Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 11 Ýmisleg tónlist TONLIST Illjómsvcitakcppni Tónabæjar MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir, hljómsveitakeppni félagsmið- stöðvarinnar Tónabæjar, haldnar í Tónabæ fimmtudaginn 16. mars. Þátt tóku hljómsveit- imar Gort, Botnleðja, Krá-Khan, Splurge, Gormar og geimfluga, Bee Spiders og Læðumar. Gestahljómsveit var Kolrassa krókríðandi. MÚSÍKTILRAUNIR, hljómsveitakeppni Tónabæjar hófust með tilheyrandi brambolti í Tónabæ á fimmtudagskvöld. Þá kepptu sjö hljómsveitir um þátttökurétt í úrslitum, sem fram fara föstudaginn 31. mars nk., og færi á að keppa um ýmisleg verðlaun, þá helst hljóðverstíma. Ymisleg tónlist var viðruð þetta kvöld, allt frá sígildu þungarokki í súr- realískt skátapopp, og heyra mátti í svo ólík- um hljóðfærum sem túbu, óbói og fiðlu, auk hefðbundinna hávaðatóla, rafgítara, rafbassa og ásláttartækja. Fyrsta hljómsveit á svið var Gort, sem lék framsækið rokk að hætti erlendra sveita bre- skra og bandarískra. Sveitin státaði af söng- konu sem lék einnig á óbó, en hún hefði eins getað skilið það eftir heima. Næsta sveit, Botnleðja, var sígilt rokktríó, sem lék Nir- vanaskotið pönk. Besta lag þeirrar sveitar var upphafslagið, einfaldur og kraftmikill rokkari, en stemmningin datt niður í þunnu og langdregnu seinna lagi. Sveitin komst þó á sporið aftur í síðasta laginu. Þriðja hljóm- sveitin, Krá-Khan, var aftur á móti klassísk þungarokksveit með tvo gítarleikara og raddmikinn söngvara. Það dugði þó tæpast til að halda henni saman; lögin voru of sund- urlaus og ekki spennandi, og bassaleikarinn var iðulega úti í mýri þegar aðrir sveitar- menn ruddu frá sér rokkfrösum. Söngvarinn stóð sig einna best og lék hvína hressilega í sér, en Krá-khu-menn þurfa að leggja meira á sig til að berja sveitina saman. Eftir stutt hlé byijaði Splurge leik sinn með látum, en nú var það söngvarinn sem var ekki með á nótunum, þrátt fyrir eftirminnilegan texta. Fyrsta lagið var þó skást, í öðru laginu var engin dýnamík og þriðja lagið var ekki gott. Gormar og geimfluga sanna þá tilgátu að rokkstefnur halda lengur velli úti á landi en í margmenninu syðra, því sveitin, sem kemur frá Selfossi, lék gamaldags þungarokk með heldur hallærislegum enskum textum. Upp- hafslagið var ekki gott, en meira stuð var í lagi númer tvö og þá kom til skjalanna söng- kona, með prýðilega en óþjálfaða rödd, en virtist ekki ýkja áhugasöm um það sem fram fór. Lokalag sveitarinnar var svo greinilega tromplagið, einskonar þungapopp, en það náði ekki að lifna í þunglamalegum meðför- um. Næst síðast tilraunasveitin þetta kvöld, og síðasta rokksveitin, var Bee Spiders úr Mosfellsbæ. Þar fór hljómsveit með húmor í lagi og fullt af hugmyndum í farteskinu, því þó margir hafi haldið sveitina grínsveit til að byija með, mátti víða heyra snjalla frasa í lögum og skemmtilegar hugmyndir. Bak- raddasöng„konur“ sveitarinnar lyftu öðru lagi hennar á æðri stig, en besta lagið var lokalagið; langt og fjölskrúðugt. Þar fór efni- legasta hljómsveit kvöldsins, sérstaklega ef sveitarmenn læra íslensku. Lokasveitin, Læð- urnar, var með þá sérkennilegu hljóðfæra- skipan tveir kassagítarar og túba, sem gekk vel upp í skátapoppi með húmorískum text- um. Þeir náðu og góðum tökum á áheyrend- um og sigruðu þetta kvöld, en í öðru sæti varð hljómsveitin Gort. Dómnefnd ákvað svo að Botnleðja fengi að spreyta sig í úrslitun- um. Ástæða er að geta þess að ekki sungu nema tvær hljómsveitir á ensku, hinar allar á íslensku, utan þýskir frasar heyrðust hjá Splurge og Læðurnar sungu eitt lag á eins- konar sænsku. Árni Matthíasson Gormar og geim- fluga, gamal- dags þunga- rokk. Bee Spiders, efnileg- asta rokk- sveit kvöld- sins. Krá- Khan, epískt ballöðu- rokk. LJósmynd/Björg Sveinsdóttir Splurge, þunga- popp með sér- kenni- legum textum. NAMSKEIÐ -VOR 1995- Námskeið um notkun plastefna í iðnaði Markmið námskeiðsins er að gera málmiðnaðar- menn hæfari að velja, greina og vinna úr plastefnum sem notuð eru í vélbúnaði og vinnslulínur. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: Eiginleika, styrk, hita- og slitþol plastefna. Notkunarsvið og notkunarmöguleika mis- munandi plastefna. Vinnslu og formun plastefna t.d. spóntöku, steypuaðferðir, límingu og suðu. Einnig verða verklegar æfpigar, sem innhalda m.a. greiningu og val plastefna til notkunar í mismunandi vélbúnað og vinnslulínur. Hér er á ferðinni nýtt athyglisvert námskeið, sem málmiðnaðarmenn og tæknimenn í málmiðnaði ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík 28., 29. og 30. mars, 4., 5. og 6. apríl nk. kl. 13.00-18.00 alla dagana. Verð kr. 10.000,- fyrir aðila að endurmenntunarsjóðum málmiðnaðarins. FRÆÐSLURÁÐ MÁLMIÐNÐARINS HALLVEIGASTÍG 1 - SÍMI 562-4716 - FAX 562-1774 Austurstræti 17*101 Reykjavík • Sími 562 4600 • Fax 562 4601 Nýtt og stórglæsilegt íbúdarhótel með öllum þægindum. Fyrstu brottfarimar að seljast upp Beint flug Heimsferða til Cancun í Mexíkó hefur sannarlega slegið i gegn og eru fyrstu brottfarimar að seljast upp. Þúsundir islendinga hafa nú kannað þessar heillandi slóðir, enda sameinar Cancun bestu strendur Karibahafsins og fegurstu staði í Mexikó. Gististaðir Heimsferða eru glæsilegir og aldrei hefur verið ódýrara að lifa í Mexikó en einmitt núna. Verð kr. 65.330.- M.v.hjónmeðeittbam, 17.júlí2, vikur. Verð kr. 72.450.- M.v. 2 íhetbergi, Posada Laguna, 17, júlí, 2 vikur. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugv. erlendis, fararstjórn og skattar. Costa Real

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.