Morgunblaðið - 23.04.1995, Side 6
6 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
I
Fimm flokka ríkisstjórn tekin við í Finnlandi
Boðberi nýrra tíma
eða böðull dreifbýlisins?
*
I augum Marttis Ahtisaaris Finnlandsfor-
seta er Paavo Lipponen forsætisráðherra
Finna tákn breyttra tíma í stjómmálum.
í sveitunum eru menn hins vegar uggandi
um framtíð sína í landi borgarbúanna,
skrifar Lars Lundsten, fréttaritari Morg-
unblaðsins í Finnlandi.
PAAVO Lipponen (t.h.) þiggur heita súpu að afloknum kosn-
ingafundi í miðborg Helsinki. Ríkisstjórnar Lipponens bíður
það erfiða verkefni að draga úr.^tvinnuleysinu á sama tíma
og framlög til velferðarkerfisins munu dragast saman.
SÚ ríkisstjórn sem nú hefur
tekið við í Finnlandi
markar að mörgu leyti
þáttaskil í finnskri
stjórnmálasögu. Það er ekki að-
eins óvenjulegt að fimm ólíkir
flokkar skuli hafa náð saman um
myndun ríkisstjórnar. Vinnu-
brögðin við myndun hennar hafa
einnig verið með nýju sniði. Og
það er einnig margt nýtt í hug-
myndafræði ríkisstjórnarinnar
sem setur svip sinn á stefnu henn-
ar.
Fimm stjórnmálaflokkar
mynda samsteypustjórnina undir
forystu Paavos Lipponens for-
manns jafnaðarmanna. Samein-
ingarflokkurinn (Hægri flokkur-
inn) er næst stærstur. Þá er
Vinstra bandalagið, sem byggir
starfsemi sína á hefð frá blóma-
skeiði kommúnista. Auk þeirra
eru ráðherrar úr Sænska þjóðar-
flokknum og úr Græningjaflokkn-
um.
Stjóm Lipponens hefur verið
kölluð „Regnbogasamsteypan“
vegna þess að hún spannar næst-
um allt litrófið í finnskum stjórn-
málum. Þar er að fínna „rauðu“
vinstri flokkana, „bláa“ hægri
flokkinn, hinn „gula“ flokk sæn-
skumælandi minnihlutans og síð-
ast en ekki síst „græna“ flokkinn.
íhaldsmenn í
stjórnarandstöðu
Martti Ahtisaari Finnlands-
forseti flutti stutt ávarp er Lipp-
onen tók við stjórnartaumunum
og vék þá að hugmyndafræði rík-
isstjórnarinnar nýju. Kvaðst At-
hisaari telja að umskipti hefðu átt
sér stað í fínnskum stjórnmálum.
Nú væru komnir til valda flokkar
frjálslyndis og framfarahyggju. í
stjómarandstöðunni hefðu hins
vegar lent þeir flokkar sem væm
íhaldssamir og vildu skella skolla-
eymrn við þeim breytingum sem
ættu sér stað í þjóðfélaginu.
Hugsanlega er það að mati
Athisaaris dæmi um fijálshyggju
núverandi jafnaðarmanna og
vinstri sósíalista að þeir skuli nú
hafa fallist á efnahagsstefnu sem
talist hefði dæmigerð fyrir hægri-
menn á ámm áður. Forsætisráð-
herrann hyggst minnka fjárlaga-
halla ríkissjóðs með róttækum
aðgerðum sem að hluta til verða
framkvæmdar þegar á þessu ári,
flestar á því næsta og afgangur-
inn á þeim þrem árum sem eftir
em af kjörtímabilinu.
Skattalækkun
Gmndvallarvandi finnska þjóð-
arbúsins er minnkandi tekjur af
beinum sköttum miðað við útgjöld
og risavaxið atvinnuleysi. At-
vinnuleysisvandinn er geysimikill,
hátt í 20% af vinnufærum mönn-
um vantar starf. Ekki er hægt
að hækka skattana þar sem tekju-
skattar í Finnlandi em nú þegar
á meðal hinna hæstu sem þekkj-
ast í heiminum.
