Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Verðfall á konum Anýafstöðnu Norðurlanda- þingi í Reykjavík var gerð fimm ára áætlun um jafn- réttismál fyrir tímabilið 1995-2000. Þetta er starfsáætlun, þar sem megin- boðskapurinn er samþætting jafnréttissjónarmiða inn í sam- félagið.„Þetta fjallar um að jafnrétti kynjanna er ekki af- markaður þáttur — og sem slík- ur eingöngu bundinn við launa- þáttinn — heldur gengur jafn- réttið sem rauður þráður í gegn. um öll verksvið á innlendum vettvangi, norrænum og alþjóð- legum,“ að sögn Rannveigar Guðmundsdóttur, formanns norrænu nefndarinnar. Seinna í viðtali kveðst hún í nokkur ár hafa sagt að jafnréttisbaráttan hafí tekið of mikið mið af ein- hveiju afmörkuðu jafnrétti karla og kvenna. Laukrétt. Fyr- ir mér er jafnrétti miklu víðtæk- ara. Ekki út í bláinn, því nær öll lög á íslandi eru um réttindi einstakra afmarkaðra hópa en ekki allra íslendinga. Um allt samfélagið detta manneskjur niður á milli þessara „réttlætis- mála“ og hafa minni rétt. Versta dæmið um löglegt mis- rétti er að meira en helmingur kjósenda hefur brot úr atkvæðis- rétti. En hér að ofan er víst einkum vísað til misréttis kynjanna. Ekki undarlegt eftir nýbirtingu á könnun sem sýnir hve víðs fjarri er að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu á íslandi. Bilið mun stærra hér en á Norður- löndum. Alkunnugt að vísu, þótt maður hrökkvi upp við þá vitneskju að launamisréttið sé meira meðal háskólamenntaðra. Sívaxandi menntun kvenna verkar semsagt öfugt á launa- jafnrétti þeirra. Það afdrifaríka er þó það að launabilið hefur breikkað á síðasta áratug, sem hlýtur að gefa þá vísbendingu að í jafnréttisbaráttunni séum við á rangri leið. Sú tilraun að konur flykktu liði í sérstjórn- málaflokki hefur heldur ekki yfir áratug gert neitt sem telur. Þingkonur hafa verið uppteknar af að skipta út á þingi, reyna að gera sem flestar konur sýni- legar, í þeirri trú að það hjálp- aði til að lyfta hlut kvenna. Hefur lítið gagnað í raun utan það að við höfum talið öðrum þjóðum trú um að í þessu landi ríki slíkt jafnrétti í raun. Ekki er semsagt allt sem sýnist í ísa- ríki. Hvemig getur það líka aukið jafnrétti að skipta mann- eskjum í hólf til að beijast fyrir sérréttindum? Hvað um það, við stöndum andspænis þeirri andstyggilegu staðreynd að þrátt fyrir löggjöf um jafnrétti, margskonar til- raunir og átök til að rétta þetta af, þá stendur einstaklingur af tegund, sem nefnist konur, fjár- hagslega neðar en karlategund- in þegar hún selur vinnu sína. Það verður verðfall ef seljandinn er kona. Hvað er til ráða? Viðhorfs- breyting er oftast nefnda lykil- orðið. En þegar allir eru orðnir heimaskítsmát með skýringar eða úrræði liggur þá ekki í aug- um uppi að þurfi „endurgerð vinnuferils", eins og það ku heita þegar byrjað er aftur á endur- skipulagingu frá O-grunni. Þar standi allir, konur og karlar, í sömu sporum, einfaldlega manneskj- ur að selja vinnu sína. Vinnu sem greiða á eftir hæfni og vinnuframlagi. Það er konum í óhag að við ráðningu á vinnu- markaði virðist hugtakið að selja vinnu eða vinnustundir farið að trosna og blandast fleira í. En hvað gerir það að vinnu- veitandi, ríki eða fyrirtæki, hafa það inni á sér að kona sé ekki líkleg til þess að bjóða jafn mik- il verðmæti og karlmaður? Gæti ekki verið að það hafi komist inn í undirmeðvitund samfé- lagsins að aumingja konumar séu þjóðflokkur, sem