Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ1995 B 5 INGIBJÖRG Birgisdóttir og Guðrún Sveinsdóttir eru ýmsum hnútum kunnug- ar viðvíkjandl ættleiðingu barna erlendis frá, en þœr hafa báðar ættleltt börn af erlendum uppruna og aðstoðað mörg ís- lensk hjón við slíkt hið sama. SEXTÍU börn hafa komlð hingað til lands af barnaheimili í Kalkútta á Indlandl frá árlnu 1988. Chandana Bose er forstöðu- kona þess og hefur hún tvisvar komið til isíands. Hér er hún ásamt Söndru Ósk Magnúsdóttur frá Egilsstöðum. BIBIN ER ERFHHJST SÚ ÁKVÖRÐUN að ættleiða barn erlendis frá er ekki skjóttekin heldur felst í þeim vanga- veltunum vandasamur undirbúningur, sem tekið getur nokkur ár. Þetta þekkja þær Ingibjörg Birgis- dóttir og Guðrún Sveinsdóttir bæði af eigin raun og sem starfsmenn félagsskaparins íslenskrar ættleiðingar enda hafa þær báðar ættleitt útlensk börn og aðstoðað mörg íslensk hjón í því ferli, sem felst í því að ættleiða börn frá fjarlægum heims- hlutum. Ingibjörg er formaður félagsins og Guðrún með- stjórnandi og starfsmaður skrifstofunnar, sem er til húsa á Grettisgötu 6. í félaginu eru um 200 manns, sem ættleitt hafa eða vilja ættleiða börn af erlendum uppruna. Félagið hefur starfað síðan 1978 og er það eina í landinu sem vinnur að alþjóð- legum ættleiðingum. Samstarf við æðsta yfirvald ættleiðinga á íslandi, dómsmálaráðuneytið, hefur verið-með ágætum, og tekur félagið þátt í starfi sambærilegra samtaka á Norðurlöndunum og einn- ig í EurAdopt, sem eru samtök Evrópufélaga um alþjóðlegar ættleiðingar. Fyrstu börnin, sem íslendingar ættleiddu frá öðrum heimshlutum, komu til landsins um og eftir 1970 og eru þau nú orðin ríflega 300 talsins frá sautján löndum sem hingað hafa komið með þessum hætti. íslensk ættleiðing var í raun stofn- uð upp úr tveimur félögum, annars vegar upp úr félagsskap þeirra, sem ættleitt höfðu börn frá Guatemala, og hinsvegar þeirra, sem ættleitt höfðu börn frá Kóreu. Islendingar, sem búsettir voru á öðrum Norðurlöndum og ættleitt höfðu börn í gegnum þarlend félög, voru frumkvöðlar í þessu tilliti. Fyrstu tíu árin var félagið ekki með neitt fast aðsetur, heldur var vinnan meira og minna unnin við eldhúsborð áhugamanna um erlendar ættleið- ingar, en vegna þrýstings ýmissa landa um að „alvörufélag" stæði að baki ættleiðingunum var ráðist í opnun sérstakrar skrifstofu árið 1988. Skrifstof an er lítil og heimilisleg og veggi prýða myndir af mörgutn þeim börnum, sem fengið haf a íslenska kjörforeldra, oft eftir að hafa verið yfirgef- in af kynmæðrum ýmist á sjúkrahúsi eða á víða- vangi enda þjóðfélagsmynstrið gjarnan annað í þriðja heiminum en hér hjá okkur. Þar eiga kon- ur, sem eignast böm utan hjónbands, sér ekki við- reisnar von og því er það oft neyðarúrræði að láta börnin af hendi. Börn þessi lenda gjarnan á munað- arleysingaheimilum þar sem að þau dvelja þangað til hentugir kjörforeldrar finnast. Aftur á móti er yfirleitt allra leiða leitað í heimalandinu áður en ættleiðing til annars lands er heimiluð. „Það er því ekki hlaupið að því að fá hvítvoðung í hendur því ákveðinn tími þarf að líða áður en gengið er úr skugga um að ekkert skyldmenni barnsins geri tilkall til þess eða hvort hjón í heima- landi þess vilji taka það að sér. Það að senda barn- ið úr landi er yfirleitt síðasta hálmstrá yfirvalda og þegar svo er komið tekur pappírsvinnan óneitan- lega sinn drjúga tíma," segja þær Guðrún og Ingi- björg. Helsta starfsemi íslenskrar ættleiðingar felst í aðstoð við ættleiðingu og félagsstarf fyrir fjölskyld- ur kjörbarna, svo sem jólatrésskemmtanir og sum- arferðir. Einnig hefur félagið staðið fyrir opnu húsi og fræðslufundum af ýmsum toga. Þá eru gefin út fimm til sex fréttabréf á ári og aðalfund- ur er haldinn í nóvember ár hvert. Félagið hefur sðmuleiðis útbúið fræðsluefni fyrir verðandi for- eldra og geta allir þeir, sem óska upplýsinga um ættleiðingar, leitað til félagsins. Það erþó ekki einhlítt að fólk leiti til félagsins, heldur geta hjón kosið að vinna ættleiðingamál á eigin vegum, en eins og áður segir krefjast sum lönd þess að viður- kennt félag-standi