Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 9 IHUGUM margra am- erískra negra var gospelið tónlist guðs og blúsinn tónlist djöfulsins og að sjálfsögðu var sonur blússins, djassinn, sömu ættar - enda var hann fyrst og fremst spilaður á þeim stöðum þar sem holds- ins lystisemdir voru í háveg- um hafðar. Dans og djass voru því sem næst eitt allt þar til bíboppið kom til sög- unnar á heimsstyrjaldarár- unum síðari. Að sjálfsögðu var djassinn jafnmikil list þrátt fyrir það - jafnt og sú tónlist evrópskra tón- skálda fyrri alda sem stíga mátti dansspor við - og að sjálfsögðu var djassinn oft og tíðum leikinn í tónleika- höllum fyrir stríð - en það var undantekningin, hitt reglan. Hinir æðri unnendur tón- listar litu niðrá djassinn: villimannamúsík sem æsti upp óæðri kenndir mann- skepnunnar, að sjálfsögðu þær er hún nýtur hvað mest, og slagorð dagsins var: „Jazz is crime and crime is djass“. Ungir hug- sjónamenn risu gegn þess- um fordómum og rituðu lærðar greinar til varnar djasslistinni og brátt risu upp samtök djassunnenda sem vildu allt gera til að útbreiða fagnaðarerindi djassins og þeir sem uðu® .ktinn eða fingrum, hvað þá stigu dans, voru litnir homauga á djassklúbbum. Nú er djassinn löngu orð- inn viðurkennd listgrein og Louis Armstrong, Duke Ellington, Charlie Parker og Miles Davis, svo nokkrir helstu meistarar djassins séu nefndir, eru taldir til helstu tón- snillinga aldarinnar. Samt eru margir Evr- ópubúar enn feimnir við að blanda saman djassi og dansi. Við Islendingar eigum enga djassdanshefð. Þó var hinn fyrsti íslenski djass danstónlist. Sveinn Ólafs- son, Vilhjálmur Guðjónsson og Jóhannes Eggertsson léku á Hótel Borg fyrir stríð þar sem breskir hljómsveit- arstjórar réðu ríkjum: Athur Rosberry, Jack Quinet og Billy Cook. Þá kynntust ís- lendingar fyrst djassdans- sveiflunni þó Aage Lorange hafi leikið í Jazzbandi Reykjavíkur og hljómsveit danska fiðlarans Eli Donde leikið hérledis fyrr. A stríðsárunum komu svo hljómsveitir herjanna og spiluðu djass og Islendingar fóru að stofna danshljóm- sveitir sem jafnframt voru djasssveitir. Frægasta djasshljómsveit Islands, hljómsveit Björns R. Ein- arssonar, var fyrst og fremst danshljómsveit, enda skilin þar á milli ekki skörp. Björn stofnaði fyrstu sveit sína í nóvember 1945 og lék hún í Listamanna- skálanum. Tónlistin var með léttu dixílandívafi, en klassískt svíng náði fljót- lega yfirhöndinni - Björn stjórnaði einnig stórsveitum sem reyndu sig við bíbopp- kenndar útsetningar á tón- leikum. Sú hljómsveit, sem næst gekk Birni í djass- frægðinni, KK sextettinn, laut sömu lögmálum og allt framá síðustu ár þurftu ís- DANSANDI DJASSGLEÐI í tuttugu o g sjö ár hefur Ole „Fessor“ Lindgren veríð í hópi vinsælustu hlj ómsveitarstj óra Norðurálfu og svíng, dixíland, blús og soul verið á efnisskránni. Vernharður Linnet rifjar upp feril hans í tilefni af komu Fessor’s Big City Band til landsins. Dans og djass voru nánast eftt OLE Fessor Lindgren með básúnuna. PÉTUR „rakari“ Guðjónsson, sem nú er nýlátinn, í sveiflu á djassballi með félaga