Morgunblaðið - 19.03.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARZ1995 B 21
um). Líklegt má telja að slík kyn-
laus fjölgun hafi verið ríkjandi á
stórum svæðum. Nýlegar finnskar
rannsóknir hafa staðfest að birkitré
vaxin upp af teinungi verða af líf-
eðlisfræðilegum orsökum lágvaxn-
ari og kræklóttari en tré vaxin af
fræi.
Þrátt fyrir óumdeilanleg áhrif
veðurfars og vaxtarmáta, hníga
mörg rök að því að birkið hafi tekið
verulegum erfðafræðilegum breyt-
ingum frá landnámi vegna mann-
legra umsvifa. Erfðafræðileg aðlög-
un getur orðið ítijám, þótt kynæxl-
un komi þar hvergi nærri, vegna
stökkbreytinga í vaxtarbroddum
greina og sprota.
Lengi hefur verið vitað að fjall-
drapi getur æxlast við birki. Blend-
ingurinn ber meira að segja sérstakt
nafn, skógviðarbróðir. Hann er
kræklóttur runni, líkur báðum for-
eldrategundum. Þorsteinn Tómas-
son hefur fært margvísleg rök að
því að runnkennt vaxtarlag birkis á
stórum svæðum stafí af erfðablönd-
un við fjalldrapa og að langvarandi
sauðfjárbeit hafi ýtt undir þessa
þróun með því að hygla runnkennd-
um einstaklingum.
Raftviður var sóttur í skógana
um aldaraðir og þeir nytjaðir til við-
arkolagerðar fyrir járnvinnslu
(rauðablástur), járnsmíðar og ljá-
dengsli. Snorri Sigurðsson og Þór-
arinn Þórarinsson hafa áætlað að
þurft hafi að gjörfella skóg af um
600-1000 ha árlega í a.m.k. 1000
ár til að fullnægja viðarkolaþörf
landsmanna. Væntanlega hefur ver-
ið sóst fremur eftir beinvöxnum
tijám til kolagerðar og áreftis.
Þannig hefur skógurinn smám sam-
an úrkynjast. I Jarðabók Áma
Magnússonar og Páls Vídalíns eru
heimildir um raftskóga á jörðum þar
sem nú sést aðeins birkikræða þar
sem best lætur.
Niðurstöður rannsókna á erfða-
vistfræði birkis, sem hófust sl. haust
með fræsöfnun í 42 skóglendum um
allt land, munu væntanlega hjálpa
til við að skýra þátt umhverfis og
erfða í mótun fjölbreytilegs útlits
íslenska birkisins og leggja nauð-
synlegan grunn fyrir kynbætur þess
í framtíðinni. Plöntur af þessum 42
stofnum verða gróðursettar í sam-
anburðarreiti í öllum landshlutum
og fylgst með vexti þeirra og þrifum
næstu árin og áratugina.
Birkikynbætur og frærækt í
gróðurhúsum
Finnar eru frumkvöðlar í birki-
kynbótum og frærækt innanhúss.
Kynbótastarf þeirra hefur á 30
árum skilað allt að 30% méðalaukn-
ingu í viðarvexti birkis sem verður
að telja undraverðan árangur á ekki
iengri tíma. Hér á landi var grunnur
lagður að birkikynbótum vorið 1987
þegar nokkrir áhugamenn um trjá-
og skógrækt ákváðu að rækta kyn-
bættan birkistofn fyrir suðvestur-
horn landsins. Valin voru 16 tré,
aðallega í Reykjavík, og fjölgað með
ágræðslum í gróðurhúsi í Gróðrar-
stöðinni Mörk undir umsjón Péturs
N. Ólasonar garðyrkjumanns. Þessi
stofn bar fyrst fræ haustið 1992.
Vöxtur fræplantna og eins árs
plantna af þessum stofni lofar góðu.
Ofangreint starf er kveikjan að
verkefni Rannsóknastöðvarinnar
sem kynnt var í inngangi þessarar
greinar. Þar er stefnt að því að búa
til einn láglendisstofn af birki fyrir
hvem landsfjórðung og tvo stofna
fyrir hálendari svæði (3-400 m. yfir
sjávarmáli, á norðan- og sunnan-
verðu landinu). Birkistofn hvers
landsfjórðungs verður byggður. á
móðurtijám úr sama landsfjórðungi,
en reynsla annama þjóða hefur sýnt
að óæskilegt er að flytja birki um
langan veg.
Upphaf tijákynbóta er jafnan val
á móðurtijám í náttúrulegu skóg-
lendi. Val móðurtijáa er þegar hafið
í öllum helstu skógum landsins (Sjá
töflu). Einnig verða móðurtré sótt
til hálendisstofna, sem enn þrauka
á nokkrum stöðum á landinu, svo
sem við Hvítárvatn (420 m.y.s) og
í Stóra-Hvammi (620 m.y.s) í Aust-
urdal í Skagafirði. Hugsanlega búa
þessir hálendisstofnar yfir aðlögun
senrnýtist við uppgræðslu á erfiðum
svæðum eins og Haukadalsheiði eða
Hólasandi.
