Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 13 ímynd flokksins var í molum eftir óteljandi spillingarmál í stjómartíð þeirra og eina lausnin virtist vera sú að fá vinsælan, utanaðkomandi frambjóðanda, sem ekki væri hægt að tengja við stjóm sósíalista á neinn hátt. Aðrir sem komu til greina eftir að Delors neitaði að fara fram vom þeir Jack Lang og Henri Emmanu- elli en að lokum ákváðu sósíalistar að bjóða fram Jospin. Kosningabarátta Jospins fór hægt á stað en hann hefur verið að sækja í sig veðrið á lokasprettin- um, ekki síst vegna harðra deilna frambjóðenda hægrimanna. Hefur hann boðað hógværa stefnu, rétt til vinstri við miðju, og helst lagt áherslu á baráttuna gegn atvinnu- leysi og örbirgð. Meðal helstu til- lagna hans er að stytta vinnuvikuna í 37 stundir úr 39, hækka lágmarks- laun og bæta kjör ungmenna. Jospin giftist á ný fyrir um ári og hefur eiginkona hans, Sylviane, lífgað nokkuð upp á ímynd hans í hugum kjósenda. Sylviane, sem kennir heimspeki og hefur ritað fjöl- margar fræðibækur, þykir glæsileg og heillandi kona. Hún hefur verið vinsælt fjölmiðlaefni og ekki hikað við að greina frá því að Jospin drekki bæði vín og viský og skilji sokkana sína eftir út um allt hús. Þá hefur hún tekið fram að fólk megi ekki mgla saman heiðarlegri framkomu og stífni. Það er enginn annar en Jacques Delors sem er formaður stuðnings- mannanefndar Jospins, og kom hann fram opinberlega í vikunni til að lýsa því yfír að hann styddi sjónarmið bankastjóra Englandsbanka í frankadeilunni. Launahækkanir yrðu að vera raunsæjar og viðhalda yrði styrk frankans. Eftir þessar yfírlýs- ingar komst á kreik orðrómur um að hugsanlega yrði Delors forsætis- ráðherra Jospins, næði hann kjöri. Hin nýja ímynd Le Pens Alls em níu frambjóðendur í framboði í fyrri umferðinni og munu þeir tveir efstu takast á í hinni síð- ari, ef enginn einn fær hreinan meirihluta í þeirri fyrri. Einungis Chirac, Jospin og Balladur em tald- ir eiga möguleika á að komast áfram í síðari umferðina. Hinir sex fram- bjóðendumir munu líklega skipta með sér 30-35% atkvæða, en ein- ungis hægrimanninum Jean-Marie Le Pen er spáð einhverju fylgi að ráði. Leit á tímabili út fyrir að hann kynni að fá meira fylgi en Ballad- ur, en samkvæmt síðustu könnunum ætla nú um 12% kjósenda að kjósa Le Pen. Er það ekki síst mikið fylgi í ljósi þess að annar frambjóðandi yst til hægri, þjóðemissinninn og Evrópuandstæðingurinn Philippe de Vílliers, rær nú á sömu mið. Um 6% kjósenda styðja de Villiers. Le Pen var árum saman „öfga- maðurinn" í frönskum stjómmálum en hefur mýkt ímynd sína verulega til að öðlast breiðara fylgi. Hann neitar því að hann sé útlendingahat- ari og segist einungis vera heiðar- legur maður sem endurspeglar áhyggjur heiðarlegra borgara. Hann ráðist ekki á fólk eða hópa í samfé- laginu heldur sé þvert á móti sjálfur fórnarlamb hinna „fijálslyndu fjöl- miðla“ og pólitíska kerfis. Jafnvel klæðaburður hans hefur breyst og er þar talið gæta áhrifa hinnar nýju eiginkonu hans, Jany. Er þessi nýja ímynd Le Pens talin vel heppnuð og hefur hann heillað fjölmarga Frakka í sjónvarpsþátt- um. Þrátt fyrir nýjar umbúðir virð- ist þó sem kjami stefnu Le Pens sé sá sami og áður. Þá dró nokkuð úr virðuleikanum er hann neitaði að fordæma atvik í Marseille er nokkrir stuðningsmanna hans skutu innflytjanda frá Comoros til bana. Sagði Le Pen manninn hafa „stuðn- ingsmönnum" sínum. I kosningabæklingum hans er lögð mikil áhersla á málefni innflytj- enda og umfjölluninn myndskreytt með ljósmynd af þotu í flugtaki. Segir í textanum