þurfí að vorkenna, að gera eitthvað fyrir því þær eigi bágt og erfitt. Meðan sú óáþreifanlega tilfínn- ing liggur í loftinu að konur þurfí á einhvern hátt sérmeð- ferð, af því þær séu svo aumar, halda þær varla reisn sinni og menn geta klappað á kollinn á þeim góðlátlega. Talað er af andagt um að kona hafí verið ráðin í þetta og hitt starfíð. Það er nánast eins og gustukaverk að kona sé ráðin í mikils metið starf. Hvernig hefur þetta óáþreif- anlega orðið svona? Gæti ekki tvístígandi stefna í kvennapóli- tík á undanfömum árum átt hlut í að konur hafa ekki hlotið það huglæga mat að standa jafnfætis á vinnumarkaðinum? Konur hafa sjálfar oft verið að krefjast annarrar meðferðar á konum en körlum, til dæmis í skattamálum. Krefjast mismun- andi skattlagningar tekna á vinnumarkaði eftir hjúskapar- stöðu. Konur hafa ekki í raun verið tilbúnar til þess að vera skattlagðar af launum sínum sem einstaklingar. Eða til fulls sætt sig við að nákvæmlega sömu kröfur eigi að gera til þeirra á vinnumarkaði. Þær hafa átt það til að tala og leyfa körlum, t.d. á Alþingi, að tala um konur sem einhvers konar undirmálsfólk, sem þurfi að gera eitthvað fyrir. Við endur- skoðun á 0-punkti yrði auðvitað að meta öll hlunnindi til fjár og þá í launatölunni. Ungar konur, sumar a.m.k., virðast vera farnar að átta sig á þessu og krefjast þess að kona sé einstaklingur, metin sem slík, með kosti og galla, með sömu kröfur og skyldur og karlar. Konur sem beri höfuðið hátt en ekki væluleg hóptegund sem þurfí sérmeðferð. Ungar konur í Sjálfstæðisflokknum virðast vera að taka upp barátt- una á þessum grunni. Nota kjör- orðið: Einstaklingsfrelsi er jafn- rétti í reynd! Kvenréttindafélag- ið og Jafnréttisráð dreifir nú meðfylgjandi korti með áletrun- inrii: Sömu laun fyrir jafn verð- mæt störf! Væritanlega þá á algerum jafnréttisgrundvelli, eða hvað? Gárur eftir Elínu Pálmadóttur VERALDARVAFSTUR/Er hvítadauöi annab nafn á hvítasykri? Hvemig er heilsan? Á NÝAFSTÖÐNU heilbrigðisþingi kom meðal annars enn skýrar fram. en ella að heilsa fólks er meira tengd því atvinnu- og afkomuumhverfi, sem þjóðfélagið eða menningin legg- ur til, en einhveijum tilteknum sjúk- dómum, sem slá sér niður í einstaka menn. Þannig leita menn nú til lækna með almenna vanlíðan á líkama og sál, sem engin sérstök skýring virð- ist vera á önnur en sú að aðstæðum- ar, t.d. kreppan og atvinnuleysið, valdi þeim. Menn ætlast þó ennþá til þess að læknirinn „eigi eitthvað við þessu“. Sem reynist svo ekki vera, því að vanlíðanin á sér mikið djúpstæðari rætur. Margir halda því fram, að það séu samhangandi þættir í menningu okkar nútíma- manna, ekki síst fæðan sem við setj- um ofan í okkur, sem sé orsakavald- urinn. Augu margra rannsak- enda á þessu sviði hafa t.d. beinst að hvítasykri. Fæðuefni, sem flestir nota hugsunarlaust vegna þess að það er orðinn ávani. Ávani sem get- ur verið jafnerfitt að hætta við og reykingar eða áfengisneyslu. Saga hvítasykursins er ekki mjög löng þó að talið sé að sykurfram- leiðsla hafi hafist á Indlandi fyrir 5000 árum. Fram yfir miðja átjándu öld var sykur talinn læknislyf og var of dýr til þess að almenningur gæti notað hann. Þó er hans getið í ferða- sögum útlendinga hér á landi frá þeim tíma. En þeir hneykslast á því hvernig Islendingar eyðileggi allan mat með sykri. Sennilega hefur það þó verið af gestrisnisástæðum að útlendingar fengu sykur í allan mat sinn! En