Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ sesxxKVIKMYNDIRðsss Hverjar eru þessar Draumadísir? Ævintýn ísnjó TÖKUR á mynd Ásdísar Thoroddsen, Draumadísir, hófust í Reykjavík 1. mars sl. og munu þær standa fram í lok apríl en reiknað er með 40 tökudögum. Myndin mun kosta undir 50 milljónum króna og áætlar Ásdís af hún verði frumsýnd fyrir næstu jól. „Þetta verður svona síð- haustmynd," sagði hún. * Asdís skrifar handritið og leikstýrir en ekki vildi hún fara nákvæmlega út í það um hvað myndin ijallar. Sagði þó að hún væri um „tvær stelpugál- ur í Reykja- vík“ og svo koma lit- ríkar aukapersónur við sögu. Ásdís sagði að sig hafi langað til að gera mynd um fólk í Reykjavík sem á sína drauma en Draumadísir er önnur bíómynd hennar. Sú fyrsta var Ingaló um stúlku í litlu sjávarplássi úti á landi, sem hlaut ágætar viðtökur gagnrýnenda hér heima og erlendis. „Þetta er mynd um Reyk- víkinga sem eiga sér mis- jafna drauma og þrár og fjarlægt takmark. Fólk sem lifir í draumaheimi," sagði Ásdís. Með aðalhlutverkin fara Silja Hauksdóttir, Ragnheiður Alex, Margrét Ákadóttir og Bergþóra Ara- dóttir. Með önnur hlutverk fara Baltasar Kormákur og Ragnheiður Rúriksdóttir. Draumadísir eru afskap- lega ólík Inguló að sögn Ásdísar. „Ingaló var ofur- raunsæ en þessi hallar eftir Arnald Indriðason Morgunblaðið/Kristinn VETRARMYND; Ásdís, Bergþóra Aradóttir og Kristófer Pétursson við upptökur. meira í ævintýrið. Ég held það væri nærri lagi að flokka hana sem dramatíska gamanmynd." Þegar viðtal- ið fór fram stóðu yfir nætur- tökur í mikium frostum en myndin gerist um vetur og byijað var á útitökum til að fá örugglega snjóinn í myndina. „Þetta er vetrar- mynd mikil. Það má kannski kalla hana Ævintýri í snjó nú eða Dagar í lífí póst- freyju," sagði Ásdís en ein aðalpersónan er blaðburðar- stúlka sem lendir í ævintýr- um. Draumadísir hlaut fram- leiðslustyrk við síðustu út- hlutun Kvikmyndasjóðs ásamt Blossa Júlíusar Kemps. Framleiðandi er Gjóla hf. og íslenska kvik- myndasamsteypan er með- framleiðandi en fjármagn hefur að hluta komið frá aðilum í Þýskalandi. Kvik- myndatökumaður Drauma- dísa er Halldór Gunnarsson og er hún fyrsta bíómyndin sem hann kvikmyndar. Sig- urður hrellir, eins og Ásdís kallar hann, sér um hljóð og Þorvaldur Böðvar Jóns- son um leikmynd en aðstoð- arleikstjóri er Fahad Falur Jabali. Myndin er að mestu tekin í Kleppsholtinu, Viðey og Sundahöfn og miðbæn- um.„Við erum að dekka það svæði,“ sagði Ásdís. VÆNTANLEG í sumar; Gere í „First Knight“. 7.000 á Kaldan klaka Alls höfðu um 7.000 manns séð Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson í Stjörnubíói um síðustu helgi. á höfðu um 5.000 manns séð Franken- stein eftir Kenneth Branagh og um 5.000 rómantísku gamanmyndina Aðeins þú. Næstu myndir Stjömu- bíós em „Streetfighter" með Jean-Claude van Damme, sem byijar 7. apríl, „Immor- tal Beloved" með Gary Old- man í hlutverki Beethovens byijar 22. apríl og „Little Women“ með Vinona Ryder byijar 5. maí. Áf öðrum væntanlegum myndum í Stjömubíó má nefna „Higher Learning", „Nina Takes a Lover“ og „Exotica". í sumar sýnir bíóið nýjustu mynd Seans Connerys, „First Knight“. Borgarbíó Heima- síða á Netinu AÐ sögn Jóhanns Norð- fjörðs hjá Borgarbíói á Ákureyri hefur bfóið. orðið fyrst kvikmynda- húsa hér á landi til að stofna heimasíðu á Int- emetinu. að þýðir að menn geta sótt upplýs- ingar um bíómyndir og tengst kvikmyndavef- um um allan heim,“. Hann nefndi dæmi um að menn gætu séð brot úr myndum og myndum sem væm í framleiðslu og sagðist t.d. hafa séð úr nýju Stallonemynd- inni, „Judge Dredd“. Nettengingin er http://www.ismennt.is- / fyrstofn/borgar- bio/grunn.htnl 79 qf stöóinni Varanlegt geymsluein- tak og endursýnd í haust NÝTT sýningareintak