Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ fylgdu þar með stefnu flóðsins. Þetta atriði er ein vísbending um hvemig hugsanlega megi standa að byggingum á áhættusvæðum: Veggirnir „klufu“ skriðuna og með því að hleypa henni sitt hvorum megin við sig stóðust þeir hlaupið: HUGMYNDIR UM HÚSA- GERÐIR OG SKIPULAG NÆRRI SNJÓFLÓÐASVÆÐUM Hús á veggjum Fyrsta hugmyndin er því að hús séu byggð ofan á veggjum, sem benda upp í halla fjallsins, (sjá mynd 5). Hús reist ofan á sterkum veggjum gætu hleypt hugsanlegu snjóflóði undir sig. Aukin þyngd húss veitir auk þess betra viðnám gegn snjóflóði og eykur möguleika þess á að standast skriðuna. Plóghús EFTIR hörmungarnar í janúar síðastliðnum þegar snjóflóð fór yfir stóran hluta Súðavíkur og fjórtán manns létu lífið vakna spurningar um hvernig best megi verja byggð slíkum áföllum. Umræða hefur átt sér stað um fyrirbyggjandi aðgerðir með varn- argörðum og stoðvirkjum í fjalls- hlíðum ofan byggðar. Á Flateyri tókst að forðast stórtjón með vam- argörðum en skriðan náði þó ein- hveijum húsum. Minna hefur borið á umræðu um gerð bæjarskipulags og bygg- ingarmáta húsa með tilliti til þessa hættu. Annars vegar þarf að endurhugsa gerð húsa og hverfa sem byggð verða í framtíðinni og hins vegar að móta aðgerðir við nústandandi hús. Vil ég koma hér á framfæri nokkrum hugmyndum um sterkari húsagerð og skipulag. Skipulag sem gæti hugsanlega dregið úr tjóni ef snjóflóð fara út fyrir þau hættu- mörk sem skilgreind hafa verið. Hættumörk Á Súðavík er greinilegt að meira og minna allur bærinn er hættu- svæði því snjóflóðin ruddust langt fram yfir áður skilgreind hættu- mörk, (sbr. mynd 1). Engin ástæða er til að álykta að þau snjóflóð séu af stærstu gerð, hvort sem er fyr- ir Súðavík eða aðra sambærilega bæi. Á sl. áratugum hafa fallið nægilega mörg snjóflóð til að sýna fram á mikla forsjá þarf í öllum atriðum byggðarskipulags. Þetta á jafnt við á svæðum nærri snjó- flóðamörkum og á svæðum sém ná jafnvel hundruð metra frá þeim. Snjóflóð getur fallið á ákveðnum stað með hundrað ára millibili og engin leið er að segja til um hve- nær eða hvort það skeður. Áhættuþættir í reglugerðir Súðavík er aðeins eitt dæmi af ótalmörgum stöðum þar sem land- legu fylgir þessi ákveðna áhætta. Fólk heldur samt áfram eftir áföll- in og mun búa í þeim bæjum, sem eru heimili þess. í sjósókn er til að mynda töluverð slysahætta, en með bættum tækjabúnaði og betri skipum er þessi hætta minni en hún var áður og enn sækja menn sjóinn. Forðast ber eldhættur með brunavömum og byggingareglu- gerðir taka tillit til slíkra þátta. Hús þurfa að standast álags vatns og vinda til að fást samþykkt. Á sama máta þurfa að vera til bygg- ingareglugerðir og leiðbeiningar gagnvart snjóflóðum, þ.e. að fyrir slíku sé gert ráð í hönnun húsanna sjálfra og einni í skipulagi viðkom- andi bæja. Öll góð hús gegna í eðli sínu því hlutverki að skýla sínum íbúum. Erfitt getur verið að segja með vissu hvernig eitt eða annað hús standist álag snjóflóðs. Víst er, að þegar slíkt er ekki tekið með í reikninginn eru mestar líkur á að byggingin falli með sínum íbúum eins og nú hefur gerst of oft. Húsagerðir Ákveðnar gerðir húsa eru veik- ari gagnvart snjóflóðum. Timbur- hús veita mun minni vörn en jámbent- og steypt hús. Flest ein- ingahús eru veik- byggðari vegna sam- skeytanna. Viss út- færsluatriði geta gert hús betur