hvað um það, öfgar hafa verið hér alla tíð í notkun sykurs auk fleiri vanabindandi efna. Þó að margt sé órannsakað um áhrif hvítasykurs á heilsufar fólks þá er nokkuð ljóst samhengið milli hans og svokallaðrar sveppasýking- ar sem er mun algengari hér á landi en almennt er talið. Sveppasýking myndast í meltingarvegi fólks eftir ofnotkun á penisilíni gegnum maga. Eins og menn vita drepur penisilín bakteríugróður, en svo óheppilega vill til að lyfíð drepur einnig þær góðu bakteríur, sem við þurfum til meltingar fæðunnar, með þeim slæmu. Allt fram á þennan dag er fjöldi lækna fáfróður um þessar aukaafleiðingar eða vill ekki sjá samhengið, enda lítið gert úr þessu atriði í læknakennslu fyrri tíma. Afleiðingin af þessu verður sú að sveppurinn Candida Albicans sem einnig er nauðsynlegur í meltingar- veginum í hæfílegu hlutfalli, tekur til að breiða úr sér, enda er nú meir pláss fyrir hann þar sem melti- bakteríurnar eru dauðar. Sveppurinn er náskyldur gersveppi og lifir á sykri. Með mikilli sykurinntöku get- Hvítasykurinn, ásamt mörgum öðr- um varhugaverðum „fæðubótarefnum“, er nú að finna í nán- ast allri unninni pakkafæðu. ur hann aukist það mikið að hann fer að leita á ný mið: Með formbreyt- ingu kemst hann í gegnum veggi meltingarvegarins og útí blóðið en við það kemur aukaálag á ónæmis- kerfíð. í svæsnum tilfellum, þar sem fæðan sem við látum ofan í okkur stuðlar að offjölgun hans, getur ónæmiskerfið brotnað saman og þá er voðinn vís. Sveppasýkingu fylgja margir kvillar eins og verkir í liðamótum, höfuðverkir, sífellt kvef og inflú- ensusýkingar svo eitthvað sé nefnt en einnig sem er mun alvarlega, þunglyndi og annað andlegt ójafn- vægi. Sjúkdómurinn er það lúmskur, að menn átta sig ekki á því hvemig komið er fyrr en ástandið er orðið mjög slæmt. Það þarf og langan tíma til þess að snúa sjúkdómsþróuninni við og krefst breytingar á matar- æði. Það er engin pilla til við þessu! Þegar við skoðum fæðuna sem börn og unglingar í dag nærast á, gosdrykkir og súkkulaði, um leið og þau fá frá barnæsku penisilín í magaveginn við nánast hveiju sem er, þá getum við séð fyrir okkur að heilsa þjóðarinnar kemur ekki til með að batna í framtíðinni, þó að ekki sé minnst á andlegt ástand þjóð- arinnar. Útgjöldin sem þjóðarbúið, sameiginleg eign okkar, mun þurfa að glíma við sem afleiðing af þessu eru geigvænleg. Mun einfaldara er að eyða fé nú í að fyrirbyggja þessa þróun. En því miður er afstaða kerf- isins ávallt eins og hjá Lúðvík fjórt- ánda, er hann sagði „það lafír með- an ég lifi“. Hvítasykurinn ásamt mörgum öðrum varhugaverðum „fæðubótar- efnum“ er nú að fínna í nánast allri unninni pakkafæðu. Það er of langt mál að telja upp þau öll en ger er t.d. annað efni sem við getum auð- veldlega verið án. Sem betur fer er sá hópur fólks að stækka, sem gæt- ir sín á því hvað fer ofan í magann. En þó er aldrei of oft varað við af- leiðingunum af vanhugsuðum matarvenjum. Því hver vill láta sér líða illa vegna þess að hún/hann „tók í arf“ matarvenjur einhver ann- ars? eftir Einor Þorstein TÆKNlÆr bíllinn munabur sem veitist litlum hluta mannkyns í skamman tíma? Orkustreymi bílsins EINKABÍLLINN er mesti orkubruðl- ari á Vesturlöndum. Sé það draumur þjóða þriðja heimsins og þjóða austan gamla tjaldsins að komast á sama orkufylliríið og við erum á, þessar áttahundruð milljónir Norður-Amer- íku og Vestur-Evrópu, má gleyma þeim draumi. Til þess