Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Þórdís Ólafs- dóttir Almeida fæddist 5. júlí 1926. Hún Iést í Landa- kotsspítala 10. mars 1995. Foreldrar hennar voru Ólafur P. Ólafsson, veit- ingamaður, f. 3.1. 1898, d. 1965, og Helga P. Sigurðar- dóttir f. 7.9. 1901, d. 1983. Þórdís var ~M' sú fjórða í röðinni af níu systkinum, nú eru sjö á lífi. Þórdís giftist Ró- bert L. Stevens hermanni í landgönguliði Bandaríkjaflota 1944. Þau skildu 1957. Þórdís gekk að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, Marcelo Almeida, f. í Quito í Ekvador 17.8. 1973. Þórdís lærði hárgreiðslu hjá Stellu Tryggvadóttur 1943 og 1944 og starfaði við það æ síðan í Bandaríkjunum. Þórdís verð- ur jarðsungin frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 15. mars kl. 13.30. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfí Jesús í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér (H. Pétursson) Þá er Dísa systir farin frá þessum táradal en minningin um Dísu syst- ur mun lengi lifa. Hún var sú sem við öll unnum, dáðum, vorum hreyk- in af, systkini og frændfólkið allt. Öllum vildi hún vel gera og sárt fann hún til með þeim sem bágt áttu. Oft heimsótti ég Dísu systur til Ameríku og var manni alitaf tekið jafn vel og innilega af henni og hennar ástkæra eiginmanni Marcelo því þau voru svo lík í hugs- un og æði. Við vorum systur og bestu vinkonur frá því að við vorum böm í heimahúsum og er því margs að minnast og söknuðurinn er sár. Bið ég góðan guð að taka vel á móti Dísu systur og að styrkja Marcelo í hans mikha sorg. Elín Ólafsdóttir. Ein af fyrstu endurminningunum um Dísu föðursystur mína er, þegar hún kom með Marcelo manni sínum til heimilis okkar í Maryland í Bandaríkjunum. Sólin skein, eins og hún gerði svo oft í þá daga, og ég og systur mínar og bróðir tróðum okkur inn í aftursætið á nýja bílnum þeirra full hrifningar og eftirvænt- ingar. Það var alltaf hátíð, þegar Dísu frænku og Marc- elo bar að garði. Ef hún kom ekki sjálf, sendi hún okkur gjafir. Á þessum árum, er efnin vorú ekki upp á marga fiska, lífgaði Dísa frænka upp á jólin hjá okkur með gjöfunum, sem hún sendi. Einn heitan sumar- dag fengum við Dísa systir og María frænka að heimsækja Dísu og Marcelo til Columbus í Ohio. Við vorum bara tólf og ellefu ára gaml- ar svo að okkur fannst við vera heilmiklar dömur að fá að ferðast aleinar með Greyhound-vagni alla leið til Ohio. Þegar Marcelo fór til vinnu sinnar þutum við dömurnar niður í hárgreiðslustofuna hennar Dísu og settumst í stólinn hjá henni eins og fínar frúr lesandi kvenna tímarit með skvaldri og hlátri á meðan hún greiddi okkur og reyndi að gera úr okkur fínar dömur. Dísa var mjög gefandi mann- eskja og greiðvikin. Með aldrinum skildist mér að gjafmildi hennar var ekki aðeins bundin jólunum. Einu sinni á fjórða júlí-hátíð benti hún mér á, að ég ætti að veita dóttur minni Dísu meiri ástúð. Síðan sagði hún að ég ætti að dansa við dóttur mína, af því að hlýjustu end- urminningar hennar sjálfrar væru þegar hún var lítil stelpa og móðir hennar dansaði við hana í dagstof- unni hjá þeim. Litla dóttir mín nýt- ur góðs af þessari ráðleggingu Dísu frænku. Það voru ekki margir ættingjar í næstu nálægð, er við vorum að vaxa úr grasi, en Dísa frænka var alltaf nálægt, þó að hún byggi langt í burtu, en það var okkur mjög dýrmætt. Fyrir það langar mig nú að taka Dísu frænku, og fyrir sum- ar af mínum björtustu endurminn- ingum. Megi mín kæra frænka vera Guði falin og hvfla í friði. Marcelo, manni hennar votta ég mína dýpstu samúð í hans miklu sorg. Helga Pálína Sigurðardóttir. Dísa frænka er dáin. Sorgleg tíð- indi bárust um fjölskylduna, bæði vestanhafs og hér heima. Allir voru harmi slegnir og þrumulostnir eins og eitthvað hefði gerst sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þannig persóna var hún Dísa frænka mín, svo fuíl af lífí, ást og umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og. þá