Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGINN 11. febrúar var 35 ára afmæli félags heymarlausra haldið hátíðlegt, og í tilefni tímamót- anna var á margan hátt vakin at- hygli á málefnum þessa minnihluta- hóps í þjóðfélaginu. Sem betur fer hefur þeim tilfellum fækkað til muna undanfarna ára- tugi, að böm fæðist heymarlaus eða missi heymina á unga aldri, og þann- ig hefur víðast hvar verið mögulegt að fækka sérskólum fyrir heyrnar- lausa, sem enn eru þó nauðsynlegir margra hluta vegna. Tvennt kemur helst til, að nú munu allar konur bólusettar gegn rauðum hundum og svo hafa fundist lyf sem slá á þann illa sjúkdóm heila- himnubólgu. A hinn bóginn hefur álagið á heymina, þetta mikilvægasta skiln- ingarvit mannskepnunnar, hvorki meira né minna en sjöfaldast á hund- rað ámm og sérfræðingar hafa fyrir margt löngu kveikt á viðvömnarljós- unum. Afleiðingamar em að heym- arskertum hefur fjölgað mjög mikið, einkum hin síðari ár, og jafnframt hefur missir heymar á unglings- og fullorðinsaldri af völdum slysa aukist til muna. Hið síðamefnda er mjög alvarlegt mál vegna þess að skyndi- legur missir heymar er menn em komnir til vits og ára ríður sumum að fullu, en aðrir lifa sem hálfir ein- staklingar eftir það, og sjálfsvíg ém algeng. Það er skiljanlega mun erfíð- ara fyrir slíka að aðlagast aðstæðum, en þá sem alist hafa upp með þögn- inni frá fmmbemsku . Heymin sefur aldrei, hún er allan sólarhringinn í viðbragðsstöðu og telst útvörður samanlagðra skilning- arvita mannslíkamans. Hún gerir manninum öllum öðmm skynfæmm frekar viðvart er hætta steðjar að, því hljóðbylgjur fara jafnvel fyrir hom, en ljósgeislar ekki. Menn nema hvert hljóð hinnar blökku nætur en sjá ekki í myrkri, geta lokað augun- um, haldið fyrir nef sér, jafnframt því að bragðlaukamir em ekki virkir nema eitthvað komi nálægt þeim, en hins vegar teldist það afbrigðileg útgáfa hins viti boma manns, Homo sapiens, sem gæti lokað eymnum. Það hefur merkilega lítið verið fjallað um þetta allt í íslenzkum fjöl- miðlum svo ég viti til, en hins vegar rekst ég stundum á greinar um álag- ið á heymina í víðlesnum erlendum viku- og mánaðarritum. Eina snjalla slíka las ég í þýska ritinu Stem á sl. ári, og byggi ég eftirfarandi grein mína að hluta til á útdrætti úr henni og þá helst hvað tölur og vísindaleg- ar heimildir snertir. — Við lifum á tímum heilsurækt- arstöðva og almenningsíþrótta, en það skýtur skökku við að sá sem byggir upp líkama sinn með ærnu erfíði, gerir það kannski við undirleik hávaðasamrar tónlistar, eða er með gönguhrólf á fullu í eymnum þegar hann skokkar. Og þegar menn aka í bílum sínum opna þeir kannski fyr- ir háværa tónlist af snældu, sem bætist við hljóðin frá bílnum sjálfum og umferðinni allt um kring, sem em atriði hljóðmengunar. Fleiri og fleiri fá aðkenningu af því sem við getum nefnt hávaða- streitu, og fyrsta viðvörunin er óþægilegt píp og suð í eyrunum, sem þýðir að menn hafi ofgert heyminni og markar fyrstu viðvömnina. Fyrr en varir verða þolendur að fá sér- staka meðhöndlun á heilsugæslustöð, þar til hið taugatrekkjandi píp hverf- ur, en eftir situr minniháttar en óbætanlegur heymarskaði. Heymin er nefnilega ekki sköpuð fyrir hávaða líkt og í þotum eða loftpressum, frek- ar en augað fyrir eldsnögg litbrigði blossaljósa eða ljóskastara, né heilinn fyrir hið yfirgengilega álag gervi- þarfa nútímans. Heymin er ofumæm og viðkvæm móttökustöð fyrir allar tegundir af hljóðum, og gagnstætt sjóninni fá menn þetta mikilvæga skilningarvit svo til fullþróað af hálfu náttúmnn- ar. Það eitt ætti að opna augu þeirra fyrir mikilvægi þessarar móttöku- stöðvar og þýðingu