og annað til geymslu verður gert af 79 af stöðinni og myndin endursýnd í haust í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndasýn- inga í heiminum. Verður þetta gert að undirlagi Kvik- myndasafns íslands með styrk úr Lumieresjóði Me- diaáætlunarinnar. Að sögn Böðvars Bjarka Péturssonar hjá Kvik- myndasafninu verður búið til • varanlegt geymslueintak úr nekatívunni sem til er og nýtt sýningareintak, sem verður sett í dreifingu bæði í Reykjavík og úti á landi. „79 af stöðinni er mjög mik- ilvægur hluti af íslenskri DREIFT á ný; úr 79 af stöðinni. kvikmyndasögu,“ sagði Böð- var Bjarki. „Hún var kynnt sem fyrsta íslenska alvöm kvikmyndin og fékk meiri umfjöllun og kynningu hér heima og erlendis en flestar aðrar myndir. Hún hefur elst mjög vel og er bráðskemmti- ieg á að horfa.“ „Það liggur fyrir að svona varðveislueintak þarf að gera af íslenskum bíómyndum en það kostar um eina milljón króna,“ sagði Böðvar Bjarki. „Það er sjálfsagt að byija á 79 af stöðinni en svo er ástæða til að halda þessu áfram og vonandi er þetta aðeins byijunin á því sem koma skal.“ NYR BATMAN; Val Kilmer í leðurblökubún- ingnum. Gátumaðurinn; Jim Carrey spyr réttu spurn- inganna. Tvískipti-Tobbi; Tommy Lee Jones tvö- faldur í roðinu. Batman að eilífu ÞRIÐJA Batmánmyndin, Batman að eilífu, verður tilbúin til sýninga í sumar og kemur í Sambíóin. Val Kilmer fer með tit- ilhlutverkið en aðrir leikarar eru Jim Carrey, Tommy Lee Jones og Nic- ole Kidman ásamt Chris O’Donnell sem leikur hinn unga Robin. Tun Burton framleiðir en leikstjóri er Joel Schumacher. Hér eru nokkrar glefsur til að stytta Batmanaðdáendum biðina. ■Söngleikj ahöfundurinn góðkunni Andrew Lloyd Webber hefur í hyggju að fara meira út í kvikmyndir. Hann á nú í viðræðum við PolyGram um að koma á fót kvikmyndaveri í Bretlandi sem sérhæfir sig í gerð söng- leikja. Webber vinnur nú við endurgerð „Whistle Down the Wind“ frá 1962 og fara Johnny Depp og Kirsten Dunst úr Viðtali við vamp- íruna með aðalhlutverkin. MRithöfundurinn James Grady er þekktastur fyrir bókina „Three Days of the Condor“ sem varð að spenn- andi mynd með Robert Red- ford. Grady hefur fengið mikla Hollywoodpeninga fyr- ir nýjustu bók sína, „White Flame“, jafnvel þótt hann sé ekki búinn með hana. Danny Glover hefur meira að segja þegar verið ráðinn í aðalhlutverkið í myndinni sem verður gerð eftir bókinni en hann mun leika milljarða- mæring sem stefnir að því að verða fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna. MBandaríski handritshöf- undurinn Joe Ezsterhas er þekktur fyrir umdeild hand- rit (Ógnareðli) og fékk ný- lega hálfa þriðju milljón doll- ara fyrir nýjasta stykki sitt, „One Night Stand“ eða Skyndikynni. Hún er um hamingjusamlega kvæntan tveggja barna föður sem hitt- ir voðakvendi á ráðstefnu í Flórída. Bíddu, hver er aftur síminn hjá Michael Dou- glas? Óskarsverðlauna- tímabilið í kvikmynda- húsunum er runnið upp. Þá eru fmjnsýndar margar þær myndir sem enn hafa ekki komið hingað en hafa verið útnefndar til Óskarsins. Mikill hluti þeirra kom á siðasta ári en nú að undanfömu hafa myndir eins og Gettu betur, Nell, Vindar fortíðar og Enginn er fullkominn með Paul Newman kom- ið í bíóin. Væntanlegar í þess- um mánuði em einnig „The Shawshank Re- demption“ í Regnbog- ann og „Before the Rain“ frá Makedóníu í Háskólabíó ásamt Tom og Viv, sem kemur í apríl. Mynd Woody Al- lens,„„Bullets Over Broadway", og Tim Burtons um Ed Wood, versta leikstjóra ailra tíma, eru ekki væntan- legar hingað fyrr en í vor eða fyrri parts sum- ars og Lítlar konur eftir Gillian Armstrong er áætiað að sýna 5. maí í Stjörnubíói. Einnig er Jarðarber og súkkulaði frá Kúbu væntanleg í september í Háskólabíó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.