Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Darwin. Vestur Ástralía Northern .Townsville 1 Territory 1 Alice . Queensland ISEdnái.... Dí>. X f Brisbane Suður --sM 1 Á s t r a 1 í a { New South / Perth f AdijBlde Wales Canberra Vicioria 'Melbourne \Taí^nanía ’Hobart « Riverhmd Barossa Valley ,_| o H Mudgee 200 vc W A L E S Adelaide AdelaideHiUs^ / Mildura > Mildura ',, Murray\ ‘ Wagga Wagga River^- /ee Cowra T Upper Hunter Hunter Valley ° o Newcastle ® Sydney Wollongong » = V I C T O R I A Corowa Glenrowan CANBERRA Coonawarra Hunter Valley Great , Goulbum Valley Westem %Yana vdley Gee ong % ,o MelboLirnc —Geelong*7rv/:, / s---1 / /-~v' - ^ '• Vín eni ræktuð í öllum ríkjum Ástral- íu en framleiðslan er þó lítil sem engin í Northern Territory og Queensland. Vínframleiðsla í Vestur-Ástralíu, í kringum borgina Perth, og á eyjunni Tasmaníu er að sama skapi lítil en gæði mikil. Langmest er framleiðslan í Suður- Ástralíu en þaðan kemur rúmur helm- ingur allra ástralskra vína. Þekktasta héraðið er Barossa Valley en það svæði var byggt upp af þýskum innflytjendum um miðja síðustu öld. Flest stærstu fyrirtækin hafa þar höf- uðstöðvar sínár og framleiða óhemju magn af vínum, einnig úr þrúgum frá öðrum héruðum. Héraðið er heitt og þurrt rétt eins og nágrannahéraðið Clare Valley. Hið unga hérað Adelaide Hills á vaxandi fylgi að fagna en þar er loftlag svalt vegna nálægðarinnar við hafið og töluverðrar hæðar yfir sjávarmáli. Þriðjungur framleiðslu Ástralíu kemur frá Riverlandvið Murray River. Þetta er sólríkasta og heitasta vínhérað Ástralíu og megnið af framleiðslunni fer í kassavín og þokkaleg borðvín. Bestu rauðvín Astr- alíu koma frá Coonawarra og hvítvín frá Padthaway. Gæði vína frá Viktoríu eru yfirleitt vel yfir meðallagi og þar er að finna gæðahéruð á borð við Yarra Valley og Goulburn Valley, þar sem framleidd eru fínleg og fáguð vín. Flestir tengja lík- lega héraðið Great Western við freyði- vín, vegna hinna þekktu freyðivína fyr- irtækisins Seppelt’s, en í raun eru það fyrst og fremst rauðvín, sem þar eru framleidd. Elstu vínhéruð Ástralíu eru í New South Wales og er Hunter Valley þekkt- ast þeirra. New South Wales liggur nær miðbaug en fyrrnefnd svæði og gerði heitt og rakt loftslagið vínrækt lengi vel erfitt fyrir. f dag eru þar framleidd bragðmikil og vönduð vín, ekki síst úr Sémillon, Chardonnay og Shiraz. Fyrsta reynslu- tímabil- inu lokið ÞÓ AÐ Spánverjar séu vissulega þekktari fyrir framleiðslu á sérrí og rauðvín heldur en bjór er bjór- neysla veruleg í landinu og mörg góð brugghús starf- rækt þar. Hið stærsta og þekkt- asta framleiðir bjór- inn San Miguel. Hann hefur nú verið tekinn til sölu í reynslubúðum ÁTVR (Kringlunni, Eiðistorgi, Akureyri og Heiðrúnu). Þessi bjór ætti að vera öll- um þeim, sem ferð- ast hafa til Spánar, að góðu kunnur og vekja upp minn- ingar um ánægjulegar stundir á sólarströndum. I stíl er hann nokk- uð frábrugðin hinum bitru bjórum norðurhluta Evrópu, mildari og ögn sætari. San Miguel er seldur í hálf- slítra dósum, fjórum í