eru kröfurtil orkuframleiðslu heimsins og skemmdir á umhverfinu alltof mikl- ar. Við dekurbörn tilverunnar á Vest- urlöndum getum rétt eins horfst í augu við að munaðurinn sem okkur veitist er bæði staðbundinn ogtíma- bundinn, a.m.k. að því leyti að sú tæknilega útfærsla sem við höfum valið stenst ekki nema hér og nú. Ef við berum saman meðalstórán einkabíl á þjóðvegi á meðal- hraða,' 80 km/h og hjólreiðamann, kemur í ljós að orkueyðsla hjólreiða- mannsins er tvö hundruð og fimm- tíu sinnum minni! Það liggur í gerð bensínvélarinnar að ógerlegt er að ná meiri orkunýt- ingu en eðlislög- mál segja til um. Svokallað þjöpp- unarhlutfall, sem er hlutfall á milli stærsta og minnsta rúmmáls bruna- hols, setur nýtingunni algerar skorður. Umbætur nýtingar eru jafn vonlitlar og hjá hástökkvara sem ætlar að auka stökkhæð án þess að auka stökkkraft. Hann bætir sig aldrei nema um örfáa sentimetra með bættri stökktækni. Þetta er í raun einföld eðlisfræði (vélaverk- fræði), sem er kennd á 1.-2. ári háskólanáms. Þessar forsendur eru öðruvísi hvað varðar dísilvélar, og er aðal- ástæða þess að þær nýta orkuna betur. Um tveir þriðju hlutar orku eldsneytisins hverfa í formi varma- orku, sinn þriðjungurinn í hvort: hitun kælivatns og hitun útblásturs. Af þeim þriðjungi sem vélin nær úr eldsneytinu í formi aflfræðilegrar orku fer síðan að jafnaði ekki nema um þriðjungur til hjóla, semsé níundi hluti orkunnar úr eldsneytinu! Vélin þarf nefnilega að gera margt annað en knýja bílinn áfram. Hún þarf að yfirvinna núning í legum og í smur- vökva. Það þarf að búa til rafmagn í svonefndum „alternator“, sem tek- ur aðeins til sín hálft prósent or- kunnar. Aflstýri tekur annað eins. Hin og þessi dæling lofts og vökva, þ.e. bensíns, vatns og olíu tekur 7%. Um 4% orkunnar eyðast í hemlum og kemur fram í hitun þeirra. 4% hverfa í lausagangi í bið við umferð- arljós og biðskyldu. Af þeim u.þ.b. 12% sem fara til hjólanna endar um helmingur sem núningur í dekkjum og hinn helmingurinn sem núningur lofts og kemur fram í hitun þess. Þessar tölur eru miðaðar við með- alkringumstæður bandarísks bíls, þ.e. meðalblöndu bæjaraksturs og aksturs á þjóðvegum, og þar með miðað við að ekið sé á meðalhraða. Hins vegar eru þessi hlutföll afar breytileg. Núningur í hjólbörðum fer afar nærri því að vera óháður akst- urshraða hvers og eins bfls, nema hann minnki örlítið með hraðanum. Ástæðan er sú að á mikilli ferð létt- ir loftmótstaðan heldur á bílnum. Viðnám má minnka með háum þrýstingi í hjólbörðum, en hafa verð- ur í huga að það er á kostnað grips- ins sem bíllinn hefur á veginum og þar með á kostnað öryggis. Loft- viðnám er afar háð hraðanum. Ef bíll Meðaljóns er á hraðanum 50 km/h fer álíka mikil orka í hjól- barða og loftmótstöðu. Loftviðnám- ið eykst með þriðja veldi hraðans. Við 100 km/h, tvöföldun hraðans er loftviðnámið orðið tvisvar sinnum tvisvar sinnum tvisvar, semsé átta sinnum meira en núningurinn við veginn sjálfan. Ef reynt er að heim- færa þessar bandarísku meðaltölur upp á íslenskar aðstæður, má segja með vissu að bæði núningur við veg og við loft er meiri hér. Um er að ræða erfiðari vegi og erfiðari meðal- færð, jafnvel þótt sleppt væri að taka malarvegi með í reikninginn. Vindasamara veðurfar leiðir til meiri loftnúnings, þrátt fyrir þá staðreynd að menn aki jafnmikið með vindi og á móti vindi. eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.