að baki ættleiðingum. Ingibjörg segir að 20-30 hjón séu að staðaldri á biðlista eftir barni og ekki sé óraunhæft að reikna með allt að tveggja til þriggja ára biðtíma eftir ættleiðingu. Sá langi tími sé hvað erfiðastur fyrir verðandi foreldra enda liggi við umsókn gjarnan fyrir afdráttarlaus vilji fólks til ættleiðingar. Fólk hafi með öðrum orðum gengið í gegnum nokkurra ára ferli viðvíkjandi hugsuninni einni saman og eftir ákvörðunina taki svo við langur biðtími. Hjá íslenskri ættleiðingu kemst fólk inn á bið- lista eftir að hafa greitt svokallað óafturkræft bið- listagjald, sem nemur 20 þús. kr. Gjaldið er vegna kostnaðar félagsins við rekstur skrifstofunnar, en auk biðlistagjalds þurfa hjón að greiða félaginu útlagðan kostnað við undirbúning ættleiðingarinn- ar sem er innheimtur í tveimur til þremur hlutum eftir vinnuframlagi og kostnaði við ættleiðinguna sem getur verið breytilegur eftir löndum. Þýðingar- kostnaður getur, svo dæmi sé tekið, verið ærinn. En svo á heildina sé litið má reikna með að kostn- aður við ættleiðingu nemi 400-600 þús. kr. og er ferðakostnaðurinn þar af stærsti kostnaðarliðurinn enda þurfa"hjón að sækja barn sitt langar leiðir og oft er þess krafist að þau dvelji í landinu með barninu í tilskilinn tíma áður en haldið er af stað heim á leið. „Vegna þessa mikla kostnaðar, sem ættleiðingin felur í sér, hvetjum við f ólk til þess að nota tæki- færið og skoða sig um í leiðinni í stað þess að einblína eingöngu á það að fara út til þess að sækja barn því það er ekki á hverjum degi sem kjörið tækifæri gefst til þess að sjá sig um í heimin- um samfara brýnum erindagjörðum." íslensk ættleiðingvinnur stöðugt að öflun nýrra sambanda vegna ættleiðinga erlendra barna. Með aðstoð dómsmálaráðuneytis tókst haustið 1987 að koma á tengslum við barnaheimili í Kalkútta á Indlandi. Fyrstu börnin þaðan komu hingað til lands í ársbyrjun 1988 og eru þau nú orðin um sextíu talsins enda má segja að indversku tengslin vegi hvað þyngst í starfseminni nú. Áður höfðu komið fjölmennir hópar barna frá Sri Lanka, Indó- nesíu og Kóreu. Þá hafa leiðir verið að opnast til annarra landa, svo sem til Thailands, Kólumbíu, Víetnam og Rússlands. Þær stöllur Ingibjörg og Guðrún leggja á það áherslu að það sé alltaf stór viðburður í lífi hvers manns að eignast barn, burtséð frá því hvernig að því sé staðið. Hinsvegar geti tilfinningalífið bært á sér í mun ríkari mæli við ættleiðingu er- lends bams en upplifun af því að fæða af sér barn og undir þá staðhæfingu tekur Ingibjörg, sem hefur reynslu af hvoru tveggja. „Við reynum hins- vegar að telja fólk af því að óska eftir ákveðnu kyni og aldur getur sömuleiðis verið breytilegur þegar barn stendur allt i einu til boða. í rauninni höfum við ekkert með það að gera að fínna barn, sem hentar ákveðnum foreldrum því í reynd virkar þetta öfugt. Yfirvöld í landi barnsins leita oftar en ekki eftir fjölskyldu, sem þeim fínnst skipta máli fyrir barnið og í því sambandi er tekið tillit til ótalmargra fjölskylduþátta. Þetta ferli snýst um ákveðið samval barns og verðandi foreldra, von- andi öllum aðilum í hag." Nýr Ford Econoline XLT Turbo Disel árg. 1995 Ford Turbo Diesel 7,3L (210hp/425 punda tog á 2000rpm). Club Wagon m/öllu, dökkt gler, vönduð hljómflutningstæki meö geislas., auka miðstöð afturí, Dana 60 framhásing, ABS bremsur, ARB loftl. fr., Warn 6 tonna spíl, Rancho RS9000, IPF Ijóskastarar, sjálfvirk rafmagnstrappa fyrir farþega, 35" dekk, álfelgur, hraða-stillir/veltistýri, sérskoðaður.Nýr bill með öllu. Verð kr. 5,2 millj. Upplýsingar veitir Bílasalan Bílabatteríið, sím 673131. Algluggar Álhuröir Rennihuröir Fellihurðir Glerveggir Sólstofur Gróðurhús Framleiöum allar geröir áleininga, huröir og glugga. Bjóöum vandaöa vöru á veröi fyrir þig. Viö komum á staöinn, tökum mól og sjóum um uppsetningu, Ekkert verk er of lítiö og ekkert of stórt. Leitiö tilboöa JÍneStm - Mining eftj Skátavogi4, $0^4245,104ífteyjgavik Sími 5812140, ?a?c 5680380 Gildir alla sunnudaga og mánudaga janúar, febrúar og mars '95.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.