hennar fyrir líf og viðgang mannverannar innan um aðrar dýrategundir. Það gat nefni- lega skilið á miili Iífs og dauða í náttúmnni hver heyrði fyrr í hinu, refurinn eða kanínan, rándýrið eða maðurinn, og fyrir ármilljónum þró- aði náttúran við þessi skilyrði líf- færi, sem er ígildi kraftaverks. Nátt- úran hefur svo stöðugt verið að full- komna þetta undursamlega skyn- færi, svo það mætti nema hin MMUTPÍNDA SKILNINGARVUID Heymin sefur aldrei, hún er allan sólarhring- inn í viðbragðsstöðu og telst útvörður saman- lagðra skilningarvita mannslíkamans. Braffi Asgeirsson segir hana gera manninum öllum öðrum skynfærum frekar viðvart er hætta steðjar að, því hljóðbylgjur fari jafnvel fyrir hom en ljósgeislar ekki. EYRUN, sem móttökutæki hljóðbylgjanna, teljast útvörður allra skilningarvita og mikilvægust gjöf náttúrunnar til manna og dýra. En því miður virðist maðurinn gera sér takmarkaða grein fyrir þeim miklu sannindum. Gáfulega hárlausa kattardýrið á myndinni með stóru eyrun og fallegu augun, væri svipur hjá sjón og skuggi sjálfs sín án eymanna og myndi vísast hverfa af vettvangi lífsins fljótlega. minnstu hljóð svo sem þytinn í strán- ium eða vængjatak igðunnar. Það er aftur á móti talið, að líkam- ann taki níu ár að þróa sjón- og rý- misskyn til fulls, og í fyrstu mun kornabamið sjá andlit foreldra sinna líkast flatköku, með ýmsum kenni- leitum þó. Við bætist að augu manns- ins eru tiltölulega ófullkomin miðað við augu uglunnar og ýmissa ann- arra dýrategunda. Allt annað mál er svo, að menn geta haldið áfram að þroska heymina lengi vel eins og t.d vöðvana þó á sértækari hátt sé, og næmi sjónar- innar má einnig þroska á margan hátt. Má hér nefna að greina á milli blæþrigða í grátónastiganum, sem er mikilvæg kennslugrein við suma listaskóla eins og greining lágu tón- anna „glissando" hlýtur sömuleiðis að vera mikilvæg námsgrein í tón- skólum. Og þó maðurinn geti ekki hreyft eymn nema í hæsta lagi lítillega og því síður sperrt þau eins og sumar dýrategundir, einungis lagt við hlust- ir, verður engin hljóðmiðun án vöðva. Þannig myndi heili'nn ekki nema hvaðan hljóð kæmi án ytra eyrans og hinna svonefndu hljóðskála, sem eru tvær á hvom eyra, hin efri og neðri, en vöðvarnir teljast eiginlega fjórir og eym mannsins sömuleiðis fjögur! Og það er fyrst á síðari ámm sem kenningu Darwins, um að ytra eyra mannsins væri staðnað líffæri var hrundið, en hann byggði hana á því að sum dýr geta hreyft hin trekt- arformuðu eyra sín til að átta sig á því hvaðan hljóð koma, en það getur maðurinn ekki. Og svo stórkostlegt er þetta furðuverk náttúmnnar að allt hið flókna ferli hljóðsins til heil- ans skilur og skynjar enginn til fulln- ustu enn sem komið er. En emm við þá ekki einmitt á landamæmm þess sem skilgreint er sem óáþreifanleg og ósýnileg skynj- un, sem bókstafsmenn hafna, en sem telst þó ein af forsendum snilldarinn- ar, og í náttúranni er svo margt sem ekki verður skilgreint líkt og lista- verk hafa oft yfír sér einhverja yfím- áttúmlega töfra sem höfða til skyn- færanna. Dæmi um næmi eyrans má ráða af því, að til að framkalla viðbrögð sjónfæranna, þarf einungis eina mælieiningu ljóss, en heymars- ella í innra eyranu bregst við tíunda hluta þessarar orku! Sagt er að margur stilli tónlistina á hæsta í bílnum sínum á morgnana til að að vakna betur og skerpa skiln- ingarvitin, og er þeir halda þreyttir heim að kvöldi reyni þeir einnig á ýtmstu getu hljómtækjanna í því skyni að ærandi hávaðinn hreki burt argaþras hvunndagsins og þreytutil- finninguna úr skrokknum um stund. Adrenalínið kann þá að renna hraðar, en afleiðingamar láta ekki standa á sér, og þannig