Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Óhlutbundin
viðhorf
i
Z3
Kristján Guðmundsson: Brotinn sjóndeildarhringur, 1993.
Kalkipappír 240x570 sm.
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
ÍSLENZK ABSTRAKTLIST
-ENDURSKOÐUN.
Opið frá 10-18 alla daga til 7. maí.
Aðgangur 300 kr.
Sýningarskrá 1600 kr.
SÝNINGIN „íslenzk abstraktlist -
endurskoðun" í vestursal Kjarvals-
staða vekur öðru fremur upp ýmsar
vangaveltur um stöðu íslenzkra nú-
lista.
Það er sitthvað sem breytt hefur
um merkingu í ræðu og riti í áranna
rás og þannig hefur hugtakið „ab-
strakt“ mikið til verið afmarkað við
ákveðna tegund myndlistar eftir-
stríðsáranna, þótt allri list sem al-
menningur skilur ekki gefi hann
þetta samheiti. Síður ber að rugla
hugtakinu við hinar byggingarfræði-
legu listhugmyndir svonefndra kons-
trúktívista, svo sem rússanna Tatlin,
Malevitch Gontcharovu og Laironoff.
Og þó að í eðli sínu sé alveg rétt að
nefna óhlutlæga list abstrakt, koma
einnig fram sértækar eigindir í ýms-
um gerðum hlutlægra mynda eins
og allir málarar vita. Og „impressi-
on“ kemur t.d. fram í málverkum
200 árum áður en nafnið varð að
Hstastefnu og sérstöku hugtaki, eins
og viðurkennt er, og ég hef áður
bent á í skrifum mínum.
Og á iíkan hátt hefur hugtakið
„módernismi" í höfuðdráttum ein-
skorðað sig við ákveðið tímabil í list
Parísarskólans þótt svo að upphaf
hans sé að finna í Katalóníu, eins og
öli uppsláttarrit fræða forvitna um.
Þannig tala menn um post-módem-
isma og jafnvei post- post-módem-
isma er visað er til þessa tímabils líkt
og að módemisminn hafi verið ákveð-
in listastefna eða stílbrot á afmörkuðu
tímaskeiði, og við em komnir að þeim
endamörkum og vegamótum að mód-
emisminn er fordæmdur og fram
kemur and-módemismi og allt sem
tengist módemismanum er víða orðið
skammarorð me"ðal ungra listspíra.
Það væri svo alveg eins hægt að nefna
þessa sýningu „Módemismi - endur-
skoðun, því strangt til tekið var með
módemismanum auðvitað átt við nú-
tímann, ný og fersk viðhorf, eins og
aliir vita, og telst það nokkur öfugþró-
un að vera andsnúinn slíku og gera
þau stefnumörk að núlistum dagsins.
Framfarasinnuð viðhorf í Iistum geta
menn svo náttúruiega ekki alfarið
einangrað við ákveðið tímabil, því ást
dagsins í dag er önnur en ást morgun-
dagsins. Teldist jafn rétt sem rangt
í þeim fræðilega hugmyndavaðli og
útlistunarleikfími sem eru einkenni
ýmissa seinni tíma kenningasmiða,
sem hafna i senn fortíðinni sem fm-
meigindum sköpunarverksins og jafn-
framt öllu samanlögðu tilfinninga-
sviðinu. Það kemur manni þannig
spanskt fyrir sjónir, og telst nokkuð
loðið og misvisandi, að nefna sýning-
una að Kjarvalsstöðum „íslenzk ab-
straktlist - endurskoðun", því að hún
rís í eðli sínu hvorki undir því nafni
í umræðu dagsins né að það geti
kallast heppileg og fullkomlega rétt
skilgreining á því sem valið hefur
verið á veggina. Jafnframt er valið
mjög einstrengingslegt og gefur mjög
óskýra hugmynd um það sem gerst
hefur frá blómaskeiði stefnunnar á
fimmta og sjötta áratugnum og allt
þar til hugmyndafræðilega listin
skyggði á hana um stund.
