Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afskriftarframlög Búnaðarbankans í fyrra minnkuðu um tæpan helming Hagnaður nam 212 milljónum BÚNAÐARBANKINN: Úr ársreikningi 1994 Upphæðir í milljónum króna 1993 1994 Fjármunatekjur, samtals 4.857,6 3.795,5 Fjármagnsgjöld, samtals 2.558,0 1.801,1 Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld án verðbreytingarfærslu 2.299,5 1.994,4 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga (13,9) (8,6) Framlag á afskriftarreikning útlána (1.190,3) (651,4) Hreinar fjármunatekjur eftir framlag í afskriftarreikning útlána 1.095,4 1.334,4 Aðrar rekstrartekjur, samtals 1.273,7 1.392,9 Önnur rekstrargjöld, samtals 2.320,1 2.478,2 Hagnaður án rekstrarafkomu hlutdeildarfélaga 49,0 249,1 Hagnaður af hlutdeildarfélögum 35,0 88,4 Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt 84,0 337,5 Tekju- og eignarskattur (34,9) (125,6) Hagnaður ársins 49,1 211,9 Afskriftareikningur útlána 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 Framlög á afskriftareikning útlána Afskrifuð töpuð útlán 249 354 637 1.190 651 142 130 253 872 835 Afskriftareikningur útlána 447 672 1.056 1.374 1.190 - sem hlutfall af útlánum, áföllum vöxtum og veittum ábyrgðum 1,4% 1,8% 2,7% 3,3% 2,8% Vaxtamunur dróst saman um 320 milljónir en ámóti komu 119 milljónir í auknar þjónustutekjur HAGNAÐUR Búnaðarbanka ís- lands á sl. ári nam alls um 212 milljónum króna samanborið við 49 milljónir árið 1993. Þennan bata í afkomu bankans má fyrst og fremst rekja til minni framlaga í afskriftar- reikning en þau námu 651 milljón samanborið við 1.190 milljónir árið 1993. Á móti kom að vaxtamunur dróst saman á árinu vegna lækk- andi útlánsvaxta og mikillar aukn- ingar innstæðna á nýjasta innláns- reikningi bankans, Stjörnubók, sem skilaði 4,86% raunávöxtun. Jón Adolf Guðjónsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, segir vaxta- mun bankans hafa dregist saman um 320 milljónir milli áranna 1993 og 1994. Reyndar háfi vaxtamunur- inn verið óvenjumikill árið 1993 en sveiflur hafi verið töluverðar und- anfarin ár. Þannig hafi vaxtamunur sem hlutfall af eignum verið 4,46% árið 1990, 4,25% 1991, 3,95% 1992, 4,86% 1993 og 4,18% í fyrra. „Það er ekki óeðlilegt að vaxtamunurinn minnki því við ætlum okkur að draga úr vægi hans en auka á móti tekjur af þjónustugjöldum. Þær jukust um tæplega 10% milli ára sem er í sam- ræmi við okkar stefnu.“ Vaxtamun- ur nam samtals 1.994 milljónum í fyrra samanborið við 2.299 milljónir árið áður. Á þessu ári er gert ráð fyrir að vaxtamunurinn verði ennþá minni og hefur það þegar komið í ljós á þeim tíma sem liðinn er af árinu. Varðandi afskriftir útlána segir Jón að bankinn sé kominn yfir erfið- asta hjallann í þeim efnum. Þess sé vænst að afskriftarframlögin geti minnkað úr um 651 milljón í fyrra í um 450 milljónir á þessu ári. Minnkandi útlánaafskriftir megi meðal annars rekja til þess að bank- inn lauk við að afskrifa töpuð útlán vegna Hótel íslands á sl. ári en þau hafa íþyngt honum verulega á und- anförnum árum. Hótelið var sem kunnugt er selt Hótel Sögu á síð- asta ári. Stöðugildum fjölgaði um 14 Laun og launatengd gjöld Búnað- arbankans námu alls 1.180 milljón- um og jukust um 3,5% á árinu. Stöðu- gildum fjölgaði um 14 á árinu sem rekja má til nýs útibús bankans í Hafnarfirði, fjölgunar í stoðdeildum bankans og aukinna verkefna. „Við höfum lagt mikla áherslu á að auka fræðslu við okkar viðskiptavini sem hefur krafist mikils framlags frá starfsfólki okkar. Það verður haldið áfram á þeirri braut enda hafa við- tökur viðskiptavina verið afar góðar. Heimilin virðast vera tilbúin að til- einka sér þá fræðslu og aðstoð sem bankinn býður fram.