segja skýrsl- ur, að sjöundi hver Þjóðverji sé heyrnarskertur, eða samtals ellefu til tólf milljónir. Þá má nefna, að einbeitingarhæfí- leiki mannsins minnkar við minnstu hljóðbylgjur og þannig em skólaböm lengur með lexíur sínar við lágt stillta tónlist, sé hún svo hækkuð byrjar líkaminn að framleiða svokallaða stresshormóna eins og adrenalín, æðarnar þrengjast ásamt því að þarmamir vinna hægar. Þetta getur til langs tíma leitt til kransæðasjúk- dóma og þannig er talið að hávaða- mengun eigi sök á fímmtugasta hveiju hjartaslagi í landinu. Þá verða árlega 12.000 manns fyrir því að missa heyrnina tímabundið og hjá 400.000 er hávaðinn í stöðugu suði í innra eyra svo óbærilegur að við- komandi líða vítiskvalir. Læknis- kostnaður vegna heymarskaða nálg- ast svo 300 milljarða ísl. króna á ári. Og af því að minnst er á æskuna, þá em hún eðlilega í aðaláhættuhópn- um, því að hávaðamengunin eykst með hveiju ári. Hámark þolanlegs hávaða telst vera við 85 desíbel, sem samsvarar hljóði úr kröftugri sláttu- vél, og um leið er komið að hættu- mörkum þess að eins konar skynjun- arfæri innra eyrans límist saman og heymarsellur deyi. Og svipað og álit- ið er með heilasellumar, hefur það ekki merkjanleg áhrif að tapa helming beirra, en tapi viðkomandi fleimm ættir hann að nema skrjáf í laufi og skordýrasuð. En deyi svo allar hinar vel 30.000 heymarsellur tekur hin algjöra þögn við. Vandamál heymarskertra byija þó mun fyrr. Og fyrsta viðvömnin um að eitthvað sé ekki í lagi, em hin svonefndu kokkteilpartýáhrif. Menn eiga þá í erfíðleikum með að greina einangraðar raddir samkvæmisgesta, þannig að er allir aðrir hlæja að ein- hverri fyndni, em þeir ekki fullkom- EINS og sést á skýringar- myndinni eru hljóðskálarnar tvær á hvoru eyra svo maður- inn hefur í raun fjóra eymar- vöðva og fjögur eyru! lega með á nótunum. Ómeðvitað fara þolendur að forðast samkomur hvers konar, svo og öldurhúsagleðskap og þar með er tekið fyrsta skrefíð inn í einangrunina. Næsti áfangi er þegar jafnvel almennar samræður valda erf- iðleikum og hinn heymarskerti hváir í auknum mæli til viðmælanda síns, vegna þess að hann hefur ekki numið einstaka orð. Viðmælandi hans leggur þá kannski stöðugt meir í róminn, þar til hið í upphafi ósköp friðsamlega samtal verður óforvarendis að munn- höggi! Og þá fer að skapast hætta á að þolandinn fari inn í sjálfan sig, loki að sér, og einsemd skapar tortryggni og veldur þunglyndi, sumir þjást jafnvel af ofsóknaræði. Án heyrnar vita menn einfaldlega ekki hvað ger- ist að baki þeirra og í heimi hinna heyrandi allt um kring. „Eyran nema öll hljóð hvaðan sem þau koma, en sjónin einungis tak- markað svið, og heyrnarlausir ertu því mun frekar undirlagðir sálrænum tmflunum en blindir. Því er ekki þannig farið eins og flestir halda, að að augun séu mikilvægari fyrir fólk en eymn. Og vel að merkja geta heyrnartæki aldrei í sama mæli bætt upp heymarmissi og gleraugu sjóngalla." Hér er komið raunhæft dæmi um flókið og sértækt kerfi heymarinnar og hve heymartæki em 5 raun ófull- komin miðað við gleraugu, þrátt fyr- ir ofurtækni nútímans. Það em hálærðir fagmenn í Giessen, Hamborg, Recklinghausen og víðar, sem láta hafa þetta og margt annað eftir sér, og bæta má við, að þrátt fyrir þessar staðreyndir umgangast flestir heym sína eins og hún sé óskemmanleg. Og fólk er sér ekki meðvitað, hve hávaði getur verið afdrifaríkur fyrir heilsu þess, sem kemur einkum fram í því, eins og áður er tæpt á, að fólk sem er annars mjög annt um heilsu sína vanmetur hættuna á heymarskaða. í ljósi þessa kemur margt undar- legt fram og t.d. seljast hljóðdempað- ar vélar fyrir vinnumarkaðinn