Nú strax í sumarbyijun ætlar
ríkisstjórnin að leggja fram fé til
atvinnumála. En til að hvetja
menn til dáða á einnig að lækka
tekjuskattinn um eitt prósent. Á
móti kemur hækkun skatta á fjár-
magnstekjur úr 25% í 28%.
Stjórnarandstaðan, og þá eink-
um Miðflokkurinn, kveðst að vissu
marki geta tekið undir þau um-
mæli Finnlandsforseta að róttæk
breyting hafí átt sér stað í stjóm-
málalífí Finna. Drög hafí þegar
verið lögð að því að kljúfa fmnsku
þjóðina í tvennt. Munurinn er sá
að fijálslyndi það sem Athisaari
lofar er í afskekktum sveitum
landsins lagt að jöfnu við landráð.
Að minnsta kosti em menn sann-
færðir um þeirra bíði það hlut-
skipti að sæta kúgun íbúa í þétt-
býli.
Fólk í dreifbýlinu og einkum
smábændur óttast að ríkið hafi
nú tekið ákvörðun um að leggja
afskekktu sveitirnar í eyði. Þegar
ESB-aðild Finna var samþykkt í
fyrra var samið við bændur um
ákveðinn „bótapakka“ til að draga
úr neikvæðum áhrifum þegar
verslun með landbúnaðarafurðir
varð fijáls. Þessar tryggingar
réðu ef til vill því að meirihluti
fékkst með ESB-aðild í október í
fyrra.
í stefnuskrá núverandi stjórnar
er gert ráð fyrir því að þessu verði
ekki framfylgt enda voru þessir
aukapeningar ekki úr sjóði ESB
heldur úr ríkissjóði Finna. Bændur
telja að ríkið nafí framið samn-
ingsbrot.
Launþegastjórn
Ríkisstjóm Lipponens er í raun
dæmigerð launþegastjórn. Hún er
samansett af fulltrúum þeirra
flokka sem sækja fylgi sitt til
borga í Suður-Finnlandi. Jafnað-
armannaflokkurinn er sterkastur
á þeim svæðum þar sem iðnaður
er mikill. Hægri flokkurinn er
flokkur launþega með æðri
menntun, smákaupmanna og
fólks í fijálsum atvinnurekstri.
Vinstra bandalagið er flokkur
verkamanna. Græningjar njóta
stuðnings borgarbúa sem þykir
vænt um skógana, fossana og
villidýrin.
Fyrstu fréttir af ráðstöfunum
hinnar nýju stjórnar greina frá
áætlun um dreifingu framlags
Evrópusambandsins til byggða-
mála í Finnlandi. Um er að ræða
upphæðir sem nema milljörðum
fínnskra marka. Stjórn Eskos
Ahos, fyrrum forsætisráðherra,
ætlaði að dæla miklum hluta þess
fjár til landbúnaðarins í norður-
héruðum landsins, enda var inn-
anríkisráðherra þeirrar stjórnar
úr Miðflokki Ahos.
Nú eru breyttir tímar. Núver-
andi innanríkisráðherra sem er
jafnaðarmaður hyggst endur-
skoða áætlunina en iðnaðarhéruð
í Suður-Finnlandi eru þegar farin
að reikna með því að fá einhvern
eyri.
Gjörbreyttar forsendur
Kosningamar í mars sl. voru
fyrstu þingkosningamar í Finn-
landi eftir hran Sovétríkjanna.
Margt af því sem þótti óbreytilegt
og sjálfgefið í finnskum stjómmál-
um fyrir fjórum áram hefur gjör-
breyst í stjómartíð Eskos Ahos.
Með forsetakosningunum í
fyrra og stjómarskiptunum í vor
hafa Finnar fengið nýja forystu
sem væntanlega hefur umboð til
að móta Evrópustefnu þjóðarinn-
ar. Það er mjög óvisst hversu
langt Finnar eru tilbúnir að ganga
varðandi sameiningu Evrópu.
