Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I- Skilin eftir ð trðppum munaiarleysingjahælis EFTIR því sem ég kemst næst er ég eitt af þessum börnum, sem skilin hafa verið eftir á tröppum munaðarleys- ingjahælis. Að öðru leyti veit ég ekkert um uppruna minn nema það að ég fæddist þann 28. októ- ber árið 1966 í Indlandi," segir Maja Jill Einarsdóttir, 28 ára húsmóðir, gift og þriggja barna móðir í Breiðholti, en hún mun vera fyrsti Asíubúinn, sem ætt- leiddur var hingað til lands, þá tveggja og hálfs árs gömul. Kjörforeldrar hennar eru Ein- ar Sturluson og Liselotte Bensch, þýsk að ætt og uppruna, en þau skildu þegar Maja var á tíunda ári. Kjördóttirin fékk einhverju að ráða um það hverju foreldrinu hún vildi fylgja og varð það ofan á að hún yrði um kyrrt á íslandi hjá föður sínum þegar móðirin ákvað að flytjast á ný til Þýska- lands. Maja segir að þrátt fyrir það hafi góð tengsl haldist á milli þeirra mæðgna í gegnum tíðina. Auk þess eigi hún þrjú eldri systkini hér á landi sem séu börn föður hennar frá fyrra hjónabandi. Fyrstu tvö og hálft ár ævi sinnar dvaldi hún á munaðarleys- ingjahæli í Bombay, segist hins- vegar ekkert muna eftir sér þar þó hún finni til indverskra róta og hafí áhuga á öllu því, sem indverskt er. Um tildrög ættleið- ingarinnar segir hún að móðir sín hafi átt þýska vinkonu, sem hafí unnið á munaðarleysingja- hælinu í Bombay. Sú hafi skrifað móður sinni og spurst fyrir um hvort hún vissi um íslensk hjón, sem væru reiðubúin að taka að sér börn. „Og þar sem að kjör- móðir mín gat ekki eignast börn sjálf, varð úr að þau ákváðu að ættleiða mig. Vinkona mömmu flaug með mig til Hollands, þangað sem móðir mín kom frá Islandi og sótti mig, en á meðan mamma bjó hér vorum við alltaf mikið í Þýskalandi líka." Maja Jill fór einn vetur í Fjöl- brautaskólann við Ármúla að afloknu skyldunámi, en síðan hætti hún námi þar sem hún varð sjálf móðir á sautjánda ári. Eiginmaður hennar er Árni Alex- andersson og eiga þau nú þrjú börn, Kolbrúnu Nadiru 12 ára, Friðrik 7 ára og.Valdimar 2 ára. Eins og gefur að skilja hefur verið í nógu að snúast hjá Maju í barnauppeldinu og hefur hún því að mestu helgað sig húsmóð- urstörfunum hin síðari ár. Maja segir það hafa verið gott að fá að alast upp á íslandi og stundum komist hún ekki hjá því að hugsa um það hvað hún hafi í raun verið heppin þegar hún sjái fréttamyndir af örbirgð '" m. -~^k fttbíL:~'- :^HF i^K m ¦t :imm\- « mmW' tIKí i ^^n^ .'' , ' ^fl m* C^^H i S .-. Jjfl 11 9 |p*V MAJA Jlll seglr aö það hafl verið gott að fá að alast upp á íslandi þó hún hafi stundum orðið fyrir aðkasti vegna lltar- háttarins, sem hún segir vera tóma fordóma. margra ungra og alsaklausra barna utan úr heimi. „Maður getur ekki annað en vorkennt öllum þeim börnum, sem þurfa að þjást í þessum heimi. Það kom fyrir að ég varð fyrir aðkasti frá fólki vegna annars konar útlits en flestir íslendingar voru vanir að hafa fyrir augunum þegar ég var yngri. Mamma var aftur á móti rígmontin af mér. Nú á seinni árum hef ég lent í því að vera kölluð ýmsum misfögrum orðum á skemmtistöðum til dæmis, eins og margar konur frá Asíu sem búsettar eru hér hafa eflaust lent í. Þetta eru auðvitað ekkert annað en fordómar, því miður. Að mínu mati er afar nauðsynlegt að íslensk börn séu - frædd um uppruna barna og full- orðinna, sem flytjast til landsins annars staðarað, og hafa annan hörundslit en íslendingar. Þessi fræðsla þarf að fara fram innan skólakerfisins, ekki síst vegna þess að krakkar og unglingar geta verið svo óvægin." — En hvaða tilfinning fylgir því að vita nánast ekkert um sinn uppruna eða alvöru ætt- menni? „Það er auðvitað mjög slæm tilfinning," segirMaja Jill. „Ég fmn að Indland á sterkar rætur í mér og draumurinn er auðvitað sá að fara einhvern tímann til Indlands og ferðast um með fjöl- skyldunni minni. Ég hef sér- stakan áhuga á því að taka börn- in mín með til að leyfa þeim að sjáhvaðanéger." BLESSAD BARNALAN Stjúpættlelðlngar Svokallaðar stjúpbarnaættleið- ingar eru allt öðru marki brenndar en frumættleiðingar og ættleiðing- ar á erlendum börnum, þar sem barn hefur dvalist á sama heimili og stjúpforeldri í lengri tíma og hefur þegar myndað fjölskyldu- tengsl við viðkomandi. Stjúpætt- leiðingar eru algengastar hér á landi og varða það þegar stjúpföð- ur eða stjúpmóður barns er veitt leyfí til ættleiðingar á stjúpbarni sínu. Árið 1993 voru stjúpættleið- ingar 21 talsins og árið 1994 alls 19. í þeim tilfellum er gerð krafa um að barnið hafi alist upp hjá stjúpforeldri í