Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL ÓSKAR ÚTSKRIFAST Páll Óskar hefur sungíð með vinsælustu ballhljómsveit landsins, Milljónamæríngun- um, undanfama mánuði. Hann sagði Áma Matthíassyni að þrátt fyrir velgengni und- ~ anfarinna ára sé hann nú á krossgötum því hætta beri leik þá hæst stendur. PÁLL Óskar Hjálmtýsson hefur lagt gjörva hönd á margt síðan hann tók þátt í Söngvarakeppni framhaldsskólanna fyrir margt löngu. Hann hefur komið fram í ótal gervum og hlutverkum, sem Frank-N-Furter í Rocky Horror, í hlutverki kjaftaglaðs útvarpsmanns í þáttum eins og Sætt og sóðalegt, sungið rómantískar ballöður eins og Til eru fræ og The Look of Love og svellandi diskó, komið fram sem drag-drottning, og síðustu mánuði ferðast um landið þvert og endilangt með Milljónamæringunum og sungið á böllum, aukinheldur sem hann söng inn á breiðskífu Milljónamær- inganna Milljón á mann. Ævinlega hefur hann náð að heilla áheyrendur og horfendur með einlægri fram- komu og fagmennsku. Hann hefur reyndar verið svo iðinn við að skemmta íslendingum að honum fínnst nóg að gert; tími sé kominn til að leita fyrir sér utan landstein- anna. Búinn að gera allt Fyrir skemmstu var Páli Óskari boðið til Þýskalands til skemmtana- halds og í kjölfarið hefur hann ákveðið að hætta leik þá hæst stendur hér á landi; hann hyggst hætta að syngja fast með Milljóna- mæringunum og reyna fyrir sér víða í Evrópu í sumar og haust. Það eru viðtökur þýskra áhorfenda og áhugi umboðsskrifstofa ytra sem ollu þessum straumhvörfum í lífí Páls Óskars, en hann fer þó af stað með bæði augu opin. Páll Óskar segir að allt hafi far- ið þannig af stað að viðtal hafi birst við hann í helsta hommatíma- riti Þýskalands, „Magnus“, og eftir viðtalið fóru lesendur blaðsins að hringja þangað og spyija hvar hægt væri að fá diskana hans. Þetta varð til þess að þýsk umboðs- skrifstofa hringdi og sagðist hafa nógu góða afsökun til að fá hann til Þýskalands og það var Berlínar- kvikmyndahátíðin. „Þeir hringdu og spurðu hvort ég gæti komið og skemmt á hátíðinni og í einhveijum næturklúbbum og ég sló.auðvitað til,“ segir Páll Óskar. ________ „Það hefur verið létt útþrá í mér frá því ég var tveggja og hálfs og ég hef lengi vitað að ég ætti eftir að finna mér samastað í útlöndum og ““'■ setjast þar að. Hér á íslandi er ég einfaldlega búinn að kynnast öllum hliðum skemmtanabransans eins og hann leggur sig undanfarin fímm ár. Ég er búinn að gera allt sem ég get, vera drag-drottning, kynnir á fegurðarsamkeppnum og danskeppnum og allskonar keppn- um, búinn að vera útvarpsmaður, leika í leikritum, syngja inn á aug- lýsingar, vera með hljómsveit og gefa útr sólóplötur; drepið niður fæti á öllum sviðum skemmtana- lífsins. ísland hefur verið ómetan- legur skóli og það hefur sannast að maður kemst langt ef viljinn er fyrir hendi, en mér finnst eins og ég eigi ekkert meira eftir að gera, ef ég færi að gera eitthvað af þessu áfram væri ég bara að endurtaka sjálfan mig, færi ég annan hring í kringum landið væri ég bara að fara hring í kringum sjálfan mig. Ef það er eitthvað sem ég myndi elska að gera aftur, þá er það dagskrárgerð í útvarpi eða annar söngleikur,“ segir Páll ákveðinn. Ekkert verra en hjakka f sama farinu. „Ég held að það sé ekkert verra en hjakka í sama farinu, þá er þetta orðið mannskemmandi. Ég vil þó ekki kalla Milljónamæring- ana hjakk, það hefur verið frábært að vera í Milljónamæringunum, en þegar ég mætti á svæðið fyrir fimm árum hélt ég að ég ætti aldrei eft- ir að skemmta á balli, satt best að segja fannst mér það ógeðsleg tilhugsun, enda leit ég á mig sem ballöðusöngvara, og geri reyndar enn, en síðan kom þetta uppá og ég greip fyrir nefið og stökk útí.“ Páll segir vissulega best af öllu við að troða upp í Þýskalandi hafi verið að vinna með fólki sem veit hvað klukkan slær. „Mér fannst það æðislegt að vera í hljóðprufu sem tekur ekki þijá tíma, heldur 20 mínútur og að hafa fólk sem skipu- leggur allan daginn út og inn og hugsar fyrir öllu. Það að troða upp með fullkominn hljóm, öll ljós í full- komnu lagi og allt á réttum tíma er ógeðslega sætt. Það eina sem ég þurfti að hugsa um var að halda mér í formi fyrir skemmtanir kvöldsins og standa mig vel. Auðvit- að eru þessi skemmtanaform, per- formans í næturklúbbi í tuttugu mínútur og heilt ball með Milljóna- mæringunum, fullkomlega gjörólík listform. Það á miklu betur við mig að gefa