Þegar sýningin „Islenzk abstraktl-
ist“ á sama stað um árið reyndist
afar sundurlaus og ómarkviss fram-
kvæmd, þar sem reynt var að troða
sem flestu undir hugtakið á síðasta
snúningi, er þessi líkt og hin fyrri í
hnotskum. Með þeim formerkjum þó,
að nú vantar margt sem hefur verið
að þróast á undanförnum árum.
Hugtakið abstrakt og abstraksjón
ná yfir víðara svið en einungis óhlut-
bundna list, og þannig greindu menn
sértæk viðhorf í málaralist fyrir síð-
ustu aldamót og menn tala um að
„abstrahera" í myndverki, sem þó
telst hlutlægt.
Þá er ekki verið að endurskoða
íslenzka abstraktlist í Ijósi þeirra
Svavars Guðnasonar og Þorvaldar
Skúlasonar, sem báðir byggðu upp
á ríkri tilfínningu fyrir íslenzkum
veruleika, þrátt fyrir náin tengsl við
erlenda strauma. Mun frekar er ver-
ið að vísa til listrænnar hreinræktun-
ar í takt við fjarstýrðar erlendar fyr-
irmyndir og án tengsla við landið og
þróun íslenzkrar abstraktlistar, svo
sem hún er skiiin og meðtekin af
málurum. Jafnframt er verið að upp-
hefja list sem „firrt er öllum tilfinn-
ingum“, þó manni sé spurn hvort
sitthvað sem haldið er fram í for-
mála, sem skarar kímni og ýmsar
hliðar skynsviðsins vísi ekki einmitt
til lífrænna kennda?
Nýjar uppgötvanir seinni ára á
sviði vísinda hafa á nákvæmlega
sama hátt haft áhrif á núlistamenn,
og merkar tæknilegar nýjungar og
áður óþekktar hugmyndir gerðu í
upphafi aldarinnar. Þær hafa svo
ekki síður kollvarpað fyrri hugmynd-
um og aukið sjálfstæði myndlistar-
manna, sem nú hafna í auknum
mæli að vera taglhnýtingar kenn-
ingasmiða á borð við Michael Seup-
hor, André Bloc og Leon Degand
eftir stríð, en byggja á sjálfstæðri
reynslu líkt og listamennirnir gerðu,
studdir af hugmyndaríkum rithöf-
undum. gagnrýnendum og listhöndl-
urum. En nú hefur ný kynslóð sýn-
ingarstjóra og listheimspekinga
ruðst fram og gerir kröfu til að hafa
frumkvæðið með þeim árangri að
listin er orðin að kaldri tilfinninga-
lausri stærðfræði annars vegar, og
taumlausu siðleysi hins vegar, sem
hvorutveggja er fært í háleitan heim-
spekilegan búning.
I ljós hefur komið, að mannslíkam-
Ragna Róbertsdóttir: Án titils,
1995. Blekteikning á skilrúm.
125x125 sm.
inn leysir fyrrum óleysanlega reikn-
ingsþraut og er þannig fullkomnasta
„geometría" jarðarinnar, og að hinn
mesti miskilningur var að hafna fíg-
úrunni í myndlist, þótt það kunni að
hafa haft tilgang á afmörkuðu tíma-
skeiði. Þá hafa menn komist að því
að jafnvel hinn veikasti gróður hefur
tilfínningar og skynsvið, sem gerir
honum kleift að lifa af og verja sig
gegn ýmsum plágum er á herja.
Grasið undir fótum okkar hefur
þannig jafnvel minni, sem fyrrum
hefði þótt mikil býsn og firra að
halda fram.