“ Þar að auki lagði bankinn til hliðar um 37 milljón- ir vegna lífeyrisskuldbindinga. Annar rekstrarkostnaður bankans hækkaði á sl. ári um 11% og segir Jón Adolf að það eigi sér sérstakar skýringar. „Kostnaður við rekstur fasteigna hefur hækkað milli ára vegna framkvæmda hér innanhúss en að frátöldum þessum óreglulegu gjöldum hækkar annar rekstrar- kostnaður um 4,3%. Hlutdeild bankans í hagnaði dótt- urfélaga nam á sl. ári 88 milljónum samanborið við 35 milljónir árið áð- ur. Þetta er hlutdeild í hagnaði Lýs- ingar, greiðslukortafyrirtækjanna og Kaupþings. Þar að auki hagnaðist hótelfélag bankans, Urður hf., um 35 milljónir. Þetta fyrirtæki yar á sínum tíma stofnað um Hótel ísland en var lagt niður á sl. ári í kjölfar sölu hótelsins. Hagnaður Búnaðarbankans fyrir skatta nam alls 337 milljónum en að teknu tilliti til 125 milljóna skatta er lokaniðurstaðan 212 milljóna hagnaður, sem fyrr segir. Jón Adolf leggur áherslu á að bankinn hafi greitt háar flárhæðir í tekju- og eignaskatta undanfarin ár eða sam- tals um 383 milljónir króna sl. fimm ár. HARÐNANDI samkeppni á íslenska olíumarkaðnum og hugsanleg inn- koma Irving Oil á markaðinn þýðir að Skeljungi hf. er nauðsynlegt að draga úr kostnaði á öllum sviðum í rekstri fyrirtækisins, að því að Indr- iði Pálsson, stjórnarformaður Skelj- ungs sagði á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Hann sagði að nú væri unnið að sparnaðaraðgerðum og hann væri þess fullviss að þær myndu mæta •skilningi starfsmanna. Á fundinum var samþykkt að greiða 10% arð af hlutafé til hlut- hafa og að auka hlutafé um 10% HEILSUBÓTAR- DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPPLÝSINGASÍMI 554-4413 MILLI KL. 18-20 VIRKADAGA SIGRÚN OLSEN OG I>ÓRIR BARÐDAL Eigið fé bankans var í árslok 3.781 milljón og hafði aukist um 220 millj- ónir á árinu. Var eiginfjárhlutfall samkvæmt Bis-reglum 10,6% í árslok samanborið við 9,8% árið áður. Er það vel yfir tiiskildum 8%-mörkum sem kveðið er á um í reglunum. Má rekja hækkun hlutfallsins milli ára í senn til hagnaðar á sl. ári og lækkun- ar á niðurstöðutölu efnahagsreikn- ings. Innlán jukust um 4,7% Innlán Búnaðarbankans að verð- bréfaútgáfu undanskilinni voru 34,2 milljarðar í árslok og höfðu aukist um 4,7%. Hlutdeild bankans í innlán- um banka og sparisjóða jókst á árinu úr 20,7% í 21,2%. Útlán námu 37,7 milljörðum um áramót og jukust um 1,2%. Hins vegar varð samdráttur í vissum þáttum útlánastarfseminnar því erlend endurlán lækkuðu um 1.050 milljónir og afurðalán til land- búnaðar og sjávarútvegs minnkuðu um rúmlega 800 milljónir. Lausafjárstaða Búnaðarbankans var góð allt síðastliðið ár og var lausafjárhlutfall að meðaltali 16,4% yfir árið eða 3,4 prósentustigum hærra en árið áður. Lausafjárstaðan var hæst í ágúst þegar hún fór í 20,3% en fór síðan lækkandi til ára- móta. Nauðsynlegt að standa vel að „hlutafélagavæðingu" Jón Adolf var að lokum spurður um hver væru viðhorf stjórnenda bankans til þess að breyta honum í hlutafélag og jafnvel bjóða hlutabréf- in til sölu á markaði. „Við erum nú ekki ofsatrúarmenn á formið. Fyrir mestu er að rekstur gangi vel. Verði það niðurstaðan að breyta bankanum í hlutafélag er gríðarlega mikið at- riði að vel sé staðið að slíkum breyt- ingum. Með góðum undirbúningi og fullu samstarfi við viðskiptamenn og starfsmenn þá finnst mér það koma til greina að breyta bankanum í hlutafélag. Þegar að því kemur að selja hluta- bréfin þá tel ég eðlilegt að viðskipta- menn og starfsmenn hafi forkaups- rétt að bréfunum. Ég tel að bankinn hafi að fullu staðið við sínar skyldur gagnvart eiganda sínum og ekki ver- ið honum íþyngjandi heldur þvert á móti. Bankinn hefur sjálfur tekið á sig þau áföll sem hann hefur orðið fyrir.