sérstaklega systkinabörnum og barnabömum, að ekkert var fjar- lægara í mínum huga en dauði hennar. Jafnvel þó hún væri helsjúk er hún kom í síðustu ferð sína heim og færi beint á sjúkrahús þá talaði hún ekki um veikindi sín heldur framtíðaráform. Hún og Marcelo ætluðu að kaupa íbúð og setjast hér að, en fyrst þurfti hún að vera á sjúkrahúsinu um stund meðan hún fengi lyíjameðferð, því veikind- in sem fyrst létu á sér bera fyrir tveim árum hefðu tekið sig upp. Ég sat við sjúkrarúm Dísu frænku minnar og hlustaði á hana sannfæra mig um að hún yrði ekki lengi á sjúkrahúsinu. Þegar hún væri búin í meðferðinni þá yrði allt gott aftur og hún kæmi í heimsókn og vildi fá góðan íslenskan mat og síðan ætti hún eftir að skoða nýja skólann minn. Jú, ég sá að þetta var allt saman rétt og var alveg róleg og ánægð með þessar skýring- ar og við sátum og borðuðum rjóma- kökur og spjölluðum um heima og geima, ég mamma og Dísa eins og svo oft áður. Svona var Dísa, hún gat breytt slæmum kringumstæðum í góðar með því að vera hún, það var henn- ar lífsviðhorf, „hafírðu ekkert já- kvætt að segja, skaltu þegja“. Ég sé nú hvað þessi stund á sjúkrahús- inu þennan laugardag var dýrmæt. Hefði ég verið þess fullviss þá að hún væri dauðvona þá hefði sam- veran verið þrungin sorg. Hefði ég vitað þá að þetta væri síðasta spjall- ið okkar veit ég ekki um hvað við hefðum talað. Hefði ég vitað þá að hún yrði horfin okkur úr þessari jarðvist eftir örfáa daga hefði það verið óbærilegt. Ég þakka þér, elsku Dísa mín, allar samverustundirnar gegnum lífíð alveg frá barnæsku minni. Minningamar mun ég geyma sem mín dýrmætustu djásn. Megi Guð launa þér góð verk þín og elsku, og gefa þér, kæri Marc- elo, styrk í þinni miklu sorg. Bára Magnúsdóttir. Mér þótti svo vænt um Dísu, hún var langbesta frænka sem hægt er að hugsa sér. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Ég skil ekki af hverju Guð þurfti endilega að velja Dísu. Þó að ég sé bara 11 ára verð ég að koma þessu í blaðið til að sýna hve mikið ég sakna hennar. Ég mun aldrei gleyma hvað hún var góð. Hún hugsaði um alla nema sjálfa sig. Þetta ljóð er til Dísu. Langt er síðan heyrði ég lóunnar söng. Dapur fínnst mér dagurinn, dimmm er nótt og löng. (Jakobína Sigurðard.) Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir. Elsku frænka mín er látin eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Minningarnar um Dísu streyma fram, en það sem stendur efst er mynd af glæsilegri konu sem allt vildi gera fyrir aðra, en ekkert þiggja sjálf. Dísa var myndarleg á allan máta og bar heimili þeirra hjóna vitni um það. Dísa hefur ver- ið búsett í Bandaríkjunum undan- farin 40 ár og mestan þann tíma starfað sem hárgreiðslumeistari. Þó Dísa hafí dvalið svo lengi fjarri heimahögunum var hún alltaf mik- ill íslendingur í sér og ætlaði sér alltaf að flytja heim. Hún fékk þó að kveðja þennan heim á íslandi. Dísa mín, ég og eiginkona mín þökkum þér allar yndislegu stund- irnar sem þú gafst okkur og kveðj- um þig í bili með trega í hjarta. Eiginmanni Dísu og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ólafur R. Magnússon, Ása Gíslason. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig að minnast kærrar frænku minnar og vinkonu. Þó Dísa frænka hafí búið erlend- is um margra ára skeið, kom hún oft heim til að heilsa upp á systkini og frændfólk, og voru það okkur öllum gleðifundir. Dísa var frænd- rækin og fylgdist vel með öllum hér heima og reyndar var hugur hennar oft á tíðum allur heima á íslandi og ekki hvað síst nú er hún var komin heim helsjúk, að hún lét sig dreyma um íbúðarkaup, bara með fallegu útsýni yfir fjöllin sem henni fannst hún hefði misst af í stórborg- inni. En allt fór á annan veg, hvorki hún né við ástvinir hennar vissum að sjúkdómur hennar var á það al- varlegu stigi, að þar varð ekki nein- um vörnum við komið. En Dísa vildi ekki gefast upp