Það hefur líka verið bent á, að hin
örfáu frumform sem allt þekkjanlegt
byggist á eru síbreytileg í umhverf-
inu og að hið hlutlæga er þannig í
frumeðli sínu abstrakt. Myndir þær
sem t.d. Caspar David Friedrich
(1774-1840) málaði, er ekki unnt að
mála lengur nema með því að „impro-
visera", því að ómengað landslagið
er ekki lengur til. Náttúran er í stöð-
ugri mótun líkt og himingeimurinn
allur, en að baki eru mjög rökvís og
fullkomin öfl, sem manninum hefur
ekki enn tekist að skilgreina til fulls.
List sem byggist á tilfínningum
og getur verið í senn blíð og grimm
sækir nú í sig veðrið svo sem sjá má
í listsölu heimsborganna hvað sem
prédikað er á útjöðrum heimsins, og
sækir visku sína í menningarlegar
hliðargötur og listpólitísk öngstræti.
Útilokað er að hægt sé að afskrifa
tilfinningasviðið og vísað skal til, að
guðfaðir súrrealistanna, André Bre-
ton, sagði eitt sinn: „Það þarf að
takmarka listina við einföldustu form
hennar, sem er kærleikur. Það þýðir
að allt sem er óekta er ijarlægt uns
ekkert er eftir nema sjálfur lífskraft-
urinn, tilvist mannsins."
Ég nefni þetta hér vegna þess, að
hinn sértæki heimur súrrealismans
getur alveg eins talist „abstrakt" og
t.d. geometrísk form í ljósi skilgrein-
ingar Gunnars Kvarans. Rétt telst
að á sýningunni að Kjarvalsstöðum
er um óhlutbundið myndmál að ræða,
og abstrakt vísun svo sem hún var
skilin og meðtekin hér áður fyrr kem-
ur fram í myndum Daníels Magnús-
sonar, Erlu Þórarinsdóttur og Þóreyj-
ar Jónsdóttur. Hins vegar er mun
meira af humyndafræðilegri list, sem
einmitt tók afstöðu gegn abstrakt
tjáningu, í myndverkum Haralds
Jónssonar, Ingólfs Amarssonar,
ívars Valgarðssonar, Kees Visser,
Kristjáns Guðmundssonar, Kristjáns
Steingríms Jónssonar, Rögnu Ró-
bertsdóttur, Ráðhildar Ingadóttur,
Sigrúnar Ólafsdóttur, Svövu Bjöms-
dóttur og Tuma Magnússonar. Gunn-
ar hefur látið svonefnt „formleysis-
málverk", sem er misvísandi nafngift
á óformlegri myndtjáningu í fijálsri
mótun, og það sem hann nefnir á
frekar niðrandi vísu „landslagsab-
straktmálverk" sem hann jafnframt
segir „að nokkuð hafi borið á hér á
landi á síðustu misserum" liggja á
milli hluta. Dæmir þar með úr leik.
Ekki veit ég hvernig Gunnar fer
að því að skilgreina allt tímabilið frá
Svavari og Þorvaldi sem nokkur
misseri, en það er í ætt við ýmsar
aðrar skilgreiningar hans, sem ég á
afar erfítt með að meðtaka fyrir
hönd íslenzkrar samtímalistar.
í sjálfu sér er þetta fullgild sýn-
ing, sem sækir hugmyndir áratugi
aftur í tímann eins og svo margt sem
stífast er haldíð fram af róttækum
sýningastjórum austan hafs og vest-
an nú um stundir. Þannig séð er hún
fullgild rannsókn á möguleikum
óhlutbundinnar tjáningar, en minna
í takt við lífið allt um kring. Sýning-
arskráin er að þessu sinni vel úr
garði gerð og allur frágangur mun
vandaðri en áður. Áhugasamir um
þessa tegund myndlistar geta svo
ornað sér við ítarlegan og á köflum
skilvirkan formála Gunnars Kvaran.
Bragi Ásgeirsson.
