Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Deilt um dýraflutninga París. Reuter. FRAKKAR sögðu í gær að Evrópu- sambandið myndi innan skamms reyna að leysa deiluna um flutning dýra til slátrunar, sem staðið hefur undanfama tuttugu mánuði. Dýravemdunarsinnar hafa harð- lega mótmælt því að dýr séu oft flutt landa á milli við mjög slæman aðbúnað. Eru mjög deildar meining- ar um þessa flutninga í norður- og suðurhluta Evrópu. Vilja ríki í norðurhluta Evrópu, t.d. Svíþjóð og Þýskaland, að settar verðir reglur um hámarksflutnings- tíma og aðbúnað þeirra. ítalir telja aftur á móti að síðasta málamiðlun- artillaga Frakka, sem hafnað var í febrúar, gangi of langt. „Við munum ræða þetta mál á næsta landbúnaðarráðherrafundi og reyna að finna lausn,“ sagði Jean Puech, landbúnaðarráðherra Frakklands, að loknum þriggja daga óformlegum fundi evrópska landbúnaðarráðherra. Næsti fundur ráðherranna verður haldinn 27.-28. mars. Embættismenn sögðu hins vegar takmarkaðar líkur á því að lausn fyndist þar sem Frakkar hygðust ekki leggja fram neinar nýjar hug- myndir. Prófun á reglum Schengen tókst illa • FYRSTA „æfing“ Austur- ríkismanna í að beita reglum Schengen-samkomulagsins við ytra landamæraeftirlit, tókst af- leitlega. Hert eftirlit hafði í för með sér umferðaröngþveiti og allt að níu tíma bið ferðamanna við landamærastöðina Nickels- dorf, á landamærunum að Ung- verjalandi. • FORSÆTISRÁÐHERRA Bæjaralands, íhaldsmaðurinn Stoiber, vill að einkaréttur fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins á frumkvæði að laga- setningu verði afnuminn. Stoib- er vill að bæði ráðherraráð ESB og svæðanefndin svokallaða, þar sem sitja fulltrúar héraða og sjálfstjórnarsvæða innan ESB- ríkja, fái að leggja fram tillögur um Evrópulöggjöf. • WTO, Alþjóðaviðskiptastofn- unin, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að umbætur á landbúnaðarkerfi ESB hafa meðal annars skilað sér í minni offramleiðslu og þar af leiðandi minni útflutningi á nautakjöti. Þetta er talið gefa öðruní ríkj- um, til dæmis Austur-Evrópu- löndum, meira svigrúm á heims- markaðnum fyrir nautakjöt. • SAMSKIPTIESB og ísraels eru nú stirð vegna ásakana í garð ísraela um að þeir hindri að aðstoð Evrópuríkja, sem ætl- uð er Palestínumönnum, fari rétta leið. íraels stjórnvöld hafa neitað ESB um leyfi til að opna skrifstofu í Austur-Jerúsalem, sem myndi fylgjast með fram- kvæmd aðstoðar ESB við Palest- ínumenn. Myntbandalag bönkum dýrt Brussel. Reuter. SAMBAND viðskiptabanka innan Evrópusambandsins telur að upp- taka sameiginlegs gjaldmiðils sam- bandsins geti haft allt að 40 millj- arða ecu (3.280 milljarða króna) kostnað í för með sér fyrir banka- kerfi aðildarríkjanna. Þessi ályktun er dregin af könn- un, sem sambandið gerði meðal banka innan vébanda sinna. Fram- kvæmdastjórn ESB hafa verið af- hentar niðurstöðurnar. Þar kemur einnig fram að það muni taka viðskiptabanka þijú til fjögur ár að undirbúa upptöku sam- eiginlegrar myntar, eftir að ákvörð- un um slíkt hafí verið tekin. Núver- andi markmið Evrópusambandsins, samkvæmt Maastricht-sáttmálan- um, er að taka upp sameiginlega mynt árið 1997, eða í síðasta lagi árið 1999. Samtök viðskiptabankanna telja að tímaáætlun verði að liggja fyrir áður en hægt verði að hefja undir- búning að breytingunni. Þau álíta að kostnaður geti numið um tveim- ur prósentum af útgjöldum bank- anna ár hvert fram að breyting- unni. Kostnaðurinn yrði um 10 milljarðar ecu árlega, eða samtals um 40 milljarðar á fjórum árum. Forseti Kazakhstans leysir upp löggjafarsamkunduna Nazarbajev í andstöðu við þorra þingheims Alma-Ata. Reuter. MEIRIHLUTI fulltrúa á þingi Kazakhstans hélt fund í gær og mótmælti þar þeirri ákvörðun Nursultans Nazarbajevs forseta á laugardag að leysa upp þingið. Forsetinn segir að stjómlagadóm- stóll hafi komist að þeirri niður- stöðu að kosningarnar í fyrra hafi verið markaðar svikum og því ólöglegar. Þingmenn segja á hinn bóginn að aðeins hafi verið brögð í tafli í einu kjördæmi og saka Nazarbajev um einræðishneigð. Þingmenn sögðu að þeim hefði verið meinað að komast inn í skrif- stofur sínar í þinghúsinu og síma- línur þeirra hefðu verið rofnar. Alls voru 130 af 177 þingmönn- um á