a.m.k. fimm ár og að stjúpforeldri og kynforeldri hafi verið í hjónabandi í a.m.k. eitt ár. Þegar fram kemur umsókn um ættleiðingu á stjúpbarni þá er staðan nær undantekningarlaust sú að það foreldri, sem barn býr ekki hjá, fer ekki með forsjá þess. Mælt er fyrir um í ættleiðingarlög- um að leita skuli umsagnar þess foreldris. „Vegna þess hve ættleiðing er örlagaríkur löggjörningur fyrir alla þá einstaklinga, sem hlut eiga að máli, hefur mótast sú vinnu- regla í ráðuneytinu að öllu jöfnu að alls ekki er veitt leyfi til ættleið- ingar ef hið forsjárlausa kynfor- eldri stendur gegn því þó svo að það hafi _ eingöngu átt að veita umsögn. í slíkum tilvikum er ekki veitt ættleiðingarleyfi fyrr en barnið er í fyrsta lagi orðið 12 ára og þá þarf samþykki þess sjálfs til ættleiðingarinnar eða við 16 ára aldur, þegar barnið er orðið sjálf- ráða og getur gert sér betur grein fyrir réttaráhrifum ættleiðingar- innar. Sjaldnast breytast aðstæður barnsins við ættleiðinguna eina saman þar sem barnið er eftir sem áður í góðum tengslum við stjúp- foreldri og býr á sama heimili," segir Margrét. Ættleiðing hefur alltaf afdrifa- ríkar afleiðingar í för með sér, að sögn Margrétar. Því sé nauðsyn- legt að allar hliðar málsins séu kannaðar ofan í kjölinn þegar umsókn um stjúpættleiðingu berst inn á borð. „Oft bera forsjárlausir kynforeldrar því við að þeir hafi áhuga á að umgangast börn sín, en tálmanir hafi verið fyrir hendi af hálfu forsjárforeldris. Með ætt- leiðingu er í raun verið að rjúfa öll lagatengsl milli kynforeldris og barns og þ.m.t. fellur umgengnis- réttur kynforeldris og barns niður, en að sama skapi er verið að stofna til nýrra lagatengsla milli stjúpfor- eldris og barns." Morgunblaðinu er, svo dæmi sé w% verslun BYKO og Byggt og Búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. Kæliskápur EME140 Kælir131 lítri Frystir 7 lítrar H. 85 cm. B. 50 cm. D. 56 cm. Skiptiborð 41000,641919 Hólf pg gólf, afgreiðsla 641919 Aimenti afgreiðsla 54411, 52870 Atmenn afgrelðsla 629400 Aímenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 996410 tekið, kunnugt um umsókn stjúp- föður til ættleiðingar á 10 ára gömlum stjúpsyni, sem býr á heim- ili stjúpföðurins og kynmóðurinn- ar, en kynfaðirinn hefur hinsvegar engin afskipti haft af barninu frá því að það var innan við eins árs og aldrei farið fram á að fá að umgangast barnið á einn eða ann- an hátt. Vilji barnsins bendir ein- dregið til ættleiðingar. Félagsráð- gjafí Félagsmálastofnunar taldi ættleiðingu til hagsbóta fyrir barn- ið og barnaverndaryfirvöld sam- þykktu niðurstöðu hans, en þegar kom að afgreiðslu málsins í dóms- málaráðufleytinu ekki alls fyrir löngu var umsókn um ættleiðingu synjað. Að sögn Margrétar getur ýmis- legt komið til og því er mikilvægt að skoða hvert tilvik sem ein- stakt. „í þessu tilviki hefur málum eflaust verið svo háttað að svar frá kynföður hefur ekki borist fyrr en á allra síðustu stigum málsins og hann hefur lýst sig andvígan ættleiðingu, en afstaða hans skipt- ir auðvitað töluverðu máli í þessu samhengi þrátt fyrir að hann hafí ekki sinnt umgengnisskyldum sín- um við barn sitt að neinu marki. í þessu sambandi má benda á að í mannanafnalögum frá árinu 1991 er mælt fyrir um að hægt sé að óska eftir því að barn verði kennt við stjúpföður þó ættleiðing- in gangi ekki í gegn, en þá þarf einnig að leita umsagnar kynföð- urs. Rýmri heimildir eru til þess að heimila breytingu á kenninafni barns gegn andstöðu kynforeldris en að veita leyfi til ættleiðingar gegn andstöðu þess foreldris." Stöðugleikl í ljósi tíðra skilnaða í íslensku samfélagi gera yfirvöld vissa kröfu um stöðugleika hjónabands stjúp- foreldra og kynforeldra og þegar Ieitað er eftir umsögn barnavernd- arnefndar vegna ættleiðingarum- sókna er það t.d. kannað hvað býr að baki slíkri umsókn: Hvort ætt- leiðing sé eindregin vilji stjúpfor- eldris, sé háð þrýstingi af hálfu kynforeldris eða hvort hún sé til komin til þess eins að halda hinu kynforeldrinu frá. „Þetta þarf að skoða í mjög víðu samhengi og það er farið mjög varlega í að heimila ættleiðingu gegn andstöðu forsjárlauss kynforeldris. Það eru fyrst og síðast hagsmunir barnsins sem hafðir eru að leiðarljósi við afgreiðlsu umsókna um leyfi til að ættleiða barn," segir Margrét Hauksdóttir að lokum. SKÍÐA- STRETSBUXUR Nýkomnar frábærar ítalskar skíöastretsbuxur. Verð frá kr. 7.900. L E I G A N| ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símarl 9800 og 13072. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.