“ með útgáfu jöfnunarhlutabréfa þannig að hlutafé Skeljungs verður að því loknu tæpar 568 milljónir króna. Indriði sagði árið 1994 hafa að ýmsu leyti markað tímamót í olíuvið- skiptum á íslandi: útboð í olíuvið- skiptum hefðu aukist og fellt hefði verið niður ákvæði sem skyldaði olíu- félögin til að selja olíuvörur á sama verði alls staðar á landinu. Ljóst væri að stöðugleiki í afkomu og markaðshlutdeild olíufélaganna væri ekki eins sjálfgefinn og áður. Þrátt fyrir hina harðnandi sam- keppni var markaðshlutfall olíufélag- anna í fyrra nánast óbreytt. Þannig var hlutdeild Skeljungs í sölu bensíns á bíla 32,3% árið 1993 en 32,1% í fyrra. Nokkur samdráttur var í sölu Skeljungs á gas- og svartolíu tii skipa og munaði þar miklu um litla loðnu- veiði sl. haust, en einnig sýndi Skelj- ungur varkárni í sölu á eldsneyti til úthafsveiðiskipa. Sala Skeljungs á efnavörum, einkum plasthráefni og leysiefni til iðnaðarframleiðslu, nam 425 milljónum í fyrra, sem var tvö- földun frá fyrra ári. Mikil aukning varð einnig í smávörusölu, eða um 13%. Hlutabréfakaup 40 millj- ónir í Flug- leiðum STÆRSTU hlutabréfaviðskipti ársins voru skráð á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Þar var um að ræða viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum hf. að nafnverði 23 milljónir króna á genginu 1,74. Markaðsvirði viðskiptanna var því rúmar 40 milljónir. Viðskiptin með Ftugleiðabréfin eru þau stærstu sem hafa verið skráð á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum þar sem af er árs, að undanskildum viðskiptum með hlutabréf í Lyijaverslun rík- isins í kjölfar sölu ríkisins á þeim bré/um. Á genginu 1,74 er markaðs- virði hlutabréfa í Flugleiðum 3.578 milljónir og viðskiptin sem skráð voru í gær því um 1,1% af heildarmarkaðsvirði félagsins. Námskeið um áhættu- stjórnun ÞORSTEINN. Þorsteinsson, for- stöðumaður innlánasviðs Nor- ræna ijárfestingabankans í Hels- inki, heldur námskeið á vegum End- urmenntun- arstofnunar Háskóla ís- lands á morg- un, fimmtu- dag kl. 15-19. Námskeið- ið ber yfir- skriftina „Erlendir fjármagns- markaðir og áhættustjórnun" og meðal efnis á því má nefna lýs- ingu á alþjóðlegum ijármagns- markaði og lántökum íjármála- stofnana, helstu áhættuþáttum við samræmingu inn- og útlána og hvernig má, t.d. með framvirk- um vaxta- og skuldaskiptasamn- ingum forðast þá áhættu. Einnig verður markaðsmati og áhættuþáttum við slíka samninga gerð skil. Áhersla verður lögð á hagnýtingu framvirkra samninga í rekstri en ekki verður farið í stærðfræðilegar undirstöður. Morgunblaðið/Þorkell Indriði Pálsson „Skýlaus mismunun" hjálpar Irving Oil Indriði vék að umsókn kanadíska félagsins Irving Oil til starfsemi hér á landi. „Umræðan á opinberum vett- vangi og afgreiðsla stjórnvalda á erindi þessa erlenda aðila, svo og afstaða sumra Ijölmiðla sem um málið hafa fjaliað hefur vakið furðu þeirra sem fyrir eru á markaðnum," sagði hann. Aukin samkeppni væri fagnaðarefni, en svo „skýlaus mis- munun“ milli aðila sem feldist í af- greiðslu borgaryfirvalda á erindi Ir- ving Oil gæti skaðað eðlilega sam- keppni. Stjóm Skeljungs var endurkjörin á fundinum, en hana skipa auk Indr- iða Pálssonar þeir Björn Hallgríms- son varaformaður, Jónatan Einars- son, Hörður Sigurgestsson og Sig- urður Einarsson. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. mars 1995. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.987.308 kr. 1.197.462 kr. 119.746 kr. 11.975 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cSd HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Skeljungur hf. greiðir 10% arð Aukin samkeppni kallar á sparnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.