Lipponen og Athisaari eru mjög
ákveðnir Evrópusinnar. Þeir hafa
ekki tekið beinlínis afstöðu með
öryggissamstarfí né heldur kveðið
upp úr um aðild Finna að EMU,
gjaldeyrissamstarfí ESB. Þeir sem
vilja hlutlaust Finnland túlka
stefnu forseta og forsætisráð-
herra á þann veg að Finnar séu
á leiðinni í nánara samstarf við
Vestur-Evrópu varðandi öryggis-
mál. Finnska stjórnin hefur ekki
ítrekað hlutleysisstefnu sína eins
og Svíar gerðu nýlega.
Lipponen og Athisaari segja
hins vegar báðir að Finnar þurfi
að taka virkan þátt í mótun nýrr-
ar stefnu ESB frá 1996. í þeirri
stefnu verða líklega einnig ákvæði
um nánara öryggissamstarf.
Formleg efnahagsstefna Finna
miðar að því að finnska markið
verði sameinað í EMU um leið og
sameiginlegur evrópskur gjaldm-
iðill verði tekinn í notkun. Margir
munu samt krefjast þjóðarat-
kvæðagreiðslu um EMU.
Ríkisstjórn nýrrar kynslóðar
Það eru ekki aðeins ytri skil-
yrði og hugmyndafræði sem hafa
breyst með tilkomu fimm flokka
stjómar Lipponens. Það er áber-
andi hversu margir í stjórninni eru
óreyndir í ráðherrastöðu. Að vissu
leyti eru núverandi ráðherrar full-
trúar þeirrar kynslóðar sem tók
við eftir hrun Sbvétveldisins. Lipp-
onen sjálfur hefur aldrei áður
starfað sem ráðherra. Hann var
aðstoðarmaður Maunos Koivistos
í forsætisráðherratíð hans fyrir
fimmtán áram.
Paavo Lipponen var um árabil
nokkurs konar útlagi í Jafnaðar-
mannaflokknum. Gömlu leiðtog-
amir, sem voru kallaðir pólitískir
alifuglar frá Kekkonen-tímanum,
reyndu að vinna gegn öllum breyt-
ingum innan flokksins. Sú stefna
brást fyrir tveim áram þegar þá-
verandi flokksformaður jafnaðar-
manna, Ulf Sundqvist, varð að
segja af sér vegna vanrækslu sem
bankastjóri alþýðubankans. Þá
gafst Iipponen loksins tækifæri
að ná kjöri sem formaður flokks-
ins;
í sömu hallarbyltingu kusu
jafnaðarmenn að varpa Kalevi
Sorsa, öðrum fyrrverandi for-
manni sínum, á haugana í forseta-
kosningunum. Gamla flokksfor-
ystan vildi bjóða fram Sorsa en
flokksfélagar vildu Martti Ahtisa-
ari. í kosninguum sigraði Ahtisa-
ari naumlega en liðsmaður hans,
Paavo Lipponen, er nú forsætis-
ráðherra.
Hægri flokkurinn hefur einnig
stokkað upp í ráðherraliði flokks-
ins. Af þeim sem störfuðu síðustu
fjögur árin í stjórn Eskos Ahos
er aðeins Iiro Viinanen fjármála-
ráðherra eftir. Hinir tveir hægri
ráðherrarnir, sem áttu einnig
sæti í stjórn Ahos, tóku við á síð-
asta ári á því kjörtímabili. Pertti
Salolainen, fyrrum flokksformað-
ur og utanríkisviðskiptaráðherra,
gegnir engu embætti í þessari rík-
isstjóm. Hann sigraði í ESB-mál-
inu en var felldur í kosningu um
embætti flokksformanns f fyrra-
sumar. Nýi flokksformaðurinn,
Sauli Niinisto hefur enga reynslu
af ráðherrastörfum en hann fer
nú með dómsmálin.
