Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 13
LANDIÐ
Tveir vinir
BÁTURINN og bíllinn bíða eftir
því að snjóa leysi svo að þeir
geti hafið störf á ný fyrir eigand-
ann sem hefur þá heima á hlaði
á Bakkafirði svo hægt sé að fylgj-
ast með þeim.
—(-----------------
Morgunblaðið/Áki Guðmundsson
Ný kirkja Betelsafn-
aðarins í Eyjum vígð
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
LÁRA Vilbergsdóttir.
Nýr tengi-
liður hand-
verks á
Austurlandi
Egilsstöðum - Lára Vilbergs-
dóttir, Egilsstöðum, hefur tekið
við af Þóru Þórarinsdóttur í starfi
tengiliðs á Austurlandi fyrir
Handverk reynsluverkefni.
Hiutverk tengiliðs er að fylgj-
ast með því sem er að gerast í
handiðnaði á svæðinu og miðla
því til höfuðstöðva Handverks.
Allir þeir sem vinna á einn eða
annan hátt við handiðnað, hvort
sem um er að ræða tómstunda-
starf hópa eða einyrkja og eða
fyrirtækjarekstur á Austurlandi
geta leitað til Láru.
Vestmannaeyjum - Betelsöfnuð-
urinn í Vestmannaeyjum vígði fyrir
skömmu nýja kirkju safnaðarins að
Kirkjuvegi 22-24, gamla Sam-
komuhúsinu. Fjölmenni var við
vígsluna og komu gestir víðs vegar
að til að vera viðstaddir.
Húsið sem nú hýsir kirkju Betel-
safnaðarins var í áratugi aðal-
skemmtistaður og bíóhús Eyja-
manna en í mars 1993 keypti Betel
það af ríkissjóði íslands, sem eign-
aðist húsið á nauðungaruppboði.
Frá því söfnuðurinn eignaðist
húsið hafa staðið yfir endurbætur
á því bæði að utan og innan og
hefur orðið mikil breyting á ásýnd
þess. Mestur hluti þeirrar vinnu sem
fram hefur farið í húsinu hefur
verið unninn í sjálfboðavinnu og
hafa þar margir lagt hönd á plóg.
Fjölmörg ávörp voru flutt við
vígslu kirkjunnar, þar á meðal flutti
Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráð-
herra, ávarp og færði söfnuðinum
hamingjuóskir.
Margar gjafir bárust söfnuðinum
á vígsluhátíðinni. Óskar Þór Jó-
hannesson færði gjafabréf fyrir
krossi þeim sem hann smíðaði og
settur hefur verið á húsið. Fíladelf-
íusöfnuðurinn í Reykjavík gaf flygil,
Vestmannaeyjabær gaf málverk,
Gísli Sigmarsson og Oskar Sigurðs-
son gáfu söfnuðinum Kristmyndina
sem stöðvaðist við op brennsluofns-
ins í Sorpeyðingarstöðinni í Eyjum
en auk þess bárust ýmsar fleiri gjaf-
ir.
Kirkja Betelsafnaðarins er í nýrri
hluta hússins, þar sem áður var
svokallaður Litli salur, en breyting-
ar og viðgerðir standa enn yfir á
gamla bíósalnum.
Ríflega 100 manns eru í Betel-
söfnuðinum í Eyjum en á vígsluhá-
tíðinni voru hátt í fimm hundruð
manns, þar af voru 130 gestir ofan
af landi og sjö komu frá Færeyjum.
FJÖLMENNI var við vígslu kirkju Betelsafnaðarins í Eyjum.
ÞORSTEINN Pálsson, kirkjumálaráðherra,
flutti ávarp við vígsluna.
Almanna-
varnir af-
henda nýj-
an björgun-
arvagn
ALMANNAVARNIR ríkisins hafa
afhent sýslumanninum í Rang-
árvallasýslu fyrir hönd Almanna-
varna Rangárvallasýslu og Árnes-
sýslu hengivagn sem hlaðinn er
búnaði til björgunar- og ruðnings-
starfa.
Björgunar- og ruðningsvagninn
var keyptur frá Noregi og er hugs-
aður sem millistig milli „léttrar“
björgunar sem framkvæmd verður
með þeim búnaði sem almanna-
varnanefndum verður gert að halda
fyrir björgunar- og ruðningslið sitt
og „þyngri" björgunar sem fram-
kvæmd er með vinnuvélum.
Farið verður með vagninn um
landið til kynningar fyrir almanna-
varnanefndir landsins og hjálparlið
þeirra og verður haldið áfram að
útbúa fleiri vagna og þeim komið
fyrir í öðrum kjördæmum.
KOMPU
SALAbfe,
I Kolaportinu er kompusala
aíla
markaðsdaga
og bósinn kostar ekki nema
Nú er tilvalið að taka til í
geymslunum og fataskópunum,
panta bós iKolaportinu
og breyta gamla dótinu
í goðan pening.
>Pantanasími V'
er 562 5030 >
KOLAPORTIÐ
muL'ik
Sk !: ' ! ■■
11
Alveg Einstök Gæði
mmmm
sem ekki verður endurtekið!
Aðeins þessi eina sending.
Umboðsmenn um land allt.
AEG
Þvottavél Lavamat 6251
Vinduhraöi 1000 og 700 snúningar ó mín.Ullarvagga.
UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun.
Orkunotkun 1.8 kwst.Öko kerfi. Variomatik vinding.
Verb nú 89.140,- Stabgr. kr. 82.900,-
Venjulegt verb á sambærilegri vél er a.m.k.
12.000,- kr. hærra.
BRÆ Ð U R N I R
DIORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820