Fjölgun
módurtrjáa
Tvær aðferðir eru notaðar við
fjölgun móðurtijáa: Ágræðsla og
vefjarækt. Við ágræðslu, sem er
örugg en seinleg aðferð, er grein
af móðurtrénu grædd á stofn
ungrar birkiplöntu. í vefjjarækt
eru brum móðurtrésins fengin til
að vaxa og mynda sprota á sér-
stakri næringarblöndu í lokuðum
sótthreinsuðum ílátum. Þessi að-
ferð er ekki eins örugg og
ágræðslan en hefur þá kosti, ef
vel tekst tii, að fullkomin endu-
tynging verður á móðurtrénu og
unnt er að framleiða mikinn
ijölda plantna á skömmum tíma.
Ljósmynd/Snorri Baldursson
ÞÓRÐUR J. Þórðarson
við ágneðslu.
Ljósmynd/Kristinn H. Þorsteinsson Ljósmynd/Snorri Baldursson
í FLESTUM stærri skógum finnast þráðbein, hvítstofna tré sem sanna að þessir eiginleikar eru enn til
í íslenska birkinu. Myndin til vinstri er tekin í Bæjarstaðaskógi (höf., dr. Snorri Baldursson, sést á
myndinni). Hin er úr Hallormsstaðaskógi (dr. Þröstur Eysteinsson sést á myndinni).
Sem móðurtré eru valin þróttmik-
il, stórvaxin og vel löguð tré sem
hafa greinilega spjarað sig betur en
nágrannamir. Ekki spillir ef þau eru
beinvaxin að auki. Fyrir hálendis-
svæðin eru fyrst og fremst valdir
harðgerðir einstaklingar. Móðurtrén
eru „yngd upp“ með því að græða
sprota af þeim á unga birkistofna,
eða með því að fjölga þeim í vefja-
rækt, og þeim komið fyrir í gróður-
húsi (Sjá rammagrein).
Hvers vegna
kynbætur á birki?
Eðlilegt er að menn velti fyrir
sér ýmsum spurningum varðandi
kynbætur íslenska birkisins. Getur
það nokkurn tíma orðið nytjatré?
Eru hávaxin og (eða) beinvaxin
birkitré síðri landgræðsluplöntur en
birki sem er áskapað að verða
runni? Era kynbætur varasamar út
frá náttúruverndarsjónarmiðum?
Birki er nú þegar nytjatré og
getur orðið það enn frekar. Birki-
skógar gegna mikilvægu hlutverki
við verndun viðkvæms fokjarðvegs
fyrir vind- og vatnsrofí. Þeir veita
ýmiss konar jarðyrkju og búskap
skjól. Birkiskógar eru eftirsóttir til
útivistar og hýsa sérstakt lífríki sem
menn njóta á margvíslegan hátt.
Hávaxnir skógar veita meira skjól
og eru að margra mati skemmti-
legri til útivistar en birkikjárr. Það
er rétt að viðarafurðir úr íslensku
birki eru enn litlar. Þó eru unnir
úr því margvíslegir smíðisgripir.
Takist okkur að kynbæta birkið
verulega með tilliti til vaxtarhraða
og vaxtarlags munu viðamotin
margfaldast.
Sumt fólk óttast að með kynbót-
um verði búið til þráðbeint, hvít-
stofna, „skandinavískt“ birki sem
ekki falli að íslenskum staðháttum
eða loftslagi. Við teljum slíkar kyn-
bætur hins vegar viðleitni í þá átt
að endurheimta forna reisn íslenska
birkisins. Búskaparhættir, sem áður
áttu sinn þátt í mótun birkiskóg-
anna, eru breyttir. í flestum friðuð-
um birkiskógum landsins fínnast
þráðbein tré sem sanna það að þessi
eiginleiki er enn til staðar í íslenska
birkinu. Slík tré eru þó ekki mörg
og verða í miklum minnihluta í
Uppruni og fjöldi móðurtrjáa af birki sem valin
hafa verið fyrir frærækt í gróðurhúsum.
Uppruni Fjöldi móðurtijáa
Ásbyrgi 6
Bæjarstaðaskógur 43
Eyjafjörður 10
Fnjóskadalur 20
Hallormsstaða- og Ranaskógur 26
Við Hvítárvatn 24
Jafna-Skarðsskógur, Borgarf. 5
Norðtunguskógur, Borgarf. 7
Vatnshornsskógur, Borgarf. 11
Strandarholtsskógur, Mývatnssveit 25
Þórsmörk 28
Samtals 205 tré
ÞRJÚ móðurtré af birki komin í vefjarækt.
kynbótastofnunum. Flest móður-
trén eru eins og fyrr segir þrótt-
miklir einstaklingar sem líklegt er
að spjari sig alls staðar vel. Einnig
má benda á að kynbætt birki verð-
ur enn um langan aldur aðeins lítið
brofyaf íslensku birkiskóglendi.
