Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 7 BARNAMORÐINGI gengur laus og réttarlæknisfræðingurinn Dr. Kay Scarpetta veit nafn hans. Temple Brooks Gault. í annarri sögu komst Kay svo nálægt honum að hún gat snert hann „augnabliki áður en hann stökk út um glugga og hvarf.“ í þessari sögu fer um hana hrollur þegar hún hugsar til þess að kannski hefði hún getað gómað hann ef hún hefði gert aðeins betur. Hann gengi þá ekki laus í dag. Kannski er það vegna hennar mistaka sem hin ellefu ára gamla Emily Steiner fínnst nú myrt eftir að hafa verið misþyrmt af fjöldamorðingjanum. Dr. Kay Scarpetta er söguhetjan í bókum bandaríska spennusagnahöfundarins Patriciu - Cornwell en bækur hennar klifra iðulega upp metsölulistana í Bandaríkjunum. og Evrópu og í Eymundsson var hún uppseld þegar þetta er skrifað en ný sending beið á hafnar- bakkanum. Fyrsta Scarpettabók hennar kom út árið 1990 og hét „Post Mortem“ og síðan hefur komið ein á ári: „Body of Evidence", „AIl that Remains", „Cruel and Unusual" og í haust kom nýjasta bókin, „The Body Farm“ eða Líkstöðin. Það vekur athygli að hún hefst á mjög líkum nótum og önnur spennusaga um al- ræmdan fjöldamorðingja, Lömbin þagna; Kay skokkar í gegnum skóginn við aðalstöðvar FBI í Quantico. Síðan gerast hlutirnir hratt. Líkið af Emily hefur fundist í Svartafjalli í N-Karólínu og það lítur út fyrir að Temple Brooks Gault sé enn á ferðinni. Hann sérhæf- ir sig í barnamorðum. Það líður ekki á löngu þar til einn rannsóknarlögreglumaðurinn týn- ir lífí á hinn undarlegasta hátt klæddur í kvenundirfatnað. Kay tekur eftir skrýtnu fari á húð stúlkunnar og ákveður að senda sönnunargögnin í málinu til Rotnunarrann- sóknardeildar Tennesseeháskóla, sem í dag- legu tali gengur undir nafninu Líkstöðin, til frekari rannsóknar. í hliðarsögum stendur Kay í ástarsambandi við kvæntan lögreglu- mann og hefur grunsemdir um að frænka sín hjá FBI sé lesbísk. Góð í smáatriðunum Sögur Cornwell eru byggðar á raunveru- legum glæpum og kynna iðulega til sögunn- ar nýjar aðferðir í réttarlæknisfræðum. Mesta hrósið fýrir bækur sínar fær hún fyrir það hversu vel hún er inní þeim málum sem hún fjallar um og hvað húmer iðin við að stunda rannsóknir og kynna sér út í hörgul allt það sem viðkemur réttarlæknisfræði. Aður en hún snéri sér að ritun spennusagna hafði hún skrifaði ævisögu eiginkonu predikarans Billy Grahams og unnið til viðurkenninga sem glæpafréttamaður. Nú eru smáatriðin í rann- sóknaraðferðunum henni allt hvort sem hún er að lýsa morðvettvangi sem allur hefur verið sprautaður með súperlími til að leita eftir sönnunargögnum eða hvemig Kay skoð- ar af nákvæmni notaðan smokk myrts kol- lega síns. Cornwell er fædd í Miami árið 1956. Hún ætlaði sér að verða fornleifafræðingur en tók próf í bókmenntum í staðinn og fór að vinna við dagskrárblaðið á stóru dagblaði. Þar sníkti hún einstaka fréttaverkefni (ráðstefnu frímerkjasafnara, skátafund) og bráðlega var hún orðin að blaðamanni og innan árs glæpaf- réttaritari. Hún hætti á blaðinu til að skrifa Ottinner óvinurinn Bandaríski spennusöguhöfundurinn Patricia Comwell skrifar metsölubækur um réttarlækni og kynnir sér í smáatriðum það sem hún fjallar um hverju sinni. Arnaldur Indriðason segir nánar frá höfundinum sem á þegar allstóran hóp tryggra lesenda hérlendis. ÓTTINN ræður ferðinni; bandariski spennusöguhöfundurinn Patricia Cornwell. Ný saga, The Body Farm, segir af leit að barnamorðingja. ævisögu Ruth Bell Graham og í kjölfarið fylgdu þijár spennusögur sem enginn vildi gefa út. Hún var ráðin í að kynna sér orða- forða og umhverfi þess sem hún skrifaði um og fékk sér vinnu við tölvu í líkhúsi. Eftir fjögur ár hafði hún engu áorkað en fékk þá hollráð frá einu forlaginu, sem hafnað hafði sögu frá henni. „Reyndu aftur en skrifaðu í þetta skiptið um það sem þú sérð.