Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Rokkhetja eba hugsandi listamaburf BRUCE Springsteen hefur verið kallaður síðasti rokk- arinn en það tók hann tíma að komast á þann stall; það tók hann tíu ár að komast á toppinn. Þegar þangað var komið komst hann að því að ekki er hægt að velja sér aðdáendur og þeir sem hrifust af Springsteen sem þjóðernissinnaðri rokkhetju og keyptu plöturnar í millj- ónaupplagi, voru einmitt skotmörk textanna. Springsteen hefur verið að síðan í lok sjöunda áratugarins og leikið með ýmsum hljómsveitum í heimaborg sinni, New Jers- ey. í því stússi safnaði hann að sér hljómsveitarfélög- um, sem áttu eftir að mynda kjarna E Street- sveitarinnar, sem átti snaran þátt í að koma honum á toppinn. Fyrstu breiðskífu Springsteen og sveit- arinnar, Greet- ings from As- hbury Park, sem kom út 1973, var prýði- lega tekið af gagnrýnendum en seldist ekkert sérstak- Sídasti rokkarínn eftir Árno Matthíasson lega vel. Næsta plata á eft- ir þótti einnig góð, en Springsteen virtist ekki náð IHHH vel ' til plötu- kaupenda, þó fjöl- miðlar hafi lofað hann í hástert. Það var , ekki fyrr en þriðja breiðskífan, Bom to Run, kom út að hjólin fóru að snúast og segja má að Springsteen hafi slegið f gegn, í það minnsta seldist sú plata í bílförmum og dró hinar tvær upp vin- sældalista. Það blasti við að Springsteen væri næsta stór stjama rokksins, en tók hann nokkur ár til, vegna málaferla við um- boðsmann sem ekki verða frekar rakin hér. Safn helstu laga Því er þetta allt riljað upp að fyrir skemmstu kom út safnplata helstu laga Springsteens með fjómm aukalögum, og hefur eitt þeirra laga reyndar verið mikið spilað í útvarpi. Sem vonlegt er safnið skothelt og ekki að fínna á snöggan blett, 'sem undirstrikar að Springsteen komst á topp- inn fyrir eigin verðleika. Undanfarin ár hafa margir verið þeirrar skoðunar að saga hans sé öll; hann hafi ekki gert almennilega plötu síðan Born in the USA kom út fyrir rúmum tíu ámm. Að vissu leyti má segja að goðsögnin hafi vaxið hon- um yfir höfuð, því aðdáend- ur Springsteens hafa ekki gefið honum færi á að þroskast úr rokkhetjuhlut- verkinu í tónlistarmann sem hefur meira til að bera en leðuijakka og gítarfrasa og meira að segja. Það má heyra á safnplötunni hvern- ig Springsteen hefur mjak- ast úr almennum trega yfir ameríska draumnum sem er martröð fyrir þá sem ekki eiga peninga, í al- mennari vangaveltur um lífið, tilvemna og samskiptd við fólk. Þannig er fyrsta platan þeirrar gerðar, Tunnel of Love, eitt helsta verk Springsteens, og næsta plata á eftir, Human Touch, sýnir að hann hefur getuna til að fara enn lengra í þá átt, sem sann- ast eftirminnilega í verð- launalaginu Streets of Philadelphia. Það má þvi segja að þó rokkhetjan og sósíalrealíski föðurlands- vinurinn sé í aðalhlutverki á safnplötunni sem hér er gerð að umræðuefni, má víða greina útlínur hugs- andi listamanns sem stefnir hærra og dýpra. MÁ NÆSTUNNI verður frumsýnd kvikmyndin Ein stór fjölskylda og í þarnæstu viku kemur út breiðskífa með tónlist úr myndinni sem Smekkleysa gefur út. Meðal þeirra sem ný lög eiga á plötunni eru Únun, Kolrassa krókríð- andi, Texas Jesús, Bubbl- eflies með Svölu Björg- vinsdóttur, Quicksand Jesus, Lipstick Lovers og Shark Remover, aukin- heldur sem Skárren ekk- ert, sem semur tónlist- ina í myndinni, á DÆGURTÓNLIST Gleðisveitin Döðlur ■ HLJÓMS VEIT- IN geðþekka Saktmóðigur sendi frá sér eftir- minnilega 10“ fyrir allnokkru, en síðan hefur að mestu verið hljótt um sveitina. Aðdá- endur geta nú glaðst því væntanlegur er geisla- diskur með Saktmóðugi sem heitir Ég á mér líf. Logsýra, þ.e. meðlimir sveitarinnar, gefur út og kemur platan út í lok þessa mánaðar. Annars er það helst að frétta af Saktmóð- ugi að nýr maður, Stefán Jónsson, hefur tekið til við bassann, en forðum bas- saleikari tók upp gítar í stað- inn. MFYRIR skemmstu kom út danssafnplata frá Spori og væntanleg er plata líkrar gerðar frá Skífunni. Sú er í útgáfuröðinni Transdans, heitir Transdans 4, og kem- ur út 27. mars. Meðal sveita sem lög eiga á plötunni eru M People, Scatman John, Mory Kante, DJ Admiral og