Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAGSSTARF
Morgunblaðið/Sverrir
FÉLAGSHEIMILI IR-inga við Skógarsel í Mjódd, sem skóflustunga var tekin að 14. júlí 1992. Með tilkomu þess skapast alveg nýir möguleikar fyrir félagsstarfið.
CLAUSEN-bræður voru meðal af-
reksmanna ÍR sem viðstaddir voru
vígslu ÍR-heimilisins. Þorbergur
Halldórsson formaður félagsins tek-
ur hér á móti Hauki.
GESTIR skoðuðu sögusýningu í
íþróttasalnum. Meðal þeirra var for-
maður KR, Kristinn Jónsson (t.h.).
Bylting fyrir
félagsstarf IR
*
IR-ingar vígðu nýtt félagsheimili á afmælisdegi
félagsins, 11. mars. Við sárna tækifæri kusu þeir
þijá fyrrverandi afreks- og forystumenn
sem heiðursfélaga
*
œ-ingar vlgðu nýtt félagsheimili
við Skógarsel í Mjódd á laugar-
dag, en þann dag var félagið
stofnað fyrir 88 árum. Þorbergur Halldórs-
son formaður ÍR sagði, að með tilkomu
hússins ætti sér stað bylting í allri félagsað-
stöðu. Margt eldri og yngri afreksmanna
félagsins var viðstatt athöfnina ásamt fjölda
velunnara ÍR.
ÍR-heimilið er 1.271 fermetri að stærð á
þremur hæðum. í kjallara er íþróttasalur,
sem að sögn Þorsteins Þorsteinssonar ritara
bygginganefndar var ekki ráðgerður í upp-
hafi en varð til vegna dýptar niður á klöpp.
Á fyrstu hæð eru búningsklefar og böð
sem nýtast vegna íþróttastarfsemi á félags-
svæðinu. Á efstu hæð eru samkomu- og
fundarsalir svo og vinnuherbergi fyrir
íþróttadeildir ÍR sem eru átta.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir aðstoðarprestur
í Seljasókn blessaði ÍR-heimilið og þá starf-
semi sem þar mun fram fara. Sagði hún
að þar ræktuðu menn sálina og andann og
vitnaði I því sambandi í heilaga ritningu
þar sem segir:
Ef Drottinn byggir ekki húsið,
erfíða smiðlmir til ónýtis.
Ef Drottinn vemdar eigi borgina,
vakir vörðurinn til ónýtis.
Reynir Sigurðsson fulltrúi formannafé-
lags IR greip niður í frásögn Haraldar Jo-
hannessen formanns ÍR í aldarfjórðungs
minningarriti félagsins frá 1932. Sagði
Reynir, að nú væri draumsýn Haraldar um
að félagið ætti stórt og vandað íþróttahús
á sjöunda áratugnum, með öllum þeim
þægindum sem slíku húsi þyrftu að fylgja,
að hluta til orðin að veruleika.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
var viðstödd vígsluathöfn ÍR-hússins og
flutti kveðjur frá borgarstjórn Reykjavík-
ur.
Við athöfnina var lýst kjöri þriggja heið-
ursfélaga ÍR en þann sóma hlutu Þorsteinn
Bernharðsson fyrrverandi formaður IR,
Finnbjörn Þorvaldsson afreksmaður í frjáls-
íþróttum og Einar Ólafsson leikmaður og
þjálfari í körfuknattleik í áratugi.
í tilefni húsvígslunnar var efnt til mynda-
sýningar í íþróttasal IR-heimilisins. Þar
hafði verið komið upp um tvöþúsund ljós-
myndum sem vörpuðu ljósi á ýmsa atburði
í íþrótta-, félags- og framkvæmdastarfi
félagsins.
KJÖRI þriggja heiðursfélaga ÍR var
lýst á afmælisdegi félagsins (f.v.):
Þorsteinn Bernharðsson fyrrverandi
formaður, Einar Ólafsson og Finn-
björn Þorvaldsson.
vlöSLUHÁTIÐ
j| HEIMIUÐ við skogarsel
11. MARS 1995
ÞORBERGUR Halldórsson formaður
ÍR setur vígsluhátíðina í nýja félags-
heimilinu við Skógarsel í Mjódd.
RÚNAR Steindórsson skíðamaður (t.v.), fimleikakonurnar Laufey Einarsdótt-
ir og Halidóra Guðmundsdóttir og Guðmundur Þórarinsson voru við vígsluna.
FJÖLMENNI var við vígslu ÍR-heimilisins í Mjódd laugardaginn
11. mars en þann dag fyrir 88 árum var ÍR stofnað.