Ráðherrar Vinstra bandalags-
ins vitna einnig um breytt viðhorf
innan þess flokks. Róttækir
vinstri menn, fyrrverandi félagar
í Kommúnistaflokknum, náðu að
vísu verulegum áhrifum í þing-
flokki bandalagsins, en ráðherrar
flokksins era ekki úr þeim hópi
sem tók við tilmælum frá Kreml
áður fyrr.
Boutros-
Ghali hótar
að kalla
SÞ heim
Jakarta. Reuter.
BOUTROS Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
(SÞ), sagði í gær að friðargæslulið
SÞ kynni að verða kallað heim frá
Bosníu, virtu stríðandi fylkingar ekki
vopnahlé, sem staðið hefur frá ára-
mótum.
„Vilji þeir
virða vopnahléið,
getum við ekkert
gert. Við höfum
umboð til að að-
stoða leiðtogum
deiluaðila. En sé
pólitískur vilji
ekki fyrir hendi,
verðum við að
kalla lið okkar heim,“ sagði Boutros-
Ghali á þingi um utanríkismál, sem
haldið er á Jakarta.
I
í
I
I
I
Neita framlengingu
Frakkar hafa áður hótað að kalla
gæslulið sitt heim af sömu ástæðu
en slíkt myndi líklega þýða endalok
friðargæslu í Bosníu. Fulltrúar Bosn-
íustjórnar og Bosníu-Serba höfnuðu
því fyrr í vikunni að framlengja
vopnahléssáttmálann sem samþykkt-
ur var um áramót, á fundi með Yas-
ushi Akakhi.
Hart hefur verið barist undanfarn-
ar vikur og hefur bosníski stjórnar-
herinn náð á sitt vald hernaðarlega
mikilvægum samgönguæðum Serba.
-----» » 4----
Yokohama
„Pipar“-
manns leitað
Tókýó. Reuter.
LÖGREGLA í Tókýó fann í gær efni
og hluti í aðalstöðvum sértrúarsafn-
aðarins Aum Shinri Kyo (Æðsta
sannleiks) sem hún segir sanna að
söfnuðurinn hafí staðið að taugagast-
ilræðinu í Tókýó í síðasta mánuði, sem
kostaði tólf manns lífíð. Þá leitar lög-
regla nú manns, sem sagður er „lykta
eins og pipar“ en hann er talinn teng-
ast síðasta gastilræðinu, sem framið
var á föstudag í Yokohama.
Að sögn Yomiuri dagblaðsins
fundu lögreglumenn heimagerða
plastpoka, sömu gerðar og pokar sem
notaðir vora í taugagasárásinni í
Tókýó. Þá fundu þeir vökvadælu til
að dæla gasinu í pokana og leifar
af efni sem fannst á jámbrautar-
stöðvunum í Tókýó etir tilræðið.
Ertandi gasi var komið fyrir á
jámbrautarstöð í Yokohama á mið-
vikudag en á föstudag fundu við-
skiptavinir og starfsfólk verslunarm-
iðstöðvar fyrir óþægindum vegna
gass. Sögðu þeir hafa fundið fyrir
þessu eftir að maður sem lyktað
hafi af pipar, hafí gengið fram hjá
þeim.
-----»-♦ ♦----
Bílferja
strandar í
Eystrasalti
.
I
!
.
!
i
l
Helsinki. Reuter.
YFIR 1,000 manns urðu að yfírgefa
bílfeiju sem strandaði í Eystrasalti
í gær er hún var á leið frá Helsinki >
til Tallinn í Eistlandi. „Við sátum í ^
kaffiten'u skipsins þegar skyndilega
kvað við mikill hávaði. Skipið byijaði
að halla á aðra hliðina og okkur
varð auðvitað hugsað til Estoniu-
slyssins. Fólk ruddist upp á þilfar,"
sagði einn farþeganna.
Alls voru 977 farþegar og 120
manna áhöfn um borð er feijan Tall-
ink strandaði við eyjuna Suomenl-
ínna, skammt fyrir utan höfnina í
Helsmki í morgunsárið. Að sögn j:
tmnsku strandgæslunnar era orsakir
slyssins óljósar. Þoka var en Iygnt.