kippu, og er áfengismagn hans nokkuð hátt eða 5,4%. Verð á kippu er 850 krónur. Um síðustu mánaðamót lauk fyrsta átta mánaða reynslutímabil- inu. Spænsku Rioja-vínin Banda Azul og Banda Dorada frá Frederico Paternina og Marques de Arienzo Gran Reserva fást nú í öllum versl- unum ÁTVR. Þijú Bordeaux-vín hafa nú einnig bæst við aðallist- ann. Rauðvín og hvítvín frá Blason Timberlay og sætt hvítt dessertvín frá Baron de Montesqieu. Aðrar áfengistegundir sem náðu nægi- legri sölu eru hollenski bjórinn Amstel, írska viskýið Black Bush og Finlandia-vodka í eins líters flöskum. Þriggja stjörnu koníak frá Martell komst hins vegar ekki inn á aðallista. Tækni og viðhorf skýra sigurgöngu Astrala TVÖ einkenni ástralskrar vín- gerðar skýra öðru fremur þann mikla árangur, sem þeir hafa náð í framleiðslu sinni. 1 fyrsta lagi það jákvæða við- horf og góða skap er einkennir ástralska víngerðamenn. Þeir eru ekki þrælar snobbs og íhald- semi heldur njóta þess, sem þeir eru að gera, út í ystu æsar. Vín- ið er tekið mátulega hátíðlega (menn hika ekki við að fá sér bjór) og fyrst og fremst litið á það sem uppsprettu lífsnautnar og sem krydd í tilveruna. Þetta viðhorf endurspeglast í vínun- um sjálfum. I öðru lagi verður að nefna þær miklu tækniframfarir, sem orðið hafa á sviði víngerðar, frá og með sjötta áratugnum. Lofts- lagið var fram að þeim tíma helsti óvinur víngerðar í Ástral- íu. Rauðvínin urðu mikil um sig og feit, þau skorti fágun og lífs- lengd. Hvítvínin urðu að sama skapi flöt og skorti ferskleika þar sem þau geijuðust við allt of hátt hitastig. Á uppskerutíma í Evrópu er hitastigið oftast komið niður fyrir tuttugu stig og jafnvel verulega fyrir neðan það við gerjun vínanna. I Ástralíu þurftu menn hins vegar stund- um að láta vínin gerjast við þrjá- tíu stiga hita með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta breyttist er hitastýrðu stáltankarnir komu til sögunn- ar. Með þvi að láta kallt vatn flæða um leiðslur í tönkunum var allt í einu hægt að Iáta hvít- vín gerjast við innan við tuttugu stiga hita þó að helmingi heitara væri fyrir utan. Þar með gátu framleiðendur á heitari svæðum allt í einu farið að búa til fersk og ávaxtarík hvítvín og rauðvín. Til að tryggja ferskleika þrúgnanna eru þær nær undan- tekningarlaust týndar að nóttu til eftir að hafa náð að kólna niður og að auki eru þær kæld- ar enn frekar fyrir pressun. Mikið rannsóknarstarf fer fram á vegum háskólans i Adel- aide, sem talinn er hafa leyst háskólann í Davis í Kaliforníu af hólmi sem fremsta stofnun á þessu sviði í heiminum. Það sem sló mig mest er ég heimsótti fjölmörg áströlsk vín- fyrirtæki var einmitt á hversu hái stigi öll tækni er miðað við evrópsk fyrirtæki. Þar njóta Ástralarnir annars vegar þess hve vel þeir hafa staðið sig varð- andi rannsóknir og hins vegar að uppbyggingin hefur að miklu leyti átt sér stað á síðustu tveim- ur árautugum. Morgunblaðið/Steingrímur NÆTURUPPSKERA á Nanya-vinekru Angove’s í Riverland-héraðinu í Suður-Ástralíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.