að einungis þurfí tíu flug á dag næstu sjö árin (kjör- tímabil Frakklandsforseta er sjö ár) til að þijár milljónir innflytjenda geti haldið til upprunalegra heim- kynna sinna „með fulli reisn“. Á listasetri VERK eftir Pál Guðmundsson MYNPOST Listaisctrið Kir kj uhvo11 MYNDVERK PÁLL GUÐMUNDSSON Opið alla daga frá 14-18. Til 7. maí. Aðgangur ókeypis. LISTASETRIÐ Kirkjuhvoll á Akranesi hefur nú starfað í nokkra mánuði, en það var formlega opnað hinn 28. janúar með yfirlitssýningu á verkum í eigu kaupstaðarins og stofnana hans. í tengslum við sýn- inguna voru upplestrar, ljóðavökur og tónlistarflutningur. Ekki gat ég komið því við að vera við opnunina, því annar við- burður var í Hveragerði á sama tíma og þangað hafði ég óbeint lof- að mér, svo ekki var það fyrir van- virðingu á ágætu framtaki að ég var ekki á staðnum. Tvær einkasýningar hafa verið haldnar í húsakynnunum til þessa, á vefnaði Auðar Vésteinsdóttur og málverkum Sjafnar Haraldsdóttur, ásamt því að hin þriðja var opnuð á sumardaginn fyrsta. Listamaðurinn sem í hlut á er Páll Guðmundsson, kenndur við Húsafell, sem telst umdæmi hans og óðal. Þangað hafa sem kunnugt er ýmsir okkar ágætustu málarar sótt myndefni í nafnkennd lista- verk. Sjálfur er hann sem innbyggð- ur á staðnum, fæddur þar og uppal- inn, og nýtir sér efnivið hans í öllum skilningi, í hörðu og mjúku formi jarðarmagna og gróandi, jökulfrera sem tilbrigða himinsins. Þessi maður, sem hefur til að bera svo mikið af fasi uppsveitanna og andblæ heiðríkjunnar, málar með olíulitum af fágætu hrekk- leysi, í vatnslit með Ijósnæmi, hegg- ur í stein af frumkrafti og rissar á blað af einlægni. Páll er skólaður í Myndlista- og handíðaskóla íslands ásamt því að hafa stundað framhaldsnám í Köln. Hefur haldið nokkrar sýningar og einkum hafa höggmyndir hans vakið athygli, en þar er hann á stundum engum líkur nema kannski uppruna sínum, því að lít- ið verður maður var við skólun í verkum hans. Allar kreddur hefur hann forðast sem heitan eld, enda vinna þær ekki á þennan rammís- lenzka skráp, sem verður að teljast styrkur hans og aðal. Og eins og íslenzka bergvatnið er eðaldrykkur hans teigar hann að sér áhrif frá umhverfi sínu og mannlífí í næsta nágrenni, þar sem fjósamaðurinn er jafn þýðingarmikið myndefni og haddur Eiríksjökuls er hann skart- ar sínu fegursta og eins og fer í fjörurnar við skýja- og litafans al- mættisins. Páll hefur valið þann kostinn að kynna sitthvað frá ferli sínum á sýningunni á Kirkjuhvoli, og þannig eru þarna allt í senn málverk, teikn- ingar, vatnslitamyndir og rýmis- verk hoggin í stein. Alveg óvænt voru það vatnslitamyndirnar sem mesta athygli rýnisins vöktu, og þá helst fyrir mjúka og lifandi pens- ildrætti, en sá eiginleiki liggur nokkuð djúpt I listamanninum. Það var einkum myndin „Skin og skúr- ir“ (9), sem tók hugann fanginn fyrir ljósnæmi litanna og hið ferska yfirbragð, en aðrar akvarellur sem opin og tær útfærsla prýða eru t.d. „Qaqortoq“ (2), „Gul höggmynd" (6), „Bæjargilið" (7), sem er næsta Kjarvölsk og „A Kaldadal" (8). Málverkin hafa sem svo oft áður hijúft yfirbragð og þau njóta sín ekki sem skyldi í suðurbirtunni, höggmyndimar blómstra ei heldur í rýminu, en þar staðnæmdist mað- ur oftast við hinn sérkennilega fót í yfírstærð (6), hrútinn (5) svo og ugluna (7). Teikningarnar eru eins konar rannsókn á andlitum sveit- unganna og hér fetar hann í fót- spor ýmissa myndhöggvara, sem gera mikið af því að festa ásýnd fólks á blað, sem skerpir tilfinning- una fyrir séreinkennum þess. Litið á heildina er sýningunni vel