Góðar erfðir duga ekki einar sér -
til að búa til glæsilegan skóg. End-
anleg útkoma ræðst ekki síður af
því umhverfí sem trén vaxa upp
við. Fyrstu verndarskógar, sem
vaxa upp á berangri, geta af þess-
um sökum aldrei orðið mjög há-
vaxnir eða beinvaxnir en sé upplag-
ið gott aukast líkur á að næsta
kynslóð, sem upp vex í skjóli þeirra,
verði að vænum skógi.
Hvers vegna að rækta fræ
í gróðurhúsum?
Mörgum fínnst í fljótu bragði
ofrausn að leggja heil gróðurhús
(plasthús) undir ræktun á birkifræi
sem venjulega má safna með lítilli
fyrirhöfn í næsta garði eða skógar-
reit. Þó hníga mörg rök að slíkri
ræktun:
í fyrsta lagi er hægt að velja og
einangra þau tré sem eiga að æxl-
ast saman og ná þannig fram
ákveðnum kynbótum. Þótt fræi sé
safnað af góðu móðurtré úti er
engin vissa fyrir því að faðernið sé
frambærilegt.
í öðru lagi er hægt að fá árvissa
fræuppskeru sem tryggir stöðug:
leika í sáningu og plöntuuppeldi. í
náttúrunni eru fræmyndun og fræ-
gæði birkis afar misjöfn vegna rysj-
óttrar og síbreytilegrar veðráttu.
Að jafnaði má gera ráð fyrir góðu
fræári í birki á 4-5 ára fresti. Sum-
arið 1994 var t.d. gott fræár sunn-
an- og vestanlands, en afleitt norð-
an- og austanlands. Áður höfðu
farið nokkur léleg fræár svo að
skortur á birkifræi var farinn að
standa plöntuuppeldi fyrir þrifum.
Víst er að birki, sem vex hátt til
fjalla, myndar sjaldnar gott fræ en
láglendisstofnar vegna stutts
vaxtartíma.
í þriðja lagi má búast við því að
fræ, sem ræktað er í gróðurhúsum,
verði betra en fræ ræktað utan-
húss. Betri nýting á frjókomum í
takmörkuðu rými leiðir til hærra
hlutfalls af fijóu fræi en úti. Losna
má við birkihnúðmýið, litla flugu
sem verpir eggjum sínum í óþroskað
birkifræ. Afföll vegna þessarar
flugu geta numið allt að 30-40%
skv. könnun dr. Jóns G. Ottósson-
ar. Ofangreindir þættir skila sér í
mun betri og jafnari spírun á gróð-
urhúsafræi miðað við útiræktað fræ
og þar með hagkvæmari ræktun
plantna. Enn er ótalið að fræið verð-
ur stærra vegna kjörhitastigs og
góðra næringarskilyrða sem móð-
urtrén búa við. Því meiri forðanær-
ing í fræinu, þeim mun stærri verða
fræplöntumar á fyrsta hausti eftir
sáningu. Þetta hefur komið berlega
í ljós hjá birkiplöntum sem ræktað-
ar hafa verið af fræi úr gróðurhúsi
í Gróðrarstöðinni Mörk. Rannsóknir
dr. Sigurðar H. Magnússonar hafa
sýnt að stórar fræplöntur eru lík-
legri til að lifa af fyrsta veturinn á
víðavangi en litlar fræplöntur. Af
sömu ástæðum má búast við að fræ
ræktað innanhúss sé mun betur
fallið til beinnar sáningar á erfíðum
uppgræðslusvæðum en fræ sem
safnað er í náttúrunni.
Lokaorð
Ekki fer milli mála að íslenskir
birkiskógar eru nú að umfangi að-
eins brot af því sem þeir voru við
landnám. Einnig bendir margt til
þess að vaxtarlag birkisins hafí tek-
ið verulegum breytingum í gegn
um aldimar sem afleiðing fyrri bú-
skaparhátta. Enn em dæmi um
birkiskóga sem era í afturför, þótt
slíkum tilvikum hafi fækkað vera-
lega með minnkandi sauðfjáreign
landsmanna á undanförnum 15
árum. Með aukinni friðun, kynbót-
um og nægu framboði af úrvalsfræi
verður hægt að snúa þessari óheilla-
þróun við og skipa birkinu aftur
þann sess sem því ber í íslensku
gróðurríki.
Höfundur cr trjáerfðafræðingur
og starfar & Rannsóknarstöð
Skógræktar ríkisins á Mógilsá.