Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 52
V í K G L*TT# alltaf á Miövikudögxtm MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sprengjuhótun Flugleiðir leggja fram skaðabóta- kröfu FLUGLEIÐIR hafa lagt fram skaða- bótakröfu á hendur þeim aðila eða aðilum, sem stóðu að tilkynningu um að sprengja væri um borð í Flugleiða- vél á Keflavíkurflugvelli að morgni 2. mars sl. Þann sama morgun voru maður og kona, sem ætiuðu að fara utan með vélinni, handtekin í Leifsstöð. Talið er að þau tengist manninum sem hringdi inn sprengjuhótunina og hefur verið óskað kyrrsetningar á því fé sem maðurinn hafði meðferðis til tryggingar skaðabótakröfunni. Krafan hljóðar upp á rúmlega eina milljón króna með fyrirvara um við- bótarkröfu. Að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða er ekki eingöngu um fjár- hagslegt tjón að ræða. Orðstír skað- ast við mál sem þetta og ailt umtal um sprengjuhótanir hefur ýmis nei- kvæð áhrif sem ekki er hægt að meta til íjár. Morgunblaðið/RAX ' Skýrsla starfshóps sem metið hefur árangur af útboðsstefnu ríkisins Verktakar í vanskilum úti- lokaðir frá verkefnum Tillögur um hertar aðgerðir gegn gerviverktöku ATHUGA þarf hvort æskilegt sé að taka upp þá reglu að verktakar, sem ekki standa skil á opinberum gjöldum, verði útilokaðir frá því að gera tilboð í verkefni á vegum ríkis- *—ms. Herða þarf aðgerðir gegn gerviverktöku. Ríkið á að krefjast þess að verktaki, sem vinnur fyrir hið opinbera, kaupi tryggingar og ábyrgðir, sem tryggi viðsemjendur hans gegn tjóni. Þetta er meðal efnisatriða í skýrslu starfshóps, sem metið hefur árangur af útboðsstefnu ríkisins. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra lagði skýrsluna fram á ríkis- stjómarfundi í gær. Flestar stofnanir fara eftir útboðsreglum Ráðherra hefur þegar fallizt á „ tillögur hópsins og er farið að huga að aðgerðum gegn gerviverktöku HAGNAÐUR Búnaðarbanka ís- lands á sl. ári nam alls um 212 milljónum króna samanborið við 49 milljónir árið 1993. Framlög á afskriftarreikning drógust veru- lega saman á árinu og námu 651 milljón samanborið við 1.190 millj- ónir árið 1993. A móti kom minnkandi vaxta- munur á árinu vegna lækkandi útlánsvaxta og mikillar aukningar innstæðna á nýjasta innlánsreikn- ingi bankans, Stjörnubók, sem skil- aði 4,86% raunávöxtun. Að sögn Jóns Adolfs Guðjóns- sonar, bankastjóra Búnaðarbank- ans, dróst vaxtamunur bankans saman milli áranna 1993 og 1994. og vanskilum verktaka á opinber- um gjöldum. I skýrslunni kemur fram að með tilkomu útboðsstefnu ríkisins, sem var samþykkt í ríkisstjórn í maí 1993, hafi vinnubrögð við fram- kvæmd opinberra útboða batnað og útboðum hjá Ríkiskaupum hafi fjölgað verulega. Flestar ríkisstofn- anir fari eftir nýjum útboðsreglum. Ákveðnar undantekningar sé þó að finna, og þurfi að bæta þar úr. Meðal annars minnir starfshóp- urinn á að í útboðsstefnunni segi að ef ríkissjóður greiði meirihluta kostnaðar við rekstur eða fram- kvæmdir, skuli fara eftir útboðs- reglum ríkisins. Nokkur misbrestur sé á þessu, meðal annars hjá hús- Hins vegar hafa þjónustutekjur aukist um tæplega 10% milli ára sem er í samræmi við stefnu bank- ans. Á þessu ári er gert ráð fyrir að vaxtamunurinn fari enn minnk- andi og hefur það þegar komið í ljós á þeim tíma sem liðinn er af næðisnefndum sveitarfélaganna. Starfshópurinn segir að ráða verði