fyrir komið, en ýmislegt má gera til að búa betur að myndverkum á staðnum svo sem með sérlýsingu og þarf ekki að gar~o ’>t. yfír innra útlit hins gamla og iiieTka prestsbú- staðar. Minningarsjóður séra Jóns M. Guðjónssonar, sem mun faðir minjasafns staðarins og jafnframt menningarfrömuður hans, keypti hið fagra hús á síðastliðnu ári. Telst það mikið heillaspor og vonandi vís- ir að auknum menningarlegum umsvifum og hér skiptir öllu máli að jafnt íslenzkir listamenn sem íbúar staðarins séu með á nótunum frá upphafí. Rýnirinn og fylginautar hans af báðum kynjum tóku vel eftir því hve ríkulega kaupstaðurinn er prýddur útilistaverkum og einkum hrifumst við af Grettistaki Magnús- ar Tómassonar fyrir framan elli- heimilið, sem fellur ekki aðeins vel að byggingunni heldur einnig um- hverfínu og landslaginu. En þó fannst okkur vel að merkja nót ein mikil og svört, sem staðsett var á bryggjunni rammasta sjónopinber- unin, en hún minnti á sumt á þann nafnkénnda Christo, er öllu pakkar inn, en ég taldi hana mun hrifmeiri og sannari lifun og fullgilt núlista- verk. Það er þannig ýmislegt að sjá á Akranesi, og vel þess virði að gera sér dagamun með því að gera sér ferð þangað, í öllu falli komum við hress og endurnærð til baka þrátt fyrir þennan hrollkalda en fagra sumardag. Bragi Ásgeirsson Efnileg ljóða- söngkona Að stíga ölduna TÖNLIST Gcrðubergi EINSÖNGSTÓNLEIKAR Magnea Tómasdóttir sópransöng- kona og Mario Ramón Garcia píanó- leikari fluttu söngverk eftir Haydn, Liszt, Strauss, Grieg og Jón As- geirsson í Gerðubergi miðvikudag- inn 19. apríl 1995. MÖRGUM hefur verið tíðrætt um vaxandi umsvif á sviði tónlistar- menntunar, sem líkt hefur verið við sprengingu. Einn þáttur, og ekki minnstur, tengist söng og er nú að koma í ljós, með þvj að íslenskt söng- fólk er í vaxandi mæli að hasla sér völl erlendis. Meðal þeirra sem nú eru að koma fram sem söngvarar er Magnea Tómasdóttir, er meðal margra stundar framhaldssöngnám í London. Magnea hélt sína fyrstu tónleika í Gerðubergi sl. miðvikudag og henni til halds og traust var ung- ur píanóleikari, Mario Ramón Garcia, sem lýkur námi í vor við sama skóla og Magnea, Trinity College í London. Tónleikarnir hófust á þremur söngvum eftir Joseph Haydn, sem allir eru samdir við enska texta. Söngvar og kansónettur eftir Haydn þykja heldur fábrotnar tónsmíðar og þó Haydn hafi ekki haft ensku á valdi sínu, eru ensku lögin sögð bet- ur gerð en þau þýsku, bæði hvað snertir lagferli söngraddarinnar og undirleik píanósins. Fyrsta lagið var She never told her love, við texta eftir Shakespeare og tvö þau seinni, The Spirit’s Song og Fidelity, bæði við texta eftir Anne Hunter, enska skáldkonu er tendist Haydn vináttu- böndum þá hann dvaldi með enskum. Þessir látlausu söngvar voru mjög fallega sungnir og flutningurinn í heild sérlega yfírvegaður. í lagaflokki Griegs, Haugtussa, við tímamótakvæði Arne Garborgs, sýndi Magnea að hún er efnileg ljóða- söngkona, bæði með yfírvegaðri tón- mótun og áhrifaríkri túlkun, sem var sérlega vel undirbyggð í frábærum píanóleik Mario Ramón Garcia, svo að í heild var lagaflokkurinn há- punktur tónleikanna. Þijú lög eftir undirritaðan, Hjá lygnri móðu, Hald- iðún Gróa og Þótt form þín hjúpi graflín, við texta eftir Halldór Lax- ness, voru mjög vel flutt, þar sem saman fór góður framburður og vel unnin túlkun. Þrjú lög eftir Liszt, við texta eftir Victor Hugo, voru næst á efnis- skránni, Mörg sönglaga hans þykja betur samin fyrir píanóið en söng- röddina, eins t.d. fyrsta lagið, Comm- ent, disaient-ils, sem er sérlega