“ Cornw- ell fór aftur að skrifa en nú í fyrstu per- sónu. Útkoman var „Post Mortem" og henni var hafnað af sjö bókaforlögum áður en Scribner tók áhættuna. Ári seinna var hún orðin að metsölubók. Cornwell hefur skrifað blaðagrein um starfsaðferðir sínar þar sem hún lýsir því hvernig hún hreinlega gerist blaðamaður í leit að staðreyndum sem hún raðar saman í heildstæða mynd og lætur í hendurnar á aðalpersónunni Scarpetta. „Þegar ég fyrst skrifaði glæpasögur í upphafi níunda áratug- arins urðu sögurnar að engu. Ég gat ekki sett mig í spor persónanna og jafnvel eftir að ég hafði byggt upp veröld í kringum þær vissi ég að hún var handónýt. Ég þurfti eitt- hvað meira en blaðagreinar og viðtöl og lagði hart að mér við að finna trúverðugleikann á bak við þann heim sem ég vildi skapa.“ Ólíkar sögur Cornwell kynnti sér krufningar í smáatrið- um. „Dauðinn getur verið afar raunverulegur þegar hann hefur verjð kældur niður,“ skrif- ar hún. Hún hefur unnið margvísleg lögreglu- störf í borginni Richmond, stjórnað þar bíla- umferð og unnið að rannsókn glæpamála, auk þess sem hún hefur lært sína lexíu með starfsmönnum FBI í Quantico. „Ég hef kvatt vin minn úr rannsóknarlögreglunni í líkhús- inu og starað í undran á litlu holuna í bijósti hans. Þannig hefur skilningur minn vaxið á Pete Marino, rannsóknarlögreglumanninum í sögum mínum; ég veit að hann mundi ekki tala til mín ef ég hefði ekki búið í hans heimi og gert mitt besta til að læra hans tungumál". Cornwell hrósar mjög FBI-mönnunum í Quantico og því akademíska andrúmslofti sem ríkir í þessari miðstöð glæparannsókna í Bandaríkjunum. Hún tekur þar í sama streng og annar og frægari spennusöguhöf- undur, Thomas Harris, sem skrifaði Lömbin þagna og skapaði mesta skrýmsli seinni tíma spennubókmennta, Hannibal „The Cannibat" Lecter. Báðir hafa þessir höfundar fylgst grannt með rannsóknum FBI á bandarískum fjöldamorðingjum eins og Ted Bundy, Jeffrey Dahmer og John Wayne Gacy og notað þætti úr þeim rannsóknum í bókum sínum. „Mér er sagt að sögur mínar séu ólíkar hefðbundnum spennusögum og ég get séð hvers vegna,“ skrifar Cornwell. „Það væri ekki rétt af mér að halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur í svo meistaralegri teg- und bókmennta. En glæparannsóknir hafa, af ástæðum sem jafnyel ég sjálf skil ekki fullkomlega, orðið að ástríðu minni. Það er sama hversu vel mér á eftir að vegna. Ég á aldrei eftir að glata því sem kom mér þang- að sem ég hef náð - þrotlausar rannsóknir á tímasetningu dauðdagans, smásjáglerið á rannsóknarstofunni, skurðarborðið í líkhús- inu“. Verður að sigra óttann Cornwell er byijuð á sjöttu sögunni um Dr. Kay Scarpetta og undirbúningsvinnan hefur ekkert breyst. „Nýja sagan byijaði kvöld eitt i snjókomu í neðanjarðargöngunum í New York. Ég var með skurðarhanska og grisju fyrir andiitinu og rottur hlupu yfir lappirnar á mér. Morguninn eftir fylgdist ég með krufningu og það kom í ljós að líkið var af lögreglumanni sem myrtur hafði verið um kvöldið." Cornwell hefur stundum hugsað útí það hvort hún ætti ekki að fara að hætta þessum viðamiklu rannsóknum en kemst allt- af að því að hún gæti það ekki, þá yrði eng- in saga skrifuð. „Ég verð þá rithöfundur sem hef ekkert að segja - fiðla án tónlistar." Cornwell vár nýlega spurð að því í blaða- viðtali hvað það er sem drífur liana áfram? „Móðir mín málar í frítíma sínum. Ég man að ég stóð eitt sinn fyrir framan eitt málverk- ið hennar, næturmynd með fullu tungli, og allir í kringum mig litu það sínum augum. I þeirra huga var það meinlaust og heillandi. Fyrir mér var það hrollvekjandi og óttalegt. Ég er alltaf að hugsa um það afhveiju það geti verið.“ Hún segir að kveikjan að skrifum sínum sé ótti. „Ég verð að taka hann í sund- ur, sigra hann, kryfja hann. Óttinn er á bak við þetta allt saman. Óttinn er óvinur minn.“ TILBOÐ ÓSKAST í Nissan Pathfinder SE V6 4x4, árgerð '91, PontiacTrans Sport, árgerð ’90, Ford Escort LX, árgerð '90, Daihatsu Rocky SX 4x4, árgerð '90 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 21. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA 0 Norden i Island Islenska Operan, sunnudaginn 19. mars kl. 20:00 Hinn kunni sænski barítonsöngvari Hákan Hagegárd heldur í fyrsta sinn á (slandi tónleika ásamt píanóleikaranum Elisabeth Boström. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert, Strauss, Wolf og Rangström. Tónleikarnir verða ekki endurteknir. Miðasala í íslensku Óperunni í síma 551 1475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.