Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 17 Ónógur svefn veikir ónæmiskerfið SJONARHORN Nú þegar kvef og aðrir kvillar heija á mann- fólkið virðast margir telja þessar sýkingar fylgja vetri eins og eitthvert ófrávíkjanlegt náttúrulögmál. Margrét Þorvaldsdóttir kannaði nýlegar rannsóknir sem benda til þess að oft sé hægt að forðast kvilla með því að fýlgja ákveðnum lífsvenjum. NIÐURSTÖÐUR rannsókna á svefnleysi og virkni ónæmisfrumna voru birtar í Science News í janúar sl. undir fyrirsögninni: „Lítill svefn dregur úr áhrifum ónæmisfrumna." Þar kemur fram að fólk virðist geta varið sig gegn kvillum með því að gæta þess að fá nægan svefn. Þess- ar niðurstöður eru sagðar styðja frekar þær tilgátur að svefn sé hluti af vörnum líkamans. Tiltölulega lít- ill svefnmissir eina nótt dregur á marktækan hátt úr virkni frumu- hópa sem eru mikilvægir í baráttu gegn sýkingum. Aftur á móti nægir góður nætursvefn til að þær nái aft- ur sínum fyrri krafti. Þetta kemur fram hjá Michael Irwin, geðlækni við Veterans Affairs Medical Center (sjúkrahús uppgjafahermanna) í San Diego í Bandaríkjunum, en hann og samstarfsmenn hans hafa kannað áhrif svefnleysis á ónæmiskerfið. Þeir kynntu niðurstöðurnar í nóv- ember/desemberblaði Psychoso- matic Medicine. Vísindamennirnir segja að lang- tímaáhrif slíkrar skerðingar í ónæm- iskerfínu séu ekki þekktar, en niður- stöður rannsókna séu frekari vís- bending um að svefn á sama hátt og sótthiti sé lykilþáttur í varn- arkerfi líkamans. Vísindahópurinn gerði rannsóknir bæði á mönnum og dýrum og bentu niðurstöðurnar til þess að svefnmissir, jafnvel aðeins í stuttan tíma, minnkar mótstöðuafl- ið gegn innflúensu-sýkingum. Um leið virðist langvarandi svefnmissir geta boðið heim ákveðnum bakteríu- valdandi sjúkdómum. Vísindahópurinn gerði svefnrann- sóknir á 23 heilbrigðum mönnum, sjálfboðaliðum, á aldrinum 22-61 árs, í fjórar nætur. Þriðju nóttina var svefn truflaður á frá kl. 3-7 að morgni, þannig að þeir misstu helm- inginn af sínum venjulega svefn- tíma. Að morgni hinnar svefnlitlu nætur kom í ljós, að virkni hinna náttúrlegu drápsfrumna, sem hjálpa líkamanum til að vetjast veirusýk- ingum, hafði minnkað verulega hjá 18 af sjálfboðaliðunum og hjá öllum SVEFNLEYSI veikir mótstöðuafl líkamans gegn sýkingum. hópnum féll virkni þeirra um 30 prósent miðað við ástandið eins og það hafði verið daginn fyrir hina svefniitlu nótt. Fjórðu nóttina sváfu mennirnir svo ótruflað og.morguninn eftir reyndust drápsfrumurnar hafa náð aftur sínum fyrri krafti. Þessi niðurstaða um áhrif svefn- truflana á virkni ónæmiskerfisins er ekki ný uppgötvun. Áður hafa rann- sóknir á þunglyndum sjúklingum og fólki, sem annast sjúklinga sem þarfnast stöðugrar umönnunar eins og makar alsheimer-sjúklinga, leitt til sömu niðurstöðu. Fjölmargir íslendingar hafa náð háum aldri við góða heilsu þrátt fyrir mikið líkamlegt erfíði á sinni starfsævi og fremur einhæft fæðu- val miðað við nútíma kröfur. Þessi langlífa kynslóð lifði mun reglu- bundnara lífi en yngra fólk gerir nú á dögum og það gætti þess vel að hvílast og fá nægan svefn. Sumir af yngri kynslóðinni hafa viljað halda því fram að svefn sé nánast tíma- eyðsla, lykill að góðri heilsu og lang- lífi sé arfur sem liggi í erfðavísunum og þeim verði ekki breytt. Aðrir segja að svefn sé líkamanum nauð- synlegur og endurhlaði hann orku. Eins og fram hefur komið virðist svefninn líkamanum ekki síður mik- ilvægur við varnir gegn sýkingum. Ef til vill er þar komin skýring á því hvers vegna sumir fá sjaldnar kvilla en aðrir. PÁSKATILBOÐÁ HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20% afsláttur VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66 Á'ISLANDI YATNAGARÐAR 24 S: 568-9900 VANBAMl YAMÐ. A ISLANDI YATNAGARÐAR 24 S: 568-9900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.