fundinum í gær þar sem ákvörðun Nazarbajevs var mót- mælt. Þeir gengu þó ekki svo langt að segja forsetanum stríð á hendur heldur lögðu áherslu á að þeir vildu starfa með honum. Helsti andstæðingur forset- ans, Olzhas Suleim- enov, sagði forsetann vilja losna við þing sem væri honum ekki nægilega leiðitamt, Nazarbajev vildi stjórna einn og með tilskipunum. Nazarbajev sagði á mánudag að ekkert lægi á að efna til nýrra kosninga og talsmað- ur hans sagði að þörf væri á „tíma til að íhuga málin“. Umbætur og olíuiðnaður Nazarbajev er 55 ára gamall, fyrrverandi kommún- istaleiðtogi og hefur hann verið traustur í sessi frá því að landið hlaut sjálfstæði 1991 við hrun Sovétríkj- anna. Hann hefur þótt framfarasinnaður í efnahagsmálum og hefur leyft vestrænum fyrirtækjum að fjár- festa í olíu- og gasiðn- aði landsins. Sögðu vestrænir fjárfestar í gær að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur ef forsetinn yrði áfram við völd og héldi áfram umbótum sínum. Fjölmiðlar í Kazakstan gagn- rýna sjaldan forsetann og virtust tíðindin vekja þar litla athygli. Nursultan Nazarbajev Reuter Tapie hitnar í hamsi FÚKYRÐI voru látin fjúka í gær í réttarhöldunum yfir Bernard Tapie, fyrrverandi ráðherra og eiganda knattspyrnuliðsins Marseille. Tapie kvaðst saklaus af því að hafa staðið fyrir til- raun til að múta andstæðingum liðsins í mikilvægum knatt- spyrnuleik í Frakklandi sex dög- um áður en það sigraði í Evrópu- keppni meistaraliða árið 1993. „Haltu kjafti!" hrópaði Tapie að Jean-Pierre Bernes, fyrrverandi samstarfsmanni sínum, sem kallaði hann „glæpamann“ og hélt því fram að vinir Tapies hefðu reynt að vernda hann þegar mútumálið komst í há- mæli. Myndin er af Tapie á leið úr réttarsalnum. Stríðið í Tsjetsjníju Hóta að ráðast á rússnesk- ar borgir Moskvu. Reuter. DZHOKAR Dúdajev, leiðtogi uppreisnarhéraðsins Tsjetsjn- íju, sagði í blaðaviðtali í gær að sjálfstæðisbarátta þess myndi færast til Rússlands og að saklausir borgarar kynnu að bíða bana þegar tsjetsjensk- ar sjálfsmorðssveitir hefðu komið sér fyrir í rússneskum borgum. „Verið er að stofna sjálfs- morðssveitir... í þeim eru menn sem eru reiðubúnir að láta lífið til að hefna feðra sinna og barna sem biðu bana í sprengjuárásum," sagði Dúda- jev í viðtali við Komsomolskaya Pravda. „Þegar við þrengjum okkur inn í rússneskar borgir, kunna margir saklausir að þjást,“ sagði Dúdajev í viðtalinu sem fullyrt er að hafi verið tekið í tsjetsjensku þorpi. Hann sagði sveitirnar hafa undir höndum heimilisföng þeirra sem ábyrgir væru fyrir morðum á almenn- um borgurum í Tsjetsjníju. Fór hann hörðum orðum um rúss- neska herinn, sem hann sagði verðlauna morðingja. I sovéska hernum hefði þó verið til staðar einhver skiiningur á því að þyrma ætti óbreyttum borgur- um. Missir Balladur af lestinni? París. Rcutcr. ÞRATT fyrir að Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, hafi í sjónvarpsviðtali á sunnudag heitið því að herða róðurinn í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í lok apríl eru flestir fréttaskýrendur þeirrar skoðunar að það sé of seint. Allar skoðanakannanir benda nú til að Jacques Chirac, fyrrum for- sætisráðherra, muni vinna auðveld- an sigur í kosningunum og að hvorki Balladur né Lionel Jospin, frambjóðandi sósíalista, nái að ógna honum. Alain Duhamel, einn þekkt- asti fréttaskýrandi Frakklands, sagði að þrátt fyrir allt hefði Ballad- ur staðið sig vel síðari hluta kosn- ingabaráttunnar. „Til að snúa þró- uninni við þyrfti eitthvað nýtt, veru- lega krassandi, að gerast. Það gerð- ist ekki [í sjónvarpsviðtalinu á sunnudag],“ sagði Duhamel. Aðrir fréttaskýrendur sögðu að einungis alvarleg mistök í kosn- ingabaráttunni, til dæmis í Evrópu- málum, eða þá ef eitthvert stórt hneykslismál kæmi upp, gæti nú orðið Chirac að falli. Balladur hafði örugga forystu í skoðanakönnunum allt síðasta ár en segir nú að reynsluleysi hans í stjórnmálum valdi því að honum gangi ekki betur en raun beri vitni. Mitterrand Frakklandsforseti lýsti í blaðaviðtali á mánudag yfir stuðningi við Jospin en flestir fréttaskýrendur sögðu máttleysi einkenna þá stuðningsyfirlýsingu og myndi hún litlu breyta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.