skemmtilega skrifað fyrir píanóið og Mario Ramón Garcia lék frábærlega vel. Tónmál sönglínunnar er oft nærri því að vera tónles (resitativ) eins t.d. í niðurlagi fyrsta lagsins, sem endar án undirleiks. S’il est un charmant gazon og síðasta lagið eft- ir Liszt, Oh, Quand je dors var sér- staklega fallega flutt. Tónleikunum lauk með þremur lögum eftir Richard Strauss, All- erseelen, Befreit og C’cilie, sem öll voru sungin af þokka, en þar mátti kenna, að enn á Magnea verk að vinna, þó ljóst sé að hér er á ferð- inni sérlega efnilega ljóðasöngkona, er flytur viðfangsefni sín af öryggi og listfengi. Mangea naut þess að vinna með Mario Ramón Garcia, en hann er efnilegur píanóleikari og eins fyrr segir, var lagaflokkur Griegs glæsilega fluttur. Jón Ásgeirsson IÆIKI1SI Fjölbrautaskóli Suðurncsja OG FALLIN RÓSINKRANS OG GULLINSTJARNA Vox Arena, Fjölbrautaskóla Suður- nesja: Og fallinn Rósinkrans og Gull- instjaraaeftir Tom Stoppard. Þýð.: Guðjón Ólafsson. Leikstjóri: Guð- mundur Bryqjólfsson Aðalleikendur: Berglind Ósk Guðmundsóttir, Elva Sif Grétarsdóttir, Þór Jóhannesson, Hulda Guðrún Kristjánsdóttir. Fjöl- brautaskóli Suðumesja, 7. apríl ER Hamlet þunglyndur, vitskertur, göfugur, grimmur, fár, frama- gjarn? Er hann hetja, heigull, eða ofviti, ófær um að taka ákvarðan- ir, ófær um, ófær? Er allt sem sýnist? Erum við eða erum við ekki? Hvar höfum við fast land undir fótum í tilverunni? (Svo ekki sé minnst á fast land í ieikritinu Hamlet. Þeir sem sigla um hafsjó efasemdanna í því leikriti verða að kunna að stíga ölduna til að falla ekki fyrir borð.) Um hug- myndir af þessu tagi og ýmsar aðrar fjallar og fjallar ekki leikrit- ið „Og fallinn er Rósinkrans og Gullinstjarna“ sem Leikfélag Fjöl- brautaskóla Suðurnesja setti ný- lega á svið. Leikfélagið á hrós skilið fyrir að róa á þessi mið. Að vísu getur þar verið ördeyða ef menn kunna ekki til veiðanna, en stúlkurnar tvær í aðalhlutverkunum eru býsna glúmar. Þær draga sinn feng á land. Elva Sif Grétarsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir standa sig hreint með ágætum sem fáráðlingarnir Rósinkrans og Gull- instjarna. Þær hafa skýra fram- sögn báðar tvær og tekst með sviðsframkomu sinni að fanga at- hygli áhorfenda og halda henni og það er nokkuð þrekvirki út af fyr- ir sig, því að í þessu leikriti Toms Stoppard er blandað saman tilvist- arheimspekilegum spurningum og glensi og það útheimtir erfíðar stellingar. Sjálfur Hamlet situr upp á dekki í þessu leikriti með sólgleraugu og segir fátt. Leikmyndin er einföld og svipsterk. Enginn sem hefur hana fyrir augunum fer í grafgötur með hvert stefnir. Leikstjórinn, Guðmundur Brynj- ólfsson, er gamall FS-ingur sem stundað hefur nám í leikhúsfræð- um í London. Þetta er frumraun hans sem leikstjóra. Honum hefur tekist að lokka fram ýmsa hæfi- leika hjá ungu stúlkunum tveimur sem ég er viss um að þær vissu ekki áður að þær byggju yfir. Það er vel. Einnig hefur hann gætt þess að gefa sýningunni stíllega heildstætt yfirbragð. Það skiptir miklu máli í svona sýningum. Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa átt því láni að fagna að þar hefur heimur listanna verið kynntur af atorku um langa hríð. Þar öðlast þau reynslu sem kemur þeim til góða síðar meir hvar svo sem þau finna sér sama- stað í tilverunni. Menntun af þessu tagi spillir yndislega. Hún gerir verkfræðinga að óperufíklum, bifreiðasmiði að myndhöggvurum, tannréttinga- menn að fagurfræðingum. Og ung- ar stúlkur að efnilegum leikurum. Guðbrandur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.