Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 33 SKOÐUN fpMúid "bakveggur" ~lb Saraan moG dsai husin dns konar . ‘vegg', sero snjóflód sprengiraf sér (vegur) □□□ □□ □ Mynd 10. Skýringarmynd algengs skipulags, þétt byggð og hús samhliða fjalli. o o Mynd 11. Skipulag sem hleypir snjóflóði á milli húsa. c d Mynd 12. eftir því sem ofar dregur í brekk- unni. Huga má að byggð útfærðri þannig að húsin hleypi hugsanlegu flóði á milli sín, þ.e. að skipulagið myndi gera ráð fyrir snjóflóði og hleypa því á milli húsanna (sbr. mynd 11). Aðgerðir við nústandandi hús íbúar í nústandandi húsum þurfa á mati og úrlausnum að halda. Til greina kemur að meta styrkleika húsa og breyta þeim í samræmi við reynsluna sem feng- ist hefur. Finna þarf leiðir til að styrkja þök, veggi, breyta glugg- um o.þ.h. Ef til vill geta þessar lauslegu hugmyndir komið til greina: Ef „plógur“ er byggður við eða ofan við nústandandi hús getur hann verið viðbygging, girðing, hóll, eða allt þrennt í senn. Hægt er að gera veggi ofan húss (sbr. mynd 12a) þar sem aftan við væri settur gijóthaugur eða annað þyngra hlass til að styðja við vegg- ina. Skoða þarf þann möguleika að móta hóla ofan nústandandi húsa, sem geta bægt hugsanlegu flóði sitt hvorum megin við húsin. Kannski er til í dæminu að jarð- fláki lyfti hugsanlegu snjóflóði yfir hús svo það grafist í snjó, en falli ekki, (mynd 12b). Athuga þarf alla möguleika. þegar um er að ræða mörg hús sem standa þétt saman, þarf stærri varnargarða ofan þeirra. Varnargarðar Sums staðar hafa verið gerðir varnargarðar til að stöðva hugsan- lega framrás snjóflóa. Sérhannað- ar girðingar geta einnig skert eyð- ingarmátt snjóflóða. Ekki er alltaf sem viðkomandi eru í aðstöðu til að byggja þess konar varnir og stundum nægja þær ekki. Þetta eru góðar leiðir gegn snjóflóða- hættu, en betur má ef duga skal. Er þá betra að í byggðamynstrinu sjálfu sé einnig hugsað fyrir þessu, því snjóflóðamörk er erfitt að skil- greina og forsendur geta breyst mjög eftir aðstæðum. Lokaorð Þessar hugmyndir eru ekki hugs- aðar sem ein eða nein Iokalausn í snjóflóðavömum, heldur sem að- ferðir sem mætti þróa frekar til að gera hús og skipulag betur í stakk búin til að standast snjóflóð. Margir ólíkir þættir vinna saman að auknu öryggi á mögulegum snjóflóðasvæðum. Vonandi getur samspil þátta með fleiri vamar- görðum, hertu snjóflóðaeftirliti, betra skipulagi og skynsamlegri húsagerðum fullnægt þessum kröfum. Höfundur er arkitekt. NÚVERANDI GATNAMÓT BRÁÐABIRGÐAÚTFÆRSLA 1111111111111111111ÍMIIIIBIIIMIMIIIMMIIIMMMIIIIIIIIIIMMIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIV MOSFELLSBÆR GRAFAR- VOGUR Gatnamótin verða færð til bráðabirgða þar sem nú eru hafnar framkvæmdir við mislæg gatnamót á mótum Höfðabakka og Vestulandsvegar. Byggð verður brú yfir Vesturlandsveg fyrir umferð um Höfðabakkai Umferð um Höfðabakka verður færð um 100 m austur fyrir núverandi gatnamót. Frá því að umferð verður hleypt á bráðabirgðagatnamótin og fram til marsloka mega vegfarendúr búast við einhverjum truflunum á umferð. Þess er eindregið óskað, að ökumenn sem eiga leið um gatnamótin, sýni ýtrustu varkárni meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að nýju mislægu gatnamótin verði tekin í notkun í september á þessu ári. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík ''//'S/i V VEGAGERÐIN ÁRBÆR REYKJAVÍK BRÁÐABIRGÐABEYGJA NÆSTU TVÆfl VIKURNAR á gatnamótum og Vesturlandsvegar í þessari viku verða tekin í notkun bráðabirgða- gatnamót á mótum Höfðabakka og Vesturlands- vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.