Leggnrog
skel til Vest-
mannaeyja
HVUNNDAGSLEIKHÚSIÐ hefur
að undanförnu sýnt barna-söng-
spilið Legg og skel eftir Ingu
Bjamason og Leif Þórarinsson í
húsnæði Kaffileikhússins í Hlað-
varpanum og á sunnudag 23. apríl
verður Hvunndagsleikhúsið með
sýningar á Legg og skel í Vest-
mannaeyjum.
í leikhópnum eru fjórir leikarar,
sem leika ýmis hlutverk og stjórna
brúðum, J)au Hinrik Ólafsson, Sig-
rún Sól Ólafsdóttir, Halla Margrét
Jóhannesdóttir og Gunnar Gunn-
steinsson. Tveir hljóðfæraleikarar
eru í sýningunni, þau Una Björg
Hjartardóttir, flauta, og Leifur
Þórarinsson, píanó. Leikstjóri er
Inga Bjarnason. Höfundur tónlist-
ar er Leifur Þórarinsson og leik-
mynd, búningar og brúður eru
verk Guðrúnar Svövu Svavarsdótt-
ur.
Næsta verkefni Hvunndagsleik-
hússins verður Tijójudætur eftir
Evrípídes í þýðingu Helga Hálf-
danarsonar.
-----♦ ♦ ♦-----
Gúmmí Tarzan
DANSKA kvikmyndin Gúmmí
Tarzan verður sýnd í Norræna hús-
inu í dag kl. 14.
Myndin fjallar um átta ára gaml-
an strák sem getur ekki fullkomlega
lifað upp til væntinga föður síns
og er enginn Tarzan eins og pabbi
hans vildi gjarnan að hann væri.
En dag nokkur kynnist hann krana-
stjóra og þar eignast hann góðan
vin.
Þessi mynd hlaut Bodil-verðlaun-
in í Danmörku 1981 og er gerð
eftir barnabók Ole Lund Kirkee-
gaard. Leikstjóri er Soren Kragh-
Jacobsen. Myndin er 89 mín.
Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis.
-----♦ ♦ ♦-----
Vortónleikar Karlakórs
Reykjavíkur
Sigrún Hjálm-
týsdóttir syng-
ur með kórnum
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir (Diddú)
syngur einsöng með Karlakór
Reykjavíkur á vortónleikum kórs-
ins, sem verða haldnir síðustu vik-
una í apríl.
Kórinn heldur fimm tónleika að
þessu sinni. Femir tónleikar verða
í Langholtskirkju í Reykjavík,
mánudaginn 24. apríl, miðvikudag-
inn 26. apríl og fimmtudaginn 27.
apríl kl. 20 og lokatónleikarnir
verða laugardaginn 29. apríl kl. 16.
Stjórnandi Karlakórs Reykjavík-
ur er Friðrik S. Kristinsson og und-
irleikari á tónleikunum er Anna
Guðný Guðmundsdóttir.
Gerðu það gott með He
Tæknival býðurþér
hágæða Hewlett-Packard
litaprentara, geislaprentara
og litaskanna á e'mstöku
verði. Takmarkað magn.
Kynntu þér málið.
HP DeskJet 520 prentarinn fyrir svarta
litinn. Hljóðlátur, sterkurog hraðvirkur.
Gæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu.
Tilboösverö:
kr. 29.900 stgr.
HP DeskJet 320 litaprentarinn.
Hljóðlátur og fyrirferðalltill.
Gæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu
og 300 dpi í lit. Tilboðsverð:
kr. 32.000 stgr.
HP DeskJet 560C litaprentarinn.
Hraðvirkur prentari með gæöaútprentun
300x600 dpi í svörtu og 300 dpi í lit.
Tilboðsverð:
kr. 49.900 stgr.
HP DeskJet 1200C litaprentarinn.
Öflugur. Hraövirkur. Gott minni.
Hágæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu
og 300 dpi í lit. Tilboðsverð:
kr. 105.900 stgr.