fallin til að standast skell snjó- flóðs. Þannig atriðum þarf að gefa nánari gaum í hönnun bygg- inga í nágrenni snjó- flóðasvæða. Þar sem staðhættir fjölmargra byggðalaga eru þann- ig að snjóflóð geta fall- ið (mynd 2) er skyn- Ólafur Þórðarson samlegt að móta ann- ars konar byggingar- hefðir staðanna, sam- kvæmt þessum stað- háttum. Þetta er sér- staklega mikilvægt þegar við höfum í huga að byggðarlögin eiga ekki endilega til „örugga“ bygginga- reiti. Bakveggirnir Víðast tíðkast að raða húsum hornrétt á fjallið fyrir ofan. Ýms- ar ástæður og hefðir eru fyrir þessu. Afleið- ingin er þó sú að bakveggurinn er samhliða .fjallshíðinni og þar með þvert fyrir rás hugsanlegs snjóflóðs. Einnig er algengt að þessi veggur sé mestmegnis gluggar (sjá mynd 3). Gler veitir ekkert viðnám fyrir innviði hús- anna og glerbrot auka á vandann. Svona veggur brotnar undan snjó- skriðunni og húsið sundrast á augabragði. Endaveggir - vísbending Eitt af því sem maður tók eftir í fréttamyndum frá Súðavík var að endaveggir sumra fallinna húsa stóðu einir eftir, (sbr. mynd 4). Þeir sneru þvert í íjallshlíðina og SnjóflóðicI mikla sem féll kl. 6.25 i gærmorgun og hreifmeð sér 15 hús Lfnan afmarkar það svæði sem skil- greint er sem snjóflóðahættusvæði Póstur & sími Stjórn- sýsluhús Frystihúsið 50 100 150 200 250 m Mynd 1. Kort af Súðavík, úr Morgunblaðinu 17. janúar 1995. Snjóflóð sem féll árið 1983 og snjóflóða- hætta var miðuð við Stjórnstoð bjorgunar- aðgerða ernú í Fagranesinu Önnur hugmynd er að snúa grunnmyndum húsa. Hús sem beina einu horni upp í hallann fyr- ir ofan kjúfa skriðuna frekar en að fanga hana (sjá mynd 7, hús B). Fallþunga hugsanlegs snjóflóðs er beint á ská á veggina en ekki hornrétt á þá. Skriðan fer þá frek- ar meðfram veggjunum og þannig sitt hvorum megin við húsið. Lík- urnar á því að svona „plóg-hús“ standist skellinn eru mun hagstæð- ari en með hinum algenga þver- vegg, sem fangar skriðufallið. Með því einu að snúa húsum 45° miðað við frjallshlíðina er aukakostnaður hvorki settur á byggingar né skipu- lag. Eftir því sem hornið er hvass- ara vinnst mikið á hvað varðar styrkleika byggingarinnar, (sbr. mynd 8) og byggingin sker frekar snjóflóðið. Auk þess að snúa plóg að fjalli mættu hús einnig vera með rammbyggðari efri veggjum. Litlir eða engir gluggar ættu að vera í þeim. I þessa veggi nægir ekki timbur eða einingar, heldur þykkir veggir steyptir í mótum á staðnum. 25 cm þykkur járnbentur steyptur veggur er ansi sterkur ef hann er tengdur rétt í gólfplötu og grunn. Veggir sem snúa frá fjalli skipta minna máli, en þakið þarf einnig að vera sterkbyggt. Skipulag Hús sem standa of nálægt hvort öðru geta heft farveg snjóflóðs þannig að skriðan hefur í nær óstöðvandi þunga sínum ekkert annað að leita en í gegnum sjáíf húsin, án þess að komast á milli þeirra. Þannig mynda hús með of litlu bili sína á milli eins konar „vegg“ sem skriðan skelluf horn- rétt á og óhjákvæmilega sprengir af sér (sjá mynd 10). Af þessari ástæðu sýnist manni að byggð nærri áhættusvæðum þurfi að vera gisnari, sérstaklega Mynd 6. Framhlið húss á veggjum. Hliðarmynd Mynd 5. Framhlið húss á veggjum. Mörk snjóflóða- svæðis ~ Mynd 3. Dæmigerður bakveggur, séður frá fjalli. r<\ Mynd 7. Dæmigert hús A, plóghús B. Mynd 4. Endaveggir standast flóð. Grunnmynd I sÞ vÞ IIúsA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.