sínum Jóni Gíslasyni. lenskir djassleikarar að lifa á dansspilamennsku og þurfa margir enn. Það var oft heit sveifa á böllunum áður en gestimir fóm að streyma inn, því þá gátu hljóðfæraleikaramir spilað það sem þá langaði til - og yfírleitt var það djass. Fyrir um það bil tuttugu ámm var ég á ferð á Akur- eyri ásamt Ólafí Ormssyni rithöfundi. Við borðuðum í Sjallanum og fátt var um gesti fyrir utan okkur, en Eydalbræðurnir og þeirra lið var komið á sviðið og það var slegið upp djasskon- serti fyrir okkur sunnan- menn. Dansmúsíkin byijaði ekki fyrr en um miðnætti þegar húsið fór að fyllast. I Danmörku hefur djass og dans aldrei verið vanda- mál í hugum almennings, þó hinir æðri djassunnendur settu stundum upp fýlusvip þegar fæti var stappað eða fíngrum var smellt á djass- klúbbum. Þar hafa starfað margar af þekktustu díxí- landsvíngsveitum Evrópu, sem jafnt hafa leikið fyrir dansi og á tónleikum. Fræg- astar þeirra eru Papa Bue Viking Jazz Band og Fess- or’s City Big Band, sem væntanlegt er hingað í vik- unni. Papa Bue, eða Arne Bue Jensen eins og hann heitir réttu nafni, hefur haldið uppi fjöri í Tívolí svo lengi sem yngri menn muna, en hin síðari ár hefur Fessor oft komið í hans stað. Fessor heldur nú uppá tuttugu og fimm ára af- mæli hljómsveitar sinnar en hver er hann Fessor? Ole „Fessor“ Lindgren er hálfsextugur básúnuleikari og hljómsveitarstjóri og byijaði að blása unglingur í Hornaflokki lútherska trú- boðsins - þar voru einstaka gospellög á efnisskránni og þau nýtast honum enn. Ungur fór hann að hlusta á útvarpsstöðina Voice of America, en á þeim árum sem erfítt var að fá djass- plötur í Evrópu fékk maður að heyra það sem efst var á baugi í þeirri stöð. Sjálfur gleymi ég aldrei ----------- þegar ég var í sveit á Sámstöð- um í Fljótshlíð unglingur og heim var komið úr heyskapnum fann Þórir Guðmundsson Voice of America á gamla lampa- tækinu og Willys Connover breytti eldhúsinu í New York-djassklúbb. Fessor hlustaði á svíng og bíbopp þar til dixílandið flæddi yfír Evrópu á árun- um fyrir 1960 og gnæfðu þar hæst Bretamir: Chris Barber, Humphrey Lyttel- ton og Archer Blik. Fessor lék í Þýskalandi 1960 en árið eftir tók hann að leika með Richardos Jazzmen og var þar í hálfan áratug - svo lék hann m.a. rý- þmablús þar til hann stofnaði Fessor’s City Big Band 1968. „Ég vildi ekki hafa orðið djass í nafni hljómsveitar- innar því ég hef allt- af verið yfír mig hrif- inn af blús og soul. Ég vildi ekki láta leiða mig á einn ákveðinn bás.“ í tuttugu og sjö ár hefur Fessor verið í hópi vinsæl- ustu hljómsveitarstjóra Norðurálfu og svíng, dixí- land, blús og soul verið á efnisskránni. Fjölmargir bandarískir tónlistarmenn hafa leikið með hljómsveitinni. Sá fyrsti var blúspíanistinn og söngvarinn Champion Jack Dupree og með ______________ honum hljóðritaði hljómsveitin sína fyrstu hljóm- plötu, en þær eru komnar vel á þriðja tuginn. Meðal ann- arra snillinga sem leikið hafa með Fessor má nefna blúsarann Sunnyland Slim, New Orleansmeistarann Al- bert Nicholas, dixídrengina Wild Bill Davidsson og Bud