Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 35 MINNINGAR AGUST BJARNASON + Ágúst Bjarna- son fæddist 25. nóvember 1917 í Kirkjubæ í Hróarst- ungum. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ákureyri 8. mars siðastliðinn. Móðir hans var Júl- iana Kristmunds- dóttir en faðir hans var Bjarni Jónsson. Ágúst stundaði sjó- mennsku stóran hluta ævi sinnar en vann annars það sem til féll í landi. Lengst af var hann ókvæntur, en um 1980 kvæntist hann Sigu- rást Kristjánsdóttur. Hún lést nokkrum árum síðar. Hann verður jarðsettur frá Dalvíkur- kirkju í dag, 15. mars, og hefst athöfnin kl. 13.30. JÚLÍANA Kristmundsdóttir, móðir Ágústs, mun hafa verið í vinnu- mennsku í Kirkjubæ í Hróarstung- um. Faðhans hafði ekki afskipti af uppeldinu enda var Júlíana komin með son sinn, tæplega ársgamlan, til Grímseyjar þar sem honum var í fyrstu komið í fóstur til ættingja hennar. Afskipti og tengsl okkar fjölskyldu við Gústa eins og hann var jafnan kallaður, hefjast þegar afi, Jakob Helgason, og vinur hans og síðar mágur Óli Bjarnason ganga í það, þá unglingar að fá nýtt fóstur fyrir Gústa og hann flyt- ur, þá á fimmta ári, til Ingu Jóhann- esdóttur langömmu minnar. Þegar Gústi er orðinn 15 ára, en þá hafði hann víðar dvalið en hjá Ingu, kemur hann til afa og ömmu, Jakobs og Svanfríðar, sem þá eru ung hjón. Síðan er hann með þeim og verður þannig einn af okkar fjöl- skyldu. Barnahópur afa og ömmu varð nokkuð stór og fyrirferðarmikill; fimm syni eignuðust þau og tvær dætur. Gústi tók þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar í Grímsey sem einn af þeim, sótti sjó eða vann við ann- að sem til féll. Fjölskyldan var sam- hent og dugleg og komst vel af. Eftir fráfall elsta sonar afa og ömmu, Willards, tók fjölskyldan sig upp og flutti til Dalvíkur árið 1947, keypti húsið Garða, nú Hafnarbraut 25, og kom sér þar fyrir. Gústi var þá um þrítugt og eftirlifandi börn þeirra hjóna, Helgi, Óli, Elín, Guð- rún, Matthías og Ottó, á unglings- aldri eða að nálgast fullorðinsár. í Görðum var síðan miðstöð fjölskyld- unnar næstu áratugina og þar hlut- um við mörg gott veganesti sem hefur enst okkur fram á þennan dag. Bræðurnir hófu búskap „á loft- inu“ hver á fætur öðrum og mörg barnabarna ömmu og afa stigu þar sín fyrstu skref. Mörg okkar hinna vistuðumst þar einnig um skemmri eða lengri tíma. Alltaf var nóg pláss hjá afa og ömmu og alltaf var Gústi nálægur sem einn af þeim fullorðnu sem skipti sér af, sem lét sig varða hvað maður var að gera eða hvernig manni gekk. Hann var barnavinur og þess nutum við sem ólumst upp í Görðum. Hann gaf sér tíma til að spila við okkur, sýna okkur spilagaldra og margskonar svindl sem hann hafði séð framið í erlendum höfnum. Og oft var hann sá eini sem var aflögufær með smá pening þegar mikið lá við. Á 6. og 7. áratugnum var Gústi viðloðandi Hafnarfjarðartogarana sem sigldu þá gjarnan með aflann. Þannig varð Gústi einskonar gluggi okkar krakkanna að útlöndum og tákn um ýmsan munað sem á þeim tíma var ekki fluttur til landsins eftir öðrum leiðum en með togurum sem voru að koma úr siglingu. Hann átti líka oft mikla peninga þegar hann var í landi, lifði þá gjarnan hratt og veitti á báða bóga. Síðar var hann lengst með Matta á Snæfelli EA og síðustu ár sín á vinnumarkaði vann hann í Blika hjá Otta og Matta þar sem hann gat aðlagað vinnutíma og verkefni að breyttum aðstæðum sínum vegna aldurs eða annars. Já, hann Gústi lifði stundum hratt og flæktist þá í ýmsan félagsskap. En karl bjargaðist úr öllum slíkum leiðöngrum. Góðglaður rifjaði hann gjaman upp árin í Grímsey og söng þá gjarnan braginn um þá sem reru á Félaganum, en það var bragur um útgerð Gústa og fleiri á þeim báti. Þegar þannig lá á honum voru líka kon- urnar í fjölskyldunni allar systur hans eða diddur, fyrst