mig allan í tuttugu mínútur á blasti en að vera að --------- gefa og gefa í akkorði í þijá tíma. Viðtökurnar voru líka öllu skemmti- legri en heima á Islandi. íslenskir áhorfendur ___________ geta verið dónalegustu ““ áhorfendur í heimi. Það er dónalegt að kaupa sig inn á skemmtun og eyða síðan kvöldinu í að toga og hrinda þeim sem er að skemmta manni og garga í eyrað á honum að spila óskalag eða senda ein- hveija afmæliskveðju sem kemur mér bara ekkert við. Þetta endar með því að ég kastast út í sal. Þannig hegða erlendir áhorfendur sér ekki í þeim borgum þar sem ég hef skemmt, New York, London og Berlín, og ég held að höfuðorsök- in sé drykkjan á böllum á íslandi. Ég sé það vel sjálfur vegna þess að ég er alltaf edrú sjálfur, ég hef Létt útþrá í mér f rá tveggja og hálfs árs aldri þá náðargáfu að geta ekki drukkið brennivín. Ég elska að troða upp, ég hef hreint og beint nærst á því að troða upp síðan ég var poggupons. Auðvit- að heimta ég að fólk sé að horfa á mig þegar ég er að troða upp, sér- staklega ef fólk er að borga fyrir að fá að sjá mig,“ segir Páll og hlær við. Eins og Oskarsverðlaunaafhending Berlínarhátíðin var haldinn í risa- klúbbnum Metropol og Páll segir að þetta hafí verið eins og Óskars- _______ verðlaunaafhending. Þar hitti hann ýmsa lista- menn, meðal annarra Jimmy Somerville, sem sló rækilega í gegn um heim allan fyrir nokkrum árum, en hefur látið lítið á sér bera í nokkurn tíma. Páll seg- ist helst hafa hrifist af því í fari Somervilles hve hann var mikill fagmaður og laus við alla stjömu- stæla og tilgerð og hann voni að hann eigi eftir að ná sömu tökum á því að troða upp. „Ég vil vinna mína hluti eins vel og frekast er unnt. Það er svolítið fyndið, en sum- ir eru ennþá að bera mig saman við Diddú, þótt við séum jafn ólík og Ren og Stimpy. Og hún er Stimpy. Það er samt eitt sem ég vona að ég hafi pikkað upp frá henni, og það er hvernig hún vinn- ur hlutina. Fullkomnunaráráttan er alger. Svo ætla ég að vona að í framtíðinni eigi ég eftir að taka upp jafn flottar plötur og besta söng- . kona í heimi, Ðusty Springfíeld, og veita jafn djúsí og mannbætandi viðtöl og Boy George,“ segir Páll og hlær við. „Ég væri að ljúga ef ég segði að Jimmy Somerville hefði ekki gefið mér góð ráð í búningsklefan- um í Berlín en það voru þó viðtökur áheyrendanna þar sem létu mig fínnast eins og ég skipti einhveiju máli. Það voru tvö lög á mann, en þeir klöppuðu mig upp og ég átti ekkert annað lag tilbúið á ensku, þannig að ég söng bara Stanslaust stuð á íslensku. Það fíluðu þeir auðséð best því Þjóðveijar elska ísland og þeim fínnst allt í sam- bandi við landið svo framandlegt og spennandi þannig að ég græði rosalega á því að vera frá Islandi." Elnskonar generalprufa „Ég leit á þessa ferð sem eins- konar generalprufu,“ segir Páll Óskar, „sem tækifæri til að sjá hvernig fólk tæki mér án þess að vita nokkuð um mig og hvað ég hefði gert áður. Hér á landi vita allir sem sjá mig syngja á sviði með Milljónamæringunum að ég gerði diskóplötu, og var með útvarpsþátt og söng Yndislegt líf og svo fram- vegis. Þegar ég er að skemmta krökkum á íslandi, þá eru þeir ekki endilega að klappa fyrir TF-Stuð, þeir gætu eins verið að klappa fyr- ir Sætt og sóðalegt. Ég veit ekkert hvert framhaldið verður, en ég fer út í sumar, ég er búinn að bóka mig í Þýskalandi í júní og júlí og svo fer ég líka til London og víðar í Evrópu í haust. Vegna þessa hef ég komist að því samkomulagi við Milljónamæring- ana að 17. júní á Ingólfstorgi verða síðustu tónleikar mínir með hljóm- sveitinni, þó ég eigi eftir að koma --------- heim og syngja sem gestasöngvari á einhveij- um böllum fram eftir hausti, til að mynda syng ég með þeim í Perlunni í ágúst, en ég verð að vera lausráðinn til að vera viðbúinn ef kallið kemur að utan,“ segir Páll. „Kannski er ég að fara að segja bless við ísland og ef það gerist þá mun ég sakna þess alveg rosalega. íslendingar gerðu nefni- lega eitt frábært fyrir mig. Þeir hættu að láta kynhneigð mína fara í taugamar á sér sem sýndi sig í því að ég fékk sömu sénsa og allir hinir í skemmtanabransanum. Það gerist ekki allstaðar úti í hinum stóra heimi skal ég segja þér. í dag er ég alveg jafn samkeppnishæfur poppari og Bubbi Morthens og Take That vegna þessarar miklu skólunar sem ég fékk á íslandi." Frábært að vera í Millj- ónamær- ingunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.