Freeman, svíngmeistarana Dicky Wells, magnaðasta básúnublásara Basies, Jay McShann sem Charlie Par- ker öðlaðist fyrst frægð með, A1 Casey, gítarista Fats Wallers, og Roy Eldridge að ógleymdum Eddie „Lockjaw" Davis, einum heitasta tenórsaxa- fónleikara djasssögunnar sem frægastur var með Basiebandinu. „Það hafði eitthvað geng- ið úrskeiðis með hljómsveit- ina sem Lockjaw átti að Við höfum aldrei stælt neina leika með á Tonder-hátíð- inni í Danmörku og ákveðið var að hann léki með okk- ur. Hann slóst í för með okkur í Óðinsvéum og heils- aði okkur varla. „Eruð þið dixílandhljómsveit?“ spurði hann með vanþóknun í röddinni. „Þegar við sögð- um honum að við yrðum að leika fyrir públikkumið ró- aðist hann. Slíkt skildi hann.“ Þegar við lékum í Tender varð allt bijálað. Fólk stóð o g öskraði: „Lockjaw - Lockjaw,“ og hann blés al- veg geðveikislega vel. Eftir þetta sneri hann blaðinu við og hefur heilsað okkur síð- an.“ Á nýjustu skífu Fess- ors blæs Spickew Wilcox með Fessor’s Big City- bandinu, en hann er eini núlifandi maðurinn sem lék með fyrsta mikilmenni hins hvíta manns: Bix Beid- -------- erbeck. Bix drakk sig í hel tuttugu og átta ára gam- all en Spike er ________ enn blásandi á tí- ræðisaldri. „Ástæðan fyrir því að hljómsveitin er enn á fullu,“ segir Fessor er sú að við leikum tónlist sem við höf- um gaman af. Þreytan og íjárhagsáhyggjurnar heyra gleymskunni til þegar við finnum hversu hlustendur njóta þess sem við spilum. Sumir eru dálítið undrandi, margir fúlir, þegar við blöndum allskonar tónlist saman. í sumum klíkum er slíkt bannað, en við höfum nú alltaf spilað þannig og þessi nýjungagirni okkar hefur leitt til þess að við höfum aldrei orðið þreyttir á spilamennskunni. Það hefur glatt okkur að fleiri og fleiri hljómsveitir hafa fylgt í fótspor okkar. Við höfum aldrei stælt neina og munum aldrei gera það. Við berum djúpa virð- ingu fyrir þeim er upphaf- lega hljóðrituðu lög þau er við leikum og spuna þeirra - þess vegna leikum við þau alltaf á okkar hátt. Það er mikilvægast fyrir okkur að vera skapandi og er það ekki innsti kjarni djassins?" Þeir sem spila í hljóm- sveit básúnuleikarans Ole „Fessor“ Lindgren eru auk hans trompetleikarinn Finn Otto Hansen, altó- og barr- ýtonsaxofónleikarinn Hans Holbroe, píanistinn Torber „Plys“ Pedersen, gítaristinn Claus Nielsen, bassaleikar- _________ inn Marc Davis og trommarinn Bjorn Otto Hans- en. Það verður gaman að upplifa Fessor’s Big City Band á íslandi næstu viku. Þeir ætla að sjá Gullfoss og Geysi á fímmtudag og leika um kvöldið á Hvols- velli og síðan á Hótel Sögu á föstudagskvöld. Þá geta gömlu dansfríkin komið og látið fæturna njóta sín og þeir sem er fótafúnir dans- að inní kollinum - en allir munu njóta þess að heyra sveifluna sem lýtur því lög- máli sem er jafngamalt djasssögunni og Dirty Doz- en Brassbandið boðaði svo fagurlega er það heimsótti Island: My feet can’t fail me now. Það hefði verið gaman að hafa Pétur rakara í hópn- um sem nýtur íslandsdvalar Fessor’s Big City-hljóm- sveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.