 1. Sigurður Á. Gunnarsson og Tinna S. Miijevic. 2. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir. 3. Gunnar Már Jónsson og Anna Claessen. 10-11 ára, a 1. Haralduc Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. 2. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður E. Eiríksdóttir. 3. Isak Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir. 12-13 ára, a 1. Andri Guðmundsson og María Bjöyk Guðmundsdóttir. 2. Ólafur Erling Ólafsson og Mar- grét Guðmundsdóttir. 3. Sigurður Fannar Hjaltason og Kristín María Tómasdóttir. 14-15 ára, a að því að mér finnst það form sem var á liðakeppninni daginn áður mun skemmtilegra, en auðvitað er það bara smekksatriði og einn- ig spurningin um að venjast ein- hveiju nýju. Að keppni lokinni var komið að verðlaunaafhendingu og er þá komið að því að útskýra heiti keppninnar. Þau pör sem komust á verðlaunapall fengu öll páska- egg frá Mónu, en sigurparið fékk að draga miða úr hatti, og númer miðans sagði til um verðlaunin, sem voru mjög skemmtileg, t.d. borðlampar og ýmislegt fleira. Dómarar keppninnar voru Heiðar Ástvaldsson forseti DÍ, Esther Inga Níelsdóttir og Vilborg Sverr- isdóttir og stóðu þau sig ágætlega að mínu mati. Dagurinn í heild sinni var skemmtilegur og afslappaður, ekkert stress og læti. Áhorfendur sátu bara og fylgdust með falleg- um og fáguðum dansi í ró og næði. Jóhann Gunnar Arnarsson ÚRSLIT 9 ára og yngri, b/c 1. Jónatan Örlygsson og Bryndís M. Björnsdóttir. 2. Stefán Claessen og Erna Hall- dórsdóttir. 3. Ásgrímur Geir Logason og Ásta Bjarnadóttir. 10-11 ára, b/c 1. Gunnar Örn Ingólfsson og Anna Lísa Pétursdóttir. 2. Þorlákur Þór Guðmundsson og Ingveldur Lárusdóttir. 3. Hilmir Jensson og Jóhanna Berta Bernburg. 12-13 ára, b/c . 1.-2. Hrafnhildur Sigmarsdóttir og Lilja Dagbjartsdóttir. '1.-2. Ágúst Ingi Atlason og Ást- hildur I. Ragnarsdóttir. 14-15 ára, b/c 1. Jóhann Óskarsson og Guðrún Halla Hafsteinsdóttir. 2. Hrönn Magnúsdóttir og Laufey Árnadóttir. 16 ára og eldri, a 1. Hlynur Rúnarsson og Elísabet Guðrún Jónsdóttir. 12-13 ára með frjálsri aðferð 1. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. 2. Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir. 3. Eðvarð Þór Gíslason og Dóris Ósk Guðjónsdóttir. 14-15 ára með frjálsri aðferð 1. Sigursteinn Stefánsson og El- ísabet Sif Haraldsdóttir. 2. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir. 3. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir. 16 ára og eldri með frjálsri aðferð 1. Gunnár Már Sverrisson og Anna Björk Jónsdóttir. 2. Árni Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir. 3. Ólafur Hansson og Kolbrún Ýr Jónsdóttir. FRÁBÆRIR dansarar, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður E. Eiríksdóttir. MARGUR er knár ... þetta sanna þau ísak Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞORVALDUR Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir áttu góðan dag á sunnudaginn. 1. Snorri Júlíusson og Eva Her- mannsdóttir. 2. Kristinn Sigurbergsson og Vé- dís Sigurðardóttir. 3. Heiðar Logi Sigtryggsson og Málfríður Lillý Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.