Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIWGAR ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON + Þórir Kr. Þórðarson fædd- ist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. mars. ÉG KYNNTIST Þóri Kr. Þórðarsyni af tilviljun fyrir nokkrum árum. Fljótt sá ég hvílíkt happ fólst í þess- ari tilviljun. Hvorki fyrr né síðar hefi ég kynnst jafn hrífandi persónu- leika. Mér fannst sem hér væri kom- in nánast fullkomin fyrirmynd hins víðsýna og framsækna mennta- manns. Vakandi áhugi hans, víðtæk þekking, fordómaleysi og skörp greind báru af því flestu sem ég hafði áður kynnst. Hér var maður sem öðrum var betur til þess fallinn að vera fyrirmynd fyrirmyndanna. Ég fór fljótt að velta því fyrir mér hvflíkur skaði það væri hve hlutfalls- lega fáir áttu þess kost að kynnast Þóri og verða fyrir áhrifum af honum og viðhorfum hans. Einkum hve fátt ungt fólk varð þessa aðnjótandi. Þetta segi ég þótt öllum sem til þekkja hljóti að vera ljóst að kunn- ingjarnir, nemendur og vinir Þóris voru langtum fleiri en gengur og gerist. Fátt mótar ungt fólk meira en það fólk sem það kynnist náið á unglingsárum og fyrri hluta ævinn- ar. Og fátt er betur til þess fallið að efla kjark þess, sjálfstraust, já- kvæð viðhorf og trú á lífið en sam- neyti við einstaka menn eins og Þóri. Þeir fáu sem þess njóta verða aldrei samir eftir slík kynni. Þórir var sem fæddur í hlutverk hins andlega leiðtoga. Einn þeirra sem sjá langtum lengra en allur fjöld- inn en hefur um leið hæfileika og vilja til að víkka sjóndeildarhring samferðamanna sinna. Þetta gerði hann, að því er mér virtist, nánast fyrirhafnarlaust sakir einstakra per- sónutöfra. Fátt eflir framfarir meir en tilvist slíkra leiðtoga sem geta vakið með samferðamönnum sínum óslökkvandi áhuga og lífsvilja sem dugar þeim alla ævi. Þórir var einnig einstakur kenn- ari. Þetta vissu allir nemendur hans. Og þetta gátu þúsundir íslendinga skynjað sem sáu sjónvarpsþátt þann sem gerður var um rannsóknir hans á Gamla testamenntinu. Hann var gæddur þeim fágæta hæfileika að geta gert viðfangsefni sitt áhugavert fyrir nánast hveijum sem var. Sterkur þáttur í Þóri var víðsýn áhersla „generalistans", fjölfræð- ingsins. Nemendum hans ber saman um ríka tilhneigingu hans til að benda á tengsl milli fjarskyldra þekk- ingarsviða. Á sama hátt bar hann einingu vísindanna (e. Unity of Sci- ence) fyrir brjósti en í henni felst sú ' grunnhugmynd að öll vísindi séu í eðli sínu náskyld. Hér er um að ræða mikilvæg viðhorf og grundvallarhug- mynd sem brýnt er að gera hátt undir höfði nú á tímum sívaxandi sundurgreiningar þekkingar og vax- andi sérhæfingar af ýmsu tagi. Með Þóri Kr. Þórðarsyni er geng- inn afburðamaður að mannkostum og í flestu því sem hann tók sér fyr- ir hendur. Ég votta aðstandendum hans samúð mína og hluttekningu. Jón Erlendsson. KENWOOD fyrir veisluna Matvinnsluvél kr. 9.600 Handþeytari kr.3.100 Handþeytari með skál Mixár - hnoðar - hrærir kr. 4.700 Sölustaðir: Innkaupadeild Raftækja Heklu, Hagkaup, Húsasmiðjan, kaupfélögin og helstu raftækjaverslanir um land allt. * * K * 'mWFILl/ 5 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 23 RÚTUFERÐIR • RÚTUFERÐIR • RÚTUFERÐIR • RÚTUFERÐIR • RÚTUFE/^ Rútuferðir tij Evróou voríð 1995 Vorferð til Dannmerkur oq Þvskalands: Kaupmannahöfn, Sjáland, Fjón, Jótland, Norður-Þýskaland og Hamborg. Brottför 28. apríl, heimferð 4. maí. Verð 48.480. Rín og Mósel í maí: Frankfurt, Rínardalur og Móseldalur. Brottför 18. maí, heimferð 24. maí. Verð 54.500. Stóra Evrópuferðin, 25. maí til 15. iúní: Flogið út og siglt heim. Þýskaland, Sviss, Ítalía, Slóvenía, Austurríki, Danmörk, Noregur, Færeyjar og (sland. Hálft fæði innifalið. Verð 159.500. DC Q QC LU ^ny <él íslensk fararstiórn í öllum ferðum. Leitiö nánari upplýsinga Ferðaskrifstofa GUBMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 aiQH3dnina • aiGaajniny • HiGH33ninid • HiGH3dninH • high^ XI J3 C' —I C T1 m J3 J3 J3 C' —I C m m J3 ® XI XI C' —I c m m XJ O XI XI C' H c m m X) 0 XI J3 C' H C >7 IMiðlasMIMMMSFilMl VINSTRISTEFNA VINSTRISIGUR VINSTRAVOR Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur ASÍ, skipar 2. sætið á lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík. f starfi sfnu hefur hún öðlast haldgóða þekkingu á aðstæð- um reykvískra fjölskyldna. Hún hefur sérstaklega beitt sér í málum sem snerta starfsöryggi, réttindi og jafnrétti á vinnumark- aði. í vor geta Reykvíkingar tryggt Bryndísi möguleika til þess að beita sér af enn meiri krafti í rétt- indamálum launafólks á Alþingi. Þar er á ferðinni ungur stjórnmála- maður sem vex af hverju verkefni. Með stuðningi við G- lista Alþýðu- bandalagsins og óháðra gerir þú að þínum manni d þingi MIMMMtlttððaiMMfHMÉWÍMMlkgl BRM Alþýðubandalagið og óháðir Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.