Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 19 - Ljósmyndir Jakobína Guðmundsdóttir. TIGN ARLEGASTA f jall Nepal er af mörgum tallö vera Machhapuchhre, sem er 6.993 metra hátt. LÍKBRENNSLA undirbúin við ána Bagmati. UNGDÓMURINN lelkur sér í fjöllunum. AÐSTÆÐUR til hreinlætis. APAHOFIÐ í Katmandu. HORFT af Poon Hfll í átt að snævi þökktu Daulaglri, sem er 8.167 metrar að hæð. Þessi þáttur ferðarinnar verður með öðrum orðum ómissandi og passa menn upp á að missa ekki úr tíma. • Gönguna hefjum við nálægt Deopur, sem er í um það bil 1600 metra hæð, en markmiðið er að komast upp á Kopra Ridge, sem liggur í 3.800 metra hæð. Þar gist- um við í tvær nætur, en hluti hóps- ins gengur síðan upp að vatni, sem innfæddir kalla Vatnið helga og er í 5.100 metra hæð. Einu sinni á sumri gengur fólkið úr nærliggjandi þorpum upp að þessu vatni, hefur með sér kind, sem slátrað er í þeim tilgangi að færa guðunum fórnir, en þarna eru hof bæði hindúa og búddatrúar. Vatnið er undir fjallinu Annapurna South, sem er 7.219 metra hátt, en þegar við horfum upp á toppinn, sem virðist ekki svo flarska langt í burtu, er erfítt að ímynda sér að þangað séu enn eftir rúmir 2.000 metrar. Við sólarupprás Að morgni nýársdags kl. 4.30 er bankað á tjaldið hjá okkur. Úti stendur einn fylgdarmaðurinn með heitt te í höndum og „happy new year“ á vörum. Skemmtileg byrjun á nýju ári þó erfítt sé að skríða upp úr svefnpokanum eftir kalda nótt- ina. Allir flýta sér að pakka niður í myrkrinu. Úti er stjörnubjart, tölu- vert frost og smá hrím yfir öllu, en stillt og fallegt veður. Að hálftíma liðnum erum við lögð af stað með vasaljós út í myrkrið því nú á að ganga upp á Poon Hill í um það bil þijú þúsund metra hæð til að sjá sólarupprisu. Þegar við nálgumst hæðina sér móta fýrir fjölda fólks og þegar nær dregur kemur í ljós að þarna eru yfír hundrað ferða- menn, allir komnir tii þess að horfa á sólaruppkomuna. Útsýnið er hreint ótrúlegt í allar áttir og engin smá- flöll sem blasa við: Annapurnafjöllin, Gangapuma, Machhapuchhre og síðást en ekki síst Daulagiri sem er í 8.167 metra hæð yfír sjávarmáli, en til samanburðar má geta þess að hæsta fjall veraldar, Everest fjall, er 8.848 metra hátt. Okkur vinkon- unum var óneitanlega hugsað heim til vina og kunningja sem myndu væntanlega ekki upplifa slíkan ný- ársdagsmorgun. Gisting á 30 kr. Við erum tiltölulega heppin með veður. Flesta daga er heiður himinn, glampandi sól og fögur fjallasýn. Stjörnubjartar nætur, morgnamir bjartir, en þykknar stundum upp seinnihluta dags. Hitinn er um 20 gráður á daginn, en á nætuma allt að 20 stiga frost, en þá er ekkert um annað að ræða en að grípa til dúnpokans og íslensku ullarfatanna. Rigningardagur er aðeins einn og gistir hópurinn þá í einu af mörgum svokölluðum te-húsum, sem fínna má á leiðinni. Þar kostar svefnpoka- gistingin sem svarar 30 krónum ís- lenskum og þar er sömuleiðis hægt að kaupa mat á ámóta hjákátlegu verði samanborið við það sem Is- lendingar þekkja hér heima. Fyrir þá ferðamenn sem hugsa til Nepalferðar, má geta þess að flestir forðast Monsoon-rigningar, sem em frá júní til september. Og i desember og janúar er mikill hita- mismunur á degi og nóttu þó lofts- lag og fjallasýn sé góð. Aftur á móti er aðal ferðamannatiminn í Nepal frá febrúar til apríl eða októ- ber- og nóvembermánuðir þegar hit- inn er mátulegur, skyggnið gott og loftið tært þó segja megi að skyggn- ið sé ívið betra á fyrrnefnda tímabii- inu. Ferðin gefur óneitanlega mikla innsýn í ólíka þjóðfélagshætti og leiðir hugann að því hvort að lífs- gæðum þessa heims sé misskipt. Eftir að hafa ferðast með fólki frá ólíkum þjóðum í tæpar þrjár vikur hafa myndast vinatengsl og eigum við nú heimboð um víða veröld. Hver veit nema að Ástralía verði okkar næsti áfangastaður. Höfundur er Jakobína Guðmundsdóttir. Hún er starfsmadur innanlandsdeildar Sam vinnuferða-Landsýnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.