Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 B 15 Trúa ekki á minka- kenmnguna Kaupmannahöfn. Morgunbladið. YFIRMENN sænska sjóhersins eru ekki alls kostar trúaðir á að minka- hljóð hafi verið tekin í misgripum fyrir kafbátshljóð, eins og bent var á í sænskri skýrslu nýlega, þegar leitað hefur verið að ókunnum kaf- bátum í sænska skeijagarðinum. Þeir eru því ekki fúsir til að draga úr áherslu á kafbátaleit og viðbún- aði gegn óboðnum gestum í skerja- garðinum. í viðtali við Svenska Dagbladet segir Frank Rosenius, yfirmaður sænsku strandgæslunnar, að áfram verði hafður sami viðbúnaður og áður. Grunsemdir um að hljóð í hlustunarduflum, sem áður höfðu verið túlkuð sem kafbátahljóð, kæmu úr dýraríkinu, voru komnar fram áður en minkur sást synda við hlustunardufl samtímis því að hljóðin, sem álitin voru frá kafbát- um, heyrðust. Niðurstöður rann- sóknar gáfu til kynna að hljóðin kæmu frá minkum og þær kynnti yfirmaður sænska heraflans fýrir nokkrum vikum. Rannsóknin hefur ekki sannfært yfirmenn sænsku strandgæslunnar um að undanfarin ár hafi það verið minkar en ekki kafbátar sem orsök- uðu hljóðin, því ýmsir starfsmenn hennar hafi séð glitta í sjónpípur og annað, sem einkennir kafbáta en ekki minka. Rosenius vill ekki tjá sig um hvort kafbátaferðirnar séu hættar, en segir það mistök að hætta öllu eftirliti. Gæslan eigi að hafa yfirsýn yfir allar óupplýstar ferðir innan sketjagarðsins, hvort sem um sé að ræða kafbáta eða kafara. Jaques Chirac bætir enn við sig fylgi París. Reuter. FYLGI Jacques Chiracs borgar- stjóra Parísar er komið í 29,5% samkvæmt skoðanakönnun CSA- stofnunarinnar, sem birt var í fyrrakvöld, föstudag. Samkvæmt könnuninni fengi Lionel Jospin frambjóðandi Jafn- aðarmannaflokksins 21% atkvæða í fyrri umferðinni og Edouard Balladur forsætisráðherra 17,5%. I könnun annarrar stofnunar, sem einnig var birt í fyrradag, mældist fylgi við Chirac 28%, fylgi Jospins 21% og Balladurs 16%. Samkvæmt CSA-könnuninni sigrar Chirac með 59% atkvæða gegn 41% verði kosið milli þeirra Jospins í seinni umferðinni en munurinn verður meiri þurfi að kjósa milli gaullistanna tveggja. Þá hlyti Chirac 61% atkvæða en Balladur 39%. Kristín Sandholt, tannlæknir Hef opnað tannlæknastofu í Borgarkringlunni, 5. hæð, sími 588 2277. R*ó Uppselt alla Hinir alþýðl á kostui Kvöldið Þórðarson fara á hvernig málið félögum. ar sem félagarnir riíja upp það besrq og verstg á ferlinúm. Einnig koma ffám hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Si danshljómsveitin Sag; og Revpir Jónasson. Að lokinni skemmtidagskrá leikur |tt ásamt söngvurunum Guðrúnu Gunnarsdóttur leyni Guðmundssyni. Pantanir í sima 5529900i -þín saga! Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! FUNDAÐ MEÐ FRIÐRIKI *D BETRA ÍSLAND Þriðjudaginn 21. mars á Hótel Selfossi kl. 20.30. Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson halda ræður. Að, fyrir svörum ásamt Áma Johnsen og Drífu HJartardóttur. Fundarstjóri verður Sigurður Jónsson. sitja þeir Miðvikudaginn 22. mars í Vertshúsinu á Hvammstanga kl. 20.30. Friörik heldur ræðu og að hennt lokinni situr hann fyrir svöram ásamt Hjalmari Jónssyni, Vilhjálmi Egilssyni og Sigfúsi Jónssyni. Fundarstjóri verður Karl Sigurgeirsson. Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.