Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÓLGA í RÍKJUM
MÚSLIMA
ARÁS HEITTRÚAÐRA múslima í Tyrklandi á hófsama
alawita, sem þykja hliðhollir Vesturlöndum, minnir
okkur Vesturlandabúa enn á þær hættur, sem þjóðfélags-
ólga og uppgangur ofsatrúarmanna í ríkjum múslima getur
haft í för með sér. Morðunum hafa fylgt mannskæðar götu-
óeirðir í stórborgum Tyrklands, Istanbúl og Ankara, og
ekki sér fyrir endann á átökunum.
Trúarofstækismenn hafa á undanförnum misserum seilzt
til aukinna áhrifa í mörgum löndum íslam, jafnvel í þeim
ríkjum, sem á dögum kalda stríðsins þóttu hliðholl Vestur-
löndum. í þeim flokki eru til að mynda Tyrkland og Pakist-
an, en um þróunina þar var fjallað í fréttaskýringu í Morgun-
blaðinu síðastliðinn sunnudag.
Þar kemur fram að andúð á vestrænum áhrifum og gildis-
mati hefur farið vaxandi í þessum ríkjum og eftir lok kalda
stríðsins þykir mörgum sem Vesturlönd hafi reynzt svikulir
bandamenn. Efnahagsástand er slæmt og stjórnvöldum, sem
hafa verið höll undir Vesturlönd, er kennt um.
Trúarofstækið á greiða leið að þeim fjölda fólks, sem býr
við sárafátækt. Takmörkuð nútímavæðing í efnahagslífi
ríkja múslima hefur slitið marga upp úr hefðbundnu um-
hverfi og fólk hefur flykkzt til borganna. Þrátt fyrir lýðræði
í orði hefur almenningur lítil áhrif á stjórnmál og mannrétt-
indabrot eru tíð. Raunar hefur lýðræðisþróun í sumum
múslimaríkjum, til dæmis í Alsír, leitt til uppgangs öfga-
flokka ofsatrúarmanna, ek-ki sízt vegna þess að efnahags-
og lýðræðisþróun hafa ekki haldizt í hendur.
Það er gömul saga og ný að þeir, sem geta lítils vænzt
í þessu jarðlífi, eru ginnkeyptir fyrir fyrirheitum um sæluna
á næsta tilverustigi. Örbirgðin annars vegar og hins vegar
hernaðarhyggja íslam og kennisetningar um heilagt stríð
eru sprengifim blanda.
Vesturlönd verða að bregðast við vandanum með einhverj-
um hætti og átta sig á nýjum kringumstæðum. Leiðin til
að vingast við hófsamari ríki múslima er ekki lengur að
leggja þeim til vopn, heldur að ýta undir lýðræðis- og efna-
hagsumbætur. Áhrifaríkasta leiðin er sennilega að stuðla
að myndun öflugrar millistéttar, sem hefur hag af friðsam-
legum tengslum við Vesturlönd og aðhyllist gildi lýðræðis
og markaðshagkerfis.
Þetta hefur hins vegar í för með sér ákveðinn fórnarkostn-
að fyrir Vesturlönd. Annars vegar kostar bein efnahagsað-
stoð sitt. Hins vegar kann það að hafa neikvæð áhrif fyrir
verndaða atvinnuvegi Vesturlanda til skemmri tíma litið að
ýta undir fríverzlun við ríki utan hins vestræna heims, en
verzlunarfrelsi er þó forsenda þess að efnahagslíf þeirra
geti náð sér á strik.
Skilningur á nauðsyn þessa hefur sem betur fer aukizt
á Vesturlöndum, eins og til dæmis samningur Evrópusam-
bandsins um tollabandalag við Tyrki sýnir fram á. Áherzla
ESB á þróunaraðstoð við ríki múslima í Norður-Afríku'.er
af sama toga. Vonandi skilar þessi stefna árangri. Vestur-
landabúar mega þó ekki gleyma að vera viðbúnir hinu versta
og haga vörnum sínum eftir því.