merki- lega lítið, þótt þær séu aðeins dýrari! Víða í Evrópu aka menn svo hratt í sumarleyfinu, að þeir hætta að heyra í sjálfum sér, og þótt mótor- hjólin séu nú lágværari en áður er fjandinn laus ef hjálmurinn er ekki notaður, því að vindhraðinn framleið- ir óveður í eym ökumannsins, sem er miklu hærra og afdrifaríkara en vélarhljóðið. Menn em hér merkilega andvaralausir og það er tiltölulega nýtt að aðvara fólk við hvellhettum og bombum á gamlárskvöld, sem valdið hafa ótal óbætanlegum heyrn- arsköðum. Og hvað háværa tónlist unga fólks- ins snertir er það löngu sannreynt að hver þriðji áhangenda hennar hef- ur hlotið meiri eða minni heymarsk- aða. Þetta hefur verið rannsakað meðal nýliða í Noregi og Svíþjóð, og nú er svo komið að mjög erfítt er að manna flókin tæki í hemum sem krefjast fullkominnar, þ.e. 100% heymar. Og hvað Þýskaland snertir þá hefur uppgötvast að tvö prósent allra ungmenna em ekki með betri heym en sextugir sem þýðir einfald- lega, að ef einhveijir með fulla heym setja vísifíngur í eymn teljast áhrifín keimlík. Álagið, sem unglingar setja á eyr- un, er yfirþyrmandi, og þannig er hljóðhæðin svo mikil í diskótekum, að líkja má því við járnsmiðju. Og gönguhrólfurinn getur framleitt há- vaða yfir 100 desíbil, sem er líkt og ef þota lyftir sér upp í 200 metra fjarlægð. Og dæmi em til um, að tónlistin hafí verið svo hátt stillt í bifreiðum unglinga, að rúðumar hafí flogið úr þeim! Lifun sem byggist á brauki og bramli þykir æði. Blóðið stígur mönn- um til höfuðs og þýtur um æðamar, hjartað slær hraðar og vöðvamir herpast saman. Hljómtæki á fullu virkar þannig líkt og sterkt hressing- arlyf, eða vímuefni, og hefur sem slíkt sínar afleiðingar og fráhvarfs- einkenni. Af framanskráðu má ætla, að grasrótarhreyfingin ætti að taka heymina á stefnuskrá sína og er ekki vonum seinna, því hávaðameng- unin er ein hættulegasta tegund mengunar í heiminum hvemig sem á málið er litið. Dýrin em sér mjög meðvituð um áhrif hávaða sbr. öskrin í konungi fmmskóganna, og alla hina fjöl- skrúðugu sinfóníu hljóða sem þar er að fínna. Frammaðurinn í Áfríku vissi einnig um þau og Kínveijar gerðu sér fyrir árþúsundum ljósa grein fyrir sálrænum og sefjandi áhrifum óhljóða. Mússolíni og og Hitler tóku hávaðann í þjónustu sína ásamt fleiri sefjunaráhrifum úr fort- íðinni, er þeir þmmuðu yfír hundmð- um þúsunda og dáleiddu múginn. Sumir hafa í gamni og alvöra nefnt þá fyrstu bítla og rokkara aldarinnar! Nú um stundir er mikið lagt upp úr fyrirbyggjandi aðgerðum og t.d. eru tannlæknar stöðugt að skora á fólk að hirða tennur sínar betur, ungviðið að drekka minna gos og forðast sætindi, en af hveiju er minna lagt upp úr því að vara við hávaða- mengun og skemmdum á mikilvæg- asta undrinu sem náttúran úthlutaði mannskepnunni? Svari hver fyrir sig, en ef þessi grein verður til að menn leggi nýtt mat á mikilvægi heyrnarinnar er til- ganginum náð, einkum ef það helst í hendur að hinir sömu fari betur með þessa guðsgjöf náttúmnnar. Lesandi góður, hafír þú áhuga á heilbrigðri heym í hraustum líkama ber þér að hafa hugfast, að mesti mælanlegi hávaði í umhverfí manns- ins kemur frá þotum og eldgosum sem gerir 130 desíbel, næst koma loftborar og fossar, 120 d.b., síðan hjólsagir og þrumuveður 110 d.b., neðanjarðarlestir og fárviðri 90 d.b. og á hættumörkunum em svo mótur- hjólabrestir og sjávarbrim. Hins veg- ar mælist minnsti hávaðinn frá hugs- uninni sem gerir 0 d.b. og farsælast væri því væntanlega að hugsa stífar en hlusta minna á þotugný! Höfundur er listmálari og gagnrýnandi og telst 100% heyrnarskertur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.