bót á því að aðalverktakar standi ekki í skilum við undirverk- taka og efnissala. Þar gæti þurft lagasetningu til. Jafnframt hafi borið á að fyrirtæki standi ekki skil á opinberum gjöldum eða öðr- um lögboðnum greiðslum. Starfshópurinn segir að dæmi séu um að verktakar þrýsti á starfs- menn sína um að þeir gerist undir- verktakar, til þess að vinnuveitand- inn losni undan því að standa skil á lögbundnum gjöldum vegna starfsmanna sinna og undan upp- sagnarákvæðum kjarasamninga. Þá skerðist önnur réttindi starfs- manna. árinu. Jón Adolf segir bankann kominn yfir erfiðasta hjallann í útlánaafskriftum og þess megi vænta að framlög á afskriftar- reikning geti minnkað í um 450 milljónir á þessu ári. Minnkandi útlánaafskriftir megi meðal annars í tillögum hópsins um aðgerðir gegn gerviverktöku segir að benda verði þátttakendum í opinberum útboðum á að hún sé óheimil og í útboðsskilmálum þurfi eftirfarandi að koma fram: „Athygli er vakin á þeirri niðurstöðu Hæstaréttar, að til þess að samningur verði virt- ur sem verksamningur, þarf hann að vera það samkvæmt efni sínu. Samkvæmt því er verktaka óheimilt að gera samning um undir- verktöku við einstaka starfsmenn eða starfshópa í þeim tilvikum þar sem vinnusamningssamband á við, eðli máls samkvæmt.“ Útboð ef andvirði er meira en tvær milljónir Meðal annarra tillagna hópsins er að innkaup allra vara og þjón- ustu á vegum hins opinbera, yfir tvær milljónir króna að verðmæti, verði boðin út. rekja til þess að bankinn lauk við að afskrifa töpuð útlán vegna Hót- el íslands á sl. ári en þau hafa íþyngt honum verulega á undan- förnum árum. Varðandi hugsanlega hlutafé- lagavæðingu bankans segir Jón Adolf að verði það niðurstaðan að breyta bankanum í hlutafélag sé gríðarlega mikið atriði að vel sé staðið að slíkum breytingum. „Með góðum undirbúningi og fullu sam- starfi við viðskiptamenn og starfs- menn þá fínnst mér það koma til greina að breyta bankanum í hluta- félag.“ ■ Hagnaður nam/14 Heitt og kalt ANDSTÆÐÚR íslenskrar nátt- úru birtust Ijósniyndara Morg- unblaðsins í Hveradölum á dög- unum. Sólin gyllti hjarnið og uppúr því stóð gufustrókurinn. Að sögn Gunnars Hvammdals, veðurfræðings á Veðurstofunni, er hins vegar hætt við að veðr- ið verði ekki jafn stillt næstu daga. Hann gerir ráð fyrir suð- austanátt og snjókomu sunnan- lands síðdegis í dag. Annars staðar á landinu verði fremur hæg norðan eða norðaustanátt og einhver éljagangur. Spáð er norðaustanátt um allt land á morgun og að él verði líklega austan-, norðan-, vestan- og sunnanlands með hléum. Aldraðir á Norðurlöndum Islendingar verr farnir líkamlega ELSTU kynslóðir íslendinga eru verr haldnar líkamlega vegna kulda og harðræðis en aðrir Norðurlandabúar. Gigt og önnur vosbúðareinkenni eru mun algengari hér. Ástæður þessa eru þær m.a. að hitaveita var ekki komin í híbýli manna fyrr en upp úr 1945 og varð ekki almenn fyrr en um 1960. Að sögn Hrafns Pálssonar, deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er mun meira um slitið gamalt fólk á Islandi sem unnið hefur erfiðisvinnu. Þá hafi mataræði til skamms tíma verið annað hér á landi, ávextir voru sjald- séðir og grænmeti kom ekki til fyrr en á síðustu árum. ■ Kuldi og mataræði/4 Framlög Búnaðarbankans á afskriftarreikning drógust verulega saman Hagnaður um 212 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.