SÓMISUÐURNESJA-
MANNA
FORRÁÐAMENN hins nýja sameinaða sveitarfélags á
Suðurnesjum eiga að sjá sóma sinn í því, að hafna
málleysunni Suðurnesbær. Þessi hugmynd að nafngift hins
nýja sveitarfélags, ber höfundum ekki fagurt vitni um mál-
vitund og ræktarsemi við íslenska tungu.
Vilji Suðurnesjamenn á annað borð kenna sig við Suður-
nesin, þá verða þeir að minnsta kosti að sætta sig eignar-
fall fleirtölu, á nafni sveitarfélagsins, þannig að það falli
að beygingarreglum íslenskrar tungu. Þannig héti hið sam-
einaða sveitarfélag Suðurnesjabær.
Það er síst ofmælt hjá Þórhalli Vilmundarsyni, formanni
örnefnanefndar, hér í Morgunblaðinu í gær, þegar hann
segir að nafnið Suðurnesbær sé ótækt með öllu og ófært
að kjósa um það.
Þau þrjú sveitarfélög sem nú leita sameiginlegs nafns,
Keflavík, Njarðvík og Hafnir, hafa mun einfaldari valkost
og nærtækari, en að láta kjósa á milli þeirra tveggja orð-
skrípa sem í boði eru, Suðurnesbær og Reykjanesbær, en
hann er sá að velja sér í sameiningu það nafn, sem hefur
tekið sér bólfestu á heimslandakortinu og er hvarvetna
þekkt, en það er auðvitað Keflavík.
FORSÆTISRÁÐHERRA NÝFUNDNALAIMDS UIV
HEGÐUN EVR
ERFYRIRL
Taka spænska togarans
Estai á Miklabanka
nýtur mikils stuðnings
íbúa Nýfundnalands.
Guðmundur Sv.
Hermannsson er í
St. John’s og fylgist
með málinu þar.
ÞAÐ ER kalt á Nýfundna-
landi þessa dagana en íbú-
unum þar er heitt í hamsi
og þeir fagna heilshugar
aðgerðum Kanadastjórnar gegn
spænska frystitogaranum Estai. Og
forsætisráðherra Nýfundnalands og
Labradorfylkis, Clyde Wells, er ekki
í vafa um að aðgerðirnar standist
alþjóðalög og reglur.
„Eg held að allur heimurinn muni
snúast gegn Evrópusambandinu
þegar það kemur í ljós hvað Evr-
ópubúar hafa hagað sér fyrirlitlega
með því að leyfa, og raunar hvetja
Spánveija og Portúgali til að þurrka
upp fiskistofnana við Nýfundnaland.
Heimsbyggðin hefur áður viður-
kennt aðgerðir af þeim toga sem
Kanadamenn hafa nú gripið til, þeg-
ar fólk hefur framið ofbeldisverk
gegn mannkyninu eða náttúruauð-
lind sem mannkynið er háð. Bretar
gáfu fordæmi fyrir 200 árum þegar
þeir sendu herskip til Afríku til að
stöðva þrælaviðskipti. Aðrar þjóðir
sögðu þá að Bretar hefðu farið út
fyrir alþjóðalög en getur nokkur
deilt nú um réttmæti þessara að-
gerða?
Ég veit að það er munur á fólki
og fiski en grundvallaratriðin eru þau
sömu: Hegðun Evrópumanna gagn-
vart fiskimiðunum við Nýfundnaland
er fyrirlitleg og þjóðir verða að taka
af skarið gagnvart henni.
Fiskveiðistjórnun okkar Kanada-
manna hefur ekki alltaf verið upp á
það besta en á síðustu árum höfum
við reynt að taka á því vandamáli
og takmarkað veiðar. Evrópusam-
bandið hefur hins vegar gersamlega
horft fram hjá þessu og Kanada
hefur ekki tekið mið af aðferðum
Evrópumanna sem hafa reynt að
veiða hvern fisk sem finnst í sjónum
og falið sig á bak við falsanir og
lygar,“ sagði Wells.