helsjúk á Landa- kotsspítala og gerði hún áætlanir um framtíð sína og núna ekki er- lendis, heldur hér heima á landinu sínu. Það verður því þannig að Dísa verður lögð til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna í Fossvogskirkju- garði, með útsýni til allra átta. Eiginmaður Dísu, Marcelo AI- meida, kom heim með henni og hefur hann ásamt systkinum henn- ar ekki vikið frá dánarbeði hennar. Þau hjónin eignuðust ekki börn, svo söknuður hans og tómleiki við missi hennar er því meiri. Við Ási, börnin okkar og tengdabörn, minnumst Dísu með söknuði og sendum Marc- ÞÓRDÍS ÓLAFS- DÓTTIR ALMEIDA + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, + Maðurinn minn, SARA MAGNÚSDÓTTIR, ÓSKAR EGGERTSSON lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 13. mars sl. fyrrv. stöðvarstjóri Andakílsárvirkjunar, Erla Eliasdóttir, Jón Ragnar Einarsson, Borgarfirði, Sigrföur Guðrún Elíasdóttir, Magnús Elíasson, Erna Jóhannsdóttir, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þann 14. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Elias Fells Elíasson, Anna M. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hrafnhildur Þorgeirsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GEORGÁRNASON leigubílstjóri, Efstalandi 18, andaðist í Landspítalanum 13. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Kristjánsdóttir, Ólafur H. Georgsson, Marfa Inga Hannesdóttir, Auðun Georg Olafsson, Selma Víðisdóttir, Kári Pétur Ólafsson. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURBJÖRN ÞÓRARINSSON, Hvassaleiti 23, er andaðist 9. mars sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. mars kl. 13.30. Friðbjörg Pétursdóttir, Árni Sigurbjörnsson, Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir. elo eiginmanni hennar, systkinum, frændum og vinum samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Dísu frænku. Hvíli hún í friði. Turid. Nú er nafna mín og frænka horf- in í það sem við köllum annað líf. Alltaf hefur Dísa verið góð við mig og alla aðra, og Marcelo er góður við alla eins og Dísa var. Svo ég nafna hennar reyni að gera allt til að líkjast henni, vera eins góð, gjaf- mild og skynsöm og hún var. Svo ég vona að hún verði eins góð í næsta lífi og hún var í þessu lífí. Vertu Guði falin frænka mín. Þín, Þórdis. Dísa frænka og vinkona er dáin. Minningarnar hrannast upp í huga manns, ljúfsárar og tregafullar, Af hveiju var hún tekin frá okkur, og það svona fljótt? Þegar að stórt er spurt, verður oft fátt um svör. En minningarnar verða ekki frá okkur teknar. Þegar maður hugsar um Dísu þá dettur manni fyrst í hug stóra bjarta brosið, sem yljaði manni svo oft um hjartaræturnar og hjarta- hlýja sem hún átti nóg af og gaf óspart. Dísa var mjög bjartsýn kona og sagði svo oft „það þýðir ekki annað en horfa á björtu hliðarnar". Annað sem kemur strax upp í huga manns er Marcelo, eiginmaður Dísu. Hjónaband þeirra var einstakt. Þeg- ar þau horfðu hvort á annað fyllt- ust andlit þeirra af slíkri ást og virðingu að unun var á að horfa. Þau voru einhvernveginn eitt. Dísu og Marcelo varð ekki barna auðið, en hún átti okkur öll og við áttum hana alltaf að. Hjá börnunum okkar var það alltaf Dísa amma og Marcelo afi. Dísa var fíngerð og glæsileg kona. Hún hafði næmt auga fyrir fegurð, enda bar heimili þeirra og hún sjálf því glöggt vitni. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundinar sem við áttum saman, sérstaklega þær sem við áttum á heimili þeirra hjóna í Baltimore. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku Marcelo, missir þinn er mikill, megi góður Guð styrkja þig í þinni djúpu sorg. Systkinum og öðrum vanda- mönnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þórhallur, Bertha, Karen, Ástþór. Erfidrykkjur Glæsileg kafB- hlaðborð, fállegir saiir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR nóm uimKiimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.