mamma og Gunna, síðar eiginkonur bræðranna og loks vorum við stelpurnar hver af annarri teknar í „diddutölu" jafn- harðan og við urðum fullorðnar. Það var merkileg staðfesting á nýrri stöðu í fjölskyldunni. Og fyrir allar þessar systur sínar og fjölskyldur þeirra var hann jafnan tilbúinn að snúast eða verða að einhverju gagni. „Ó Gústi, ekki veit ég hvern- ig ég færi að án þín“, var stundum viðkvæðið í Görðum og hjá ömmu, ekki síst eftir að afa naut ekki við lengur. Þannig launaði hann fóstrið með trúnaði og liðsinni eftir því sem þurfti og við átti. Lengst af var Gústi ókvæntur, en um 1980 kynntist hann konu, Sigurást Kristjánsdóttur, sem hann gekk í hjónaband með. Þeirra sam- vista naut hann ekki lengi því hún lést nokkrum árum síðar. Gústi eignaðist ekki börn, utan þau sem hann eignaðist í gegnum fjölskyldu- tengsl. Hann eignaðist hinsvegar nafna sem varð honum kærari en önnur börn sem hann hafði afskipti af um ævina og uppspretta mikillar ánægju nú síðustu árin þegar hann var fluttur að Dalbæ, heimili aldr- aðra hér á Dalvík. Gústi var andlega hress allt til hins síðasta og á Dalbæ var hann lífið og sálin í hópi heimilisfólks sem nú saknar vinar og félaga í stað. Fjölskyldan, sem hann tengdist svo ungur, saknar góðs bróður og vinar og minnist með hlýju allra stundanna sem varið var saman við störf eða leik, í blíðu og stríðu. Svanfríður Inga Jónasdóttir. Það var fyrir ellefu árum sem ég kynntist Agústi Bjarnasyni, eða Gústa eins og hann var gjarnan kallaður. Þá settist ég að á Dalvík og dvaldi þar nokkur ógleymanleg ár. Hann var nýbúinn að missa eig- inkonu sína eftir stutta sambúð, þegar ég kom til Dalvíkur. Við fyrstu kynni leyndi sér ekki að þarna fór góður drengur, sem öllum var hlýtt til. Gústi var uppeldisbróð- ir tengdamóður minnar og varð strax fastagestur á mínu heimili. Á þeim fáu árum sem við áttum sam- leið sagði hann mér margt og kenndi, sem ég bý ríkulega að um ókomna framtíð. Þegar ég kom til Dalvíkur hafði ég ekkert kynnst sjómennsku eða fiskvinnslu, nema það sem landkrabbar fá úr fjölmiðl- um. Ég lenti fljótlega í slíkri vinnu og var þá gott að leita til Gústa og annarra sem höfðu þar þekkingu á. Ég minnist þess oft þegar ég var eitt sumar að leysa af við fiskverk- un fyrir kaupfélagsverslanimar á Dalvík og í Olafsfirði, að ég fékk sendan svartfugl frá Grímsey. Ekki kunni ég að meðhöndla fuglinn og kallaði því Gústa mér til aðstoðar. Ég kom ekki að tómum kofunum þar, enda var Gústi uppalinn í Grímsey og kunni til allra þeirra verka sem þar voru unnin. Hann kenndi mér að hamfletta, reyta og svíða, og fyrir vikið gat ég afgreitt fyrsta flokks vöru til viðskiptavina. Margt fleira á ég Gústa að þakka. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og alltaf hafði ég gaman af, ef hægt var að fá hann til að fara með Grímseyjarbraginn á góðri stundu. Oft barst talið að Grímsey þegar við ræddum saman, honum þótti vænt um eyna og eyj- arskeggja og átti þaðan margar minningar. Þótt ég hafi aldrei kom- ið þangað, hef ég taugar til eyjar- innar í norðri, því amma mín bjó þar nokkur ár á unga aldri og sagði mér margar sögur þaðan. Það varð mér ljóst, að þeir sem þar hafa ein- hvern tíma dvalið, eiga þar sterkar rætur. Eftir að ég flutti frá Dalvík fyrir fjórum árum hitti ég Gústa sjaldnar, en þegar ég átti leið norð- ur skrapp ég alltaf á Dalbæ, dvalar- heimili aldraðra á Dalvík, þar sem hann dvaldi síðustu ár. Það var aljt- af gott að sækja Gústa heim. Ég heimsótti hann á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri í síðustu viku og varð mér þá ljóst að hverju stefndi. Starfsþrekið var búið, en fjörið leyndi sér ekki hið innra. Jæja, Gústi minn, ég kveð þig nú að sinni. Koníaksstaupið sem við ætluðum að drekka saman á Dalvík í sumar verður að bíða betri tíma, uns við hittumst á ný. Ég sendi Diddunum og öðrum ættingjum og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Róbert. + Faðir okkar, JÓN MAGNÚSSON, frá Staf í Aðalvík, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði að morgni 14. mars. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Hreinn Þ. Jónsson. Ástkæreiginkona mín og sonur, dóttir, tengdadóttir og barnabarn, HAFDI'S HALLDÓRSDÓTTIR °g HALLDOR BIRKIR ÞORSTEINSSON, létust af slysförum þann 12. mars. Þorsteinn Þorkelsson, Halldór Jóhannesson, Þorkell Þorsteinsson, Guðlaug G. Vilhjálmsdóttir, Guðrún Pétursdóttir og fjölskyldur. KARL E. ÞORKELSSON + Karl E. Þorkels- son var fæddur 11. ágúst 1924. Hann lést á heimili sínu hinn 5. mars síðastliðinn. Karl var fæddur og upp- alinn á Hellissandi, sonur Þorkels Sigurgeirssonar, f. 6.2. 1896, d. 1981, og Sigurástar Frið- geirsdóttur, sem lif- ir hann í hárri elli. Saman áttu þau 12 börn. Á lífi eru Guð- ríður, sem búsett er á Hellissandi, Sigurgeir, Gest- ur, Friðgeir og Haukur, sem búsettir eru í Reykjavík, og einnig Krisfján, sem nú er bú- settur á Siglufirði. Karl átti einnig uppeldissystur, Ástu Gestsdóttur, sem er nú búsett í Baudaríkjunum. Árið 1979 flutti Karl til Reyjavíkur. Jarðaför Karls fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðviku- daginn 15. mars, og hefst at- höfnin kl. 13.30. ELSKU Kalli minn. Þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur sóttu á mig margar yndis- legar minningar um þig, kæri frændi. Mér eru einkum minnis- stæðar ökuferðir með pabba þegar við fórum niður á höfn og skoðuðum bátana. Þá fannst mér gaman og þú minntist gamalla tíma. Það er þó ein setning sem ég minnist hvað mest. Þú sagðir alltaf við mig og pabba minn, að ég væri uppáhaldið þitt og mér þótti alltaf vænt um að heyra það. Þessi orð eiga eftir að lifa í huga mínum um ókomna framtíð. Í öll þessi ár sem þú barðist við veikindin heyrði ég þig aldrei kvarta. Þú stóðst þig eins og hetja í huga mínum. Kalli föður- bróðir minn hefur allt- af búið með ömmu minni frá því ég man eftir mér. Það er aðdáunarvert hvað þú gast hugsað vel um hana þrátt fyrir veikindi þín, alltaf gekk amma fyrir. Ekki var minni aðdáun sem þú sýndir dóttur minni, Perlu Ósk, þegar ég kom með hana í heimsókn til þín. Éftir að amma fór á Hrafnistu bjóst þú einn og sýndir mikinn dugnað. Þú hlýtur að hafa orðið mjög einmana eftir að hún fór. Nú ert þú farinn og nú veit ég að þú ert ekki einmana lengur því nú hvílir þú hjá ástvinum okkar. Ég sendi ömmu minni, Ástu frænku, mömmu, pabba og systkin- um þínum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Elsku Kalli, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, megi góður guð varðveita þig. Þín frænka, Nína Berglind Sigurgeirsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ERLA GUNNARSDÓTTIR, Svöluhrauni 9, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Haila Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Björg Guðmundsdóttir, Helgi Sverrisson, Elva Guðmundsdóttir, Eirikur Sigurðsson og barnabörn, Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guðni V. Björnsson. + Sonur minn, vinur, bróðir og mágur, VALGEIR SIGURÐSSON kennari, Vesturvegi 4, Seyðisfirði, verður jarðsettur frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Málfríður Einarsdóttir, Kristín (Kiddý) Jóhannesdóttir, Jóna Gunnlaugsdóttir, Reynir Haraldsson, Gyða Gunnlaugsdóttir, Hörður G. Pétursson, Ólína Guðmundsdóttir, Einar Sigurbergsson. + Ástkær móðir okkar og amma, GUÐRÚN ELÍSABET VÖRMSDÓTTIR, Lyngbrekku 12, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á Kálfatjarnarkirkju, Vatns- leysuströnd, Trompreikningur nr. 404317 í Sparisjóði Keflavíkur, bankanúmer 1109. Baldvin ísaksson, Sigríður ísaksdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.