Hann sagðist vona að aðgerðir
KanadaStjórnar flýti þeim degi þegar
þjóðir heimsins, vonandi undir merki
Sameinuðu þjóðanna, geri samning
um stjómun á veiðum úr flökkustofn-
um. „Það eru vísbendingar um að
þetta geti náðst fram en við getum
ekki beðið eftir því hér því grálúðu-
stofninn gæti þurrkast út á meðan,“
sagði Wells.
Veiðar á ný
Kanada og Evrópusambandið
deila hart eftir að kanadísk varðskip
tóku spænska togarann Estai á
Miklabanka fyrir utan 200 mílna
fískveiðilögsögu Kanada. Mikli banki
var öldum saman talinn til gjöfulustu
fiskimiða í heimi en nú eru flestir
fiskistofnar nánast horfnir vegna
ofveiði, og það er ekki síst rakið til
veiða Spánveija og Portúgala utan
landhelgi Kanada. Mikli banki nær
á tveimur stöðum út fyrir 200 mílna
lögsögu Kanada, á svokölluðu 1 Nefi
og Hala. Á ákveðnum tíma ársins
leitar fiskurinn út fyrir landhelgina
að mörkum landgrunnsins og þar
hefur rányrkjan átt sér stað.
Grálúðan er nánast eina botnfisk-
tegundin sem nú er veiðanleg í Mikla
SKIPVERJAR spænska togarans Estai, sem kana
bíða í forsal lúxushótels í St. John’s. Búist er
EMMA Bonino, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði í gær ESB reiðubúið til samningavið-
ræðna við kanadisk sljórnvöld, létu þau spænska togarann lausan.
banka og hófu spænskir og portúg-
alskir togarar að veiða hana fyrir 5
árum á svæðinu eftir að þorskstofn-
inn á svæðinu hrundi. Á síðasta ári
veiddu skip Evrópusambandsins um
40 þúsund tonn af grálúðu, sem var
um 20 þúsund tonnum minna en
árið 1993 þrátt fyrir óbreytta sókn.
Því var talin hætta á ofveiði og fyr-
ir viku ákvað Kanadastjórn að banna
grálúðuveiðar utan kanadísku lög-
sögunnar í tvo mánuði á grundvelli
laga um vemdun og viðhald fiski-
stofna sem sett vora í Kanada í fyrra.
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndin, NAFO, hafði áður ákveðið
að grálúðukvóti Evrópusambandsins
á þessu ári yrði 3.400 tonn af 27
þúsund tonna heildarkvóta á svæð-
inu. Evrópusambandið mótmælti og
gerði kröfu um 18.600 tonna kvóta
og þá lýstu Kanadamenn yfir veiði-
banni.
Eftir töku Estai fóru aðrir
spænskir togarar af svæðinu og
hættu veiðum en síðdegis í gær bár-
ust fréttir af því að 17 togarar hefðu
hafið veiðar á ný, samkvæmt skipun
útgerðanna á Spáni, þrátt fyrir hót-
anir Kanadastjórnar að taka fleiri
togara.
Engin niðurstaða í dómsmáli
Ekki fékkst niðurstaða í gær í
máli Estai og skipstjóra hans,
Enrique Davila Gonsalez. Stutt rétt-
arhald var í málinu í gær í héraðs-
dómi St. John’s en þar var málinu
frestað til 20. apríl.
Gonsalez og Estai hafa verið
ákærð fyrir veiðar sem bijóti í bága
við lög um friðun og stjómun fiski-
stofna. Hámarksrefsing samkvæmt
lögunum er upptaka skipsins og sekt
sem jafngildir nærri 3,5 milljónum
króna.
Skipstjórinn er fijáls ferða sinna
þangað til gegn tryggingu en veij-