Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 11 Listi Þjóð- vakaá Vesturlandi FRAMBOÐSLISTI Þjóð- vaka á Vesturlandi fyrir al- þingiskosningarnar er eftir- farandi: 1. Runólfur Ágústsson, lögfræðingur, Borgarheppi, 2. Margrét Ingimundarsdótt- ir, húsmóðir, Snæfellsbæ, 3. Sveinn G. Hálfdánarson, inn- heimtustjóri, Borgarbyggð, 4. Margrét Jónasdóttir, gjaldkeri, Snæfellsbæ, 5. Sigrún Clausen, fiskvinnslu- kona, Akranesi, 6. Eva Eð- varðsdóttir, framkvæmda- stjóri, Borgarbyggð, 7. Páley Geirdal, fiskvinnslukona, Akranesi, 8. Ingibjörg Björnsdóttir, kennari, Leirár- og Melasveit, 9. Þorbjörg Gísladóttir, húsmóðir, Snæ- fellsbæ, 10. Gunnar A. Aðal- steinsson, fyrrverandi slátur- hússtjóri, Borgarbyggð. Drög að kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins Skoðað hvort tilvísanir leiði til spamaðar Morgunblaðið/Kristinn LÁRA Margrét Ragnarsdóttir kveðst telja að Sjálfstæðisflokkur- inn muni beita sér gegn tilvísanakerfinu, eftir að forsendur þess hafi verið skoðaðar. í DRÖGUM að kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins segir að „skoða ber sérstaklega hvort tilvísanakerf- ið leiðir til þess sparnaðar sem að er stefnt og hvort að það vinni gegn eðlilegri samkeppni ólíkra rekstrar- forma í heilbrigðiskerfinu." Þetta kom fram á fundi Láru Margrétar Ragnarsdóttir þing- manns Sjálfstæðisfíokksins á fundi um tilvísanakerfið í kosningamið- stöð Sjálfstæðisflokksins á Lækjar- torgi í gær. Lára kvaðst telja óyggjandi að slík könnun leiði í ljós að tilvísana- kerfið leiði ekki til sparnaðar. Því muni Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir því, verði hann ekki í stjórnarandstöðu, að tilvísanakerfið verði lagt niður sem allra fyrst, komist það einhvern tímann á. „Meirihluti mótfallinn" Lára Margrét minnti á seinustu landsfundarsamþykkt flokksins í þessu sambandi, þar sem lýst er yfir andstöðu við upptöku tilvísana- kerfis, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það lækki útgjöld til heilbrigðismála. Óhapp hafi átt sér stað fyrir tveimur árum þegar meirihluti Alþingis veitti heilbrigð- isráðherra heimild til að setja reglu- gerð um tilvísanaskyldu. Hún sagði að innan Sjálfstæðis- flokksins hafi tilvísanaskyldan verið rædd mjög mikið á undanförnum mánuðum og málið oft tekið upp á þingflokksfundum Sjálfstæðis- flokksins. „Ég tel að menn séu almennt á því máli að skoða þurfi gaumgæfi- lega þær aðgerðir sem nú eru í gangi, með tilliti til þess að tilvís- anakerfið auki miðstýringu, skerði samkeppnisfrelsi og leiði ekki til nokkurs sparnaðar. Ég tel að mik- ill meirihluti Sjálfstæðisflokksins telji að leggja eigi af tilvísanakerfið áður en það komi til framkvæmda," sagði Lára Margrét. Kostnaður eykst Hún gagnrýndi tilvísanakerfið harðlega á fundinum og kvaðst m.a. telja að verið væri að tak- marka lækningaleyfi sérfræðinga samkvæmt lögum með tilkomu þess. Kerfið veiti einum hópi lækna yfirburðaaðstöðu umfram aðra, skerði valfrelsi sjúklinga, leggi hömlur á viðskiptafrelsi og stuðli að einokun, auk þess sem skrifræði aukist. Ekki hafi verið sýnt fram á sparnað. „Heilbrigðisráðuneytið lét vinna í fyrrasumar ákveðið reiknilíkan til að finna út hver sparnaður gæti orðið af tilvísanakerfinu. Það hefur verið mjög mikið deilt um forsendur sem fallið hafa inn í þetta reiknilík- an og það virðist vera sem forsend- urnar hafi nánast verið gefnar eftir ákveðinni hentisemi," sagði Lára Margrét. „Forsendumar hafa t.d. breyst úr því að aukning á heimsóknum til heimilislækna nemi 70 þúsund með tilkomu tilvísanakerfísins upp í að vera 102 þúsund heimsóknir með tilkomu þessa kerfís. Þannig hafa forsendur þessa reiknilíkans sveifl- ast fram og til baka og enn hefur ekkert komið fram sem getur að mínu mati sannað að útreikningar og tölur heilbrigðisráðueytisins sýni fram á spamað tilvísanakerfisins. Þvert á móti veit ég að í bígerð er að byggja fimm heilsugæslu- stöðvar hér á Reykavíkursvæðinu til að koma til móts við þessa aukn- ingu til heimilislækna, fyrir utan það að fastur kostnaður mun auk- ast og krafa verður gerð um að fjölga starfsfólki á heilsugæslu- stöðvum mjög mikið.“ Morgunblaðið/Sig. Jóns. Afmælisterta á kvennalistadeginum Selfossi. Morgunblaðið. KVENNALISTAKONUR á Suð- urlandi gerðu sér dagamun á mánudag 13. márs og minntust þess að tólf ár eru liðin frá stofnun listans. Þær buðu fólki sem átti leið um Vöruhús KÁ upp á sneið af afmælistertu. Á myndinni eru Drífa Kristjánsdóttir, Guð rún Vignisdóttir og Sigríður Matthíasdóttir með afmælist- ertuna. Ungir jafnaðarmenn Stj órnmálafundur um lífskjör til framtíðar UNGIR jafnaðarmenn boða til opins stjórnmálafundar í kvöld kl. 21 á Sóloni íslandusi. Umræðuefni fund- arins, sem er öllum opinn, er Lífs- kjör til framtíðar. Framsögumenn verða Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - jafnarmannaflokks íslands, Jón Þór Sturluson hagfræðingur og formað- ur Sambands ungra jafnaðarmanna og Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur. HEIMSFERÐIR Fyrstu brottfarírnar að seljast upp í Karíbahafínu Austurstræti 17*101 Reykjavík • Sími 562 4600 • Fax 562 4601 Beint flug Heimsferða til Cancun i Mexikó hefur sannarlega slegið í gegn og eru fyrstu brottfarirnar að seljast upp. Þúsundir íslendinga hafa nú kannað þessar heillandi slóðir, enda sameinar Cancun bestu strendur Karíbahafsins og fegurstu staði í Mexíkó. Gististaðir Heimsferða eru glæsilegir og aldrei hefur verið ódýrara að lifa i Mexíkó en einmitt núna. Verð kr. 65.665.- M.v. hjón með eittbam, 17. júlí2, vikur. Verð kr. 73.650.- M.v.2 íherbergi, Posada Laguna, 17. júlí, 2 vikur. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir tii og frá flugv., fararstjórn og skattar. Costa Real Nýtt og stórglæsilegt íbúðarhótel með öllum þægindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.