Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni „Litlar konur“ Svona bók ættirðu að „Litlir veiðihundar“ reyna að skrifa. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Um kvótakaup Frá Pétrí Bjamasyni: ÞAÐ gerðist eitt sinn í búskapartíð Bakkabræðra að er þeir ráku saman hjarðir sínar um haust að þeir fundu í safninu kálf sem ekki hafði þrifist. Þeir létu hann því ekki í hús með öðrum kálfum, heldur tóku hann inn í bæ og ólu hann þar á því besta sem búið hafði uppá að bjóða og þreifst hann þar vel. Um vorið þegar átti að hleypa honum út kom í ljós að hann hafði stækkað svo vel að hann gekk ekki út um bæjardyrnar og urðu þeir því að aflífa hann inni í bænum. Þetta búskaparlag tóku Austur- vallabændur upp eftir þeim árum seinna. Þeir áttu sér kálfræfil, sem vanalinn hafði verið um allmörg ár. Þeir nefndú hann Sægreifa. Þeir tóku hann inn í bæ sinn og báru í hann það besta sem þeir höfðu und- ir höndum og dafnaði hann þá vel. Ekki leið á löngu þar til þarfir hans jukust svo að ekki var hægt að full- nægja þeim með þeim efnum, sem fyrir hendi voru, og tóku þeir fóstrar hans þá að fara fram á það við þjóð- ina að leyfa veðsetningu á eignum hennar til áframhaldandi eldis hans. Þannig hafa þarfir sægreifanna í kvótakerfinu vaxið svo að hann rúm- ast ekki lengur í efnahagskerfi þjóð- arinnar og verður því að hverfa. Eitt af þeim atriðum sem nú er talað um að semja í reglugerð er að banna netaveiðar á bátum minni en 30 tonn í 4 mánuði til bjargar þorskstofninum. En samt verður áfram leyfilegt að margfalda dýpt netanna á stærri bátunum svo að veiði þeirra vaxi að sama skapi. Það er alltaf sama aðferðin sem beitt er að aka frá þeim smærri og flytja til þeirra stærri. Eðlilegri friðunaraðgerðir hefði verið að banna alfarið næturlegu neta í sjó um einhvern tilgreindan tíma, þannig að sé báturinn í landi þá séu netin líka í landi. Þá hefði sá hluti flotans, sem ekki ber veiðar- færi sín fram og til baka í hverri sjóferð orðið að snúa sér að öðrum veiðiaðferðum á meðan og sú hætta að menn á litlum bátum væru að leggja net í sjó undir versnandi veð- ur með hættu á að geta ekki dregið næsta dag, lagst af. Það er almanna- rómur að litlir netabátar, sem draga 2-3ja nátta net vegna veðurs, kasti öllum fiskinum vegna þess að fyrir hann fæst lítið verð en hann dregst frá kvóta. Stærri bátarnir mundu róa með net sín eins og iínu, leggja und- ir morgun og draga upp að kvöldi, þannig mundi netagirðingin, sem nær samfellt frá Hornafirði vestur með og norður á Breiðafjörð rofna á hveiju kvöldi og hrygningarfiskur ná að ganga eðiilega. Annað sem heyrst hefur er að banna eigi fleiri vinnsluskip. Eðli- legra hefði verið að banna fjölgun vinnsluskipa innan lögsögunnar, en láta útgerðarmenn sjálfráða ef þeir vildu byggja vinnslup til veiða utan lögsögunnar, til dæmis til makríl- veiða eða annarra tegunda sem við nytjum ekki ennþá. Það er löngu orðið tímabært að beltaskipta lögsögunni og skilgreina hluta hennar sem strandveiðisvæði og hluta hennar sem úthafsveiði- svæði fyrir þau vinnsluskip sem þeg- ar eru til. Strandveiðiskip (bátar og ísfisk- togarar) sem fiska fyrir landvinnslu- stöðvar hefðu allt svæðið innan 50 mílnanna á vetrum en á sumrum yrðu togararnir að vera fyrir utan það svæði. Bátunum sé skipt í stærð- arflokka og banndagakerfi fyrir hvern flokk miðað við að hráefnisað- burður að vinnslustöðvunum yrði sem jafnastur miðað við þarfir þeirra. Sérveiðiskip (rækja, síld og loðna) séu í sérflokki, eftir ástandi þeirra stofna hverju sinni. Fullvinnsluskip séu öll utan 50 mílna allt árið og yfir allan flotann gildi sú regla til reynslu í 3 ár að fara algjörlega eftir forsögn Haf- rannsóknastofnunar þar sem reynsl- an hefur sýnt að þær stjórnvaldsað- gerðir sem gripið hefur verið til umfram það sem Hafrannsókna- stofnun hefur ráðlagt hafa leitt til ills eins fyrir afkomu þjóðfélagsins og ástands fiskistofnanna. Gildi friðunar fyrir togveiðarfær- um hefur lengi verið ágreiningsefni milli fiskimanna. En ég held að frið- unin í Breiðafirði og við Vestmanna- eyjar hafi sýnt að þær sanni gildi sitt. Hér á Vestfjarðamiðum hefur tog- veiðiálagið verið einna mest á land- inu. Allt utan frá Hala og upp að íjórum mílum á köflum og síðan dragnóta og innfjarðarrækjuveiðar hafa skafið og skeint slóðina inn á innstu víkur og fjarðarbotna. Það er löngu kominn tími til þess að skipuleggja bæði svæði og tíma- bundið notkun hinna ýmsu veiðar- færa, sem notuð eru á Vestfjarða- miðum með hliðsjón af þeim ár- angri, sem náðst hefur, bæði í Vest- mannaeyjum og við Breiðafjörð. Þyrftu svæðasamtökin svo sem fjórðungssambönd og verkalýðs- hreyfingin ásamt sjómannasamtök- unum að láta málið meira til sín taka. PÉTUR BJAR-NASON, Silfurgötu 2, ísafirði. Athugasemd við opið bréf Sverris Olafssonar Frá Sigurði G. Valgeirssyni: VEGNA fyrirspurnar Sverris Ólafs- sonar til Gunnars Kvaran í Morgun- blaðinu, sunnudaginn 12. mars, sem hljóðar svo: „Hefur þú einhvern tím- ann reynt að hafa áhrif á val Ríkis- sjónvarpsins á „Listamanni vikunn- ar“?“ vil ég taka eftirfarandi fram: Gunnar Kvaran hefur aldrei reynt að hafa áhrif á val myndlistar- manns vikunnar í Dagsljósi, hvorki þegar Sverrir Ólafsson var valinn né aðrir myndlistarmenn. Eg vil benda Sverri Ólafssyni á að með þessari fyrirspurn er hann að gera ritstjórn Dagsljóssþáttarins tortryggilega. Eg vona, Sverris vegna, að hann hafi traustari heimildir á bak við aðrar fyrirspurnir sínar. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON, ritstjóri Dagsljóss. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.