Deuce. Leður og gít- arfrasar Bruce Springsteen áður en frægðin kall- aði. vikna æfingar var ákveðið að fara í Stúdíó Ris í Nes- kaupstað og taka upp plötu, sem kom svo út í takmörkuðu upplagi 27. janúar. Að sögn sveitar- manna hefur diskurinn, sem heitir því lýsandi nafni Bara rugl, selst vel og fá eintök eftir, þannig að ágætur hagnaður er af út- gáfunni. Til að tryggja að allir fá sem vilja eru sveit- armenn að semja við stór- útgáfu um að endurútgefa diskinn, en slíkar umræður eru á frumstigi. Döðlur segja að hve vel útgáfa sveitarinnar heppn- aðist hafi aukið öðrum austfirskum sveitum þor og þijár rokksveitir hyggist fara að fordæmi Daðlanna. Lesendum til fróðleiks má svo geta þess að Gleðisveit- ina Döðlur skipa Napóleon, raddir og hristur, Amboss Invictus, einnig raddir og flauta, Gunni Bank, raddir, Hale Johnson, gítar, Skari Bóner, basso, og Bikki Brútal, trommur. NOKKUÐ hefur heyrst í útvarpi að undanförnu sér- kennileg tónlist Gleðisveit- arinnar Daðla. Fátt er á hreinu um sveitina annað en að hún kemur að austan og hyggur á frekari hermdarverk á tónlistar- sviðinu. Gleðisveitin Döðlur á rætur í Menntaskól- anum á Egilsstöðum og er sex manna sveit sem stend- ur. Sveitin var stofnuð síð- Gleðisveit Döðlur fagna útgáfunni. asta haust og eftir tveggja Ævistarf Human League 1995. Gamaldags nýstárleg HUMAN League var í fram- línu tölvupoppsins í upphafi síðasta áratugar og er enn að, því fyrir skemmstu kom út ný breiðskífa, Octopus, eða Kolkrabbinn. Frá því þriðja breiðskífan kom út snemma árs 1981 ruddi sveitin frá sér vinsælum lögum og hélt vell vel fram yfír miðjan áratug- inn. Eftir það fór að halla undan fæti, því smekkur plötukkaupenda hafði breyst og fáir lögðu við hlutir þegar breiðskífan Romantic kom út í uppafi þessa áratugar. Meðal annars vegna þessa missti sveitin útgáfusamn- ing, en fékk nýjan um hæl og hélt í hljóðver til að taka upp og komast á kúrs aftur. Gagnrýendur hafa ekki tekið sveitinni vel og segja hana fasta á milli þess að vera of gamaldags fyrir ung- menning og of nýstárleg fyr- ir gamlingjana. Philip Oakey, leiðtogi sveitarinnar, lætur jóssið þó ekki á sig og og segir glaðbeittur og Human League sé það sem hann ætli að sinna til æviloka. Breskir blámenn BRESKUR blús lagði grunninn að bresku rokki, þeg- ar breskir bleik- neljar reyndu að stæla bandaríska blökkumenn. Nokkur undanfar- in misseri hefur lít- ið heyrst af bresk- um blúsurum, þar til ungmennin í The Hoax komu, sáu og sigruðu seint á síðasta ári. The Hoax er skipuð fimm ungmenn- um úr Wiltshire og hljómar ekki síður en breskir blámenn sjöunda ára- tugarins, með gítarsyrpum tveggja gítarleikara, þróttmiklum söng, liprum munnhörpuleik og. þéttum rytma- grunn. Upptöku- stjóri er Mike Vem- 'on, sem ætti að kunna til verka, en lögin á plötunni eru öll eftir liðsmenn sveitarinnar. Hljómsveitin hefur lagt land undir fót undanfarin ár og spilað sem mest hún má, meðal amnnars með þeim árangri að hún var valin besta blússveit síðastliðins árs og mneðal annars líkt við Rollingana meðan þeir voru enn ungir og ferskir. Ef marka má umíjöllun breskra fíöl- miðla er mikil uppsveifla í blús þar á landi og kannski er að heljast nýr blómatími blúsins, sem skilar stjörnum fyrir næstu 30 ár. EIN BESTA plata síðasta árs var fyrsta breiðskífa Wu-Tang Clan. Áberandi á þeirri plötu var rapparinn Method Man, sem átti snaran þátt i að koma plötunni í gullsölu. Wu-Tang Clan er boðberi nýrrar stefnu í rappinu; hrárra rappi, með þyngri bassa og ruddalegri taki og all frá- brugðið mjúku vesturstrand- arrappi. Liðsmenn sveitarinnar hafa verið iðnir við það síðustu mánuði að koma frá sér smá- skífum og margar sólóskifur í uppsiglingu. Fyrstur í því ati r er Method man, sem sver sig að vonum rækilega í ætt við Wu-Tang Clan og ef eitthvað er er hanrienn þyngri. Rappið er lika enn flóknara en forðum og reyndar svo þétt á köflum að erfitt er að skilja hvað fram fer, því Method Man er sérdeil- is lagið að búa td eigín slangur og styttingar sem tengjast gjarna lífinu á Staten Island, sem hann kallar Shaolin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.